Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“

Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.

Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Auglýsing

Frost: 4-18 stig. 23 stig á hálend­inu.

Vind­ur: 13-20 m/s.

Snjó­koma. Él. Stór­hríð. Hörku­frost. Vind­streng­ir. Vind­kæl­ing. Frost og meira frost. „Ís­kalt heim­skauta­loft streymir yfir okkur úr norðri.“

Þegar litið er yfir veð­ur­spár næstu daga má sjá að veð­ur­fræð­ingum er mikið í mun að við áttum okkur á að þeim er alvara: „Í dag, á morgun og fram á föstu­dag er sem­sagt útlit fyrir fyrsta alvöru norða­n­á­hlaup vetr­ar­ins,“ skrifar veð­ur­fræð­ingur Veð­ur­stof­unnar í hug­leið­ingum sínum í morg­un. „Ef til vill er þörf á kulda­við­vörun þar sem dúða þarf leik­skóla­börn sér­stak­lega á fimmtu­dag og föstu­dag (kalt fram á laug­ar­dag) og aðrir úti við hugi að skjól­góðu höf­uð­fati og hlýjum vetr­ar­skóm,“ skrifar Einar Svein­björns­son í pistli á vef sínum Bliku.is. Hann minnir á að ull­ar­vett­lingar komi líka í góðar þarf­ir.

Auglýsing

Bít­andi frost

Vetr­ar­kuldi er almennt í stórum drátt­um  af tvennum toga, skrifar Ein­ar: Ann­ars vegar þegar er hæg­látt og stjörnu­bjart. Yfir­borðið kólnar og frost í tveggja metra hæð mælist mik­ið. Ofar er oft hlýrra og því ekki endi­lega svo kalt loft á ferð­inn­i.  Hin gerðin er þegar loftið kemur frá köldum svæðum með strekk­ingi og stundum hvassri norð­an­átt. Þá mælist kannski ekki jafn mikið frost, en það bítur í vind­in­um.

„Þannig er það einmitt nú,“ skrifar Einar sem telur að um verði að ræða mesta kulda­kast í Reykja­vík frá árinu 2013.  Hann segir að nú sé þörf á að „dusta ryk­ið“ af vind­kæl­ing­art­öfl­um. Spáð er 7 stiga frosti á hádegi á fimmtu­dag og á sama tíma um 10 metrum á sek­úndu í vindi. „Það jafn­gildir nærri -16°C,“ bendir Einar á.

Frétta­til­kynn­ing Veitna í morgun var einnig hroll­vekj­andi. Þar á bæ hefur við­bragðs­á­ætlun verið virkjuð og fólk er hvatt til að fara spar­lega með heitt vatn. „Sé tekið mið af spálík­ön­um, sem nýta veð­ur­spár til að áætla notk­un, er útlit fyrir að hita­veitan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fari að þol­mörkum á föstu­dag og fram yfir helg­i,“ segir í til­kynn­ing­unni. Minnt er á að þeir köldu dagar sem við höfum upp­lifað að und­an­förnu hafa verið í hæg­látu veðri. „Nú er hins vegar útlit fyrir tölu­verðan vind sem veldur mik­illi kæl­ingu ofan á það frost sem er í kort­un­um.“

Kerfi hita­veit­unnar er „stórt og umfangs­mikið og er í sífelldri upp­bygg­ingu“ sem miðuð er að spám um fólks­fjölgun og bygg­inga­magn, segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni. „Það sem ekki var fyr­ir­séð í lang­tíma­spám var sú aukn­ing sem verið hefur í notkun á hvern íbúa síð­ast­liðið ár. „Til sam­an­burðar hefur sögu­leg aukn­ing i hita­veit­unni verið 1,5% - 4% milli ára en heild­ar­notk­unin í ár er 11% meiri en á síð­asta ári.“

Veitur biðja fólk að:

  • Hafa glugga lok­aða
  • Hafa úti­dyr opnar ekki lengur en þörf krefur
  • Láta ekki renna í heita potta
  • Var­ast að byrgja ofna
  • Minnka þrýst­ing á snjó­bræðslu­kerfum

Veð­ur­fræð­ingur Veð­ur­stofu Íslands minnir svo á: „Ekki er gert ráð fyrir að vind lægi að gagni fyrr en síð­degis á föstu­dag, þá fyrst vest­ast á land­inu. Þá styttir einnig upp fyrir norðan og aust­an.

Eins og oft vill verða þegar lægir og léttir til eftir kalda norð­an­átt, þá hækka frost­tölur á hita­mælum og horfur eru á hægum vindi um helg­ina með hörku­frost­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent