Mynd: Bára Huld Beck

Árið 2019: Ráðherra vill styðja flesta einkarekna fjölmiðla en nokkrir Sjálfstæðismenn á móti

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði loks fram frumvarp um stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla snemma árs, en aðgerðirnar hafa verið í undirbúningi frá lokum árs 2016. Málið er erfitt innan ríkisstjórnarflokkanna og illa gekk að mæla fyrir því. Það tókst 16. desember.

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­­ar­­­mála­ráð­herra, kynnti þann 31. jan­úar drög að frum­varpi um breyt­ingar á fjöl­miðla­lög­­­um.

Meg­in­efni frum­varps­ins sner­ist um að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum áttu að vera að við­tak­endur upp­­­­­fylltu ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra væri fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ð­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Lagt var til að lögin tækju gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur myndu mið­ast við rekstr­ar­árið 2019.

Gert var ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður yrði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf, í frum­varps­drög­un­­­um. 

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu yrði að hámarki 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild væri til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Í frum­varps­drög­unum var lagt til að fram­lag rík­is­ins yrði um 350 millj­ónir króna vegna þessa. 

Miklar breyt­ingar á skömmum tíma

Ástæða þess að ráð­ist var í þessa veg­ferð var sú að rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hefur kúvenst vegna tækni- og upp­­­lýs­inga­­­bylt­ing­­­ar­innar sem hefur ger­breytt neyt­enda­hegðun og gengið nán­­­ast frá hefð­bundnum tekju­­­mó­d­elum fjöl­miðla. Fyrir vikið vilja færri greið fyrir fréttir og frétta­vinnslu og hefur gert það að verkum að nýjar teg­undir miðla, sér­­­­stak­­­­lega sam­­­­fé­lags­mið­l­­­­ar, eru farnir að taka til sín sífellt stærri sneið af tekjum sem áður runnu til íslenskra miðla.

Í skýrslu nefndar um rekstr­­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi, sem skipuð var í lok árs 2016 kom fram að rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla sé svo erf­iður að það gefi stjórn­­­völdum til­­­efni til að stuðla að bættu rekstr­­­ar­um­hverfi þeirra.

Björgvin Guðmundsson, sem var formaður nefndarinnar sem skoðaði rekstrarumhverfi fjölmiðla, afhendir ráðherra skýrslu nefndarinnar.
Mynd. Aðsend

Það rekstr­­ar­um­hverfi sem íslenskum einka­reknum fjöl­miðlum er sniðið er auk þess í and­­stöðu við það sem tíðkast víð­­ast hvar í Evr­­ópu. Þannig eru beinir rík­­is­­styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla á öllum Norð­­ur­lönd­un­um, í Frakk­land­i, Lúx­em­borg, Lett­landi og Ítal­­íu.

Á hinum Norð­­ur­lönd­un­um, sem eru þau sam­­fé­lög sem Ísland ber sig mest saman við, má rekja rekstr­­ar­­stuðn­­ing hins opin­bera til einka­rek­inna fjöl­miðla aftur til árs­ins 1990. Í Nor­egi og Sví­­þjóð hefur stuðn­­ing­­ur­inn verið auk­inn umtals­vert und­an­farin mis­s­eri. Dönsk stjórn­­völd kynntu einnig aðgerðir til að bregð­­ast við rekstr­­ar­­stöðu fjöl­miðla í fyrra, sem fólust meðal ann­­ars í því að draga saman umfang DR, danska rík­­is­­sjón­varps­ins.

Und­ir­liggj­andi var að tryggja að gagn­rýnin umræða, aðhald, fjöl­breyttar skoð­­anir og sjón­­­ar­mið, menn­ing­­ar­­leg fjöl­breytni, rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennska séu grund­­völlur hvers lýð­ræð­is­­rík­­­is. Til þess að ná því mark­miði þurfa fjöl­miðlar að vera fjöl­breyttir og í eigu ólíkra aðila.

Gagn­rýnendur þess að ríkið styrki einka­rekna fjöl­miðla halda því fram að slíkir styrkir geti grafið undan sjálf­­stæði fjöl­mið­l­anna. Að þeir muni ekki bíta hend­ina sem fóðrar þá og þar af leið­andi muni þeir ekki sinna aðhalds­­hlut­verki sínu næg­i­­lega vel.

Sagði stjórn­ar­meiri­hluta fyrir mál­inu

Frum­varpið var kynnt í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda í jan­úar og fjöl­margar athuga­­semdir bár­ust við það, meðal ann­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Margar voru jákvæðar en athygli vakti að tvö af stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum lands­ins, Torg sem gefur út Frétta­­blað­ið, og Árvakur sem gefur m.a. út Morg­un­­blað­ið, gerðu miklar athuga­­semdir við að stærri fjöl­miðlar fengu ekki meira og vildu að minni miðlar fengu ekk­ert.

Lilja sagði í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í mars síð­­ast­liðnum að það væri stjórn­­­ar­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­ars af hluta þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks.[

Eftir sam­ráðs­ferlið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu og meðal ann­ars bætt við stuðn­ingi sem næmi allt að 5,15 pró­­sent af launum starfs­­fólks á rit­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. Kostn­aður við það er met­inn um 170 millj­­ón­ir, en við end­­ur­greiðsl­­urnar áfram um 350 millj­­ón­ir, sam­tals um 520 millj­­ónir á árs­grund­velli.

Langstærstur hlut­inn af heild­­ar­­upp­­hæð­inni myndi renna til stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja lands­ins, Sýn­­ar, sem skráð er á mark­að, Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins, og síðan Torgs ehf., sem gefur út Frétta­­blað­ið og ýmsa aðra miðla. 

Nú útgáfa af fjöl­miðla­frum­varp­inu var kynnt á rík­­is­­stjórn­­­ar­fund­i í byrjun maí. Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20 maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­­­ar­­leyf­­i. Meg­in­á­stæða þess var mikil and­staða hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem vildu miklar breyt­ingar á því þrátt fyrir að ráð­herrar flokks­ins hefðu þegar afgreitt málið út af borði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Málið frest­ast vegna ósættis

Í haust stóð til að mæla fyrir mál­inu í sept­em­ber en því var sífellt frestað vegna óróa um málið milli stjórn­ar­flokk­anna. Í lok nóv­em­ber spurð­ist út að óiá­nægju­öflin í Sjálf­stæð­is­flokknum hefðu fengið það í gegn að end­ur­greiðslu­hlut­fallið yrði lækkað í 20 pró­sent en í byrjun des­em­ber kom í ljós, þegar breytt frum­varp var lagt fram, að það hefði verið lækkað enn meira. End­ur­greiðslan sam­kvæmt því verður 18 pró­sent og hinn sér­­staki við­bót­ar­stuðn­­ing­ur, sem nemur allt að fjórum pró­­sentum af þeim hluta af launum launa­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofns, lækkar úr 5,15 pró­­sentum í upp­­haf­­legu frum­varpi Lilju í fjögur pró­­sent. Kostn­að­ur­inn við frum­varpið var tak­mark­aður við þær 400 millj­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­flokks­ins á fjár­lög­um, sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2019. 

Lilja náði loks að mæla fyrir frum­varp­inu, eftir mikil átök bak við tjöld­in, 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Á sama tíma lögðu fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fram eigið frum­varp um hvernig stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla ætti að vera. Sam­kvæmt því yrði hann allur í gegnum afnám trygg­ing­ar­gjalds á fjöl­miðla. Engin kostn­að­ar­grein­ing fylgir frum­varp­inu en við­mæl­endur Kjarn­ans telja að það myndi kosta umtals­vert meira en frum­varp Lilju og að þeir pen­ingar myndu að nán­ast öllu leyti enda hjá þremur stærstu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins: Torgi, Árvakri og Sýn. 

Frum­varp Lilju er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem hefur kallað eftir umsögnum fyrir 10. jan­úar næst­kom­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar