Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti

Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Kannski var gær­dag­ur­inn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því að hann markar von­andi enda­lok póli­tískra ráðn­inga dóm­ara á Íslandi. Nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins stað­festir að brot dóms­mála­ráð­herra var alvar­legt og gróf undan grund­vall­ar­rétt­indum um rétt­láta máls­með­ferð. Nú dugar póli­tískum öflum ekki lengur að borga bara umsækj­endum sem gengið er fram hjá bætur úr sam­neysl­unni á meðan hinir sitja þókn­an­legir áfram.“

Þetta sagði Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma en hann spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra út í nið­ur­stöðu yfir­­­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls Evr­­­­ópu sem birt­ist í gær.

Hann sagð­ist vera sam­mála for­sæt­is­ráð­herra um að nú þyrfti að „horfa fram á veg­inn“ en Katrín við­hafði þau orð í sam­tali við Vísi í gær þegar hún var spurð út í nið­ur­stöð­una.

Auglýsing

Logi telur aftur á móti að „við lærum ekk­ert nema við horfum líka til bak­a“. Hann benti á að þegar for­sæt­is­ráð­herra var í stjórn­ar­and­stöðu hefði hún lýst yfir miklum áhyggjum af trausti til dóm­stóla og talið ábyrgð dóms­mála­ráð­herra mikla.

„Þá studdum við bæði grein­ar­gott nefnd­ar­á­lit þar sem áformum dóms­mála­ráð­herra var mót­mælt og taldir upp miklir ágall­ar. Þeir ágallar voru meira og minna stað­festir og nefndir í yfir­rétti Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í gær. Jafn­framt var rík­is­stjórn­inni boð­inn frestur til að vinna málið betur og rök­styðja frá­vik frá lista hæf­is­nefnd­ar. Því var hafn­að.

Það dylst engum hvað hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra fannst um fram­gang máls­ins vorið 2017. Engu að síður mynd­aði hún rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum hálfu ári síðar með sama dóms­mála­ráð­herra og árið þar á eft­ir, eftir að Hæsti­réttur hafði dæmt ráð­herra brot­legan, varði for­sæt­is­ráð­herra og meiri hluti stjórn­ar­þing­manna dóms­mála­ráð­herra van­traust­i,“ sagði Logi.

Hann spurði hvort Katrín teldi að það hefðu verið mis­tök að verja ráð­herra van­trausti á þeim tíma og jafn­vel líka að mynda rík­is­stjórn með flokki sem ætti mjög langa sögu um að seil­ast langt út fyrir eðli­leg vald­mörk.

Ísland ávallt staðið við allar skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu

Katrín svar­aði og sagði að henni fynd­ist mik­il­vægt að taka af allan vafa um það að Ísland hefði ávallt staðið við allar skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Við erum aðilar að mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og hluti af þeirri skuld­bind­ingu sem við höfum tekið á okkur með því að vera þar er að fara vand­lega yfir nið­ur­stöður þessa dóm­stóls og tryggja að fram­kvæmd þess­ara mála verði þannig að hún verði hafin yfir allan vafa til fram­tíð­ar. Þannig höfum við með­höndlað dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins hingað til.

Hér er í dag til að mynda á dag­skrá mál um rann­sókn skatta­laga­brota sem bein­línis á rætur að rekja til nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Mér finnst mik­il­vægt að segja það algjör­lega skýrt hér í sal Alþingis að við þurfum að taka þennan dóm alvar­lega,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Telur þáver­andi meiri­hluta hafa gert mis­tök

Katrín sagð­ist ekki hafa skipt um skoðun frá því að hún mælti fyrir nefnd­ar­á­liti minni­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í júní 2017 þar sem hún hefði bent á nákvæm­lega þau efn­is­at­riði sem þarna voru tekin til skoð­un­ar, það er að ráð­herra hefði vissu­lega haft heim­ild til að víkja frá áliti hæf­is­nefnd­ar, en til þess að upp­fylla þá heim­ild með full­nægj­andi hætti hefði hún þurft að sinna rann­sókn­ar­skyldu sinni sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um, sömu­leiðis að virða and­mæla­rétt sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um.

„Ég tel að það hafi verið mis­tök hjá þáver­andi meiri­hluta að taka ekki í þá útréttu sátt­ar­hönd sem minni­hlut­inn rétti þá fram um að fresta mál­inu. En það var ekki gert. Og þannig fór um sjó­ferð þá.

En ég ætla líka að segja að þegar dómur und­ir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu féll á vor­mán­uðum 2019 þá axl­aði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra ábyrgð á þessu máli, póli­tíska ábyrgð, og sagði af sér. Þannig er það nú bara. Við hins vegar þurfum nú öll, Alþingi, Hæsti­rétt­ur, fram­kvæmd­ar­vald­ið, að fara vel yfir dóm­inn og tryggja að slíkt end­ur­taki sig ekki,“ sagði hún.

Ráð­herrar og þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins „leyft sér að tala nið­ur“ MDE

Logi kom aftur í pontu og spurði af hverju ekki hefði verið axlað ábyrgð eftir að dómur Hæsta­réttar féll á sínum tíma.

„Það er vissu­lega gott að heyra í hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra hérna og heyra tón­inn. Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra lýsti því nefni­lega yfir í gær að það væri óþarfi að hafa áhyggjur af orð­spori Íslands vegna þessa máls. En hann hafði svo sem heldur ekki áhyggjur af orð­spori okkar þegar Panama­skjölin voru birt, þegar Ísland lenti á gráum lista eða þegar vís­bend­ingar voru um gróft mis­ferli stór­fyr­ir­tækis í Namib­íu,“ sagði hann og spurði Katrínu hvort hún hefði áhyggjur af þessu.

„Ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks og ein­stakir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa í gegnum þetta ferli gert lítið úr þessu máli og jafn­vel leyft sér að tala niður Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn. Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra hefur jafn­vel gengið svo langt að velta því upp hvort Ísland eigi að segja sig frá hon­um,“ sagði hann enn frem­ur.

Þá spurði hann hvort for­sæt­is­ráð­herra hefði áhyggjur af orð­spori Íslands vegna þessa máls og fynd­ist henni til­efni til þess að rík­is­stjórn Íslands lýsti því yfir að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn skipti Íslend­inga máli og að þeir myndu í öllu virða nið­ur­stöðu hans.

Hefur ekki áhyggjur af orð­spori Íslands

Katrín sagði í kjöl­farið að Logi þyrfti ekk­ert að efast um það, ekki frekar en nokkur annar ef því væri að skipta, að Ísland tæki skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu alvar­lega.

„Ég fór yfir mál sem eru á dag­skrá þings­ins í dag sem snú­ast um nákvæm­lega það að mæta gagn­rýni sem komið hefur fram hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu varð­andi tvö­falda refs­ingu í skatta­laga­brotum og skatt­rann­sókn­um. Sýnir það ekki ein­dreg­inn vilja til þess að bregð­ast við? Ég tel að það sé eng­inn vafi á því, herra for­seti. Og af því að hátt­virtur þing­maður spyr þá hef ég heldur ekki áhyggjur af orð­spori Íslands. Ég hef engar áhyggjur vegna þess að það sem skiptir máli er hvernig við bregð­umst við slíkum dómi, hvaða lær­dóma við drögum af hon­um. Og ég tel að það geti verið ýmsir lær­dóm­ar.

Ég get líka sagt: Það er mín ein­dregna skoðun að það hafi verið rétt að skjóta mál­inu til yfir­deildar af því að ég tel að sá dómur sem féll í gær hafi dregið úr réttaró­vissu og skýrt þessi mál miklum mun betur en sá dómur sem féll í und­ir­deild­inni á sínum tíma,“ sagði hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent