Ríkið greiddi 4,2 milljarða í jarðgöng, lóðaframkvæmd og starfsþjálfun vegna Bakka

Kostnaður ríkisins vegna jarðganga sem tengdu kísilverið á Bakka við Húsavíkurhöfn reyndist næstum helmingi meiri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiddi 236 milljónir króna í starfsþjálfun fyrir starfsfólk kísilversins.

húsavíkurhöfðagöng
Auglýsing

Áætlaður heildarkostnaður ríkisins við jarðgöng undir Húsavíkurhöfða ásamt vegtengingum 3.525 milljónir króna með verðbótum, sem er rúmlega 1,7 milljarði krónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Jarðgöngin voru gerð til að auðvelda flutninga á hráefni frá Húsavíkurhöfn til fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu á Bakka, sérstaklega kísilver PCC sem þar er starfrækt. Um fjármögnun uppbyggingarinnar voru sett sérstök lög árið 2013.

Til viðbótar greiddi íslenska ríkið 460 milljónir króna vegna lóðaframkvæmda við kísilverið og 236 milljónir króna á síðustu tveimur árum í þjálfunarkostnað fyrir starfsfólk þess. Samtals nemur kostnaður við gangagerðina, lóðaframkvæmdir og þjálfunarkostnaðinn því 4.221 milljónum króna. Auk þess veitti ríkið víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda í Húsavíkurhöfn vegna uppbyggingar kísilversins, afslátt af hafnargjöldum og ýmiss konar skattaívilnanir sem gætu komið til framkvæmda síðar meir.

Auglýsing

Þetta kemur fram í svari Þordísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, um málið sem birt var á vef Alþingis í gær.

Endanlegur kostnaður mun hærri

Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir því að kostnaðurinn við gangagerðina yrði 1,8 milljarðar króna miðað við verðlag 2012. Eftir að hönnun lá fyrir var kostnaður endurmetinn og þá áætlaður um þrír milljarðar króna. Endanleg niðurstaða er þó sú að kostnaðurinn er 3.525 milljónir króna, eða rúmlega 1,7 milljarði króna yfir upphaflegri áætlun og 525 milljónum króna yfir endurmetinni áætlun á verðlagi hvers árs. Í krónum talið er hann því nálægt tvöfaldur sá kostnaður sem upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að hann yrði.

Fyrir nokkrum mánuðum skapaðist sú staða en Vegagerðin taldi sig ekki eiga að reka göngin og sinna því t.d. snjómokstri í kringum þau. Í svarið ráðherra við spurningu Birgis um hvort hún telji eðlilegt að ríkissjóður reki þessi mannvirki og niðurgreiði með því rekstrarkostnað kísilversins segir að ríkið eigi umrædd jarðgöng og vegtengingar sem þeim tengjast. Það ber því einnig ábyrgð á veghaldi, t.d. vegna snjómoksturs.

Greitt fyrir starfsþjálfun með skattfé

Kostnaðurinn við gerð jarðganganna er ekki eini kostnaðurinn sem íslenska ríkið tók á sig vegna uppbyggingu kísilvers á Bakka. Ríkið greiddi einnig 460 milljónir króna í lóðaframkvæmdir undir kísilverið. Sú upphæð var undir áætlun, sem var upphaflega 558 milljónir króna.

Auk þess greiddi ríkið 236 milljónir króna í þjálfunarkostnað starfsmanna kísilversins, 131 milljón króna á árinu 2017 og 105 milljónir króna í fyrra. Þá getur fyrirtækið nýtt sér ýmsar skattalegar ívilnanir sem samið var um í fjárfestingasamningi þegar og ef þær falla til. Það hefur enn ekki gerst.  

Það þurfti einnig að stækka hafnarmannvirki vegna uppbyggingar kísilversins. Til að standa undir kostnaði vegna þeirra framkvæmda fékk hafnarsjóður Húsavíkurhafnar 819 milljóna króna víkjandi lán frá ríkissjóði. Ráðgert er að lánið verði endurgreitt en víkjandi lán eru þess eðlis að þau endurgreiðast ekki fyrr en önnur lán hafa verið greidd.

Í svari ráðherra segir þó einnig að ekki liggi fyrir „hvort arðsemi hafnarinnar muni duga til að endurgreiða öll lán sem tekin voru vegna stækkunar hennar. Samkvæmt 9. gr. fjárfestingarsamningsins á milli íslenska ríkisins og fyrirtækisins [PCC] greiðir félagið 40% lægri hafnargjöld í 14 ár frá undirritun fjárfestingarsamningsins en það sem segir í gjaldskrá Hafnarsjóðs Norðurþings.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar