Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni

„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Blekið var enn blautt á minn­is­blaði sótt­varna­lækn­ir, þar sem hann lagði til til­slak­anir á tak­mörk­un­um, er smitum fór að fjölga á ný og það sem meira var, fjölgun smita meðal fólks sem ekki var í sótt­kví við grein­ingu. Þegar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir samdi minn­is­blað sitt til heil­brigð­is­ráð­herra og sendi þann 25. nóv­em­ber höfðu sjö greinst með veiruna dag­inn áður. Og svip­aður eða minni fjöldi dag­ana á und­an. Allt virt­ist á réttri leið.



En svo kom skell­ur­inn.



Dag­inn eftir að minn­is­blaðið hafði verið sent greindust skyndi­lega tutt­ugu manns með veiruna. 21 til við­bótar hafði greinst sól­ar­hring síð­ar. „Eftir að minn­is­blaðið var skrifað þá hafa einmitt orðið veru­legar breyt­ingar á COVID-19 far­aldr­inum hér á land­i,“ skrifar Þórólfur í nýju minn­is­blaði sem sent var ráð­herra 29. nóv­em­ber, fjórum dögum eftir að bjart­sýnin hafði verið ríkj­andi og til­slak­anir virst innan seil­ing­ar. Hóp­sýk­ingar hafa komið upp, skrifar Þórólf­ur. Ein þeirra, þótt fámenn hafi ver­ið, kom upp á heim­ili Víðis Reyn­is­son­ar, yfir­lög­reglu­þjóns hjá rík­is­lög­reglu­stjóra. Víðir greind­ist sjálfur með COVID-19 í síð­ustu viku. Hann smit­að­ist af eig­in­konu sinni en enn hefur ekki tek­ist að rekja það smit.

Auglýsing


  18. nóv­em­ber tók gildi enn ein reglu­gerð um tak­mörkun á sam­komum inn­an­lands vegna COVID-19. Hún gildir til mið­nættis í dag. Í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins lagði Þórólfur til í nýjasta minn­is­blaði sínu að í stað til­slak­ana sem hann hafði viðrað nokkrum dögum áður að aðgerðir sem kveðið var á um í reglu­gerð­inni frá 18. nóv­em­ber yrði fram­lengdar í að minnsta kosti viku. Að þeirri til­lögu fór heil­brigð­is­ráð­herra í morg­un.



En þetta er þó ekki nýjasta minn­is­blaðið hans Þór­ólfs til ráð­herra því í gær, 30. Nóv­em­ber, sendi hann við­bætur þar sem hann bætir við nokkrum atriðum sem „geta haft þýð­ingu fyrir end­an­lega útfærslu reglu­gerð­ar­inn­ar“.



Við rakn­ingu á 91 til­felli sem greindust á tíma­bil­inu 20. til og með 27. nóv­em­ber þá kemur í ljós að 93 pró­sent þeirra greindust á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 3 pró­sent á Norð­ur­landi, 2 pró­sent á Vest­fjörðum og 1 pró­sent á Suð­ur­nesjum, bendir Þórólfur á. „Öll smitin sam­an­standa af þremur stofnum veirunnar sem borið hafa uppi far­ald­ur­inn sem hér hefur geisað und­an­farnar vikur og sum smitin má rekja beint til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í yfir 90% greindra til­fella á tíma­bil­inu þá má jafn­framt rekja smitin til nokk­urra hópa­myndana innan fjöl­skyldna, í fyr­ir­tækjum og milli ótengdra aðila.“



Þá bendir hann enn­fremur á að dag­legur fjöldi þeirra sem hefur verið að grein­ast und­an­farið hefur verið nokkuð stöð­ug­ur. Þetta þýðir að hans sögn að far­ald­ur­inn virð­ist vera í línu­legum vexti og er það stutt af útreikn­ingum vís­inda­manna við Háskóla Íslands sem hafa reiknað að smit­stuð­ull far­ald­urs­ins (R stuð­ull) er nú um 1-1,5.



„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að grein­ast utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna tak­mark­andi aðgerðum á þeim svæð­u­m,“ skrifar Þórólfur en bætir þó við: „Hins vegar er rétt að benda á að fyrir nokkrum vikum var einmitt minna íþyngj­andi aðgerðum beitt utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en fljót­lega komu upp stórar hóp­sýk­ingar í kjöl­farið einkum á Norð­ur­land­i.“



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent