Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg

Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Auglýsing

„Rétt­ar­ríki er til af því að við viljum að það sé til. Ef við hins vegar fáum þann skiln­ing að stofn­anir þess séu plat þá fjarar undan því. Það má ekki ger­ast. Dóm­stólar þurfa því að vinna sér traust með rétt­látum og yfir­veg­uðum dóm­um. Geri þeir það ekki er hætt við að þeir grafi sér gröf.“

Þetta skrifar Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður VG og inn­an­rík­is­ráð­herra, á bogg­síðu sína en í færsl­unni fjallar hann um lands­rétt­ar­málið svo­kallað og nið­ur­stöðu yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) sem birt­ist í vik­unni.

Hann segir að ekki ein­ungis skuli horfa á nið­ur­stöður MDE heldur hvaða við­fangs­efni þyki verðug að taka fyrir í dóm­stól sem eigi að kveða upp úr um brot á mann­rétt­ind­um. Þau mál sem vísað er til dóm­stóls­ins séu marg­falt fleiri en þau sem hann hafi getu eða vilja til að taka fyr­ir.

Auglýsing

Hvaðan kemur ákaf­inn í að fylgja mál­inu eft­ir?

„Fjöldi aug­ljósra mann­rétt­inda­brota eru látin sitja á hak­an­um. Hins vegar er legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórn­völd og Alþingi vegna máls sem er svo smá­vægi­legt í hinu stærra sam­hengi að undrum sæt­ir. Hvað veld­ur?“ spyr Ögmundur í færsl­unni. Enn fremur spyr hann hvort þetta sé ásetn­ingur – og þá hverra.

„Ef þetta verður ekki til­efni fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn í Strass­borg til að spyrja sjálfan sig áleit­inna spurn­inga þá þurfa aðrir að gera það. Hver hefur gangur þessa máls ver­ið? Hvaðan kemur ákaf­inn í að fylgja því eft­ir? Hvernig eru svona mál til komin og hvern­ing eru þau unn­in? Að hvaða marki koma Íslend­ingar að vinnslu mála á borð við þetta og síðan hvít­flibba-þvotti sem nú er haf­inn í Strass­borg?

Allir þurfa aðhald. Líka dóm­arar í Strass­borg,“ skrifar hann.

Telur nið­ur­stöð­una í besta falli álita­mál

Ögmundur segir að sömu aðil­ar, á meðal alþing­is­manna og lög­manna, sem vörðu för Róberts Spanó for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu til Tyrk­lands fyrr á árinu að taka við heið­urs­nafn­bótum frá helstu mann­rétt­inda­böðlum álf­unn­ar, fagni nú þeirri nið­ur­stöðu þessa sama dóm­stóls um að brotin hafi verið mann­rétt­indi á ein­stak­lingi sem ók próf­laus undir áhrifum eit­ur­lyfja og var dæmdur sekur á öllum dóm­stig­um, vegna þess að einn dóm­ar­inn í Lands­rétti hefði verið skip­aður í emb­ætti með ólög­mætum hætti.

„Auð­vitað var merg­ur­inn máls­ins sá hjá dóm­stólnum í Strass­borg að reyna að sýna fram á að skipað hefði verið í Lands­rétt með ólög­mætum hætti. Það er hins vegar í besta falli álita­mál,“ skrifar hann og rekur ráðn­ing­ar­ferlið í færsl­unni.

Hann segir að deila megi um hvort allir máls­að­ilar hafi staðið sig í stykk­inu. Ef svo var ekki þá sé það nokkuð til að læra af.

Lands­réttur var sam­kvæmt skiln­ingi Ögmundar lög­lega skip­aður á sínum tíma og lætur hann sann­girni liggja á milli hluta. Í þriggja þrepa ráðn­ing­ar­ferl­inu hefðu allir aðilar mátt vanda sig betur en von­andi læri allir af reynsl­unni, segir hann.

Í fram­hald­inu gagn­rýnir hann Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn í Strass­borg og segir hann vera á góðri leið með að „grafa svo hressi­lega undan sjálfum sér“ að hætt verði að taka hann alvar­lega ef fram fer sem horf­ir.

Að því mun koma að dóm­ar­arnir í Strass­borg verði krafnir svara

Ögmundur segir að það að taka lands­rétt­ar­málið yfir­leitt fyrir veki spurn­ingar í ljósi þeirra grófu mann­rétt­inda­brota í ýmsum ríkjum Evr­ópu sem ekki fái afgreiðslu. Dóm­stóll­inn hafi nú legið yfir því mán­uðum saman á „him­in­háum skatt­lausum launum sín­um“ að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að lýð­ræðið hafi brugð­ist á Íslandi við skipan dóm­ara í máli próf­lausa dóp­aða bíl­stjór­ans í Kópa­vogi.

„En nú er vandi á hönd­um. Dóm­ar­inn íslenski, sem hefur þurft að sæta ein­elti frá Strass­borg, hefur í milli­tíð­inni sótt um emb­ætti sitt að nýju. Og viti menn, dóm­ar­inn var nú met­inn hæf­asti umækj­and­inn af öllum umsækj­endum og hlaut skipun í emb­ætti.

Hvað skyldu dóm­ar­arnir í Strass­borg segja við þessu? Hæf­astur af öll­um, en vel að merkja í fyrri skipan hafði dóm­ar­inn einnig verið met­inn hæfur af mats­nefnd­inni!

Frá þeim mun ekk­ert svar koma enda þurfa þeir engum að svara. En að því mun koma að þeir verði krafðir svara,“ skrfar Ögmund­ur.

Lesa má færslu Ögmundar í heild sinni hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent