Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Óli Björn Kára­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis boðar í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag að hann muni að óbreyttu ekki geta stutt nokkur þeirra mála sem ráð­herrar Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks hafa lagt fram á Alþingi að und­an­förnu.

Hann segir ákveðin stjórn­ar­frum­vörp illa sam­ræm­ast þeirri hug­mynda­fræði sem hann hafi aðhyllst og barist fyr­ir; sem bygg­ist á trú á frelsi ein­stak­lings­ins, því að tryggja vald­dreif­ingu og forð­ast mið­stýr­ingu. „Oft þarf ég að sveigja eitt­hvað af leið en ákveðin grunn­prinsipp verða ekki brot­in. Ekki þegar kemur að þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart sveit­ar­fé­lög­um, ekki við stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs, fjöl­miðla­frum­varpi og ekki við end­ur­skoðun sótt­varna­laga. List­inn er (óþægi­lega) lang­ur,“ skrifar Óli Björn.

„Ógeð­felld“ hug­mynda­fræði vald­boðs að baki sveit­ar­fé­laga­frum­varpi

Í grein sinni fjallar hann sér­stak­lega um frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra sem felur í sér að lág­marks­fjöldi íbúa íslenskra sveit­ar­fé­laga skuli vera 1.000. Hann segir frum­varpið byggja á „hug­mynda­fræði vald­boðs og gengur gegn hug­mynda­fræði sjálfs­stjórnar og frelsis sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur byggt á.“

Auglýsing

Hann segir að um það verði ekki deilt að sam­ein­ing og fækkun sveit­ar­fé­laga geti verið ákjós­an­leg og skyn­sam­leg fyrir íbú­ana, en mark­miðið sé hins vegar ekki að fækka sveit­ar­fé­lögum heldur styrkja og efla þjón­ustu við borg­ar­ana. Þar að auki hafi sveit­ar­fé­lögum fækkað hressi­lega.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.„Árið 1990 voru þau 204 tals­ins en eru nú 69. Víða eru við­ræður um sam­ein­ingu. Þær við­ræður eru á for­sendum íbú­anna sjálfra og þeir einir taka ákvörð­un. Emb­ætt­is­menn í Reykja­vík stjórna ekki ferð­inn­i,“ ritar Óli Björn og bætir við að hug­mynda­fræði vald­boðs­ins sem liggi að baki lög­þving­aðri sam­ein­ingu sé „ekki aðeins ógeð­felld heldur bygg­ist hún á mis­skiln­ingi og/eða vís­vit­andi blekk­ing­um.“

„Hag­kvæmni sveit­ar­fé­laga og gæði þjón­ustu við íbú­anna er ekki í réttu hlut­falli við íbúa­fjölda. Fjár­hags­leg staða ræðst miklu fremur af hæfi­leikum sveit­ar­stjórn­ar­manna og hvernig þeim tekst að upp­fylla skyldur sínar en fjölda íbú­a,“ skrifar þing­mað­ur­inn, sem telur best að „halda vald­inu í heima­byggð.“

„Löng­unin til að stýra öllu úr 101-Reykja­vík er sterk“

Varð­andi frum­varp Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar auð­linda- og umhverf­is­ráð­herra um Hálend­is­þjóð­garð segir Óli Björn að í flestu sé hug­myndin heill­andi, en að hug­mynda­fræði „stjórn­lyndis og mið­stýr­ing­ar“ megi ekki ráða för. 

„Löng­unin til að stýra öllu frá 101-Reykja­vík er sterk. Hætta er sú að valdið sog­ist úr heima­byggð til örfárra ein­stak­linga sem neita að skilja hvernig hægt er að lifa í sátt við nátt­úr­una, verja hana og nýta auð­lindir á sama tíma,“ ritar Óli Björn.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„For­sendan er að skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga sé virt og umráða- og nýt­inga­réttur íbú­anna, sem í gegnum ald­irnar hafa verið gæslu­menn nátt­úr­unn­ar, hald­ist. Einka­fram­takið og eign­ar­rétt­ur­inn hafa verið mik­il­væg vörn fyrir nátt­úr­una,“ skrifar Óli Björn.Hann seg­ist munu styðja hug­mynd­ina um mið­há­lend­is­þjóð­garð ef hún verði byggð á „skyn­sam­legri nýt­ingu auð­linda hálend­is­ins, frjálsri för almenn­ings, virð­ingu fyrir eign­ar­rétt­in­um, frum­kvöðla­rétti og sjálfs­stjórn sveit­ar­fé­laga í skipu­lags­mál­u­m.“

Fjöl­miðla­frum­varpið fram komið á ný með svip­uðu sniði

Eins og áður segir minn­ist Óli Björn í grein sinni einnig á fjöl­miðla­frum­varp Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem sam­þykkt hefur verið í rík­is­stjórn og lagt fram á þingi í þriðja sinn.

Aftur er lagt til styrkja­kerfi í svip­aðri mynd og í fyrri tvö skiptin sem frum­varp Lilju hefur litið dags­ins ljós, en frum­varpið hefur tví­vegis sofnað svefn­inum langa í nefnd­ar­starfi vegna and­stöðu Óla Björns og fleiri þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks. Þeir hafa talað gegn styrkja­kerfi og lagt til að skatt­kerf­inu verði í stað­inn beitt til þess að styðja við einka­rekna fjöl­miðla og einnig að dregið verði úr umsvifum Rík­is­út­varps­ins á mót­i. 

Sam­kvæmt frum­varpi Lilju yrðu styrkir til fjöl­miðla alls tæpar 400 millj­ónir króna á ári og þeim útdeilt með sama hætti og gert var í ár, þegar ákveðið var að styrkja einka­rekna fjöl­miðla um allt að 25 pró­sent af útlögðum rit­stjórn­ar­kostn­aði vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Eng­inn fjöl­mið­ill gæti þó fengið meira en 25 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, eða hæst tæpar 100 millj­ón­ir. Þegar kór­ónu­veiru­styrkj­unum var úthlutað í haust skiptu Árvak­­ur, Sýn og Torg, þrjú stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins, með sér rúmum 250 millj­­ónum af þeim 400 millj­óna króna stuðn­ingi sem einka­reknir fjöl­miðlar fengu.

Brynjar veður í fjöl­miðla­frum­varpið

Þessi þrjú frum­vörp, auk frum­varps end­ur­skoð­uðum sótt­varna­lögum sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur lagt fram, virð­ast ekki falla í kramið hjá Óla Birni í óbreyttri mynd. Og and­staða við stjórn­ar­frum­vörp sem nýlega hafa verið lögð fram er boðuð víðar innan þing­flokks­ins.

Brynjar Níels­son þing­maður flokks­ins tjáir sig um fjöl­miðla­frum­varp Lilju á Face­book í dag og segir hægt að líkja einka­reknum fjöl­miðlum í dag við fár­veikan og kval­inn sjúk­ling. 

„Lækn­ir­inn, mennta­mála­ráð­herra, með aðstoð hjúkr­un­ar­fræð­ing­anna í rík­is­stjórn, ætlar að dæla ópíum í sjúk­ling­inn í stað þess að skera meinið burt eða halda því í skefjum svo hægt sé að lifa með því,“ skrifar Brynjar og vísar þar til Rík­is­út­varps­ins sem meins­ins, sem hrjái frjálsu fjöl­miðl­ana.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent