Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin

Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.

LRG_DSC01753.JPEG
Auglýsing

Rann­sókn emb­ættis hér­að­sak­sókn­ara á máli tengdu ein­stak­lingi sem nýtti sér fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­banka Íslands, og er grun­aður um að hafa skotið undan fjár­­­magnstekj­um, er stutt á veg komin sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá emb­ætt­inu. Mál­inu var vísað þangað frá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í maí á þessu ári, en í því er grunur um und­an­skot sem nema á þriðja hund­rað millj­óna króna. 

Málið hefur lengi þvælst á milli stofn­ana, en rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á því lauk fyrir þó nokkru síð­an. Eftir þá rann­sókn fór málið til rík­is­skatt­stjóra sem vís­aði því aftur til skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sem sendi það loks til hér­aðs­sak­sókn­ara til frek­ari rann­sóknar og eftir atvikum refsi­með­ferð­ar. 

Hægt að fá mikla virð­is­aukn­ingu

Fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­leið Seðla­­­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­­­­­­­ar­­­­­­­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­­­stæð­­­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. Leiðin stóð til boða frá 2012 til 2015.

794 inn­­­­­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­­ar­­­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­­­kvæmt skil­­­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­­ar­­­­­­­­leið­­­­­­­­ar­inn­­­­­­­­ar. Afslátt­­­­­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­­­­­arðar króna.

Skoð­aði nokkra ein­stak­l­inga

Emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra fékk afhent öll gögn um þá ein­stak­l­inga sem nýttu fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina á árinu 2016, eða fyrir rúmum fjórum árum síð­­­ar. 

Þegar þau voru sam­keyrð við gögn sem emb­ættið keypti sum­­­­­­­arið 2015 á 37 millj­­­­ónir króna, og sýndu eignir Íslend­inga í þekktum skatta­­­­skjól­um, kom í ljós að 21 ein­stak­l­ingar fór fjár­­­­­­­fest­inga­­­­leið­ina var einnig í skatta­­­­skjóls­­­­gögn­un­­­­um. 

Auglýsing
Í byrjun árs 2018, fyrir tveimur árum síð­­an, lágu fyrir nið­­ur­­stöður for­­skoð­unar ell­efu til­­vika er vörð­uðu nýt­ingu fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­innar og voru þau til­­vik „valin úr mengi til­­vika þar sem aðilar voru ein­stak­l­ingar búsettir hér á landi á tíma útboðs auk þess sem um hafði rætt fjár­­­færslur fyrir ofan ákveðna fjár­­hæð.“

Það mengi sem skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri skoð­aði sneri þó, líkt og áður sagði, ein­ungis að ein­stak­l­ing­um, ekki lög­­að­ilum eins og einka­hluta­­fé­lög­­um. Til að setja það í sam­hengi við umfang þeirra sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina þá voru alls sam­­þykkar umsóknir frá 754 ein­stak­l­ingum en 318 lög­­að­ilum um að fara leið­ina, eða alls 1.072 aðila. Skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri skoð­aði ein­ungis ein­stak­l­inga sem búsettir voru á Íslandi, en þeir voru 231. Því inn­i­hélt mengið sem skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri valdi ell­efu til­­vik til að skoða úr, tæp­­lega 22 pró­­sent þeirra ein­stak­l­inga og lög­­að­ila sem nýttu leið­ina. Þau ell­efu til­­vik sem emb­ættið tók til for­­skoð­unar eru um eitt pró­­sent þeirra sem tóku þátt í útboðum leið­­ar­inn­­ar.

Vildu láta skipa rann­­sókn­­ar­­nefnd um leið­ina

Í nóv­­em­ber í fyrra lögðu allir þing­­menn Pírata, Sam­­­fylk­ingar og Við­reisnar fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um að skipa rann­­sókn­­ar­­nefnd á fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands­­.  

Í þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­lög­unni er farið fram á að rann­­­sókn­­­ar­­­nefndin geri grein fyrir því hvaðan fjár­­­­­magnið sem flutt var til lands­ins með fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­inni kom, hvaða ein­stak­l­ingar eða félög voru skráð fyrir fjár­­­­­magn­inu sem flutt var til lands­ins, hvernig fénu sem flutt var inn til lands­ins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efna­hags­líf. 

Þar er einnig kallað eftir að upp­­­lýs­ingar verði dregnar fram um hvort rík­­­is­­­sjóður hafi orðið af skatt­­­tekjum vegna leið­­­ar­innar og þá hversu mikið það tap var, hvort að sam­­­þykkt til­­­­­boð í útboðum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­­­ar­innar kunni í ein­hverjum til­­­vikum að hafa brotið gegn skil­­­málum hennar og hvort fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskatt­lögðum eignum Íslend­inga á aflands­­­svæðum aftur til lands­ins, til að stunda pen­inga­þvætti eða mis­­­notuð með öðrum hætti.

Málið gekk til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar í jan­úar þar sem það var svæft. Það hefur ekki verið end­ur­flutt á yfir­stand­andi þingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent