Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund í ráðherrabústaðnum í dag, en á fundi ríkisstjórnarinnar var meðal annars farið yfir niðurstöðu yfirdeildar MDE og viðbrögð við henni.

Dómsmálaráðherra sagði að vonast hefði verið eftir því að yfirdeildin myndi taka meira mið af málflutningi lögmanna íslenska ríkisins í málinu og að það virtist vera margt athyglisvert í dómnum, sem hún ætti þó eftir að lesa og rýna betur í. Hann yrði tekinn til ítarlegrar skoðunar af hálfu stjórnvalda.

Áslaug Arna tjáði sig lítið efnislega um niðurstöðuna og sagðist verða tilbúin til þess að svara fleiri spurningum um málið í dag. Hún sagði þó ljóst að þessi niðurstaða hefði ekki neina réttaróvissu í för með sér.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi niðurstöðuna einnig við Vísi, sem streymdi beint frá ráðherrabústaðnum í hádeginu. Hún sagðist náttúrlega ekki hafa lesið niðurstöðuna, sem kunngjörð var upp úr kl. 10 í morgun.

Auglýsing

Við fyrstu sýn liti þó út fyrir, sem raunin er, að hann snerist einungis um þá fjóra dómara sem Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað að skipa og ganga þar með framhjá mati hæfisnefndar, en ekki alla dómarana fimmtán sem skipaðir voru.

Niðurstaða yfirdeildarinnar felur einnig ekki í sér kröfu um að öll mál sem þessir fjórir dómarar dæmd í skuli endurupptekin, en forsætisráðherra sagði þó öllum frjálst að óska eftir því að fá sín mál upptekin að nýju. 

Forsætisráðherra sagði þó bent á „mjög alvarlega annmarka“ í niðurstöðu yfirdeildarinnar, sem Sigríður Á. Andersen hefði axlað ábyrgð á með því að láta af embætti dómsmálaráðherra. 

Hún sagði það skýra málin að fá niðurstöðu yfirdeildarinnar. Hún hefði verið búin undir ýmsa möguleika varðandi niðurstöðu dómstólsins og að sitt mat væri að nú yrði hægt að fara að „horfa fram á veginn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Enn af þrælmennum
Kjarninn 16. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent