Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík

Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Fast­eigna­mat Þjóð­skrár lækkar víða mið­svæðis í Reykja­vík á milli ára, en fast­eigna­mat stofn­un­ar­innar fyrir árið 2021 var birt í morg­un. Í heild­ina hækkar fast­eigna­mat á land­inu um 2,1 pró­sent frá núver­andi mati, um 2,2 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 1,9 pró­sent á lands­byggð­inni.

Afar mis­jafnt er þó á milli mats­svæða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sveit­ar­fé­laga á lands­byggð­inni hvernig fast­eigna­matið sveifl­ast. Hægt er að fletta upp ein­staka eignum á vef Þjóð­skrár og þar geta áhuga­samir einnig glöggvað sig á því hvernig mis­mun­andi mats­svæði koma út í vefsjá stofn­un­ar­inn­ar.

Sem dæmi um breyt­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lækkar fast­eigna­mat fjöl­býlis um 8,6 pró­sent í Túnum í Reykja­vík, en hækkar um 7,6 pró­sent í Teig­um, næsta mats­svæði handan Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Í miðbæ Reykja­vík­ur, frá Tjörn­inni að Snorra­braut, hækkar fast­eigna­mat fjöl­býlis um 4,1 pró­sent en lækkar um 4,8 pró­sent á mats­svæð­inu í Suð­ur­-­Þing­holt­u­m. 

Auglýsing

Tölu­verðar lækk­anir eru á fast­eigna­mati í mið­borg­inni, en til dæmis lækkar fast­eigna­mat á sér­býlum á mats­svæð­inu frá Tjarn­ar­götu og sunnan Landa­kots um 7,9 pró­sent og fjöl­býli á sömu slóðum um 3,4 pró­sent.

Í úthverfum Reykja­víkur og nágranna­sveit­ar­fé­lögum borg­ar­innar hækkar fast­eigna­mat víð­ast hvar. Til dæmis hækkar fast­eigna­mat fjöl­býlis að með­al­tali um 6,1 pró­sent mið­svæðis í Mos­fells­bæ, um 5,7 í Graf­ar­holti, um 7,7 pró­sent í Urriða­holti í Garðabæ og um 4,6 pró­sent mið­svæðis í Hafn­ar­firð­i. 

Hæst er með­al­fer­metra­verð sér­býlis á Ægi­síðu og Högum í Vest­urbæ Reykja­vík, eða 576.000 kr. á fer­met­er. Fast­eigna­mat sér­býlis hækkar þar um 3,1 pró­sent á milli ára. Með­al­fer­metra­verð fjöl­býlis er hæst í Skerja­firði, eða 591.000 kr. og hækkar fast­eigna­matið fjöl­býlis þar um 4,7 pró­sent á milli ára.

Fast­eigna­skattar taka mið af fast­eigna­mati Þjóð­skrár og fara því hækk­andi með hækk­andi fast­eigna­mati. Fast­eigna­mat­ið ­byggir meðal ann­ars á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ing­um, auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2020 og tekur gildi 31. des­em­ber. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat rennur út degi fyrr, sam­kvæmt því sem fram kemur á vef Þjóð­skrár.

Atvinnu­hús­næði í mið­borg Reykja­víkur stendur nærri í stað

Heilt yfir hækkar fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis á land­inu um 1,7 pró­sent frá yfir­stand­andi ári, um 1,6 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 1,9 pró­sent á lands­byggð­inni. Mjög litlar hækk­anir verða á fast­eigna­mati atvinnu­hús­næðis í mið­borg Reykja­vík­ur.

Fast­eigna­mat versl­un­ar­hús­næðis hækkar þar til dæmis ekki neitt á milli ára, en fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis sem notað er undir iðnað hækkar um 0,7 pró­sent á milli ára og fast­eigna­mat skrif­stofu­hús­næðis hækkar um 0,1 pró­sent. Heilt yfir hækkar fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis í Reykja­vík­ur­borg um 0,7 pró­sent á milli ára.

Það er minna en í öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en í Kópa­vogi nemur hækk­unin 4,2 pró­sent­um, á Sel­tjarn­ar­nesi 5,6 pró­sent­um, í Hafn­ar­firði 3,1 pró­senti og í Garðabæ 2,6 pró­sent­um, svo dæmi séu tek­in.

Fast­eigna­mat á Suð­ur­nesjum lækkar

Fast­eigna­mat hækkar heilt yfir í öllum lands­hlut­um, nema á Suð­ur­nesjum, þar sem heild­ar­fast­eigna­mat lækkar um hálft pró­sent frá yfir­stand­andi ári. Mest verður hækk­unin á Vest­fjörðum eða 8,2 pró­sent og þar næst á Norð­ur­landi vestra, eða 6,5 pró­sent.

Hvað ein­stök sveit­ar­fé­lög varðar hækkar heild­ar­fast­eigna­mat í Ísa­fjarð­arbæ mest, eða um 11,2 pró­sent frá yfir­stand­andi ári. Næst koma Akra­hrepp­ur, Tálkna­fjarð­ar­hrepp­ur, Blöndu­ós­bær, Bol­ung­ar­vík­ur­kaup­staður og Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörð­ur, en þar nemur hækk­unin á milli 8 og 8,8 pró­sent­um.

Heild­ar­fast­eigna­mat lækkar mest í Sveit­ar­fé­lag­inu Vogum og Skorra­dals­hreppi, eða um 3,6 pró­sent. Þá lækkar fast­eigna­mat í Reykja­nesbæ um 2,1 pró­sent og í Stykk­is­hólmi um 1,7 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent