Seðlabankinn vinnur að gerð skýrslu um fjárfestingarleiðina

Innan Seðlabankans er nú unnið að gerð skýrslu um hina umdeildu fjárfestingarleið bankans. Enn er verið að kanna hvort rannsóknarnefnd þings geti tekið hana til rannsóknar. Kjarninn hefur kært Seðlabankann til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands vinnur að gerð skýrslu um hina svoköll­uðu fjár­fest­ing­ar­leið sem bank­inn bauð upp á árunum 2012-2015. Til­gangur skýrslu­gerð­ar­innar er að varpa ljósi á mark­mið leið­ar­innar og árangur hennar við að búa í hag­inn fyrir losun fjár­magns­hafta. Upp­lýs­ingar um upp­runa þeirra þátt­tak­enda sem nýttu sér leið­ina verða birtar í skýrsl­unni eftir því „sem lög leyfa og nauð­syn­legt er til að ná mark­miðum skýrsl­unn­ar“. Þetta kemur fram í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Þar segir einni að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær skýrslan verði gerð opin­ber, en að það ætti að vera innan fárra mán­aða.

Vorið 2017 var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga á Alþingi um að skipa rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Sú til­laga gekk til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar sem kall­aði eftir umsögn­um, en komst ekki lengra í þing­legri með­ferð. Einn þeirra aðila sem skil­aði þá umsögn var Seðla­banki Íslands. Í henni sagði að bank­inn hefði „gert ræki­lega grein fyrir öllum þáttum áætl­un­ar­innar um losun fjár­magns­hafta[...]og fjár­fest­ing­ar­leið­inni. Fram­kvæmdin gekk vel, var skipu­leg og gagnsæ og upp­lýs­ingar hafa verið veittar um hana, nú síð­ast í ítar­legu svari við fyr­ir­spurn á Alþingi til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans sem lagt verður fram á næstu dög­um.“

Það svar barst i júní 2017. Um það má lesa hér.

Auglýsing
Heimildir Kjarn­ans herma að áhugi sé enn til staðar hjá hópi þing­manna að láta rann­sókn­ar­nefnd á vegum Alþingis rann­saka fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Málið var meðal ann­ars til umræðu á þingi 23. októ­ber í fyrra. Þar sagði Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að „há­ar fjár­­hæðir hafa komið til lands­ins í gegn­um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­bank­ans og eig­end­ur fengið þar veru­­leg­an gróða. Aðeins op­in­ber rann­­sókn get­ur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið rík­­­ir.“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur áður gagn­rýnt fjár­fest­ing­ar­leið­ina opin­ber­lega, sagt hana hafa verið ósann­gjarna og falið í sér­ að­stöðumun milli inn­lendra og erlendra aðila. Í ofan­greindum umræðum sagði Bjarni að ef ein­verjar vís­bend­ingar væru um að í fjár­fest­ing­ar­leið­inni hafi menn „verið með illa fengið fé sem ekki hafi verið talið fram á ferð­inni, þá tel ég al­­veg aug­­ljóst að slíkt eigi að skoða og ég tel ís­­lensk­um stofn­un­um ekk­ert að van­­bún­aði að fara í þau mál.“

Kært til úrskurð­ar­nefndar

Kjarn­inn hefur ítrekað farið fram á að fá upp­lýs­ingar um þá ein­stak­linga og lög­að­ila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands og hversu háar fjár­hæðir hver og einn flutti til lands­ins. Seðla­banki Íslands hefur ítrekað hafnað þess­ari beiðni og vísað í þagn­ar­skyldu­á­kvæði þeirra laga sem gilda um starf­semi bank­ans. Kjarn­inn kærði synjun Seðla­banka Íslands til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mála þar sem málið er enn til með­ferð­ar. Í byrjun nóv­em­ber 2018 barst úrskurð­ar­nefnd­inni umsögn frá Seðla­banka Íslands vegna kærunn­ar. Þar ítrek­uðu lög­fræð­ingar bank­ans þá skoðun sína að hafna bæri því að veittur yrði aðgangur að umbeðnum gögn­um.

Þótt stjórn­völd hafi ekki viljað upp­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina þá hafa fjöl­miðlar getað upp­lýst um félög í eigu aðila sem það gerð­u. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­munds­­sona, Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­­ar, Jóns Ólafs­­son­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­spyrn­u­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­urðs­­son­­ar, Ólafs Ólafs­­son­­ar, Hjör­­leifs Jak­obs­­son­­ar, Ármanns Þor­­valds­­son­­ar, Kjart­ans Gunn­­ar­s­­son­­ar, Skúla Mog­en­­sen, rekstr­­ar­­fé­lags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­ar.



Hund­ruð millj­arða flutt til lands­ins

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­fest­ing­­ar­­­leið­inni frá því í febr­­­úar 2012 til febr­­­úar 2015, þegar síð­­­asta útboðið fór fram. Allt í allt komu um 1.100 millj­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­­­ar­inn­­­ar, sem sam­svarar 206 millj­örðum króna.

794 inn­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leiðar Seðla­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­sent þeirrar fjár­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­kvæmt skil­­­málum útboða fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­­­ar­inn­­­ar.

Afslátt­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­bank­ans er um 17 millj­­­arðar króna.

Auglýsing
Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­­ar, er fjallað um fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­banka Íslands og því meðal ann­­­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­magn­inu frá aflands­­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina. Sú skýrsla er gerð fyrir fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið.

Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­­lýs­inga um fjár­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­taka í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­bank­ans er ekki til stað­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­bank­ans þegar um grun­­­sam­­­legar fjár­­­­­magnstil­­­færslur er að ræða. Æski­­­legt má telja að sam­­­starf væri um miðlun upp­­­lýs­inga á milli þess­­­ara stofn­ana.“

Eitt mál til rann­sóknar

Ekki virð­ist hafa átt sér stað nein upp­­runa­vottun af hendi opin­berra aðila á því fé sem fært var til lands­ins í gegnum leið­ina. Allir við­­skipta­­bank­­arnir fjórir litu svo á að það hefði verið í þeirra verka­hring að stað­­festa áreið­an­­leika við­­skipta­­manna sinna sem tóku þátt í fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands. Þeir segj­­ast allir hafa kannað þá fjár­­­festa úr við­­skipta­­manna­hópi sínum sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina með til­­liti til laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Þrír bank­anna, Íslands­­­banki, Arion banki og Lands­­bank­inn, hafa hins vegar ekki viljað svara því hvort þau hafi sent ein­hverjar til­­kynn­ingar til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu (Fin­ancial Intelli­g­ence Unit) vegna gruns um að ein­hverjir úr við­­skipta­­manna­hópi þeirra hafi þvættað pen­inga með því að nýta sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina. Einn banki, Kvika banki, seg­ist hins vegar ekki hafa sent neinar til­­kynn­ingar til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu vegna þessa.

Emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, en pen­inga­þvætt­is­skrif­stofan heyrir undir það, segir að eftir því sem næst verður kom­ist þá hafi ekki borist neinar til­­kynn­ingar frá fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum vegna fjár­­­festa sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina.

Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber 2018 að emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rann­saki eitt mál tengt fjár­­­fest­inga­­leið Seðla­­banka Íslands. Auk þess er emb­ætti að vinna í gögnum sem emb­ættið fékk afhent um þá sem nýttu sér leið­ina í sam­vinnu við emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóra. Meðal ann­­ars hafa verið sendar út fyr­ir­­spurnir til gjald­enda og fram­hald þeirra mála mun ráð­­ast af því sem út úr þeim kem­­ur.

Umrædd gögn voru afhent emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra í apríl 2016. Þegar þau voru sam­keyrð við gögn sem emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra keypti sum­­­arið 2015 á 37 millj­­ónir króna, og sýndu eignir Íslend­inga í þekktum skatta­­skjól­um, kom í ljós að 21 ein­stak­l­ingar fór fjár­­­fest­inga­­leið­ina var einnig í skatta­­skjóls­­gögn­un­­um.

Ný lög sett um pen­inga­þvætti

Síð­ast­liðið ár hefur Ísland þurft að hafa hraðar hendur til að auka varnir sínar gegn pen­inga­þvætti. Alþjóð­legu sam­tökin Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) settu land­inu úrslita­kosti í fyrra. Annað hvort myndu stjórn­völd þar taka sig til og inn­leiða almenni­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista FATF um ósam­vinnu­þýð ríki.

Auglýsing
Í úttekt sam­tak­anna á stöðu mála Íslandi, sem var gerð opin­ber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­leg­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinnu­þýð ríki myndi það, að mati inn­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­legan hnekki.

Vegna þessa var lagt fram frum­varpi í nóv­em­ber um ný heild­ar­lög um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Það frum­varp var afgreitt hratt í síð­asta mán­uði og varð að lögum 1. jan­úar 2019.

Á meðal þeirra breyt­inga sem nýju lögin hafa í för með sér er að öllum opin­berum aðilum er ný skylt að til­kynna henni um grun­sam­leg við­skipti og sú til­kynn­inga­skylda víkur allri þagn­ar­skyldu stjórn­valda til hlið­ar. Það mun einnig eiga við um Seðla­banka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar