Lokatilraun gerð til að koma frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla í gegn

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í þriðja sinn frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ríkisstjórn í morgun. Í þriðja sinn var frumvarpið afgreitt þaðan. Það verður lagt fram á Alþingi fyrir þinglok.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, kynnti frum­varp um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un, og var það í kjöl­farið afgreitt af rík­is­stjórn. Frum­varpið fer nú til kynn­ingar fyrir þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans munu þær fara fram um helg­ina. 

Þann 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn birt­ist frétt í Morg­un­blað­inu um að nýtt fjöl­miðla­frum­varp væri í bígerð og að í því væri horft til þess að skatt­kerfið yrði notað „til þess að skjóta styrk­­ari stoðum und­ir rekstr­­ar­um­hverfi fjöl­miðl­anna“. Sú leið, sem sner­ist um að afnema trygg­inga­gjald á fjöl­miðla, er að uppi­stöðu sam­hljóma frum­varpi sem fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögðu fram í des­em­ber í fyrra. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að frum­varpið sem var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag sé ekki byggt á slíkri skatta­leið heldur á sama grunni og fyrri frum­vörp Lilju, sem hafa ekki náð í gegn vegna and­stöðu sömu þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks og lögðu fram trygg­inga­gjalds­frum­varpið fyrir tæpu ári síð­an. 

Taka 1 í byrjun árs 2019

Í skýrslu nefndar um rekstr­­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi, sem skipuð var í lok árs 2016 kom fram að rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla væri svo erf­iður að það gefi stjórn­­­völdum til­­­efni til að stuðla að bættu rekstr­­­ar­um­hverfi þeirra.

Frum­varp ráð­herra um slíkar stuðn­ings­greiðsl­ur, sem byggði á vinnu nefnd­ar­inn­ar, var kynnt í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda í jan­úar 2019. Meg­in­efni frum­varps­ins sner­ist um að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum áttu að vera að við­tak­endur upp­­­­­fylltu ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra væri fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ð­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Auglýsing
Lagt var til að lögin tækju gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur myndu mið­ast við rekstr­ar­árið 2019.

Gert var ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður yrði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf, í frum­varps­drög­un­­­um. 

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu yrði að hámarki 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild væri til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Þessi útgáfa af frum­varp­inu mætti and­stöðu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og það var ekki lagt fram.

Ný útgáfa af fjöl­miðla­frum­varp­inu var kynnt á rík­­is­­stjórn­­­ar­fund­i í byrjun maí 2019. Í því var búið að gera marg­hátt­aðar breyt­ingar á upp­runa­lega frum­varp­inu sem flestar höfðu þá virkni að meira fé myndi rata til stærstu fjöl­miðla lands­ins en minna til allra hinna.

Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20. maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­­­ar­­leyf­­i. Meg­in­á­stæða þess var aftur mikil and­staða hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem vildu miklar breyt­ingar á því þrátt fyrir að ráð­herrar flokks­ins hefðu þegar afgreitt málið út af borði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Taka 2 í lok síð­asta árs og COVID-­styrkur

Í fyrra­haust stóð til að mæla fyrir mál­inu á ný í sept­em­ber en því var sífellt frestað vegna óróa um málið milli stjórn­ar­flokk­anna.

Þegar breytt frum­varp var loks lagt fram í des­em­ber 2019 hafði end­ur­greiðslu­hlut­fall rit­stjórn­ar­kostn­aðar verið lækkað í 18 pró­sent og sér­­stakur við­bót­ar­stuðn­­ing­ur, sem átti að nema allt að fjórum pró­­sentum af þeim hluta af launum launa­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofns, hafði líka lækk­að. Kostn­að­ur­inn við frum­varpið var tak­mark­aður við þær 400 millj­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­flokks­ins á fjár­lög­um, sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2019. 

Ráð­herra fékk að mæla fyrir mál­inu en það var svo svæft í mennta- og menn­ing­ar­mála­nefnd sem Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, stýr­ir. 

Þrátt fyrir að frum­varp ráð­herr­ans hefði ekki fengið braut­­ar­­gengi á vor­­þingi var 400 millj­­ónum króna útdeilt til einka­rek­inna fjöl­miðla sem sér­­­stökum neyð­­ar­­styrkjum til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­­­­­urs kór­ón­u­veiru. Í þeirri útfærslu var þak á greiðslum til hvers fjöl­mið­ils hækkað úr 50 í 100 millj­­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­­­runa­­­lega voru ætl­­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­­ónir króna en sama upp­­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­­urs, Sýnar og Torgs. Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, fékk hæsta styrk­inn, eða rétt um 100 millj­ónir króna. 

Á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar sem birt var í haust kom fram að Lilja ætl­aði sér að leggja fram fjöl­miðla­frum­varpið að nýju í októ­ber. Það kom ekki fram þá en í fjár­­laga­frum­varpi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar er gert ráð fyrir að 392 millj­­ónir króna fari í styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla á næsta ári. 

Það frum­varp var afgreitt í rík­is­stjórn í morgun og fer nú til þing­legrar með­ferð­ar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar