Baldur Kristjánsson

Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda

„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“ Þrátt fyrir húsnæðisátak í Reykjavík sé veruleikinn engu að síður sá að fólk búi í húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu.

 Fjöl­margar spurn­ingar hafa leitað á mig eftir elds­voð­ann á Bræðra­borg­ar­stíg. Og ég held að það sé algjört lág­mark að í kjöl­far svona atburðar sé ekki aðeins staldrað við þennan hörmu­lega bruna og hvort um íkveikju var að ræða – og ábyrgð eig­enda sem er alveg skýr og afdrátt­ar­laus í lögum þegar eld­varnir eru ann­ars vegar – heldur verði farið yfir allt reglu­verk og spurt spurn­inga. Er þetta svona sem við viljum hafa þetta? Að ekki sé hægt að hafa eft­ir­lit með íbúð­ar­hús­næði sem er í lang­tíma­leigu? Að eft­ir­lits­að­ilar séu algjör­lega háðir sam­starfi við eig­endur þegar komi að eld­varn­ar­eft­ir­liti? Mitt svar er afdrátt­ar­laust nei.“

Þetta segir Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, um brun­ann sem varð á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í sum­ar. Þrjár ungar mann­eskjur frá Pól­landi, sem allar voru hingað komnar til að vinna, lét­ust í elds­voð­an­um. Tveir slös­uð­ust alvar­lega og fjöldi fólks missti hús­næði sitt. Húsið var í eigu félags sem leigði her­bergi þess út, aðal­lega til erlendra verka­manna. Kjarn­inn birti nýverið umfangs­mikla úttekt um brun­ann þar sem m.a. var rætt við eft­ir­lif­endur sem flestir misstu allt sitt og hafa verið að reyna að fóta sig í til­ver­unni á ný eftir áfallið sem mun fylgja þeim allt líf­ið.„Þessi atburður var algjör­lega skelfi­leg­ur,“ segir Dag­ur. „Í mínu minni hafa ekki farist svona margir í einum elds­voða í Reykja­vík. Elds­voð­inn hafði mjög mikil áhrif á mig per­sónu­lega og ég fann fyrir mik­illi frústra­sjón og sorg. Hvernig getur svona ger­st?  Ég sem borg­ar­stjóri er einnig stjórn­ar­for­maður slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í gegnum árin höfum við fjallað tölu­vert um búsetu í óleyf­is­hús­næði á atvinnu­svæð­um. Við erum í miklu upp­bygg­ing­ar­átaki í hús­næð­is­málum en engu að síður er veru­leik­inn sá að fjöldi fólks hefur búið í hús­næði sem er ekki ætlað til búsetu.

Við höfum staðið frammi fyrir mjög erf­iðri spurn­ingu í því efni. Á meðan það er ekki til nægj­an­legur fjöldi íbúða, hvað á að gera með búsetu í óleyf­is­hús­næði? Leiðin sem við höfum farið er að herða eft­ir­lit með atvinnu­hús­næði með það að mark­miði að bæta öryggi þeirra sem þar kunna að búa.“ 

Margt svipar til aðstæðna í óleyf­is­hús­næði

Þegar kemur að atvinnu­hús­næði er afl eld­varna­eft­ir­lits býsna skýrt. Slíkt hús­næði er hægt að skoða, hægt er að gera kröfur um úrbæt­ur, hægt er að loka því, beita sektum og kæra til lög­reglu í alvar­leg­ustu til­vik­un­um. „Og allt þetta hefur slökkvi­liðið verið að gera á und­an­förnum árum,“ segir Dag­ur.

„En það sem maður situr svo­lítið eftir með í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg, þar sem margt svip­aði til þeirra aðstæðna sem er að finna í óleyf­is­hús­næði og búsetu í atvinnu­hús­næði, er að þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða er ábyrgðin sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum fyrst og fremst eig­and­ans. Lög­gjaf­inn nán­ast ætl­ast ekki til aðkomu eld­varna­eft­ir­lits og slökkvi­liðs þegar íbúð­ar­hús­næði er ann­ars vegar nema þegar sótt er um að gera breyt­ingar á eldra hús­næð­i.   

Utan þess eru eft­ir­lits­að­ilar algjör­lega háðir sam­starfi við eig­endur íbúð­ar­hús­næð­is, jafn­vel þótt að þar fari fram umfangs­mikil leigu­starf­semi og að eig­and­inn búi ein­hvers staðar allt ann­ars stað­ar. Þaðan þarf beiðni um skoðun á hús­næð­inu að koma, frá eig­anda eða hús­ráð­end­um. Án slíkrar beiðni þarf slökkvi­liðið að krefj­ast dóms­úr­skurðar til að kom­ast inn en það er flók­ið, taf­samt, dýrt og viða­mikið ferli.“

Auglýsing

Lög­gjöfin um gisti­staði, þ.e. skamm­tíma­leigu, var tekin til gagn­gerrar end­ur­skoð­unar fyrir nokkrum árum. Nýr veru­leiki með til­komu heimagist­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víðar kall­aði á upp­stokk­un. „En við erum hins vegar enn með umhverfi í eld­vörnum og húsa­leigu­lögum sem gerir eig­in­lega aðeins ráð fyrir því að fólk leigi frá sér eitt her­bergi í íbúð­inni sinni, eina hæð í hús­inu sínu eða eitt­hvað í þá veru. Og að eig­and­inn búi sjálfur á staðn­um. Það má segja að ekki sé gert ráð fyrir því að ein­hver stundi þá atvinnu­starf­semi að leigja út til mjög margra í lang­tíma­leigu eða að koma hópi fólks fyrir í íbúð­ar­hús­næði, til dæmis erlendum verka­mönn­um, án þess að eig­and­inn búi þar sjálf­ur.“  

Dagur segir að svo virð­ist sem hugs­unin að baki þess­ari gömlu lög­gjöf sé sú að eig­and­inn búi sjálfur í því hús­næði sem hann leigir út að hluta og hljóti því að huga að öryggi hús­næð­is­ins. „En að mörgu leyti finnst mér að sömu sjón­ar­mið hljóti að eiga við um skamm­tíma gist­ingu, sem skýr rammi er nú kom­inn utan um, og íbúð­ar­hús­næði sem er í útleigu til langs tíma ef eig­and­inn býr þar ekki sjálf­ur.“ 

Að mati Dags þarf að end­ur­skoða allt þetta lagaum­hverfi. Ekki sé nægj­an­legt að frum­skyldan og ábyrgðin sé hjá hús­eig­anda. Einnig þurfi að huga að því með hvaða hætti rétt­indi og skyldur eft­ir­lits­að­ila eigi að vera gagn­vart íbúð­ar­hús­næði almennt og leigu­hús­næði sér­stak­lega. Við getum ekki beðið eftir því að aukin uppbygging fjölbreytts almenns og félagslegs húsnæðis leysi þessi mál sem snúa að öryggi leigjenda. Sagan hefur því miður kennt okkur það.
Brunarústirnar á lóðinni við Bræðraborgarstíg 1 standa enn.
Golli

Fyrir fimm árum sagði heil­brigð­is­full­trúi Reykja­víkur í við­tali að hann hefði ekki heim­ildir til að skoða aðbúnað íbúa á Bræðra­borg­ar­stíg 1 en þá hafði fyrr­ver­andi leigj­andi í hús­inu lýst þeim slæmu aðstæðum sem hann bjó þar við. 

Hvað hefur verið gert í þessum efnum síð­ustu fimm ár fyrst heim­ildir yfir­valda til að skoða íbúð­ar­hús­næði, sér­stak­lega það sem er í útleigu, eru ekki enn fyrir hendi?

„Á þessum fimm árum hefur verið farið í mikla vinnu er lítur að gisti­stöðum og því að skapa lagaum­hverfi utan um Air­bnb og aðra skamm­tímagist­ingu. Þar hefur mjög margt verið fært til betri vegar en þegar kemur að lang­tíma­leigu og íbúð­ar­hús­næði og eld­varna-, heil­brigð­is- og bygg­ing­ar­eft­ir­liti með því hefur frekar lítið breyst. Mér finnst mjög brýnt, að þegar nið­ur­staða rann­sóknar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar á brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg liggur fyr­ir, hafi sú stofnun for­ystu í því að fara yfir þetta reglu­verk með það að meg­in­mark­miði að tryggja öryggi leigj­enda. Ég vil að þú eigir að geta treyst því þegar þú tekur her­bergi eða íbúð á lang­tíma­leigu að þar sé búið að huga að eld­vörnum og öryggi, eða þú eigir að geta með auð­veldum hætti kallað eftir eld­varn­ar­skoð­un, á kostnað leigusala, þér að kostn­að­ar­lausu.  

Þessi staða, bæði þeirra sem leigja í íbúð­ar­hús­næði og í óleyf­is­hús­næði, hefur þró­ast mjög hratt á und­an­förnum árum. Þetta til­tekna mál, brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg, sýnir að lög­gjöfin og reglu­verkið hefur ekki náð að taka utan um þennan veru­leika. Athyglin hefur verið á atvinnu­hús­næð­inu og óleyf­is­bú­setu þar en síður á íbúð­ar­hús­næði og það er eitt af því sem þetta mál verður að vekja alla til umhugs­unar um.“Auglýsing

En hvernig skap­að­ist þessi hús­næð­is­skortur í höf­uð­borg­inni sem hefur á síð­ustu árum orðið til þess að óleyf­is­bú­seta hefur færst í vöxt?

„Reykja­vík dró vagn­inn í hag­vexti og upp­gangi eftir hrun. Ferða­þjón­ustan gerir mikið út frá Reykja­vík og borgin varð auk þess mjög eft­ir­sóttur áfanga­staður ferða­manna. Allt þetta skap­aði marg­faldan þrýst­ing á hús­næð­is­mark­að­inn. Á sama tíma er íbúum að fjölga, fjöl­margt fólk kemur svo til lengri eða skemmri tíma til að vinna á Íslandi og það vill ódýrt hús­næði. Hinn hlut­inn af þessum þrýst­ingi á hús­næð­is­mark­að­inn er svo vöxtur í Air­bnb og annarri skamm­tímagist­ing­u. 

Allir þessir kraftar hafa verið að verki á sama tíma. Það var því ekk­ert óeðli­legt að við hjá borg­inni köll­uðum eftir skýr­ari ramma utan um ferða­mannag­ist­ing­una til þess að draga úr þrýst­ingi á hús­næð­is­mark­að­inn. Það tók tíma að breyta lögum en þetta hefur gengið eftir allra síð­ustu ár þó enn sé þar verk að vinna.“

Ákalli eftir fjöl­breytt­ara hús­næði mætt af van­trú

Þegar horft er á upp­bygg­ingu hús­næð­is­mark­að­ar, og þá sér­stak­lega á upp­bygg­ingu fjöl­breytts hús­næð­is­mark­að­ar, hefur Reykja­vík að sögn Dags skorið sig mjög úr miðað við önnur sveit­ar­fé­lög. „Hér er verið að fjölga félags­legum íbúðum miklu hraðar en ann­ars staðar og við erum að vinna með upp­bygg­ing­ar­fé­lögum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á miklu stærri skala. Einnig erum við eina sveit­ar­fé­lagið sem er að byggja hund­ruð stúd­enta­í­búða, íbúðir fyrir aldr­aða og svo fyrir almenna mark­að­inn. 

Ekki má svo gleyma því að fyrst þegar við fórum að kalla eftir auk­inni hús­næð­is­upp­bygg­ingu og eftir fleiri litlum og með­al­stórum íbúð­um, þá var okkur mætt af van­trú af upp­bygg­ing­ar­að­ilum og bönkum sem lögðu höf­uð­á­herslu á að koma stórum eignum í útjaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í verð. Okkur tókst hins vegar að snúa algjöru frosti í upp­bygg­ingu í stærsta upp­bygg­ing­ar­skeið í sögu borg­ar­inn­ar. Þetta mikla upp­bygg­ing­ar­á­tak mun bæta stöð­una hjá mjög mörgum en það þarf að byggja áfram af miklum krafti. Það tekur tíma. Og við getum ekki beðið eftir því að aukin upp­bygg­ing fjöl­breytts almenns og félags­legs hús­næðis leysi þessi mál sem snúa að öryggi leigj­enda. Sagan hefur því miður kennt okkur það.“

Borga­stjóri segir einnig þörf á að skoða lag­ara­mmann, rétt­indi fólks, rétt­indi leigj­enda, skyldur eft­ir­lits­að­ila og rétt­indi þeirra til að rækja þær skyldur gagn­vart öllum teg­undum hús­næð­is. „Þar stað­næm­ist ég sér­stak­lega við þessa teg­und leigu­hús­næðis þar sem eig­endur búa ekki sjálf­ir.“

Öll herbergi Bræðraborgarstígs 1 voru í útleigu en eigandi hússins bjó ekki á staðnum. Dagur vill lög og reglur um slíka atvinnustarfsemi í íbúðarhúsnæði.
GolliAð sögn Dags teng­ist þetta síðan öðru stóru og brýnu máli sem varðar rétt­indi fólks og sér­stak­lega inn­flytj­enda á vinnu­mark­aði. „Við þurfum að tryggja þau rétt­indi miklu betur og meðal ann­ars það að dval­ar­leyfi byggi ekki á ráðn­inga­sam­bandi við einn til­tek­inn vinnu­veit­enda. Þarna þarf stefnu­breyt­ingu og sam­tal við verka­lýðs­hreyf­ingu og atvinnu­líf­ið. Veik staða á einu sviði, eins og á vinnu­mark­aði, getur nefni­lega leitt af sér veika stöðu á öðru sviði, eins og á leigu­mark­aði. Það er í það minnsta aug­ljóst í þeim til­vikum sem atvinnu­rek­andi og leigu­sali er einn og sami aðil­i.“ 

Frá Hvítá til Hvítár

Dagur segir að mörg sveit­ar­fé­lög megi gera betur þegar kemur að því að byggja fjöl­breytt hús­næði. „Í því felst eng­inn dómur um ann­arra störf heldur er ég ein­fald­lega að vísa til grein­ingar á þörf. Ég held að það sé ekki betra fyrir sam­fé­lagið að það sé fyrst og fremst Reykja­vík sem sé að byggja hús­næði fyrir alla tekju­hópa. Allt stór-höf­uð­borg­ar­svæð­ið, í raun frá Hvítá til Hvít­ár, þarf að hugsa sem eina heild í þessu sam­bandi. Og allir á þessu svæði þurfa að setja fram skýra sýn um hvernig við sjáum þetta fyrir okkur út frá ýmsum þátt­um; út frá hús­næð­is­mál­um, út frá þeim sem eru á jaðr­inum í sam­fé­lag­inu, í sam­hengi við sam­göngur og kostnað fólks í því sam­bandi sem og umhverf­is­þátt­inn.“ Á skilti við Bræðrarborgarstíg 1 er minnt á að allir hafi sína sögu að segja, sínar tilfinningar og sín réttindi.
Golli

Finnst þér þetta komið á dag­skrá hjá öllum þessum sveit­ar­fé­lög­um?

„Mér fannst mikið fram­fara­skref þegar sett var í lög að sveit­ar­fé­lögum bæri að gera hús­næð­is­á­ætl­an­ir. Fleiri sveit­ar­fé­lög eru núna að leggja kerf­is­bundið mat á hús­næð­is­þarfir og setja fram sín plön. Þetta hefur borgin gert í árarað­ir. Það sem vantar hins vegar er að allar þessar hús­næð­is­á­ætl­anir séu lagðar saman og skoðað til dæmis hvort að það geti verið að það sé Reykja­vík sem sé fyrst og fremst að byggja af nægi­legum krafti fyrir stóra hópa á hús­næð­is­mark­aði. Það er ótví­rætt staðan í dag. Og þá má hugsa hvort að það þurfi að setja inn ein­hverja hvata fyrir önnur sveit­ar­fé­lög eða gefa út til­mæli til þeirra til að bæta úr því.

Þó að við tölum oft um hús­næð­is­markað þá er hús­næði líka grunn­þörf og í raun mann­rétt­indi. Og við sjáum það svo oft hjá ein­stak­lingum sem lenda á jaðr­in­um, lenda í miklu tekju­falli eða eru í neyslu, að ef þeir hafa ekki öruggt þak yfir höf­uðið eru þeir svo ber­skjald­aðir og varn­ar­lausir gagn­vart svo mörgu öðru. Það teng­ist auð­vitað umræð­unni um erlent verka­fólk. Fólk sem talar ekki tungu­mál­ið, fær ekki upp­lýs­ingar um rétt­indi sín. Þarna mættum við á mörgum sviðum líka gera bet­ur.“Auglýsing

Var nóg gert að þínu mati í við­brögðum borg­ar­innar gagn­vart því fólki sem lifði brun­ann af en missti heim­ili sitt og aleig­una?

„Það er auð­vitað góð spurn­ing. Rauði kross­inn veitir fyrstu hjálp og hefur verið í frá­bæru sam­starfi við slökkvi­liðið í mörgum brunum árum sam­an. Þeir hafa þó allir verið minni og ekki eins afdrifa­rík­ir. Það sem ger­ist yfir­leitt í elds­voðum á Íslandi er að eftir fyrstu hjálp í sól­ar­hring eða tvo er fólk gripið af sínu félags­lega neti í sam­fé­lag­inu. En í þessu til­viki var því ekki til að dreifa. Þannig að Þjón­ustu­mið­stöð mið­borgar steig inn á virk­ari hátt en í öðrum brunum og veitti meiri aðstoð, til dæmis hús­næð­is­stuðn­ing í tvær vik­ur, og reyndi að kom­ast í sam­band við alla. Það hefði verið mjög gott að gera það strax í upp­hafi og átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðru­vísi en aðr­ir. En ég fann mjög sterkt fyrir því að þjón­ustu­mið­stöðin var að reyna að gera sitt allra besta. 

Ég hef hins vegar átt fund með eft­ir­lif­endum úr brun­anum sem fannst þetta ekki nógu skipu­lega gert og hefðu viljað finna fyrir þétt­ari stuðn­ingi og meira sam­tali strax frá upp­hafi. Og það er eitt­hvað sem við verðum að taka til okk­ar. Við verðum að tryggja að aðstæður séu metnar hverju sinni og koma inn með þann stuðn­ing sem þarf að teknu til­liti til aðstæðna þeirra sem í hlut eiga.

Það sem við verðum líka að hafa í huga er að flestir sem bjuggu á Bræðra­borg­ar­stíg 1 voru vinn­andi fólk sem er ekki vant því að leita sér aðstoðar eða stuðn­ings frá hinu opin­bera og vita jafn­vel ekki hvert það á að snúa sér. Eitt­hvað sem við gerum kannski of mikið ráð fyrir að allir viti í íslensku sam­fé­lagi. Þá þurfum við að vera fljót á vett­vang og kynna okkar stuðn­ings­kerfi.

Annað sem er mjög umhugs­un­ar­vert er að bæði þegar slökkvi­lið kemur á stað­inn og þegar Þjón­ustu­mið­stöðin kemur að málum eru yfir sjö­tíu manns skráðir þarna til heim­il­is. En raunin var sú að miklu færri bjuggu þarna og að ein­hverjum hluta annað fólk en var þar með skráð lög­heim­il­i.“

Dagur hefur átt fundi með eftirlifendum brunans og segir þá hafa bent á að viðbrögð borgarinnar hafi ekki verið nógu skipulögð.
Golli

Í kjöl­far fundar með einum eft­ir­lif­enda úr brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg síð­sum­ars boð­aði Dagur til fundar með slökkvi­liðs­stjóra, bygg­ing­ar­full­trúa, þjón­ustu­mið­stöð­inni, heil­brigð­is­eft­ir­lit­inu og vel­ferð­ar­sviði borg­ar­innar til að fara yfir þessi mál. Bæði ábend­ingar íbú­anna um hvað hefði mátt gera betur í þjón­ust­unni og til að fara yfir það hvort að það væru mörg hús í borg­inni sem væri svipað ástatt um. 

„Í fram­haldi af þessum fundi var ákveðið að beina erindum til eig­enda húsa þar sem annað hvort margir eru skráðir til heim­ilis eða borist hafa margar ábend­ingar um og fylgja þannig eftir fyrri erindum um þau. Í þessum erindum var óskað eftir sam­vinnu við eig­end­ur, meðal ann­ars um að fá að fara í eft­ir­lits­ferð­ir. Við viljum láta á sam­vinnu við eig­endur reyna og auð­vitað standa vonir okkar til þess að þessir eig­endur séu búnir að átta sig á því eld­varn­ar­eft­ir­lit getur leið­beint og bent á mjög mik­il­væga hluti. En þetta er líka hluti af ákveð­inni gagna­öflun hjá okkur til að eiga í fram­hald­inu sam­tal við lög­gjafann. Ef það kemur nú í ljós í ein­hverjum til­teknum til­vikum að ekki fæst sam­vinna, sem er ekki full­reynt á þess­ari stundu, verður auð­vitað sú spurn­ing áleitn­ari hvað eigi þá til bragðs að taka.“

Telur þú ástæðu til þess að fara yfir við­brögð borg­ar­innar gagn­vart fólki sem lifði af og jafn­vel veita því ein­hverja frek­ari aðstoð?

„Það var það sem við ákváðum að gera á þessum fundi snemma í haust. Þjón­ustu­mið­stöð mið­borgar fór strax í það mál. Við erum með­vituð um það að sumt fólkið þarf aðstoð. Sumt hefur fengið stuðn­ing frá sínum stétt­ar­fé­lögum sem ég er mjög ánægður með. Ann­að, eins og sál­fræði­þjón­ustu, er hægt að sækja í gegnum heilsu­gæsl­una. Það sem ég held að við verðum að velta fyrir okkur er hvernig við tryggjum að við atburði sem þessa þá komum við mark­visst upp­lýs­ingum til fólks sem ekki er vant að þurfa á þjón­ustu að halda. Við sem sam­fé­lag þurfum í mínum huga að passa upp á að fólk sem á ekki stuðn­ings­net hér eða þekkir ekki hefð­bundnar leiðir eða sinn rétt á auknum stuðn­ingi fái upp­lýs­ingar um hann.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal