Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína

Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.

Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Auglýsing

Kín­versk yfir­völd gáfu ekki upp opin­ber­lega allar þær upp­lýs­ingar sem þær höfðu í upp­hafi far­ald­urs kór­ónu­veirunnar í Wuhan fyrir rétt tæpu ári síð­an. Tölur yfir smit voru til að mynda lægri en gögn yfir­valda sögðu til um. Sýna­taka vegna veirunnar var í molum í land­inu fyrstu vik­urnar og flestir fengu nei­kvæða nið­ur­stöðu. Mik­ill far­aldur inflú­ensu geis­aði snemma í des­em­ber í Hubei-hér­aði en yfir­völd í Kína hafa aldrei greint frá hon­um.Þetta er meðal þess sem fram kemur í frétta­skýr­ingum CNN sem unnar eru upp úr gögnum frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Hubei-hér­aði, sem mörg hver voru merkt sem trún­að­ar­mál, en lekið var til fjöl­mið­ils­ins. CNN segir að þó að í gögn­unum standi ekki svart á hvítu að kín­versk yfir­völd hafi vís­vit­andi haldið upp­lýs­ingum um þróun far­ald­urs­ins frá umheim­inum sé ljóst að útgefnar upp­lýs­ingar voru ekki í takti við þær upp­lýs­ingar sem yfir­völd höfðu á hverjum tíma. Gögnin sýna því að mati frétta­manna CNN að mörg feil­spor voru stigin á fyrstu vikum far­ald­urs­ins sem benda til kerf­is­lægs vanda í upp­lýs­inga­gjöf. Yfir­völd töldu ýmis­legt vera í gangi sem þau upp­lýstu almenn­ing ekki um.Gögnin sem CNN hefur unnið upp úr eru sögð gluggi inn í það sem var að ger­ast í Wuhan á fyrstu vik­unum eftir að veiran kom þar fyrst upp. Veiran sem síðar átti eftir að breið­ast út um alla heims­byggð­ina.

Auglýsing


Þann 10. febr­úar ávarp­aði Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, starfs­fólk sjúkra­hús­anna í Wuhan sem þá hafði vikum saman barist við nýtt afbrigði kór­ónu­veiru. For­set­inn var ekki á staðnum heldur í öruggri fjar­lægð, í beinni útsend­ingu frá Pek­ing. Hans hafði verið saknað af sjón­ar­svið­inu. Hvar var for­set­inn á meðan allt lék á reiði­skjálfi vegna útbreiðslu veirunn­ar? Þennan dag greindu yfir­völd í Kína frá 2.478 nýjum smitum og fjöldi smita komst þá yfir 40 þús­und á heims­vísu. Aðeins 400 höfðu verið greind utan meg­in­lands Kína. Í frétta­skýr­ingu CNN kemur hins vegar fram að þennan dag, 10. febr­ú­ar, voru smitin yfir helm­ingi fleiri en yfir­völd gáfu út. Þau höfðu þó undir höndum gögn sem sýndu að þau voru 5.918 en ekki 2.478. Ljóst þykir því að það kerfi sem var notað til að safna og dreifa upp­lýs­ingum um far­ald­ur­inn gerði það að verkum gerði minna úr útbreiðsl­unni en hún í raun og veru var.Wu­han-skjölin sem CNN byggir frétta­skýr­ingar sínar eru frá tíma­bil­inu frá októ­ber árið 2019 til apríl í ár. Þau bera með sér, að því er frétta­skýrendur CNN segja, að óheil­brigður valdastrúkt­úr, þar sem fyr­ir­mæli koma að ofan og und­ir­menn hafa lítið vald, hafi orðið til þess að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega stöðu far­ald­urs­ins hafi ekki verið birtar almenn­ingi. Þá hefur lélegur aðbún­aður í kín­verska heil­brigð­is­kerf­inu einnig sitt að segja.Eitt af því mest slá­andi sem sjá má í gögn­unum er hversu langan tíma það tók fyrir fólk að fá grein­ingu. Þó að kín­versk yfir­völd hafi ítrekað sagst hafa tök á far­aldr­in­um, að ski­mað væri kerf­is­bundið og þjón­usta veitt til sjúkra, er það þó stað­reynd að sam­kvæmt skýrslu sem gerð var í Hubai-hér­aði í mars var bið­tími sjúk­linga frá fyrstu ein­kennum og þar til grein­ing var gerð að með­al­tali 23,3 dag­ar. Sér­fræð­ingar sem CNN ræðir við segja að þetta gæti hafa orðið til þess að útbreiðslan var meiri, þar sem fólk var þá ekki í ein­angr­un, og einnig gæti þetta hafa haft áhrif á fram­gang sjúk­dóms­ins hjá sjúk­lingum þar sem þeir fengu enga með­ferð.Kín­versk yfir­völd hafa ætíð neitað því að þau hafi gert mis­tök í upp­hafi far­ald­urs­ins. Brugð­ist hafi verið við í tíma og öll við­brögð fram­kvæmd fyrir opnum tjöld­um. „Meðan allt var gert til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar þá brást Kína einnig við af ábyrgð gagn­vart mann­kyn­inu, þjóð sinni og hinu alþjóð­lega sam­fé­lag­i,“ sagði hvít­bók sem nefnd á vegum kín­verska rík­is­ins gaf út í júní.

Á bráðabirgðasjúkrahúsi sem reist var með hraði í Wuhan eftir að faraldurinn hófst. Mynd: EPAÍ gær, 1. des­em­ber, var nákvæm­lega ár liðið frá því að fyrsti sjúk­ling­ur­inn sýndi ein­kenni sjúk­dóms­ins sem síðar átti eftir að fá nafnið COVID-19. Sá bjó í Wuhan-­borg í Hubei-hér­aði. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar sem birt var í lækna­tíma­rit­inu Lancet fyrir nokkru.En á sama tíma hófst skæður inflú­ensu­far­aldur í Hubei, far­aldur sem tutt­ugu sinnum fleiri veikt­ust í miðað við árið á und­an. Þetta varð til þess að auka enn við álagið á heil­brigð­is­kerfið sem var gríð­ar­legt fyr­ir. Af gögn­unum sem CNN hefur undir höndum er erfitt að segja hvaða áhrif inflú­ensu­far­ald­ur­inn hafði á útbreiðslu COVID-19 og ekk­ert í þeim bendir til þess að sýk­ing­arnar tvær teng­ist. Þetta á ein­fald­lega enn eftir að rann­saka því hvergi hefur áður komið fram opin­ber­lega að skæður far­aldur inflú­ensu hafi geisað í hér­að­inu í byrjun des­em­ber á síð­asta ári. Sér­fræð­ingar sem CNN ræða við segja hins vegar að mögu­lega hafi fjöldi fólks sýkst af nýju kór­ónu­veirunni á sjúkra­húsum sem voru yfir­full vegna inflú­ensunn­ar.Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur verið gagn­rýnd fyrir að taka undir yfir­lýs­ingar kín­verskra yfir­valda um gang far­ald­urs­ins. Hún hefur óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem finn­ast um hann í kín­verska heil­brigð­is­kerf­inu til að rann­saka til hlítar upp­tök hans en hefur enn sem komið er aðeins fengið að sjá brot af þeim.Að minnsta kosti sex­tíu millj­ónir manna hafa smit­ast af kór­ónu­veirunni og tæp­lega ein og hálf milljón hefur látið lífið vegna COVID-19.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent