Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni

„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Blekið var enn blautt á minn­is­blaði sótt­varna­lækn­ir, þar sem hann lagði til til­slak­anir á tak­mörk­un­um, er smitum fór að fjölga á ný og það sem meira var, fjölgun smita meðal fólks sem ekki var í sótt­kví við grein­ingu. Þegar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir samdi minn­is­blað sitt til heil­brigð­is­ráð­herra og sendi þann 25. nóv­em­ber höfðu sjö greinst með veiruna dag­inn áður. Og svip­aður eða minni fjöldi dag­ana á und­an. Allt virt­ist á réttri leið.En svo kom skell­ur­inn.Dag­inn eftir að minn­is­blaðið hafði verið sent greindust skyndi­lega tutt­ugu manns með veiruna. 21 til við­bótar hafði greinst sól­ar­hring síð­ar. „Eftir að minn­is­blaðið var skrifað þá hafa einmitt orðið veru­legar breyt­ingar á COVID-19 far­aldr­inum hér á land­i,“ skrifar Þórólfur í nýju minn­is­blaði sem sent var ráð­herra 29. nóv­em­ber, fjórum dögum eftir að bjart­sýnin hafði verið ríkj­andi og til­slak­anir virst innan seil­ing­ar. Hóp­sýk­ingar hafa komið upp, skrifar Þórólf­ur. Ein þeirra, þótt fámenn hafi ver­ið, kom upp á heim­ili Víðis Reyn­is­son­ar, yfir­lög­reglu­þjóns hjá rík­is­lög­reglu­stjóra. Víðir greind­ist sjálfur með COVID-19 í síð­ustu viku. Hann smit­að­ist af eig­in­konu sinni en enn hefur ekki tek­ist að rekja það smit.

Auglýsing


  18. nóv­em­ber tók gildi enn ein reglu­gerð um tak­mörkun á sam­komum inn­an­lands vegna COVID-19. Hún gildir til mið­nættis í dag. Í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins lagði Þórólfur til í nýjasta minn­is­blaði sínu að í stað til­slak­ana sem hann hafði viðrað nokkrum dögum áður að aðgerðir sem kveðið var á um í reglu­gerð­inni frá 18. nóv­em­ber yrði fram­lengdar í að minnsta kosti viku. Að þeirri til­lögu fór heil­brigð­is­ráð­herra í morg­un.En þetta er þó ekki nýjasta minn­is­blaðið hans Þór­ólfs til ráð­herra því í gær, 30. Nóv­em­ber, sendi hann við­bætur þar sem hann bætir við nokkrum atriðum sem „geta haft þýð­ingu fyrir end­an­lega útfærslu reglu­gerð­ar­inn­ar“.Við rakn­ingu á 91 til­felli sem greindust á tíma­bil­inu 20. til og með 27. nóv­em­ber þá kemur í ljós að 93 pró­sent þeirra greindust á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 3 pró­sent á Norð­ur­landi, 2 pró­sent á Vest­fjörðum og 1 pró­sent á Suð­ur­nesjum, bendir Þórólfur á. „Öll smitin sam­an­standa af þremur stofnum veirunnar sem borið hafa uppi far­ald­ur­inn sem hér hefur geisað und­an­farnar vikur og sum smitin má rekja beint til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í yfir 90% greindra til­fella á tíma­bil­inu þá má jafn­framt rekja smitin til nokk­urra hópa­myndana innan fjöl­skyldna, í fyr­ir­tækjum og milli ótengdra aðila.“Þá bendir hann enn­fremur á að dag­legur fjöldi þeirra sem hefur verið að grein­ast und­an­farið hefur verið nokkuð stöð­ug­ur. Þetta þýðir að hans sögn að far­ald­ur­inn virð­ist vera í línu­legum vexti og er það stutt af útreikn­ingum vís­inda­manna við Háskóla Íslands sem hafa reiknað að smit­stuð­ull far­ald­urs­ins (R stuð­ull) er nú um 1-1,5.„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að grein­ast utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna tak­mark­andi aðgerðum á þeim svæð­u­m,“ skrifar Þórólfur en bætir þó við: „Hins vegar er rétt að benda á að fyrir nokkrum vikum var einmitt minna íþyngj­andi aðgerðum beitt utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en fljót­lega komu upp stórar hóp­sýk­ingar í kjöl­farið einkum á Norð­ur­land­i.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent