Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni

Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.

Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Auglýsing

Yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu stað­festi í dag dóm rétt­ar­ins í Lands­rétt­ar­mál­inu, en dómur var kveð­inn upp kl. 10 í gegnum fjar­fund­ar­búnað með aðilum máls­ins. Nið­ur­stöð­una má nálg­ast hér og frétta­til­kynn­ingu frá MDE hér.

Nið­ur­staðan er sú að Guð­mundur Andri Ást­ráðs­son, maður sem dæmdur var fyrir umferð­ar­laga­brot í Lands­rétti skömmu eftir að milli­dóms­stigið tók til starfa, hefði ekki notið þess að fá úrlausn máls síns fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stól. 

Yfir­deild dóm­stóls­ins, sem skipuð var 17 dóm­ur­um, var ein­róma um að brotið hefði verið gegn rétti hans til rétt­látrar máls­með­ferð­ar, þar sem að einn Lands­rétt­ar­dóm­ar­anna sem að mál­inu kom, Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, hefði ekki verið skipuð með lög­mætum hætti. Íslenska rík­inu er gert að greiða Guð­mundi Andra 20 þús­und evrur í máls­kostn­að.

Áfell­is­dómur yfir Sig­ríði Á. And­er­sen og Alþingi

Dóm­­­stóll­inn felldi fyrri dóm sinn í mál­inu 12. mars 2019. Í honum fengu bæði Sig­ríður Á. And­er­­­sen fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra og Alþingi á sig áfell­is­­­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan fimmtán dóm­­­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017.

Auglýsing

Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­­­­­sýslu­lög með því að breyta list­­­­­anum um til­­­­­­­­­nefnda dóm­­­­­ara frá þeim lista sem hæf­is­­­­­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­­­­­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­­­­­styðja þá ákvörðun með nægj­an­­­­­legum hætt­i. Al­þingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­­­­­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig. Sig­ríður sagði af sér emb­ætti dag­inn eftir dóm­inn og óvissa ríkti um starf­­­­­semi milli­­­­­­­­­dóm­­­­­stigs­ins í kjöl­far­ið.

Í reynd hafði nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í för með sér að dóm­ar­arnir fjórir sem ekki voru á lista hæf­is­nefndar hafa verið álitnir ófærir um að dæma í rétt­inum á grund­velli upp­haf­legar skip­unar sinn­ar, þar sem hún hefði verið ólög­leg. 

Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður hefur rekið málið fyrir hönd Guðmundar Andra. Mynd: Skjáskot/MDE

Sú nið­ur­staða er á skjón við nið­ur­stöðu Hæsta­réttar Íslands, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að þrátt fyrir að fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra hefði ekki farið að lögum við skipan í dóm­stól­inn, hefði það engin áhrif á stöðu Arn­fríðar sem dóm­ara við rétt­inn. 

Íslenska ríkið ákvað í apríl í fyrra að áfrýja nið­­­ur­­­stöð­unni og beina því til efri deildar dóms­ins að taka málið aftur fyr­­­ir. Á það var fall­ist og fór mál­flutn­ingur fyrir yfir­deild­inni fram 5. febr­úar á þessu ári. 

Þrír þeirra fjög­urra dóm­ara sem skip­aðir voru þrátt fyrir að hafa ekki verið á upp­haf­legum lista hæf­is­nefndar hafa hlotið nýja skipan í Lands­rétt. Arn­fríður Ein­ars­dóttir er þeirra á með­al.

Alvar­legt brot

Í frétta­til­kynn­ingu um nið­ur­stöðu yfir­deild­ar­innar í dag segir að þrátt fyrir Sig­ríður Á. And­er­sen hafi sem dóms­mála­ráð­herra verið ósam­mála mati hæf­is­nefnd­ar­innar og ákveðið að víkja frá því í til­felli fjög­urra dóm­ara, hefði henni alveg láðst að útskýra af hverju hún gerði það. 

Óvissan um ástæð­urnar sem lágu að baki hafi vakið upp alvar­legan ótta um óvið­eig­andi afskipti af dóms­vald­inu og valdið vafa um lög­mæti ferl­is­ins við skipun dóm­ar­anna í Lands­rétt.

Það að fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra hafi ekki farið eftir regl­unum sem voru í gildi er sér­stak­lega alvar­legt, að mati yfir­deild­ar­inn­ar, þar sem hún hafði ítrekað verið minnt á laga­legar skyldur sín­ar, af laga­legum ráð­gjöfum í dóms­mála­ráðu­neyt­inu, for­manni hæf­is­nefnd­ar­innar og settum ráðu­neyt­is­stjóra sínum í ráðu­neyt­inu.

Sig­ríður sagð­ist ein bera ábyrgð á því að hafa hagað málum með þeim hætti sem hún gerði í við­tali við Kveik á RÚV í lok jan­úar árið 2018.

„Ég ætla ekki að draga ein­hvern hérna sem að þú ætlar síðan að reyna að færa ábyrgð­ina yfir. Þetta er mitt mat líka. Ég er líka sér­fræð­ingur á þessu sviði. Ég ætla að leyfa mér það og ég tek mínar ákvarð­anir byggðar á mínu hyggju­viti. Ég er lög­fræð­ingur eins og ég nefni. Og ég stend fylli­lega við þessar ákvarð­anir mínar og ég geri það enn þá,“ sagði Sig­ríður þá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent