Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans

Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Auglýsing


Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur sér ekki heimilt að birta nöfn þeirra sem fluttu fjármagn til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, um málið segir ráðherrann að samkvæmt ákvæðis um þagnarskyldu í lögum um Seðlabanka Íslands megi ekki birta upplýsingarnar opinberlega. Við vinnslu svarsins aflaði ráðuneytið sér upplýsinga frá Seðlabankanum.

Máli sínu til stuðnings vísar Bjarni í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingarmál vegna kæru Kjarnans á synjun Seðlabanka Íslands um aðgang að upplýsingunum frá því í janúar 2019. Í þeim úrskurði sagði meðal annars að fortakslaus þagnarskylda Seðlabanka Íslands gagnvart viðskiptamönnum sínum komi í veg fyrir að slíkar upplýsingar séu gerðar opinberar „óháð hagsmunum almennings af því að fá að kynna sér þær.“

Kjarn­inn hefur á undanförnum árum ítrekað farið fram á að fá upp­lýs­ingar um þá ein­stak­linga og lög­að­ila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands og hversu háar fjár­hæðir hver og einn flutti til lands­ins. Seðla­banki Íslands hefur ætið hafnað þess­ari beiðni og vísað í þagn­ar­skyldu­á­kvæði þeirra laga sem gilda um starf­semi bank­ans. 

Hluti opinberaður í fjölmiðlum

Þótt stjórn­völd hafi ekki viljað upp­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina hingað til þá hafa fjöl­miðlar getað upp­lýst um félög í eigu aðila sem það gerð­u. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­munds­­sona, Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­­ar, Jóns Ólafs­­son­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­spyrn­u­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­urðs­­son­­ar, Ólafs Ólafs­­son­­ar, Hjör­­leifs Jak­obs­­son­­ar, Ármanns Þor­­valds­­son­­ar, Kjart­ans Gunn­­ar­s­­son­­ar, Skúla Mogensen, rekstrarfélags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­ar.

Auglýsing
Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var til að mynda félag í eigu Samherja, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu. Esja Seafood lánaði öðru félagið Samherja, Kaldbaki, um tvo milljarða króna árið 2012 í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Stundin greindi frá því síðla árs í fyrra að Kaldbakur hafi meðal annars lánað enn öðru félagi Samherja, Kattanefi ehf., 300 milljónir króna til að fjárfesta í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Það félag var svo selt til Ramses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, árið 2017, á 325 milljónir króna. Samherji lánaði Ramses II fyrir kaupunum.

794 aðilar fóru í gegn

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­fest­ing­­ar­­­leið­inni frá því í febr­­­úar 2012 til febr­­­úar 2015, þegar síð­­­asta útboðið fór fram. Allt í allt komu um 1.100 millj­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­­­ar­inn­­­ar, sem sam­svarar 206 millj­örðum króna.

794 inn­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leiðar Seðla­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­sent þeirrar fjár­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­kvæmt skil­­­málum útboða fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­­­ar­inn­­­ar.

Afslátt­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­bank­ans er um 17 millj­­­arðar króna.

Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­­ar 2017, var fjallað um fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­banka Íslands og því meðal ann­­­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­magn­inu frá aflands­­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina. Sú skýrsla er gerð fyrir fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið.

Orð­rétt sagði í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­­lýs­inga um fjár­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­taka í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­bank­ans er ekki til stað­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­bank­ans þegar um grun­­­sam­­­legar fjár­­­­­magnstil­­­færslur er að ræða. Æski­­­legt má telja að sam­­­starf væri um miðlun upp­­­lýs­inga á milli þess­­­ara stofn­ana.“

Reynt að skipa rannsóknarnefnd

Seðla­banki Íslands birti skýrslu um fjár­fest­ing­ar­leið­ina í fyrrasumar. Þar sagði að Seðlabankinn teldi að fjárfestingarleiðin og ríkisbréfaleiðin sem hann stóð fyrir á árunum 2011 til 2015 til að vinna á þeim aflandskrónuvandanum og stuðla að afnámi hafta, hafi þjónað tilgangi sínum. 

Auglýsing
Gjaldeyrisútboðin sem leiðirnar fólu í sér hefðu beinst að vanda sem ekki hafi verið auðveldlega leystur með öðrum hætti nema á mjög löngum tíma. Aðgerðunum hafi vissulega fylgt „ýmis neikvæð hliðaráhrif, eins og algengt er um aðgerðir af þessu tagi en þau jákvæðu áhrif sem að var stefnt með aðgerðunum vega þó þyngra á vogarskálunum.“

Í skýrslu Seðlabankans var einnig viðurkennt að flestar efnahagslegar ráðstafanir sem gripið sé til hafi einhver óæskileg hliðaráhrif. Líklegt væri að það hafi einnig átt við um fjárfestingarleiðina.  Meðal annars hafi leiðin sett þá sem áttu óskilaskyldan erlendan gjaldeyri í betri stöðu til að kaupa kaupa innlendar eignir á lágu verði og gengi. „Áhrif þess á eignaskiptingu kunna að vera neikvæð. Í kjölfar efnahagskreppu geta aðilar sem eru í sterkri lausafjár- og eiginfjárstöðu jafnan eignast eignir á hagstæðu verði[...]Þótt deila megi um sanngirni þess var fátt sem Seðlabankinn gat gert til þess að stuðla að sanngjarnari útkomu innan þess lagaramma sem hann starfar undir og án þess að ganga gegn því markmiði aðgerðanna að stuðla að stöðugleika. Í stöðugleikanum felast afar brýnir almannahagsmunir sem vega verður á móti óæskilegum tekjuskiptingaráhrifum.“

Seðlabankinn viðurkenndi einnig að gagnrýni á heimild félaga með heimilisfesti í þekktum skattaskjólum til þátttöku í fjárfestingarleiðinni hafi verið eðlileg í ljósi sögunnar. 

Um miðjan nóvember 2019 lögðu allir þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar sameiginlega fram þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þriggja manna rannsóknarnefnd af Alþingi til að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögu um að skipa rannsóknarnefndá fjárfestingarleiðinni. MYND: Bára Huld Beck. 

Í tillögunni var farið fram á að nefndin gerði grein fyrir því hvaðan fjármagnið sem flutt var til landsins með fjárfestingarleiðinni kom, hvaða einstaklingar eða félög voru skráð fyrir fjármagninu sem flutt var til landsins, hvernig fénu sem flutt var inn til landsins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efnahagslíf. 

Tillagan hefur enn sem komið er ekki komist á dagskrá þingsins og bíður efnislegrar meðferðar. 

Grunur um undanskot

Kjarninn greindi frá því í nóvember í fyrra að embætti skattrannsóknarstjóra hefði um nokk­urt skeið haft eitt mál tengt ein­stak­lingi sem nýtti sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands til form­legrar rann­sókn­ar. Með­ferð þess máls er langt komin og ákvörðun um refsi­með­ferð verður tekin í nánustu framtíð. Í því máli er grunur um und­an­skot fjár­magnstekna er nemur á þriðja hund­rað millj­óna króna.

Emb­ættið hefur alls aflað gagna í um tíu málum ein­stak­linga eftir að það fékk afhent gögn um þá sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina sem leiddi til hinnar form­legu rann­sóknar á mál­inu sem nú er beðið ákvörð­unar um refsi­með­ferð í. 

Umrædd gögn voru afhent emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra í apríl 2016. Þegar þau voru sam­keyrð við gögn sem emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra keypti sum­­­arið 2015 á 37 millj­­ónir króna, og sýndu eignir Íslend­inga í þekktum skatta­­skjól­um, kom í ljós að 21 ein­stak­l­ingar fór fjár­­­fest­ingar­­leið­ina var einnig í skatta­­skjóls­­gögn­un­­um. Þeir ein­stak­l­ingar nýtt sér umrædda leið á árunum 2012 til 2015.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar