Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg

Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Auglýsing

„Rétt­ar­ríki er til af því að við viljum að það sé til. Ef við hins vegar fáum þann skiln­ing að stofn­anir þess séu plat þá fjarar undan því. Það má ekki ger­ast. Dóm­stólar þurfa því að vinna sér traust með rétt­látum og yfir­veg­uðum dóm­um. Geri þeir það ekki er hætt við að þeir grafi sér gröf.“

Þetta skrifar Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður VG og inn­an­rík­is­ráð­herra, á bogg­síðu sína en í færsl­unni fjallar hann um lands­rétt­ar­málið svo­kallað og nið­ur­stöðu yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) sem birt­ist í vik­unni.

Hann segir að ekki ein­ungis skuli horfa á nið­ur­stöður MDE heldur hvaða við­fangs­efni þyki verðug að taka fyrir í dóm­stól sem eigi að kveða upp úr um brot á mann­rétt­ind­um. Þau mál sem vísað er til dóm­stóls­ins séu marg­falt fleiri en þau sem hann hafi getu eða vilja til að taka fyr­ir.

Auglýsing

Hvaðan kemur ákaf­inn í að fylgja mál­inu eft­ir?

„Fjöldi aug­ljósra mann­rétt­inda­brota eru látin sitja á hak­an­um. Hins vegar er legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórn­völd og Alþingi vegna máls sem er svo smá­vægi­legt í hinu stærra sam­hengi að undrum sæt­ir. Hvað veld­ur?“ spyr Ögmundur í færsl­unni. Enn fremur spyr hann hvort þetta sé ásetn­ingur – og þá hverra.

„Ef þetta verður ekki til­efni fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn í Strass­borg til að spyrja sjálfan sig áleit­inna spurn­inga þá þurfa aðrir að gera það. Hver hefur gangur þessa máls ver­ið? Hvaðan kemur ákaf­inn í að fylgja því eft­ir? Hvernig eru svona mál til komin og hvern­ing eru þau unn­in? Að hvaða marki koma Íslend­ingar að vinnslu mála á borð við þetta og síðan hvít­flibba-þvotti sem nú er haf­inn í Strass­borg?

Allir þurfa aðhald. Líka dóm­arar í Strass­borg,“ skrifar hann.

Telur nið­ur­stöð­una í besta falli álita­mál

Ögmundur segir að sömu aðil­ar, á meðal alþing­is­manna og lög­manna, sem vörðu för Róberts Spanó for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu til Tyrk­lands fyrr á árinu að taka við heið­urs­nafn­bótum frá helstu mann­rétt­inda­böðlum álf­unn­ar, fagni nú þeirri nið­ur­stöðu þessa sama dóm­stóls um að brotin hafi verið mann­rétt­indi á ein­stak­lingi sem ók próf­laus undir áhrifum eit­ur­lyfja og var dæmdur sekur á öllum dóm­stig­um, vegna þess að einn dóm­ar­inn í Lands­rétti hefði verið skip­aður í emb­ætti með ólög­mætum hætti.

„Auð­vitað var merg­ur­inn máls­ins sá hjá dóm­stólnum í Strass­borg að reyna að sýna fram á að skipað hefði verið í Lands­rétt með ólög­mætum hætti. Það er hins vegar í besta falli álita­mál,“ skrifar hann og rekur ráðn­ing­ar­ferlið í færsl­unni.

Hann segir að deila megi um hvort allir máls­að­ilar hafi staðið sig í stykk­inu. Ef svo var ekki þá sé það nokkuð til að læra af.

Lands­réttur var sam­kvæmt skiln­ingi Ögmundar lög­lega skip­aður á sínum tíma og lætur hann sann­girni liggja á milli hluta. Í þriggja þrepa ráðn­ing­ar­ferl­inu hefðu allir aðilar mátt vanda sig betur en von­andi læri allir af reynsl­unni, segir hann.

Í fram­hald­inu gagn­rýnir hann Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn í Strass­borg og segir hann vera á góðri leið með að „grafa svo hressi­lega undan sjálfum sér“ að hætt verði að taka hann alvar­lega ef fram fer sem horf­ir.

Að því mun koma að dóm­ar­arnir í Strass­borg verði krafnir svara

Ögmundur segir að það að taka lands­rétt­ar­málið yfir­leitt fyrir veki spurn­ingar í ljósi þeirra grófu mann­rétt­inda­brota í ýmsum ríkjum Evr­ópu sem ekki fái afgreiðslu. Dóm­stóll­inn hafi nú legið yfir því mán­uðum saman á „him­in­háum skatt­lausum launum sín­um“ að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að lýð­ræðið hafi brugð­ist á Íslandi við skipan dóm­ara í máli próf­lausa dóp­aða bíl­stjór­ans í Kópa­vogi.

„En nú er vandi á hönd­um. Dóm­ar­inn íslenski, sem hefur þurft að sæta ein­elti frá Strass­borg, hefur í milli­tíð­inni sótt um emb­ætti sitt að nýju. Og viti menn, dóm­ar­inn var nú met­inn hæf­asti umækj­and­inn af öllum umsækj­endum og hlaut skipun í emb­ætti.

Hvað skyldu dóm­ar­arnir í Strass­borg segja við þessu? Hæf­astur af öll­um, en vel að merkja í fyrri skipan hafði dóm­ar­inn einnig verið met­inn hæfur af mats­nefnd­inni!

Frá þeim mun ekk­ert svar koma enda þurfa þeir engum að svara. En að því mun koma að þeir verði krafðir svara,“ skrfar Ögmund­ur.

Lesa má færslu Ögmundar í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent