Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Þessi nið­ur­staða veldur vissu­lega von­brigð­u­m,“ sagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra í sam­tali við Vísi eftir rík­is­stjórn­ar­fund í ráð­herra­bú­staðnum í dag, en á fundi rík­is­stjórn­ar­innar var meðal ann­ars farið yfir nið­ur­stöðu yfir­deildar MDE og við­brögð við henni.

Dóms­mála­ráð­herra sagði að von­ast hefði verið eftir því að yfir­deildin myndi taka meira mið af mál­flutn­ingi lög­manna íslenska rík­is­ins í mál­inu og að það virt­ist vera margt athygl­is­vert í dómn­um, sem hún ætti þó eftir að lesa og rýna betur í. Hann yrði tek­inn til ítar­legrar skoð­unar af hálfu stjórn­valda.

Áslaug Arna tjáði sig lítið efn­is­lega um nið­ur­stöð­una og sagð­ist verða til­búin til þess að svara fleiri spurn­ingum um málið í dag. Hún sagði þó ljóst að þessi nið­ur­staða hefði ekki neina réttaró­vissu í för með sér.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddi nið­ur­stöð­una einnig við Vísi, sem streymdi beint frá ráð­herra­bú­staðnum í hádeg­in­u. Hún sagð­ist nátt­úr­lega ekki hafa lesið nið­ur­stöð­una, sem kunn­gjörð var upp úr kl. 10 í morg­un.

Auglýsing

Við fyrstu sýn liti þó út fyr­ir, sem raunin er, að hann sner­ist ein­ungis um þá fjóra dóm­ara sem Sig­ríður Á. And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra ákvað að skipa og ganga þar með fram­hjá mati hæf­is­nefnd­ar, en ekki alla dóm­ar­ana fimmtán sem skip­aðir voru.

Nið­ur­staða yfir­deild­ar­innar felur einnig ekki í sér kröfu um að öll mál sem þessir fjórir dóm­arar dæmd í skuli end­ur­upp­tek­in, en for­sæt­is­ráð­herra sagði þó öllum frjálst að óska eftir því að fá sín mál upp­tekin að nýju. 

For­sæt­is­ráð­herra sagði þó bent á „mjög alvar­lega ann­marka“ í nið­ur­stöðu yfir­deild­ar­inn­ar, sem Sig­ríður Á. And­er­sen hefði axlað ábyrgð á með því að láta af emb­ætti dóms­mála­ráð­herra. 

Hún sagði það skýra málin að fá nið­ur­stöðu yfir­deild­ar­inn­ar. Hún hefði verið búin undir ýmsa mögu­leika varð­andi nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins og að sitt mat væri að nú yrði hægt að fara að „horfa fram á veg­inn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent