Mynd: Pexels.com

Ísland átti á hættu að rata á listi yfir ósamvinnuþýð ríki vegna lélegra varna gegn peningaþvætti

Ísland hefur áratugum saman ekki sinnt almennilegu eftirliti með peningaþvætti, þótt stórtækir fjármagsflutningar inn og út úr efnahagskerfinu séu mjög tíðir. Í fyrra var Íslandi settir afarkostir. Landið þurfti að laga löggjöfina sína og herða eftirlit, annars myndi það hafa miklar alþjóðlegar afleiðingar. Ný lög um varnir gegn peningaþvætti tóku gildi um áramót.

Í fyrra­vor fékk Ísland aðvör­un. Annað hvort myndu stjórn­völd þar taka sig til og inn­leiða almenni­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista alþjóð­legu sam­tak­anna Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) um ósam­vinnu­þýð ríki.

Í úttekt sam­tak­anna á stöðu mála Íslandi, sem var gerð opin­ber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­leg­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinnu­þýð ríki myndi það, að mati inn­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­mála­starf­semi, stofnun úti­búa, dótt­ur­fé­laga og umboðs­skrif­stofa og jafn­vel útgáfu aðvar­ana um að við­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Íslend­ingar litu ekki á rann­sóknir á þvætti sem for­gangs­mál

Í pen­inga­þvætti felst að koma ólög­mætum fjár­munum í umferð með lög­leg­um. Ýmsir þurfa að stunda slíka hátt­semi, t.d. skipu­lagðir glæpa­hópar sem meðal ann­ars selja fíkni­efni eða stunda man­sal á svörtum mark­aði. Þeir þurfa að þvætta rekstr­ar­hagnað sinn til þess að hægt sé að nota hann í raun­heim­um.

Skattsvik­ar­ar, þeir sem hafa framið auðg­un­ar­brot og fólk sem hefur komið fjár­munum undan rétt­mætum kröfu­höfum sínum er í sömu stöðu. Það þarf að gera pen­ing­anna sína sem eru illa fengn­ir, eða í raun eign ann­arra, „hreina“ þannig að þeir geti notað þá aftur til að kaupa sér eign­ir.

Á meðal þess sem fram kom í skýrslu FATF, sem hefur það hlut­verk að móta aðgerðir til að hindra að fjár­mála­kerfið sé mis­notað í þeim til­gangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð, var að íslensk stjórn­völd litu ekki á rann­sóknir á pen­inga­þvætti sem for­gangs­mál. Þeir litlu fjár­munir sem settir eru í að koma upp um, rann­saka og sak­sækja pen­inga­þvætti eru þar lyk­il­at­riði. Afleið­ingin er meðal ann­ars sú að tak­mark­aðar skrán­ingar hafa verið á grun­sam­legum til­færslum á fé utan þess sem stóru við­skipta­bank­arnir og hand­fylli ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja fram­kvæma. Þá skorti einnig á að að upp­lýs­ingum um hreyf­ingar á fé og eignum sé deilt með við­eig­andi stofn­unum í öðrum lönd­um.

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa var lengi starf­rækt innan Efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra. Þar starf­aði einn ein­stak­lingur og árangur af starf­sem­inni lít­ill sem eng­inn. Skrif­stofan var færð yfir til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara um mitt ár 2015. Ólafur Þór Hauks­son, hér­aðs­sak­sókn­ari, var spurður af því  í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber síð­ast­lið­inn hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólaf­ur, „nei það er það ekki.“

Skýrsla FATF ýtti veru­lega við málum hér­lend­is. Það þurfti að bregð­ast við þessum athuga­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða pen­inga­þvætt­is­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra lagði fram frum­varp um ný heild­ar­lög 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­skipta­nefnd 12. des­em­ber og síð­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­arra ræðu­halda en Brynjars Níels­son­ar, sem mælti fyrir nefnd­ar­á­liti um málið sem full­trúar alla flokka skrif­uðu und­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­manna þann sama dag. Þau tóku gildi á þriðju­dag, þann 1. jan­úar 2019.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­syn­legt yrði að fara í heild­ar­end­ur­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þarf veru­legar úrbætur á lög­unum til að upp­fylla þær lág­marks­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Eft­ir­lits­að­ilum gert skylt að til­kynna um grun­sam­leg við­skipti

Á meðal þeirra breyt­inga sem nýju lögin hafa í för með sér er að ákvæði um ein­stak­linga „í áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla“ eru ítar­legri en í gömlu lög­un­um. Til þessa hóps telj­ast þeir sem eru eða hafa verið hátt­settir í opin­berri þjón­ustu, nán­asta fjöl­skylda þeirra og ein­stak­lingar sem vitað er að eru nánir sam­starfs­menn þeirra. Sam­kvæmt nýju lög­unum þurfa til­kynn­inga­skyldir aðil­ar, t.d. bankar eða aðrar fjár­mála­stofn­an­ir, að hafa við­eig­andi „kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort inn­lendur eða erlendur við­skipta­maður eða raun­veru­legur eig­andi sé í áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla.“

Það var ákvæði um raun­veru­lega eig­endur gert ítar­legra. Þannig þurfi til að mynda að gera grein­ar­mun á laga­legum eig­endum og raun­veru­legum eig­endum t.d. fjár­vörslu­sjóða sem oft eru ein­ungis skráðir í eigu fjár­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækja án þess að fyrir liggi hvaða ein­stak­lingar eigi fjár­mun­ina sem í sjóð­unum eru.

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­aðs­sak­sóknar fær nýtt nafn, skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu. Öllum opin­berum aðilum er nú skylt að til­kynna henni um grun­sam­leg við­skipti og sú til­kynn­inga­skylda víkur allri þagn­ar­skyldu stjórn­valda til hlið­ar.  

Þetta er mikil breyt­ing frá því sem áður var. Seðla­banki Íslands, sem hélt úti hinni svoköll­uðu fjár­fest­inga­leið á árunum 2012-2015, þar sem 1.100 millj­ónir evra voru fluttir til lands­ins og skipt í krónur með allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu, leit til að mynda ekki á það sem sitt hlut­verk að kanna hvort þeir sem fluttu fjár­magn með þessum hætti inn í íslenskt efna­hags­kerfi væru mögu­lega að þvætta pen­inga eða ekki. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið snemma árs 2017 kom fram að Seðla­banki Íslands taldi við­skipta­banka við­kom­andi aðila vera þá sem áttu að kanna slíkt. Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki neit­uðu að svara því hvort þeir hefðu sent slíkar til­kynn­ingar og Kvika banki sagð­ist ekki hafa sent neina. Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­aðs­sak­sókn­ara sagði í svari við fyr­ir­spurn að eftir því sem næst væri kom­ist hefðu engar til­kynn­ingar borist frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum vegna fjár­festa sem nýttu sér fjár­fest­inga­leið­ina.

Þving­unar­úr­ræði og við­ur­lög

Með nýju lög­unum er skipun og hlut­verk stýri­hóps um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka verði lög­fest. Helstu verk­efni stýri­hóps­ins sam­kvæmt frum­varp­inu, eru að tryggja yfir­sýn, sam­hæf­ingu og stefnu­mótun í mála­flokkn­um.

Í stýri­hópnum eiga sæti full­trúar þeirra stjórn­valda sem eiga aðkomu að mála­flokkn­um, sem eru m.a. dóms­mála­ráðu­neyt­ið, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, Fjár­mála­eft­ir­litið og aðrir eft­ir­lits­að­ilar með lög­un­um, Seðla­banki Íslands, Toll­stjóri, skatt­yf­ir­völd, Hér­aðs­sak­sókn­ari og Lög­regla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Þá verða veru­legar breyt­ingar hvað varðar þving­unar­úr­ræði og við­ur­lög. Hingað til hafa eft­ir­lits­að­ilar með pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka á Íslandi nefni­lega ekki haft við­eig­andi úrræði til þess að bregð­ast við lög­brot­um. Sektir voru einu við­ur­lögin sam­kvæmt gömlu lög­unum sem eft­ir­lits­að­ilar gátu gripið til. Í alvar­legri brotum var hins vegar hægt að ákæra.

Með nýju lög­unum fá eft­ir­lits­að­ilar heim­ild til að beita dag­sekt­um, stjórn­valds­sekt­um, birt­ingum við­ur­laga og, í alvar­legri til­vik­um, brott­vikn­ingu æðstu stjórn­enda eða aft­ur­köllun starfs­leyfa.

Áhrif laga­breyt­ing­anna á þorra almenn­ings eru lítil sem eng­in. Þ.e. þann hluta almenn­ings sem telst ekki til fjár­magns­eig­enda. Slíkir þurfa hins vegar að veita ítar­legri upp­lýs­ingar um við­skipti sín, upp­runa fjár­muna og auðs en áður hefur verið krafist, verði eftir því leit­að.

Allir til­kynn­inga­skyldir aðil­ar, en til þeirra telj­ast t.d. fjár­mála­fyr­ir­tæki, end­ur­skoð­end­ur, lög­menn, fast­eigna­söl­ur, list­muna­salar og þeir sem eiga við­skipti í atvinnu­skyni með reiðu­fé, verður gert að áhættu­meta starf­semi sína. Þá eru auknar rann­sókn­ar­kröfur lagðar á til­kynn­ing­ar­skylda aðila til að stað­festa með sjálf­stæðum hætti þær upp­lýs­ingar sem þeir afla hjá við­skipta­mönnum í tengslum við áreið­an­leika­könn­un.

Eft­ir­lit í lama­sessi

Nýju lögin taka þó ekki á því sem þegar hefur átt sér stað. Fjár­magns­flutn­ingar inn og út úr íslensku efna­hags­kerfi eru sann­ar­lega ekki nýir af nál­inni og uppi er rök­studdur grunur um að þar hafi lög og reglur ekki alltaf verið í for­grunni þegar slíkir voru fram­kvæmd­ir. Eft­ir­lit með því hvort að þvætti fælist í umræddum fjár­magns­flutn­ingum hefur hins vegar verið í lama­sessi. 

Á árunum fyrir banka­hrunið færðu íslenskir fjár­magns­eig­endur mikið magn fjár­muna út úr íslensku efna­hags­kerfi og komu fyrir á banka­reikn­ingum með heim­il­is­festi í löndum þar sem skattar voru litlir eða engir og upp­lýs­inga­gjöf stjórn­valda um þá sem stund­uðu banka­starf­semi í lönd­unum lítil eða eng­in. Þetta eru lönd á borð við Bresku Jóm­frú­ar­eyj­arn­ar, Cayma­n­eyjar og Panama en oft­ast voru reikn­ingar og félög í þeim löndum sett upp fyrir Íslend­inga í gegnum dótt­ur­banka íslensku bank­anna þriggja í Lúx­em­borg.

Hluti þess­ara Íslend­inga hefur fært þessa pen­inga heim til Íslands eftir hrun­ið, oftar en ekki í gegnum leiðir sem Seðla­banki Íslands hefur boðið upp á. Þar ber helst að nefna áður­nefnda fjár­fest­inga­leið bank­ans. Til við­bótar við virð­is­aukn­ing­una sem þeim bauðst gátu þeir sem þetta gerðu inn­leyst tug­pró­senta geng­is­hagnað með þessum hætti og pen­ing­arnir þeirra fengu auk þess „heil­brigð­is­vott­orð“, enda færðir inn í landið í gegnum seðla­bank­ann. Þessa pen­inga var svo hægt að nota til að kaupa eignir á Íslandi á bruna­út­sölu­verði á fyrstu árum eft­ir­hrunsár­anna.

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, skrif­aði um þetta í grein sem hann birti í Vís­bend­ingu í sept­em­ber 2018. Þar sagði Gylfi: „Sú spurn­ing kom fram hvað hefði orðið um þá þús­undir millj­­arða sem teknir voru að láni af íslensku bönk­­un­­um. Í ljós kom að ekki hefur verið gerð til­­raun til þess að finna þessa pen­inga. Það sem liggur fyrir er að eig­endur bank­anna lán­uðu sjálfum sér og eigin eign­­ar­halds­­­fé­lögum óspart en ekki liggur fyrir hversu mikið af láns­­fénu tap­að­ist í erlendum fjár­­­fest­ingum og hversu miklu var komið undan í skatta­­skjól.“

Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­ar 2017, var fjallað um fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­banka Íslands og því meðal ann­­­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­magn­inu frá aflands­­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina.

Orð­rétt sagði í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­­lýs­inga um fjár­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­taka í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­bank­ans er ekki til stað­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­bank­ans þegar um grun­­­sam­­­legar fjár­­­­­magnstil­­­færslur er að ræða. Æski­­­legt má telja að sam­­­starf væri um miðlun upp­­­lýs­inga á milli þess­­­ara stofn­ana.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar