Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík

Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Fast­eigna­mat Þjóð­skrár lækkar víða mið­svæðis í Reykja­vík á milli ára, en fast­eigna­mat stofn­un­ar­innar fyrir árið 2021 var birt í morg­un. Í heild­ina hækkar fast­eigna­mat á land­inu um 2,1 pró­sent frá núver­andi mati, um 2,2 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 1,9 pró­sent á lands­byggð­inni.

Afar mis­jafnt er þó á milli mats­svæða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sveit­ar­fé­laga á lands­byggð­inni hvernig fast­eigna­matið sveifl­ast. Hægt er að fletta upp ein­staka eignum á vef Þjóð­skrár og þar geta áhuga­samir einnig glöggvað sig á því hvernig mis­mun­andi mats­svæði koma út í vefsjá stofn­un­ar­inn­ar.

Sem dæmi um breyt­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lækkar fast­eigna­mat fjöl­býlis um 8,6 pró­sent í Túnum í Reykja­vík, en hækkar um 7,6 pró­sent í Teig­um, næsta mats­svæði handan Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Í miðbæ Reykja­vík­ur, frá Tjörn­inni að Snorra­braut, hækkar fast­eigna­mat fjöl­býlis um 4,1 pró­sent en lækkar um 4,8 pró­sent á mats­svæð­inu í Suð­ur­-­Þing­holt­u­m. 

Auglýsing

Tölu­verðar lækk­anir eru á fast­eigna­mati í mið­borg­inni, en til dæmis lækkar fast­eigna­mat á sér­býlum á mats­svæð­inu frá Tjarn­ar­götu og sunnan Landa­kots um 7,9 pró­sent og fjöl­býli á sömu slóðum um 3,4 pró­sent.

Í úthverfum Reykja­víkur og nágranna­sveit­ar­fé­lögum borg­ar­innar hækkar fast­eigna­mat víð­ast hvar. Til dæmis hækkar fast­eigna­mat fjöl­býlis að með­al­tali um 6,1 pró­sent mið­svæðis í Mos­fells­bæ, um 5,7 í Graf­ar­holti, um 7,7 pró­sent í Urriða­holti í Garðabæ og um 4,6 pró­sent mið­svæðis í Hafn­ar­firð­i. 

Hæst er með­al­fer­metra­verð sér­býlis á Ægi­síðu og Högum í Vest­urbæ Reykja­vík, eða 576.000 kr. á fer­met­er. Fast­eigna­mat sér­býlis hækkar þar um 3,1 pró­sent á milli ára. Með­al­fer­metra­verð fjöl­býlis er hæst í Skerja­firði, eða 591.000 kr. og hækkar fast­eigna­matið fjöl­býlis þar um 4,7 pró­sent á milli ára.

Fast­eigna­skattar taka mið af fast­eigna­mati Þjóð­skrár og fara því hækk­andi með hækk­andi fast­eigna­mati. Fast­eigna­mat­ið ­byggir meðal ann­ars á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ing­um, auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2020 og tekur gildi 31. des­em­ber. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat rennur út degi fyrr, sam­kvæmt því sem fram kemur á vef Þjóð­skrár.

Atvinnu­hús­næði í mið­borg Reykja­víkur stendur nærri í stað

Heilt yfir hækkar fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis á land­inu um 1,7 pró­sent frá yfir­stand­andi ári, um 1,6 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 1,9 pró­sent á lands­byggð­inni. Mjög litlar hækk­anir verða á fast­eigna­mati atvinnu­hús­næðis í mið­borg Reykja­vík­ur.

Fast­eigna­mat versl­un­ar­hús­næðis hækkar þar til dæmis ekki neitt á milli ára, en fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis sem notað er undir iðnað hækkar um 0,7 pró­sent á milli ára og fast­eigna­mat skrif­stofu­hús­næðis hækkar um 0,1 pró­sent. Heilt yfir hækkar fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis í Reykja­vík­ur­borg um 0,7 pró­sent á milli ára.

Það er minna en í öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en í Kópa­vogi nemur hækk­unin 4,2 pró­sent­um, á Sel­tjarn­ar­nesi 5,6 pró­sent­um, í Hafn­ar­firði 3,1 pró­senti og í Garðabæ 2,6 pró­sent­um, svo dæmi séu tek­in.

Fast­eigna­mat á Suð­ur­nesjum lækkar

Fast­eigna­mat hækkar heilt yfir í öllum lands­hlut­um, nema á Suð­ur­nesjum, þar sem heild­ar­fast­eigna­mat lækkar um hálft pró­sent frá yfir­stand­andi ári. Mest verður hækk­unin á Vest­fjörðum eða 8,2 pró­sent og þar næst á Norð­ur­landi vestra, eða 6,5 pró­sent.

Hvað ein­stök sveit­ar­fé­lög varðar hækkar heild­ar­fast­eigna­mat í Ísa­fjarð­arbæ mest, eða um 11,2 pró­sent frá yfir­stand­andi ári. Næst koma Akra­hrepp­ur, Tálkna­fjarð­ar­hrepp­ur, Blöndu­ós­bær, Bol­ung­ar­vík­ur­kaup­staður og Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörð­ur, en þar nemur hækk­unin á milli 8 og 8,8 pró­sent­um.

Heild­ar­fast­eigna­mat lækkar mest í Sveit­ar­fé­lag­inu Vogum og Skorra­dals­hreppi, eða um 3,6 pró­sent. Þá lækkar fast­eigna­mat í Reykja­nesbæ um 2,1 pró­sent og í Stykk­is­hólmi um 1,7 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent