„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“

Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Blaðamannafundur 21. apríl 2020 – Aðgerðapakki II (Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi)
Auglýsing

„Nið­ur­staða yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu er enn ein stað­fest­ingin á þriggja ára kostn­að­ar­samri nið­ur­læg­ingu stjórn­valda.“ Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu Pírata vegna nið­ur­stöðu MDE.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að yfir­­­deild Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu hefði stað­­fest dóm rétt­­ar­ins í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­kall­aða. Dóm­­­­stóll­inn felldi fyrri dóm sinn í mál­inu þann 12. mars 2019 en í honum fengu bæði Sig­ríður Á. And­er­­­­sen fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra og Alþingi á sig áfell­is­­­­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan fimmtán dóm­­­­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017.

Í til­kynn­ingu Pírata segir að í stað þess að hlusta á ítrek­aðar við­var­anir þeirra og áköll um að standa fag­lega að skipan dóm­ara hafi rík­is­stjórnir Bjarna Bene­dikts­sonar og Katrínar Jak­obs­dóttur ákveðið að við­halda réttaró­vissu og grafa undan trú­verð­ug­leika Lands­rétt­ar.

Auglýsing

Síð­asta tæki­færið til að bæta ráð sitt

„Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðr­unar og umbóta­vilja hafa íslensk stjórn­völd staðið vörð um ólög­mætar og ófor­svar­an­legar athafnir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokks­holl­ustu og valda­stóla fram yfir hags­muni þjóð­ar­innar og rétt­ar­rík­is­ins, með til­heyr­andi kostn­aði, réttaró­vissu og orð­spors­hnekki fyrir Ísland.

Nú gefst rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur síð­asta tæki­færið til að bæta ráð sitt. Píratar krefj­ast þess að stjórn­völd við­ur­kenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfir­deildin gerir kröfu um. Stjórn­völd þurfa taf­ar­laust að kynna trú­verð­ugar áætl­anir um hvernig þau hyggj­ast upp­ræta réttaró­viss­una sem þau sköp­uðu sjálf og hvernig þau hyggj­ast koma í veg fyrir að sagan end­ur­taki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda ber­sýni­legt af dóms­orð­inu að þingið brást í eft­ir­lits­hlut­verki sínu með fram­kvæmd­ar­vald­in­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Sam­kvæmt Pírötum þarf rík­is­stjórnin jafn­framt að bregð­ast við nið­ur­stöð­unni „án þess að grípa til sömu flótta­við­bragða og hún gerði eftir síð­asta áfell­is­dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin mis­gjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trú­verð­ug­leika dóm­stóls­ins með dylgjum og rang­færsl­um. Og rétt eins og þá verða Píratar til­búnir til þess að bregð­ast við öllum slíkum und­an­brögðum vald­hafa.

Þriggja ára réttaró­vissu í íslensku rétt­ar­kerfi er ekki lok­ið. Nú þarf að taka á rót vand­ans, bregð­ast við af heið­ar­leika og ábyrgð og ganga í það verk að end­ur­byggja traust á rétt­ar­vörslu­kerf­inu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita vald­höfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr,“ segir að lokum í yfir­lýs­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent