OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi

Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.

Angel Gurría, aðalritari OECD
Angel Gurría, aðalritari OECD
Auglýsing

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) hvetur til auk­innar fjár­fest­ingar í mennt­un, rann­sóknir og þróun og aðgerðir í þágu græns hag­vaxtar hér á landi, svo að íslenskt vinnu­afl sé betur í stakk búið til þess að vinna í nýjum atvinnu­grein­um. Enn fremur bendir stofn­unin á að tíma­bundin ein­földun á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja ætti að vera gerð ótíma­bundin svo að auð­veld­ara verði fyrir fyr­ir­tæki að ná sér á strik aftur að krepp­unni lok­inn­i. 

Bjart­sýnni en áður

Þetta kemur fram í nýrri hag­spá sam­tak­anna sem birt var á vef þeirra í gær. Spáin er á bjart­sýnni nótum en aðrar grein­ingar alþjóða­stofn­ana sem gefnar hafa verið út á síð­ustu mán­uð­um, en OECD segir að bjart­ari tímar séu framundan í efna­hags­mál­um.

Sam­kvæmt sam­tök­unum hefur verstu áhrifum krepp­unnar verið afstýrt, þökk sé umfangs­miklum aðgerðum stjórn­valda. Flestir fram­leiðslu­þættir séu enn óskadd­aðir þrátt fyrir krepp­una, en það eykur lík­urnar á skjótum efna­hags­bata fyrir fólk, fyr­ir­tæki og lönd um allan heim.

Auglýsing

Hvetja til stórra aðgerða

Sam­tökin búast við að hag­kerfi heims­ins verði búið að ná fyrri styrk undir lok næsta árs. Þó er varað við því að efna­hags­bat­inn gæti verið ójafn og að kreppan komi niður á þeim sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu. Í því til­liti hvetur OECD stjórn­völd til að bregð­ast við auknum ójöfn­uði og fátækt með afger­andi hætt­i. 

Einnig hvetja sam­tökin til þess að stjórn­völd beiti efna­hags­legum björg­un­ar­pökkum óspart og styrki grunn­inn­viði sam­fé­lags­ins, auk þess sem það styrki alþjóða­sam­vinnu, þar sem sam­hæfðar aðgerðir séu nauð­syn­legar til að binda endi á yfir­stand­andi far­ald­ur.

Seðla­bank­inn ætti að vera á varð­bergi

Einn kafli í grein­ing­unni er helg­aður Íslandi, en þar búast sam­tökin við 7,7 pró­senta sam­drætti í ár, sem er nokkuð bjart­sýnni en spá Seðla­bank­ans. Í kafl­anum er minnst á að krónan hafi veikst um fimmt­ung frá byrjun far­ald­urs­ins í mars og að verð­bólga og verð­bólgu­horfur fari hægt vax­andi. Sam­tökin bentu á að Seðla­bank­inn ætti að vera á varð­bergi svo að verð­bólgan hald­ist nálægt yfir­lýstum mark­mið­um, sér­stak­lega þar sem vöru­verð sé farið að hækka aft­ur 

Hægur bati í ferða­þjón­ustu og auknar rík­is­skuldir

Sam­tökin búast við hægum bata í ferða­þjón­ust­unni, þar sem fólk muni veigra sér við að ferð­ast þangað til að bólu­sett verði fyrir veirunni á flestum stöðum heims­ins. Því sé minni útflutn­ingi spáð á næsta ári heldur en árið 2019, en gert er ráð fyrir að auk­inn kraftur verði aftur á móti settur í fjár­fest­ingu hins opin­bera.

OECD býst einnig við að opin­berir skuldir muni nema nær 100 pró­sentum af lands­fram­leiðslu innan tveggja ára, en það er hærra skulda­hlut­fall en náð­ist í kjöl­far banka­huns­ins árið 2008. 

Ein­fald­ara reglu­verk og fjár­fest­ingar í menntun

Sam­kvæmt OECD gætu margar kerf­is­lægar breyt­ingar hjálpað til við að hraða efna­hags­bata sem þjóni öllum lands­mönn­um. Sem dæmi um þetta nefna sam­tökin að breyta ætti  tíma­bund­inni ein­földun á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja í ótíma­bund­inni, svo að auð­veld­ara verði fyrir atvinnu­lífið að taka við sér þegar kreppan líður undir lok. 

Einnig nefna sam­tökin að efla ætti sam­keppni í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu, líkt og þau minnt­ust á í mati sínu sem atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið birti fyrir tveimur vikum síð­an. Í því mati hvöttu sam­tökin m.a. til afnáms lög­gild­ingar á bak­ara og ljós­mynd­ara.

Með öfl­ugri sam­keppni og jafn­ari stöðu inn­lendra fyr­ir­tækja gegn erlendum sam­keppn­is­að­ilum þeirra telja sam­tökin að atvinnu­lífið hér á landi gæti styrkst til muna. Sam­hliða því mælir OECD með fjár­fest­ingu í mennt­un, rann­sóknir og þróun og verk­efni sem stuðla að grænum hag­vexti. Að mati sam­tak­anna gætu slíkar fjár­fest­ingar bætt hæfni vinnu­aflsins hér á landi og gert það betur í stakk búið til að vinna í öðrum nýjum atvinnu­grein­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent