Segir Mannréttindadómstólinn vera að fjalla um „rammpólitíska“ hluti í Landsréttarmálinu

Fyrrverandi forseti Hæstaréttar segir að það sé búið að grafa illa undan almenningsáliti og að dómstólar séu „alltaf viðkvæmir fyrir því að verða fyrir einhvers konar skeinum og sárum sem geta breyst í ígerð út frá almennri umfjöllun.“

Markús Sigurbjörnsson var dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung og lengi forseti réttarins.
Markús Sigurbjörnsson var dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung og lengi forseti réttarins.
Auglýsing

Markús Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti Hæsta­rétt­ar, segir í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða, sem nú er til með­ferðar hjá yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, sé dóm­stóll­inn far­inn að fjalla um hluti sem séu rammpóli­tísk­ir. Þetta kemur fram í við­tali við hann í nýjasta tölu­blaði Lög­manna­blaðs­ins.

Þar segir Mark­ús, sem hætti störfum við Hæsta­rétt í fyrra­haust eftir að hafa dæmt við hann í ald­ar­fjórð­ung, að Lands­rétt­ar­málið sé afskap­lega erfitt og mikil raun fyrir íslenskt rétt­ar­kerfi. „Það er búið að grafa illa undan almenn­ings­á­liti og dóm­stólar eru alltaf við­kvæmir fyrir því að verða fyrir ein­hvers konar skeinum og sárum sem geta breyst í ígerð út frá almennri umfjöll­un. Vand­inn er ekki síst hvernig eigi að leysa þetta ef upp­haf­legi dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins stendur óbreyttur hjá Yfir­deild­inni, eða þess vegna ef Yfir­deildin gengur lengra og telur alla fimmtán dóm­ar­ana rang­lega skip­aða. Hvernig á að vera hægt að leysa úr þessu í kjöl­farið gagn­vart íslenskum rétt­ar­regl­um? Það er ekki hægt að víkja þessum dóm­urum frá, það eru engar sakir þarna til að reka þá, þeir eru komnir undir stjórn­ar­skrár­vernd.“

Ólög­mæt skipun dóm­ara í Lands­rétt

Í Lands­rétt­ar­mál­inu felst að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­­­nefndar um skipun fimmtán dóm­­­­­­­­ara í Lands­rétt í lok maí 2017. Hún ákvað þess í stað að til­­­­­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­­­ustu og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­­­ustu. Alþingi sam­­­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Auglýsing
Tveir umsækj­end­anna sem metnir höfðu verið á meðal fimmtán hæf­­­ustu af hæfn­is­­­nefnd­inni, Ást­ráður Har­alds­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­son, stefndu rík­­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­­ar. Hæst­i­­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­­ur­­­­­­stöðu í des­em­ber 2018 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­­nefnd­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. 

Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra. Íslenska ríkið ákvað að vísa mál­inu til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og mál­flutn­ingur þar fór fram fyrr á þessu ári. Nið­ur­stöðu er að vænta á þessu ári. 

Segir skipun dóm­ara vera í gildi

Markús segir að í  dómi Hæsta­réttar í þessu máli hafi nálg­unin veru sú að fyrsti punkt­ur­inn var að eng­inn hefði leitað ógild­ingar á skip­un­unum og fyrir vikið stóðu þær óhagg­að­ar. „Næsta skref var þá að líta svo á að þetta fólk væri komið í stöðu dóm­ara í skiln­ingi stjórn­ar­skrár­innar og laga. 

Skipun þeirra er í gildi og hafi ein­hver ann­marki verið á skip­un­ar­ferl­inu þá getur sá ann­marki ekki leitt til þess að þetta sé allt bara mark­leysa. Það hlýtur að þurfa að horfa á málið þannig að skip­unin þurfi að vera ógilt ef þetta á að úti­loka við­kom­andi frá dóm­störf­um. Þetta er allt önnur nálgun en Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn beitti. Hann segir bara ein­fald­lega að út af því að rang­lega var staðið að þess­ari skipun þá er þetta fólk ekki dóm­ar­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent