Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“

Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.

Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Auglýsing

Frost: 4-18 stig. 23 stig á hálend­inu.

Vind­ur: 13-20 m/s.

Snjó­koma. Él. Stór­hríð. Hörku­frost. Vind­streng­ir. Vind­kæl­ing. Frost og meira frost. „Ís­kalt heim­skauta­loft streymir yfir okkur úr norðri.“

Þegar litið er yfir veð­ur­spár næstu daga má sjá að veð­ur­fræð­ingum er mikið í mun að við áttum okkur á að þeim er alvara: „Í dag, á morgun og fram á föstu­dag er sem­sagt útlit fyrir fyrsta alvöru norða­n­á­hlaup vetr­ar­ins,“ skrifar veð­ur­fræð­ingur Veð­ur­stof­unnar í hug­leið­ingum sínum í morg­un. „Ef til vill er þörf á kulda­við­vörun þar sem dúða þarf leik­skóla­börn sér­stak­lega á fimmtu­dag og föstu­dag (kalt fram á laug­ar­dag) og aðrir úti við hugi að skjól­góðu höf­uð­fati og hlýjum vetr­ar­skóm,“ skrifar Einar Svein­björns­son í pistli á vef sínum Bliku.is. Hann minnir á að ull­ar­vett­lingar komi líka í góðar þarf­ir.

Auglýsing

Bít­andi frost

Vetr­ar­kuldi er almennt í stórum drátt­um  af tvennum toga, skrifar Ein­ar: Ann­ars vegar þegar er hæg­látt og stjörnu­bjart. Yfir­borðið kólnar og frost í tveggja metra hæð mælist mik­ið. Ofar er oft hlýrra og því ekki endi­lega svo kalt loft á ferð­inn­i.  Hin gerðin er þegar loftið kemur frá köldum svæðum með strekk­ingi og stundum hvassri norð­an­átt. Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vind­in­um.

„Þannig er það einmitt nú,“ skrifar Einar sem telur að um verði að ræða mesta kulda­kast í Reykja­vík frá árinu 2013.  Hann segir að nú sé þörf á að „dusta ryk­ið“ af vind­kæl­ing­art­öfl­um. Spáð er 7 stiga frosti á hádegi á fimmtu­dag og á sama tíma um 10 metrum á sek­úndu í vindi. „Það jafn­gildir nærri -16°C,“ bendir Einar á.

Frétta­til­kynn­ing Veitna í morgun var einnig hroll­vekj­andi. Þar á bæ hefur við­bragðs­á­ætlun verið virkjuð og fólk er hvatt til að fara spar­lega með heitt vatn. „Sé tekið mið af spálík­ön­um, sem nýta veð­ur­spár til að áætla notk­un, er útlit fyrir að hita­veitan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fari að þol­mörkum á föstu­dag og fram yfir helg­i,“ segir í til­kynn­ing­unni. Minnt er á að þeir köldu dagar sem við höfum upp­lifað að und­an­förnu hafa verið í hæg­látu veðri. „Nú er hins vegar útlit fyrir tölu­verðan vind sem veldur mik­illi kæl­ingu ofan á það frost sem er í kort­un­um.“

Kerfi hita­veit­unnar er „stórt og umfangs­mikið og er í sífelldri upp­bygg­ingu“ sem miðuð er að spám um fólks­fjölgun og bygg­inga­magn, segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni. „Það sem ekki var fyr­ir­séð í lang­tíma­spám var sú aukn­ing sem verið hefur í notkun á hvern íbúa síð­ast­liðið ár. „Til sam­an­burðar hefur sögu­leg aukn­ing i hita­veit­unni verið 1,5% - 4% milli ára en heild­ar­notk­unin í ár er 11% meiri en á síð­asta ári.“

Veitur biðja fólk að:

  • Hafa glugga lok­aða
  • Hafa úti­dyr opnar ekki lengur en þörf krefur
  • Láta ekki renna í heita potta
  • Var­ast að byrgja ofna
  • Minnka þrýst­ing á snjó­bræðslu­kerfum

Veð­ur­fræð­ingur Veð­ur­stofu Íslands minnir svo á: „Ekki er gert ráð fyrir að vind lægi að gagni fyrr en síð­degis á föstu­dag, þá fyrst vest­ast á land­inu. Þá styttir einnig upp fyrir norðan og aust­an.

Eins og oft vill verða þegar lægir og léttir til eftir kalda norð­an­átt, þá hækka frost­tölur á hita­mælum og horfur eru á hægum vindi um helg­ina með hörku­frost­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent