38 færslur fundust merktar „árið2019“

Mest lesnu aðsendu greinar og skoðanagreinar ársins 2019
Hvað eiga stjórnendur Kaupþings, maður sem hvarf í Keflavík fyrir mörgum áratugum síðan, hagfræðin í uppvaskinu og dramatísk réttarhöld vegna uppsagnar leikara sameiginlegt? Þau voru viðfangsefni mest lesnu pistla eða aðsendra greina á Kjarnanum í ár.
1. janúar 2020
Árið þar sem áhyggjur af peningaþvætti flutu upp á yfirborðið á Íslandi
Árið 2019 var árið þegar Íslendingar fóru að hafa verulegar áhyggjur af því að hér gæti mögulega verið stundað umfangsmikið peningaþvætti. Ástæðan var sú að allar hefðbundnar varnir landsins við slíkri óværu voru í ólagi.
1. janúar 2020
Ómöguleg staða að pólitískt kjörinn ráðherra veiti sérstakar fjárheimildir til rannsókna
Það er ómögulegar aðstæður fyrir bæði ákæruvaldið og stjórnmálamenn að vera í að vera að bregðast við með sérstökum fjárheimildum þegar ráðast þarf í stórar rannsóknir. Peningarnir þurfa einfaldlega að vera til staðar.
1. janúar 2020
Árið 2019: Endalok GAMMA
Fjármálafyrirtækið GAMMA var mikið til umfjöllunar í haust vegna þess að hluti sjóða þess reyndust ekki jafn burðugir og áður hafði verið greint frá.
31. desember 2019
Heilt ár á Hótel Tindastól
Brexit í fimm þáttum með óvæntum sveiflum og óvissum endi.
31. desember 2019
Mest lesnu viðtöl ársins 2019
Hvað eiga Sheree Atcheson, Kári Stefánsson, Sigurður Ingi Friðleifsson, Salmann Tamimi og Eva Sigurðardóttir sameiginlegt? Lesendum Kjarnans fannst viðtöl við þau áhugaverð á árinu sem er að líða.
30. desember 2019
Árið 2019: Allir ríkisstjórnarflokkar fengu fé frá sjávarútvegnum í fyrra
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu allir hámarksstyrki frá ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Um helmingur styrkjanna fyrirtækja úr þeim geira til ríkisstjórnarflokka fór til Sjálfstæðisflokksins.
30. desember 2019
Ár vinnandi fólks
Drífa Snædal, forseti ASÍ, fer yfir árið en hún fjallar meðal annars um nýja umhverfisstefnu sambandsins sem lögð verður fram á næsta ári.
30. desember 2019
Hvernig líður þér, elsku vinur? Bara prýðilega, takk, ég er með ykkur öll í vasanum
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál, Kristján Þór Júlíusson, Samherja, RÚV og Miðflokkinn. Hann veltir því fyrir sér hvort við séum smám saman að missa sjónar á réttu og röngu á meðan púkarnir á fjósbitanum fitni.
30. desember 2019
Mest lesnu fréttir ársins 2019
Hvað eiga Þorsteinn Már Baldvinsson, minnislaus Gunnar Bragi Sveinsson, háskólamaður í Bandaríkjunum, uppljóstrari í Namibiu og hjólandi borgarstjóri sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu frétta ársins á Kjarnanum.
29. desember 2019
Ketill Sigurjónsson
Kolaálver og vaxandi samkeppnishæfni íslenskrar orku
29. desember 2019
Hugarfarsbreyting er stærsta áskorunin
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, fjallar um þær áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir. Með breyttu hugarfari séum við í stakk búin til að takast á við hinn nýja veruleika og taka honum fagnandi.
29. desember 2019
Árið 2019: Neyðarlánið loks útskýrt fyrir almenningi
Seðlabanki Íslands birti í maí skýrslu um veitingu 500 milljón evra neyðarláns til Kaupþings sama dag og neyðarlög voru sett á Íslandi, þann 6. október 2008. Skýrslan hafði verið rúm fjögur ár í vinnslu.
29. desember 2019
Á betri stað en fyrir ári
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fjallar um árið sem var að líða.
29. desember 2019
Í viðjum kvóta og kvótaþaks
Þórólfur Matthíasson skrifar um innviði og innviðavanda sjávarútvegs og landbúnaðar á Íslandi.
29. desember 2019
Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2019
Hvað eiga óhofleg fatakaup, eignarhaldið á Fréttatímanum, Casanova, knattspyrnufélagið Valur og Arion banki sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.
28. desember 2019
Þolinmæðin þrotin eftir níu mánaða kjarasamningsviðræður
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að á nýju ári muni aðildarfélög þeirra beita öllum þeim vopnum sem þau hafa til að tryggja hagsmunamál sín.
28. desember 2019
Árið 2019: Ráðherra vill styðja flesta einkarekna fjölmiðla en nokkrir Sjálfstæðismenn á móti
Mennta- og menningarmálaráðherra lagði loks fram frumvarp um stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla snemma árs, en aðgerðirnar hafa verið í undirbúningi frá lokum árs 2016. Málið er erfitt innan ríkisstjórnarflokkanna og illa gekk að mæla fyrir því.
28. desember 2019
Eitt skref enn og áfram gakk
Þingmaður Pírata, Halldóra Mogensen, gerir upp viðburðaríkt ár á stjórnmálsviðinu.
28. desember 2019
Kaupið, réttindin og lífskjörin
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, fer yfir árið en hún fjallar meðal annars um stöðu foreldra á vinnumarkaði, endurgreiðslubyrði námslána, aukinn kaupmátt og styttingu vinnuvikunnar.
28. desember 2019
Eikonomics óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar
Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fer yfir þá pistla sem hann skrifaði á Kjarnann á árinu. Og gerir upp á milli þeirra.
28. desember 2019
Af durgum, klámkjöftum og penu fólki
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, gerir upp árið sem nú er næstum liðið. Hann segir að það muni lítið breytast til batnaðar á Íslandi nema þjóðin flykki sér að baki sjö stórmálum.
28. desember 2019
Mest lesnu leiðarar ársins 2019
Hvað eiga þriðji orkupakkinn, Ólafur Ólafsson, Miðflokkurinn, skipulögð glæpastarfsemi og ofurstétt útgerðarmanna sem er að eignast Ísland sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins á Kjarnanum.
27. desember 2019
Hið góða, hið slæma og hið ófrýnilega
Ásta Sigríður Fjeldsted, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands, fer yfir árið 2019.
27. desember 2019
Árið 2019: Þegar WOW air fór á hausinn
WOW air og forstjóri þess flugu hátt um nokkurra ára skeið og ætluðu sér að verða heimsmeistarar í flugrekstri. Draumurinn brotlenti harkalega í lok mars 2019 þegar flugfélagið fjólubláa fór í þrot, með þrjár milljónir króna inni á reikningum sínum.
27. desember 2019
Willum Þór Þórsson
Framsókn til framfara
27. desember 2019
Árið 2019: Aðskilnaður ríkis og kirkju kemst rækilega á dagskrá
Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sagði í lok árs að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan.
27. desember 2019
Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari
Segir Harald hafa lagt sig fram við að gera fólk óánægt í starfi
Vararíkissaksóknari, sem starfaði áður innan ríkislögreglustjóra, segir að Haraldur Johannessen, sem nýlega hætti sem ríkislögreglustjóri, hafi lagt sig fram við það að gera starfsfólk embættisins óánægt með framkomu sinni.
27. desember 2019
Árið 2019: Þegar Seðlabankinn sagði það ekki sitt að útdeila réttlæti
Seðlabanki Íslands birti skýrslu um umdeilda fjárfestingaleið sína í sumar. Þar viðurkenndi hann margar neikvæðar afleiðingar hennar en sagði tilganginn hafa helgað meðalið. Þingmenn úr fjórum flokkum vilja rannsóknarnefnd um leiðina.
26. desember 2019
Gott samfélag
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, horfir yfir svið stjórnmála og áskoranir framundan.
26. desember 2019
Bankarnir bentu aldrei á neina alvöru viðskiptavini
Á árunum fyrir hrun, þegar framin voru stórfelld efnahagsbrot í bankakerfinu og víðar, var Helgi Magnús Gunnarsson yfir efnahagsbrotadeild landsins. Hann segir að peningaþvættistilkynningar hafi flestar borist frá gjaldkerum.
26. desember 2019
Dælt er heima hvað
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer yfir árið sem er að líða en hún segir meðal annars að innflytjendur séu fólk sem situr ekki heima þegar tækifæri eru annars staðar, það sé fólk sem hefur eitthvað fram að færa.
26. desember 2019
Semja Bandaríkin og Kína á nýju ári?
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína hefur verið gríðarlega áhrifamikið í heimsbúskpanum á árinu.
25. desember 2019
Árið 2019: Greta Thunberg breytti óljósum áhyggjum í alþjóðlega hreyfingu
Sænski unglingurinn Greta Thunberg hefur aldeilis náð að setja mark sitt á umræðu um loftslagsmál í heiminum öllum. Ekki er nema rúmt ár síðan hún fór í fyrsta verkfallið sitt, ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi.
25. desember 2019
Ólafur Ísleifsson
Brýn verkefni fram undan
25. desember 2019
Með lífið í lúkunum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur að ljóst sé að heildarendurskoðun þurfi að eiga sér stað á lífeyrissjóðskerfinu. Sú endurskoðun muni taka tíma og margir þurfi að koma að henni. Það sé ekki seinna vænna en að byrja núna.
25. desember 2019
Árið 2019: Lífskjarasamningar undirritaðir
Eftir harkalegar kjaradeilur, þar sem gífuryrði um vitfirru og ásakanir um lélegt andlegt heilbrigði fengu að fljúga, var samið um frið á stærstum hluta íslensks vinnumarkaðar í byrjun apríl.
25. desember 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
19. janúar 2019