Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé engin ástæða til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í rétt­ar­sög­unni“ eða hafa áhyggjur af orð­spori Íslands vegna nið­ur­stöðu yfir­­­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls Evr­­­­ópu (MDE) – líkt og stjórn­ar­and­stæð­ingar hafi sagt.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Bjarna á Face­book í kvöld.

Hann segir að helstu laga­legu álita­málum að íslenskum rétti hafi þegar verið svarað af Hæsta­rétti Íslands. Ann­ars vegar í málum sem vörð­uðu skaða­bóta­skyldu rík­is­ins gagn­vart umsækj­endum um stöðu dóm­ara við Lands­rétt. Hins vegar hefði verið dæmt um það, hvort skipan til­tek­inna dóm­ara sem ekki voru á lista hæfn­is­nefndar um 15 hæfustu, hefði áhrif á nið­ur­stöður þeirra mála sem þeir höfðu dæmt.

Auglýsing

Sýn­ist ekki þurfa að gera sér­stakar ráð­staf­anir

„Hæsti­réttur Íslands, æðsti dóm­stóll lands­ins, hefur þannig kom­ist að skýrri nið­ur­stöðu um þetta mik­il­væga álita­mál. Fyr­ir­fram var ljóst að þetta gat ekki breyst með dómi MDE því dóm­endur á Íslandi skulu í emb­ætt­is­verkum sínum fara ein­ungis eftir lög­un­um, líkt og segir í stjórn­ar­skránni. Nið­ur­stöður MDE eru ekki bind­andi, ganga ekki framar íslenskum lög­um. ­Reyndar hefur fyrir minn smekk of lítið verið fjallað um inn­tak þeirrar þjóð­rétt­ar­legu skuld­bind­ingar sem felst í aðild Íslands að MSE. Í dóm­inum er komið aðeins inn á þetta atriði og bent á að ríki skuli, eftir atvik­um, gera ráð­staf­anir til að bæta úr ágöllum í sam­ræmi við nið­ur­stöður dóms­ins.

Í þessu til­viki sýn­ist mér, í þessu sam­hengi, ekki þurfa að gera neinar sér­stakar ráð­staf­an­ir, m.a. vegna þess að þessi lög, þetta fyr­ir­komu­lag við skipan Lands­rétt­ar, var ein­skiptis atburð­ur. Þó er sjálf­sagt að dóms­mála­ráðu­neytið leggi á þetta mat og bregð­ist við ef ástæða þykir til. Það breytir ekki hinu að ekk­ert fær haggað nið­ur­stöðu Hæsta­réttar sem rakin er að fram­an,“ skrifar Bjarni.

Hann telur jafn­framt að í póli­tískum átökum um skipan Lands­réttar gleym­ist oft að ræða málið sjálft. „Kannski gleym­ist það ekki. Það hrein­lega hentar ekki mál­stað sumra að ræða mál­efna­lega um nið­ur­stöð­una. Þetta er aug­ljóst af upp­hróp­unum nokk­urra úr stjórn­ar­and­stöð­unni í dag.

Það eru óum­deild grund­vall­ar­rétt­indi í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi að geta látið reyna á laga­lega stöðu sína fyrir hlut­lausum dóm­stól­um. Í þessu til­tekna máli vildi ein­stak­ling­ur, sem dæmdur hafði verið fyrir ölv­un­arakst­ur, og reyndar játað brot sitt, spyrja dóm­stól­ana hvort hann hefði fengið að njóta þeirra grund­vall­ar­rétt­inda sem honum erum tryggð í stjórn­ar­skrá og við Íslend­ingar höfum skuld­bundið okkur til að fylgja að þjóð­ar­rétt­i.“

Engar bætur greiddar

Þá segir Bjarni að í mál­inu hafi verið látið reyna á það hvort ann­markar við skipan Lands­dóms hefðu mögu­lega áhrif á rétt­ar­stöðu hins dæmda. Hvort hann ætti rétt á ómerk­ingu dóms­ins. Til vara krafð­ist hann sýknu, þótt hann hefði játað brot sitt.

„Málið tap­að­ist í Hæsta­rétti. Og í dag var bóta­kröfu hans hafnað af MDE. Ekki verður því annað séð en að staða hans sé, eftir alla þessa máls­með­ferð, hin sama og eftir dóm Lands­rétt­ar. Dómur Lands­réttar stendur órask­að­ur. Í því er ekk­ert óvænt. Það lá fyrir strax í maí 2018. Og í dag varð ljóst að engar bætur verða greidd­ar.

Þessi nið­ur­staða máls­ins virð­ist ekki skipta suma neinu máli. En þetta mál sner­ist nú samt fyrst og fremst um þetta allan tím­ann,“ skrifar hann að lok­um.

MDE ekki æðsti dóm­stóll Íslands

Bjarni sagði í sam­tali við RÚV þegar mál­flutn­ingur fór fram fyrir yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu febr­úar fyrr á árinu að Hæsti­réttur Íslands yrði áfram æðsti dóm­stóll lands­ins burt séð frá nið­ur­stöðu yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hann full­yrti að nið­ur­staðan í mál­inu hefði ekki bein rétt­ar­á­hrif á Íslandi.

„En það sem mér finnst skorta á í umræð­unni á Íslandi er að menn geri sér grein fyrir því að þetta er ekki æðsti dóm­stóll Íslands. Það er Hæsti­réttur á Íslandi, hann er bund­inn að íslenskum lögum og hann hefur dæmt um þetta mál eftir íslenskum lögum þannig að það mun ekki breyt­ast eftir því hvernig nið­ur­staðan fer út í Strass­borg,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent