OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi

Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.

Angel Gurría, aðalritari OECD
Angel Gurría, aðalritari OECD
Auglýsing

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) hvetur til auk­innar fjár­fest­ingar í mennt­un, rann­sóknir og þróun og aðgerðir í þágu græns hag­vaxtar hér á landi, svo að íslenskt vinnu­afl sé betur í stakk búið til þess að vinna í nýjum atvinnu­grein­um. Enn fremur bendir stofn­unin á að tíma­bundin ein­földun á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja ætti að vera gerð ótíma­bundin svo að auð­veld­ara verði fyrir fyr­ir­tæki að ná sér á strik aftur að krepp­unni lok­inn­i. 

Bjart­sýnni en áður

Þetta kemur fram í nýrri hag­spá sam­tak­anna sem birt var á vef þeirra í gær. Spáin er á bjart­sýnni nótum en aðrar grein­ingar alþjóða­stofn­ana sem gefnar hafa verið út á síð­ustu mán­uð­um, en OECD segir að bjart­ari tímar séu framundan í efna­hags­mál­um.

Sam­kvæmt sam­tök­unum hefur verstu áhrifum krepp­unnar verið afstýrt, þökk sé umfangs­miklum aðgerðum stjórn­valda. Flestir fram­leiðslu­þættir séu enn óskadd­aðir þrátt fyrir krepp­una, en það eykur lík­urnar á skjótum efna­hags­bata fyrir fólk, fyr­ir­tæki og lönd um allan heim.

Auglýsing

Hvetja til stórra aðgerða

Sam­tökin búast við að hag­kerfi heims­ins verði búið að ná fyrri styrk undir lok næsta árs. Þó er varað við því að efna­hags­bat­inn gæti verið ójafn og að kreppan komi niður á þeim sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu. Í því til­liti hvetur OECD stjórn­völd til að bregð­ast við auknum ójöfn­uði og fátækt með afger­andi hætt­i. 

Einnig hvetja sam­tökin til þess að stjórn­völd beiti efna­hags­legum björg­un­ar­pökkum óspart og styrki grunn­inn­viði sam­fé­lags­ins, auk þess sem það styrki alþjóða­sam­vinnu, þar sem sam­hæfðar aðgerðir séu nauð­syn­legar til að binda endi á yfir­stand­andi far­ald­ur.

Seðla­bank­inn ætti að vera á varð­bergi

Einn kafli í grein­ing­unni er helg­aður Íslandi, en þar búast sam­tökin við 7,7 pró­senta sam­drætti í ár, sem er nokkuð bjart­sýnni en spá Seðla­bank­ans. Í kafl­anum er minnst á að krónan hafi veikst um fimmt­ung frá byrjun far­ald­urs­ins í mars og að verð­bólga og verð­bólgu­horfur fari hægt vax­andi. Sam­tökin bentu á að Seðla­bank­inn ætti að vera á varð­bergi svo að verð­bólgan hald­ist nálægt yfir­lýstum mark­mið­um, sér­stak­lega þar sem vöru­verð sé farið að hækka aft­ur 

Hægur bati í ferða­þjón­ustu og auknar rík­is­skuldir

Sam­tökin búast við hægum bata í ferða­þjón­ust­unni, þar sem fólk muni veigra sér við að ferð­ast þangað til að bólu­sett verði fyrir veirunni á flestum stöðum heims­ins. Því sé minni útflutn­ingi spáð á næsta ári heldur en árið 2019, en gert er ráð fyrir að auk­inn kraftur verði aftur á móti settur í fjár­fest­ingu hins opin­bera.

OECD býst einnig við að opin­berir skuldir muni nema nær 100 pró­sentum af lands­fram­leiðslu innan tveggja ára, en það er hærra skulda­hlut­fall en náð­ist í kjöl­far banka­huns­ins árið 2008. 

Ein­fald­ara reglu­verk og fjár­fest­ingar í menntun

Sam­kvæmt OECD gætu margar kerf­is­lægar breyt­ingar hjálpað til við að hraða efna­hags­bata sem þjóni öllum lands­mönn­um. Sem dæmi um þetta nefna sam­tökin að breyta ætti  tíma­bund­inni ein­földun á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja í ótíma­bund­inni, svo að auð­veld­ara verði fyrir atvinnu­lífið að taka við sér þegar kreppan líður undir lok. 

Einnig nefna sam­tökin að efla ætti sam­keppni í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu, líkt og þau minnt­ust á í mati sínu sem atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið birti fyrir tveimur vikum síð­an. Í því mati hvöttu sam­tökin m.a. til afnáms lög­gild­ingar á bak­ara og ljós­mynd­ara.

Með öfl­ugri sam­keppni og jafn­ari stöðu inn­lendra fyr­ir­tækja gegn erlendum sam­keppn­is­að­ilum þeirra telja sam­tökin að atvinnu­lífið hér á landi gæti styrkst til muna. Sam­hliða því mælir OECD með fjár­fest­ingu í mennt­un, rann­sóknir og þróun og verk­efni sem stuðla að grænum hag­vexti. Að mati sam­tak­anna gætu slíkar fjár­fest­ingar bætt hæfni vinnu­aflsins hér á landi og gert það betur í stakk búið til að vinna í öðrum nýjum atvinnu­grein­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent