11 færslur fundust merktar „fjárfestingarleið“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir: Fjárfestingaleiðin hefði aldrei gerst á minni vakt
Sitjandi seðlabankastjóri segir að það hefði átt að fylgjast betur með því hvaðan peningarnir sem voru ferjaðir til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands komu. Stjórnvöld hafa neitað að upplýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leiðina.
24. apríl 2021
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
5. desember 2020
Vill láta fjalla um „önnur rannsóknarúrræði“ en rannsóknarnefnd
Forseti Alþingis vill að kannað sé hvort að „önnur rannsóknarúrræði“ en rannsóknarnefnd Alþingis dugi ekki til að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.
11. júní 2020
Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.
Hundruð milljóna króna undanskot vegna fjárfestingarleiðar vísað til héraðssaksóknara
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands er farið frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara, sem mun taka ákvörðun um refsimeðferð í málinu.
19. maí 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
24. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
23. janúar 2020
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
16. nóvember 2019
Hneykslið þar sem tilgangur helgar peningaþvætti
None
17. ágúst 2019
Úrskurðarnefnd staðfestir neitun Seðlabankans – Áfram mun ríkja leynd um fjárfestingarleiðina
Kjarninn kærði ákvörðun Seðlabanka Íslands um að neita að upplýsa hann um hvaða aðilar fengu að nýta sér fjárfestingarleið bankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamáls.
2. febrúar 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn vinnur að gerð skýrslu um fjárfestingarleiðina
Innan Seðlabankans er nú unnið að gerð skýrslu um hina umdeildu fjárfestingarleið bankans. Enn er verið að kanna hvort rannsóknarnefnd þings geti tekið hana til rannsóknar. Kjarninn hefur kært Seðlabankann til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.
10. janúar 2019