Mynd: Pexels.com

Úrskurðarnefnd staðfestir neitun Seðlabankans – Áfram mun ríkja leynd um fjárfestingarleiðina

Kjarninn kærði ákvörðun Seðlabanka Íslands um að neita að upplýsa hann um hvaða aðilar fengu að nýta sér fjárfestingarleið bankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamáls. Hún hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann komi í veg fyrir að upplýsingarnar verði opinberar óháð hagsmunum almennings.

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur stað­fest ákvörðun Seðla­banka Íslands um að synja Kjarn­anum um aðgang að upp­lýs­ingum um það hvaða ein­stak­lingar og lög­að­ilar nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið bank­ans og hversu háar fjár­hæðir hver og einn flutti til lands­ins eftir þeirri leið. Í úrskurði nefnd­ar­innar kemur fram að for­taks­laus þagn­ar­skylda Seðla­banka Íslands gagn­vart við­skipta­mönnum sínum komi í veg fyrir að slíkar upp­lýs­ingar séu gerðar opin­berar „óháð hags­munum almenn­ings af því að fá að kynna sér þær.“

Úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp síð­ast­lið­inn fimmtu­dag.

Í kæru sinni vís­aði Kjarn­inn til þess að í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum hafi verið fjallað um fjár­fest­ing­ar­leið­ina og því meðal ann­ars velt upp hvort hún hafi leitt til þess að hluti af fjár­magni frá aflands­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­mætum hætti, hefði skilað sér til Íslands með geng­is­af­slætti. Auk þess lægi fyrir sú alvar­lega stað­reynd að ekki virð­ist hafa átt sér stað nein upp­runa­vottun á því fé sem var fært til lands­ins í gegnum leið­ina. Rök­studdur grunur liggi fyrir um að af hluta fjár­ins hafi ekki verið greiddir rétt­mætir skattar hér­lend­is. Sá grunur birt­ist meðal ann­ars í því að aðilar sem nýttu sér leið­ina séu til rann­sóknar vegna gruns um skattaund­an­skot.

Þá taldi Kjarn­inn að færa mætti rök fyrir því að fjár­fest­ing­ar­leiðin brjóti í bága við jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­innar í ljósi þess að um hafi verið að ræða stjórn­valds­að­gerð sem hafi ein­ungis staðið til boða fólki sem átti fyrst 50 þús­und evrur í lausu fé, og síðar 25 þús­und evr­ur, og ein­ungis Íslend­ingum sem áttu fé erlend­is. Þeim hafi staðið til boða að fá virð­is­aukn­ingu á fé sitt í krafti þess að eiga fé erlend­is. Þegar allt ofan­greint væri dregið saman liggi fyrir að almanna­hags­munir leiði til þess að upp­lýst verði hverjum hafi staðið til boða að færa fé til lands­ins með þessum hætti.

Upp­lýs­ingar sem fjöl­miðlar hafi getað miðlað úr brota­kenndri og tak­mark­aðri upp­lýs­inga­gjöf Seðla­banka sýni að rök­studdur grunur sé á að fé sem ekki hafi verið greiddir rétt­mætir skattar af hafi verið færðir aftur inn í land­ið; fé sem mögu­lega ætti að vera eign kröfu­hafa ákveð­inna aðila hafi verið færðir inn í íslenskt efna­hags­líf og að þröngum hópi lands­manna hafi verið fært tæki­færi til að hagn­ast grið­ar­lega úr hendi stofn­unar sem til­heyrir sann­ar­lega stjórn­sýslu Íslands.

Almanna­hags­mun­irnir væru enn rík­ari í ljósi þess að stjórn­sýslan hefði ekki sýnt af sér mik­inn vilja og nær enga getu til að sinna eft­ir­liti sem hún ætti að sinna. Þess vegna sé afar mik­il­vægt að fjöl­miðlar fái tæki­færi til þess að vinna þá vinnu sem stjórn­völd hafa ekki unn­ið.

Þagn­ar­skyldan trompar almanna­hags­muni

Úrskurða­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að í ljósi þess hversu for­taks­laus hin sér­staka þagn­ar­skylda sem getið er um í lögum um Seðla­banka Íslands sé þá komi hún í veg fyrir að „slíkar upp­lýs­ingar um við­skipta­menn bank­ans séu gerðar aðgengi­legar sam­kvæmt upp­lýs­inga­lög­um, óháð hags­munum almenn­ings af því að fá að kynna sér þær.“Úrskurð­ar­nefndin fékk list­ann yfir nöfn og lög­að­ila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands ásamt fjár­hæðum sem hver aðili flutti til lands­ins. Eftir skoðun á honum var það mat nefnd­ar­innar að það leiki eng­inn vafi á því að upp­lýs­ing­arnar varða hagi þeirra sem við­skipta­manna bank­ans í skiln­ingi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðla­banka Íslands, sem fjallar um þag­an­skyldu bank­ans gagn­vart öllu því „sem varðar hagi við­skipta­manna bank­ans“.

Seðla­bank­inn vinnur nú sjálfur að gerð skýrslu um fjár­fest­ing­ar­leið­ina sem er innan fárra mán­aða. Þar verða birtar upp­lýs­ingar um ­upp­­runa þeirra þátt­tak­enda sem nýttu sér leið­ina eftir því „sem lög leyfa og nauð­­syn­­legt er til að ná mark­miðum skýrsl­unn­­ar“.

Ítrekað óskað eftir upp­lýs­ingum

Kjarn­inn hefur á und­an­förnum árum ítrekað farið fram á að fá upp­­lýs­ingar um þá ein­stak­l­inga og lög­­að­ila sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands og hversu háar fjár­­hæðir hver og einn flutti til lands­ins. Seðla­­banki Íslands hefur ætið hafnað þess­­ari beiðni og vísað í þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði þeirra laga sem gilda um starf­­semi bank­ans. Kjarn­inn kærði synjun Seðla­­banka Íslands til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mála þar sem málið er enn til með­­­ferð­­ar. Í byrjun nóv­­em­ber 2018 barst úrskurð­­ar­­nefnd­inni umsögn frá Seðla­­banka Íslands vegna kærunn­­ar. Þar ítrek­uðu lög­­fræð­ingar bank­ans þá skoðun sína að hafna bæri því að veittur yrði aðgangur að umbeðnum gögn­­um. Nú hefur úrskurð­ar­nefndin fall­ist á afstöðu Seðla­banka Íslands.

Þótt stjórn­­völd hafi ekki viljað upp­­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina þá hafa fjöl­miðlar getað upp­­lýst um félög í eigu aðila sem það gerð­u. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­­munds­­­sona, Hreið­­­ars Más Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Jóns Ólafs­­­son­­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­­spyrn­u­­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Ólafs Ólafs­­­son­­­ar, Hjör­­­leifs Jak­obs­­­son­­­ar, Ármanns Þor­­­valds­­­son­­­ar, Kjart­ans Gunn­­­ar­s­­­son­­­ar, Skúla Mog­en­sen, rekstr­ar­fé­lags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­­ar.

Hund­ruð millj­­arða flutt til lands­ins

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­­­fest­ing­­­ar­­­­leið­inni frá því í febr­­­­úar 2012 til febr­­­­úar 2015, þegar síð­­­­asta útboðið fór fram. Allt í allt komu um 1.100 millj­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið­­­­ar­inn­­­­ar, sem sam­svarar 206 millj­­örðum króna.

794 inn­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leiðar Seðla­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­sent þeirrar fjár­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­kvæmt skil­­­­málum útboða fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið­­­­ar­inn­­­­ar.

Afslátt­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­arðar króna.

Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­­­ar, er fjallað um fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið Seðla­­­­banka Íslands og því meðal ann­­­­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­­­magn­inu frá aflands­­­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið­ina. Sú skýrsla er gerð fyrir fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­ið.

Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­­­lýs­inga um fjár­­­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­­taka í fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið Seðla­­­­bank­ans er ekki til stað­­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­­bank­ans þegar um grun­­­­sam­­­­legar fjár­­­­­­­magnstil­­­­færslur er að ræða. Æski­­­­legt má telja að sam­­­­starf væri um miðlun upp­­­­lýs­inga á milli þess­­­­ara stofn­ana.“

Eitt mál til rann­­sóknar

Ekki virð­ist hafa átt sér stað nein upp­­­runa­vottun af hendi opin­berra aðila á því fé sem fært var til lands­ins í gegnum leið­ina. Allir við­­­skipta­­­bank­­­arnir fjórir litu svo á að það hefði verið í þeirra verka­hring að stað­­­festa áreið­an­­­leika við­­­skipta­­­manna sinna sem tóku þátt í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­banka Íslands. Þeir segj­­­ast allir hafa kannað þá fjár­­­­­festa úr við­­­skipta­­­manna­hópi sínum sem nýttu sér fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina með til­­­liti til laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka. Þrír bank­anna, Íslands­­­­­banki, ­Arion ­banki og Lands­­­bank­inn, hafa hins vegar ekki viljað svara því hvort þau hafi sent ein­hverjar til­­­kynn­ingar til­ ­pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu (F­in­anci­al In­telli­g­ence Unit) vegna gruns um að ein­hverjir úr við­­­skipta­­­manna­hópi þeirra hafi þvætt­að pen­inga með því að nýta sér fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina. Einn banki, Kvika banki, seg­ist hins vegar ekki hafa sent neinar til­­­kynn­ingar til­ ­pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu ­vegna þessa.

Emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara, en ­pen­inga­þvætt­is­skrif­stof­an heyrir undir það, segir að eftir því sem næst verður kom­ist þá hafi ekki borist neinar til­­­kynn­ingar frá fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum vegna fjár­­­­­festa sem nýttu sér fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina.

Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber 2018 að emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra rann­saki eitt mál tengt fjár­­­­­fest­inga­­­leið Seðla­­­banka Íslands. Auk þess er emb­ætti að vinna í gögnum sem emb­ættið fékk afhent um þá sem nýttu sér leið­ina í sam­vinnu við emb­ætti rík­­­is­skatt­­­stjóra. Meðal ann­­­ars hafa verið sendar út fyr­ir­­­spurnir til gjald­enda og fram­hald þeirra mála mun ráð­­­ast af því sem út úr þeim kem­­­ur.

Umrædd gögn voru afhent emb­ætti skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra í apríl 2016. Þegar þau voru sam­keyrð við gögn sem emb­ætti skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra keypti sum­­­­­arið 2015 á 37 millj­­­ónir króna, og sýndu eignir Íslend­inga í þekktum skatta­­­skjól­um, kom í ljós að 21 ein­stak­l­ingar fór fjár­­­­­fest­inga­­­leið­ina var einnig í skatta­­­skjóls­­­gögn­un­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar