Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings

Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Auglýsing

„Dóms­kerfið er einn af horn­steinum lýð­ræð­is­legs sam­fé­lags og mik­il­vægi aðgrein­ingar þess frá öðru valdi verður seint ofmet­ið. Án sjálf­stæðra dóm­stóla, sem þjóð­fé­lags­þegnar geta treyst til þess að kom­ast að óvil­hallri nið­ur­stöðu í laga­legum deilum þeirra á milli, er lýð­ræð­inu sjálfu ógn­að.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Gagn­sæ­is, sam­taka gegn spill­ingu, á Face­book í dag. Til­efnið er nið­ur­staða yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu í morgun en hann stað­­­festi dóm rétt­­­ar­ins í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu svo­­kall­aða. Í honum fengu bæði Sig­ríður Á. And­er­­­­­sen fyrr­ver­andi dóms­­­­­­­mála­ráð­herra og Alþingi á sig áfell­is­­­­­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan fimmtán dóm­­­­­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017.

Í færslu Gagn­sæis kemur fram að ein­róma nið­ur­staða yfir­deildar MDE sé skýr varð­andi það að ferlið við skipun í Lands­rétt hafi ekki byggt á lögum og verið til þess fallið að vekja upp alvar­legan ótta um óeðli­leg afskipti af dóms­vald­inu.

Auglýsing

„Þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dóm­stólum ættu ekki að koma að frek­ari trún­að­ar­störfum fyrir hönd almenn­ings. Skipan hinna ólög­lega skip­uðu dóm­ara hlýtur að verða tekin til end­ur­skoðuðn­ar,“ segir í færsl­unni.

Nið­ur­staðan von­brigði

Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra brást við dómnum í dag og sagði nið­ur­stöð­una vissu­lega von­brigði. Hún sagði í sam­tali við Vísi að von­­ast hefði verið eftir því að yfir­­­deildin myndi taka meira mið af mál­­flutn­ingi lög­­­manna íslenska rík­­is­ins í mál­inu og að það virt­ist vera margt athygl­is­vert í dómn­um, sem hún ætti þó eftir að lesa og rýna betur í. Hann yrði tek­inn til ítar­­legrar skoð­unar af hálfu stjórn­­­valda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent