Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni

„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Blekið var enn blautt á minn­is­blaði sótt­varna­lækn­ir, þar sem hann lagði til til­slak­anir á tak­mörk­un­um, er smitum fór að fjölga á ný og það sem meira var, fjölgun smita meðal fólks sem ekki var í sótt­kví við grein­ingu. Þegar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir samdi minn­is­blað sitt til heil­brigð­is­ráð­herra og sendi þann 25. nóv­em­ber höfðu sjö greinst með veiruna dag­inn áður. Og svip­aður eða minni fjöldi dag­ana á und­an. Allt virt­ist á réttri leið.En svo kom skell­ur­inn.Dag­inn eftir að minn­is­blaðið hafði verið sent greindust skyndi­lega tutt­ugu manns með veiruna. 21 til við­bótar hafði greinst sól­ar­hring síð­ar. „Eftir að minn­is­blaðið var skrifað þá hafa einmitt orðið veru­legar breyt­ingar á COVID-19 far­aldr­inum hér á land­i,“ skrifar Þórólfur í nýju minn­is­blaði sem sent var ráð­herra 29. nóv­em­ber, fjórum dögum eftir að bjart­sýnin hafði verið ríkj­andi og til­slak­anir virst innan seil­ing­ar. Hóp­sýk­ingar hafa komið upp, skrifar Þórólf­ur. Ein þeirra, þótt fámenn hafi ver­ið, kom upp á heim­ili Víðis Reyn­is­son­ar, yfir­lög­reglu­þjóns hjá rík­is­lög­reglu­stjóra. Víðir greind­ist sjálfur með COVID-19 í síð­ustu viku. Hann smit­að­ist af eig­in­konu sinni en enn hefur ekki tek­ist að rekja það smit.

Auglýsing


  18. nóv­em­ber tók gildi enn ein reglu­gerð um tak­mörkun á sam­komum inn­an­lands vegna COVID-19. Hún gildir til mið­nættis í dag. Í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins lagði Þórólfur til í nýjasta minn­is­blaði sínu að í stað til­slak­ana sem hann hafði viðrað nokkrum dögum áður að aðgerðir sem kveðið var á um í reglu­gerð­inni frá 18. nóv­em­ber yrði fram­lengdar í að minnsta kosti viku. Að þeirri til­lögu fór heil­brigð­is­ráð­herra í morg­un.En þetta er þó ekki nýjasta minn­is­blaðið hans Þór­ólfs til ráð­herra því í gær, 30. Nóv­em­ber, sendi hann við­bætur þar sem hann bætir við nokkrum atriðum sem „geta haft þýð­ingu fyrir end­an­lega útfærslu reglu­gerð­ar­inn­ar“.Við rakn­ingu á 91 til­felli sem greindust á tíma­bil­inu 20. til og með 27. nóv­em­ber þá kemur í ljós að 93 pró­sent þeirra greindust á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 3 pró­sent á Norð­ur­landi, 2 pró­sent á Vest­fjörðum og 1 pró­sent á Suð­ur­nesjum, bendir Þórólfur á. „Öll smitin sam­an­standa af þremur stofnum veirunnar sem borið hafa uppi far­ald­ur­inn sem hér hefur geisað und­an­farnar vikur og sum smitin má rekja beint til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í yfir 90% greindra til­fella á tíma­bil­inu þá má jafn­framt rekja smitin til nokk­urra hópa­myndana innan fjöl­skyldna, í fyr­ir­tækjum og milli ótengdra aðila.“Þá bendir hann enn­fremur á að dag­legur fjöldi þeirra sem hefur verið að grein­ast und­an­farið hefur verið nokkuð stöð­ug­ur. Þetta þýðir að hans sögn að far­ald­ur­inn virð­ist vera í línu­legum vexti og er það stutt af útreikn­ingum vís­inda­manna við Háskóla Íslands sem hafa reiknað að smit­stuð­ull far­ald­urs­ins (R stuð­ull) er nú um 1-1,5.„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að grein­ast utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna tak­mark­andi aðgerðum á þeim svæð­u­m,“ skrifar Þórólfur en bætir þó við: „Hins vegar er rétt að benda á að fyrir nokkrum vikum var einmitt minna íþyngj­andi aðgerðum beitt utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en fljót­lega komu upp stórar hóp­sýk­ingar í kjöl­farið einkum á Norð­ur­land­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent