Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína

Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.

Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Auglýsing

Kín­versk yfir­völd gáfu ekki upp opin­ber­lega allar þær upp­lýs­ingar sem þær höfðu í upp­hafi far­ald­urs kór­ónu­veirunnar í Wuhan fyrir rétt tæpu ári síð­an. Tölur yfir smit voru til að mynda lægri en gögn yfir­valda sögðu til um. Sýna­taka vegna veirunnar var í molum í land­inu fyrstu vik­urnar og flestir fengu nei­kvæða nið­ur­stöðu. Mik­ill far­aldur inflú­ensu geis­aði snemma í des­em­ber í Hubei-hér­aði en yfir­völd í Kína hafa aldrei greint frá hon­um.Þetta er meðal þess sem fram kemur í frétta­skýr­ingum CNN sem unnar eru upp úr gögnum frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Hubei-hér­aði, sem mörg hver voru merkt sem trún­að­ar­mál, en lekið var til fjöl­mið­ils­ins. CNN segir að þó að í gögn­unum standi ekki svart á hvítu að kín­versk yfir­völd hafi vís­vit­andi haldið upp­lýs­ingum um þróun far­ald­urs­ins frá umheim­inum sé ljóst að útgefnar upp­lýs­ingar voru ekki í takti við þær upp­lýs­ingar sem yfir­völd höfðu á hverjum tíma. Gögnin sýna því að mati frétta­manna CNN að mörg feil­spor voru stigin á fyrstu vikum far­ald­urs­ins sem benda til kerf­is­lægs vanda í upp­lýs­inga­gjöf. Yfir­völd töldu ýmis­legt vera í gangi sem þau upp­lýstu almenn­ing ekki um.Gögnin sem CNN hefur unnið upp úr eru sögð gluggi inn í það sem var að ger­ast í Wuhan á fyrstu vik­unum eftir að veiran kom þar fyrst upp. Veiran sem síðar átti eftir að breið­ast út um alla heims­byggð­ina.

Auglýsing


Þann 10. febr­úar ávarp­aði Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, starfs­fólk sjúkra­hús­anna í Wuhan sem þá hafði vikum saman barist við nýtt afbrigði kór­ónu­veiru. For­set­inn var ekki á staðnum heldur í öruggri fjar­lægð, í beinni útsend­ingu frá Pek­ing. Hans hafði verið saknað af sjón­ar­svið­inu. Hvar var for­set­inn á meðan allt lék á reiði­skjálfi vegna útbreiðslu veirunn­ar? Þennan dag greindu yfir­völd í Kína frá 2.478 nýjum smitum og fjöldi smita komst þá yfir 40 þús­und á heims­vísu. Aðeins 400 höfðu verið greind utan meg­in­lands Kína. Í frétta­skýr­ingu CNN kemur hins vegar fram að þennan dag, 10. febr­ú­ar, voru smitin yfir helm­ingi fleiri en yfir­völd gáfu út. Þau höfðu þó undir höndum gögn sem sýndu að þau voru 5.918 en ekki 2.478. Ljóst þykir því að það kerfi sem var notað til að safna og dreifa upp­lýs­ingum um far­ald­ur­inn gerði það að verkum gerði minna úr útbreiðsl­unni en hún í raun og veru var.Wu­han-skjölin sem CNN byggir frétta­skýr­ingar sínar eru frá tíma­bil­inu frá októ­ber árið 2019 til apríl í ár. Þau bera með sér, að því er frétta­skýrendur CNN segja, að óheil­brigður valdastrúkt­úr, þar sem fyr­ir­mæli koma að ofan og und­ir­menn hafa lítið vald, hafi orðið til þess að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega stöðu far­ald­urs­ins hafi ekki verið birtar almenn­ingi. Þá hefur lélegur aðbún­aður í kín­verska heil­brigð­is­kerf­inu einnig sitt að segja.Eitt af því mest slá­andi sem sjá má í gögn­unum er hversu langan tíma það tók fyrir fólk að fá grein­ingu. Þó að kín­versk yfir­völd hafi ítrekað sagst hafa tök á far­aldr­in­um, að ski­mað væri kerf­is­bundið og þjón­usta veitt til sjúkra, er það þó stað­reynd að sam­kvæmt skýrslu sem gerð var í Hubai-hér­aði í mars var bið­tími sjúk­linga frá fyrstu ein­kennum og þar til grein­ing var gerð að með­al­tali 23,3 dag­ar. Sér­fræð­ingar sem CNN ræðir við segja að þetta gæti hafa orðið til þess að útbreiðslan var meiri, þar sem fólk var þá ekki í ein­angr­un, og einnig gæti þetta hafa haft áhrif á fram­gang sjúk­dóms­ins hjá sjúk­lingum þar sem þeir fengu enga með­ferð.Kín­versk yfir­völd hafa ætíð neitað því að þau hafi gert mis­tök í upp­hafi far­ald­urs­ins. Brugð­ist hafi verið við í tíma og öll við­brögð fram­kvæmd fyrir opnum tjöld­um. „Meðan allt var gert til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar þá brást Kína einnig við af ábyrgð gagn­vart mann­kyn­inu, þjóð sinni og hinu alþjóð­lega sam­fé­lag­i,“ sagði hvít­bók sem nefnd á vegum kín­verska rík­is­ins gaf út í júní.

Á bráðabirgðasjúkrahúsi sem reist var með hraði í Wuhan eftir að faraldurinn hófst. Mynd: EPAÍ gær, 1. des­em­ber, var nákvæm­lega ár liðið frá því að fyrsti sjúk­ling­ur­inn sýndi ein­kenni sjúk­dóms­ins sem síðar átti eftir að fá nafnið COVID-19. Sá bjó í Wuhan-­borg í Hubei-hér­aði. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar sem birt var í lækna­tíma­rit­inu Lancet fyrir nokkru.En á sama tíma hófst skæður inflú­ensu­far­aldur í Hubei, far­aldur sem tutt­ugu sinnum fleiri veikt­ust í miðað við árið á und­an. Þetta varð til þess að auka enn við álagið á heil­brigð­is­kerfið sem var gríð­ar­legt fyr­ir. Af gögn­unum sem CNN hefur undir höndum er erfitt að segja hvaða áhrif inflú­ensu­far­ald­ur­inn hafði á útbreiðslu COVID-19 og ekk­ert í þeim bendir til þess að sýk­ing­arnar tvær teng­ist. Þetta á ein­fald­lega enn eftir að rann­saka því hvergi hefur áður komið fram opin­ber­lega að skæður far­aldur inflú­ensu hafi geisað í hér­að­inu í byrjun des­em­ber á síð­asta ári. Sér­fræð­ingar sem CNN ræða við segja hins vegar að mögu­lega hafi fjöldi fólks sýkst af nýju kór­ónu­veirunni á sjúkra­húsum sem voru yfir­full vegna inflú­ensunn­ar.Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur verið gagn­rýnd fyrir að taka undir yfir­lýs­ingar kín­verskra yfir­valda um gang far­ald­urs­ins. Hún hefur óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem finn­ast um hann í kín­verska heil­brigð­is­kerf­inu til að rann­saka til hlítar upp­tök hans en hefur enn sem komið er aðeins fengið að sjá brot af þeim.Að minnsta kosti sex­tíu millj­ónir manna hafa smit­ast af kór­ónu­veirunni og tæp­lega ein og hálf milljón hefur látið lífið vegna COVID-19.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent