Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu

Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.

Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Auglýsing

Íslandi hefur verið tryggður aðgangur að bólu­efni Pfizer gegn COVID-19. Sömu sögu er að segja um öll lönd innan Evr­ópu­sam­bands­ins sem og Bret­land, Banda­ríkin og Kanada. Skammt­arnir skipta hund­ruðum millj­óna enda hefur sam­komu­lag náðst við fleiri lyfja­fyr­ir­tæki sem fram­ar­lega eru í þróun bólu­efna við sjúk­dómn­um. Þessi ríki hafa tryggt sér svo marga skammta að þau geta fræði­lega séð bólu­sett hvern og einn íbúa mörgum sinn­um. Banda­ríkin og Bret­land gætu, ef þau fengju alla þá skammta sem samið hefur verið um, bólu­sett alla íbúa fjórum sinn­um. Kanada fimm sinn­um.

Samn­ingum við lyfja­fyr­ir­tækin sem tryggja okkur bólu­efni hefur fylgt létt­ir. Fyrr en síð­ar, jafn­vel þegar í þessum mán­uði, mun bólu­setn­ing hefj­ast. Það sér fyrir end­ann á far­aldr­in­um. 

Eða hvað?

Auglýsing

Áskor­an­irnar við að bólu­setja alla heims­byggð­ina, 7,7 millj­arða manna, eru marg­ar. Þær fel­ast í fram­leiðslu bólu­efn­is­ins, hver eigi að borga hana og hvernig eigi að dreifa því.

Þá er ein helsta áskor­unin sú að vinna traust fólks á bólu­efn­inu svo að margir láti bólu­setja sig þannig að hjarð­ó­næmi fáist. Fræða þarf almenn­ing um efn­ið, upp­lýsa alla um virkni þess og mögu­legar auka­verk­anir og þar fram eftir göt­un­um.

Þau þrjú bólu­efni sem eru hvað næst því að kom­ast á markað þarf að geyma með mis­mun­andi hætti. Bólu­efni Pfizer þarf að geyma í 70 stiga frosti, bólu­efni Moderna í um 20 stiga frosti og það sem Astr­aZeneca er að vinna að með Oxfor­d-há­skóla þarf einnig að geyma í kulda en þó ekki undir frost­marki. Séu efnin ekki geymd við þessar aðstæður virka þau ekki sem skyldi. Það gefur auga­leið að þetta eitt og sér, geymslu­að­ferð­in, er ekki á allra færi. Í mörgum Afr­íku­lönd­um, svo dæmi sé tek­ið, hafa heil­brigð­is­stofn­anir ekki aðgang að tryggu raf­magni. Því er ekki hægt að treysta því að kæl­ing bólu­efn­anna tak­ist.

Unnið að lausnum

Lyfja­fram­leið­end­urnir og fyr­ir­tæki þeim tengd eru að reyna að finna lausnir til að hægt sé að flytja og geyma efnin án þess að til kæl­ingar á við­töku­stað þurfi að koma. Þannig er verið að fram­leiða kæli­kassa með þurrís en lítið má þá útaf bregða svo að efnið spillist ekki.

Þá þarf sér­hæft starfs­fólk á hverjum stað til að með­höndla bólu­efn­ið. Enn ein hindr­unin er svo sú vega­lengd sem margir jarð­ar­búar þurfa að fara til að kom­ast á næstu heilsu­gæslu. Hér í vest­rænum heimi er slíkt sjaldan fyr­ir­staða en í fjöl­mörgum löndum er næsta heilsu­gæsla í mik­illi fjar­lægð og það getur tekið fleiri klukku­tíma og jafn­vel daga að kom­ast þangað fót­gang­andi, á hjóli eða í báti. Þetta hefur svo aftur í för með sér enn eitt vanda­mál­ið. Í fátækum löndum skiptir hver vinnu­dagur öllu máli. Þannig að ef fólk missir úr vinnu í einn eða fleiri daga vegna þess að það þarf að fara í bólu­setn­ingu um langan veg þýðir það að fjöl­skyldan á ekki fyrir mat þann dag­inn.

Djúp gjá mis­réttis

Auð­ug­ustu ríki heims hafa þegar tryggt sér bróð­ur­part­inn af fyrstu skömmtum bólu­efn­anna sem þykja lofa hvað bestu. Af þessu hafa hjálp­ar­sam­tök og stofn­an­ir, m.a. Oxfam, áhyggjur því sam­hliða þessu hefur mynd­ast djúp gjá mis­réttis milli iðn­ríkj­anna og fátæk­ari ríkja heims. Þó að vonir séu bundnar við alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að tryggja afhend­ingu bólu­efnis til fátæk­ari landa, eru uppi efa­semdir um að það gangi eft­ir. Að minnsta kosti þykir ljóst að mörg þeirra verða ekki í for­gangi þegar kemur að bólu­setn­ingu gegn COVID-19. 

Sýnataka í bæ í Kenía. Mynd: EPA

Þrátt fyrir þessa alþjóða­samn­inga, sem eiga að tryggja jafnan aðgang að bólu­efn­inu, munu íbúar fátækra landa ekki fá spraut­una eft­ir­sóttu fyrr en árið 2023 og jafn­vel ekki fyrr en árið 2024, að því er fram kemur í spá vís­inda­manna við Duke-há­skóla sem rýnt hafa í gögn um dreif­ingu bólu­efn­is­ins.  

Pen­inga­valdið

Ein skýr­ingin felst í því valdi sem rík­ari þjóðir hafa. Getan til að fram­leiða bólu­efnin verður tak­mörk­unum háð og vest­ræn ríki hafa frá því í októ­ber tryggt sér bróð­ur­part­inn af því bólu­efni sem hægt verður að fram­leiða í fyrstu. Í þessum hópi eru einnig Ind­land, sem hefur tryggt sér 1,6 millj­arða skammta og Brasilía sem hefur tryggt sér um 200 millj­ón­ir. Innan við 800 millj­ónir skammta hafa hins vegar verið eyrna­merktir fátæk­ustu ríkjum heims. 

Krishna Uda­yaku­mar, sem leiddi rann­sókn Duke-há­skóla, segir að bólu­efnin sem eru enn í þróun muni ekki öll virka og koma á mark­að. Því séu ákveðin lönd í krafti fjár­magns sem þau hafa yfir að ráða að reyna að tryggja sér samn­inga við marga lyfja­fram­leið­endur í stað þess að veðja aðeins á einn.

Kostir og gallar

Þessi var­úð­ar­ráð­stöfun hefur sína kosti. Hún þýðir að pen­ingar flæða til rann­sókna margra sem eru að reyna að þróa bólu­efni. Mun meiri pen­ingar en myndu ann­ars fást til slíkra rann­sókna. 

En hún hefur einnig sína galla. Sá stærsti er sá að lík­lega mun þetta tefja dreif­ingu bólefnis meðal íbúa fátæk­ari ríkja. „Við gætum verið að horfa á tvö til fjögur ár þar til almenn­ingur í ríkjum þar sem með­al­tekjur eru lágar fær bólu­efn­i,“ segir Uda­yaku­m­ar. 

Uda­yaku­mar og sam­starfs­menn hans komust að þess­ari nið­ur­stöðu með því að taka saman alla þá samn­inga sem gerðir hafa verið milli ákveð­inna ríkja og lyfja­fram­leið­end­anna. Nið­ur­staða vís­inda­mann­anna er helst sú að mikið mis­rétti gæti orðið í dreif­ingu bólu­efnis meðal jarð­ar­bú­a. 

Mun COVAX virka?

Ýmis­legt er þó verið að reyna að til hindra að þetta ger­ist. Þannig hafa mörg lönd, m.a. Ísland, skuld­bundið sig til að aðstoða fátæk­ari ríki til að fram­leiða og/eða dreifa bólu­efni. Sam­komu­lagið kall­ast COVAX og sam­kvæmt því er gert ráð fyrir að 2 millj­arðar skammta verði aðgengi­legir í fátækum ríkjum fyrir lok næsta árs. Þegar hafa 740 millj­ónir skammtar verðir tryggðir með þessum hætti.

Nokkur bólu­efni gegn COVID-19 lofa þegar góðu, innan við ári eftir að far­ald­ur­inn braust út í heim­in­um. Til­raunir með fjögur þeirra fara að hluta fram í Suð­ur­-Afr­íku. Afr­íku­búar hafa í gegnum tíð­ina oft­sinnis orðið fyrir barð­inu á bíræfnum lyfja­fyr­ir­tækjum og því er víða í álf­unni til staðar van­traust gagn­vart þeim. Og þar er ekki aðeins verið að tala um skelfi­legar aðfarir nýlendu­ríkja í ýmsum til­raunum á fólki á nítj­ándu og tutt­ug­ustu öld. Árið 1996 gaf lyfj­aris­inn Pfizer 200 börnum í Nígeríu til­rauna­lyf án sam­þykkis for­eldra þeirra. Höfðað var mál gegn fyr­ir­tæk­inu en samið var um skaða­bætur utan dóm­stóla. Þegar far­aldur ebólu geis­aði í Vest­ur­-Afr­íku árið 2014 voru blóð­sýni úr sjúk­lingum flutt með leynd og án leyfis til rann­sókn­ar­stofa í Bret­land­i. 

Sýnataka hefur langt í frá verið jafn umfangsmikil í löndum Afríku og hún hefur verið víða annars staðar í heiminum. Mynd: EPA

Efa­semdir gagn­vart aðstoð ann­arra ríkja er einnig fyrir hendi í Afr­íku. Þær eiga sér aug­ljósar skýr­ingar í for­tíð­inni en einnig í nútíð­inni. Rík­is­stjórn Don­alds Trump vildi tryggja að Banda­ríkja­menn yrðu fyrst bólu­settir áður en að bólu­efni sem fram­leitt yrði þar í landi væri dreift til ann­arra. Þó að þetta kunni að breyt­ast undir stjórn Joe Bidens er þjóð­ern­is­hyggja sem þessi langt frá því ný af nál­inni. Það þarf ekki að fara lengra aftur en til árs­ins 2009 þegar svínaflensan geis­aði til að finna slík dæmi. Afhjúpað var í rann­sókn sem birt­ist í vís­inda­rit­inu The Mil­bank Quarterly í fyrra að rík­ari lönd heims­ins neit­uðu að dreifa bólu­efni gegn sjúk­dómnum til þeirra fátæk­ari fyrr en að tryggt væri að inn­an­lands þörf  væri mætt.

Jað­ar­settu fólki verði tryggð bólu­setn­ing

Rauði kross­inn er meðal þeirra sem hefur áhyggjur af dreif­ingu bólu­efn­is­ins og segir að leggja verði áherslu á að fólki sem búi við átök verði einnig tryggður aðgangur að bólu­setn­ing­um.„Fólk sem býr á átaka­svæðum hefur oft lít­inn sem engan aðgang að grunn­heil­brigð­is­þjón­ustu en þessi sam­fé­lög eru jafn við­kvæm fyrir Covid-19 og önnur sam­fé­lög og þurfa vernd gegn þess­ari skæðu veiru,“ segir í yfir­lýs­ingu frá alþjóða­ráði Rauða kross­ins þar sem bent er á að 60 millj­ónir manna búi á svæðum sem eru undir stjórn vopn­aðra hópa og eru því ekki hluti af opin­berum áætl­unum ríkja um dreif­ingu bólu­efna.

Fólk flýr nú í umvörpum átökin í Eþíópíu og til Súdan. Mynd: EPA„Jað­ar­sett sam­fé­lög, þar með talið flótta­fólk, inn­flytj­end­ur, umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og fang­ar, verða einnig að vera með í bólu­setn­ing­ar­á­ætl­unum og hafi aðgang að þeirri heilsu­vernd sem bólu­efnið veit­ir.“Biðlar Rauði kross­inn því til ríkja um að tryggja að tekið verði til­lit til allra hópa við gerð áætl­ana um fram­kvæmd bólu­setn­inga.„Rauði kross­inn er til­bú­inn að leggja sitt af mörkum til að dreifa Covid-19 bólu­efni með sam­starfs­að­ilum Rauða kross­ins og Rauða hálf­mán­ans, sér­stak­lega til átaka­svæða, svæða nálægt víg­línum og til þeirra sem sitja í hald­i,” segir Robert Mar­dini, fram­kvæmda­stjóri alþjóða­ráðs Rauða kross­ins. „Við munum einnig for­gangs­raða venju­bundnum bólu­setn­ingum og vinna að því að veita áreið­an­legar upp­lýs­ingar um bólu­efn­i.“

Eina vonin

Þó að margir telji að COVAX-­sam­komu­lag­ið, sem er runnið undan rifjum GAVI-­sam­starfs­ins sem bæði opin­berar stofn­anir og einka­að­ilar eiga aðild að, muni tryggja jafna útdeil­ingu bólu­efnis gegn COVID-19 hafa langt í frá allir trölla­trú á að það muni ganga eft­ir. 

Þegar sam­komu­lagið var kynnt var sagt að fátæk­ari þjóðir þyrftu ekki að borga fyrir bólu­efn­ið. Nú er sagt að þær fái hvern skammt á mun lægra verði en þær rík­ari og að telji þær sig ekki geta greitt upp­sett verð verði reynt að koma til móts við þær. 82 þjóðir hafa skrifað undir COVAX. Banda­ríkin eru ekki í þeim hópi. 

Þó að mark­mið sé sett er ekki víst að því verði náð. Engu að síður er COVAX-­sam­komu­lagið besta og eina von margra ríkja til að fá bólu­efn­i. 

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, vakti máls á dreif­ingu bólu­efnis til fátæk­ari ríkja á ráð­stefnu 20 stærstu iðn­ríkja heims á dög­un­um. Iðn­ríkin hafa lofað aðstoð og jöfnum aðgangi að efn­inu fyrir alla en Merkel lýsti yfir áhyggjum sínum af því að ferlið myndi taka of langan tíma og að það væri of skammt á veg kom­ið. Emannuel Macron Frakk­lands­for­seti tók undir með Merkel á ráð­stefn­unni og sagði að leið­togar iðn­ríkj­anna yrðu að vinna hraðar og af meiri krafti að því að tryggja fátækum ríkjum aðgang að bólu­efn­inu, að gefa stærri hlut af þeim skömmtum sem þau hafa þegar tryggt sér og að deila þekk­ingu sinni á fram­leiðslu þess með fleir­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar