Á betri stað en fyrir ári

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fjallar um árið sem var að líða.

Auglýsing

Hér á þessum stað voru fyrir ári viðr­aðar áhyggjur af því að kjara­samn­inga­lota árs­ins 2019 myndi enda með ósköpum af því að verka­lýðs­hreyf­ingin hefði með nýrri for­ystu tapað stofn­ana­minn­inu og gleymt því hversu vond þau vinnu­brögð voru þegar kraf­izt var inni­stæðu­lausra nafn­launa­hækk­ana, sem voru svo teknar af laun­þegum aftur í gegnum verð­bólgu og geng­is­fell­ing­ar. Nálgun að nor­rænu vinnu­mark­aðs­mód­eli

Þetta reynd­ust á end­anum ástæðu­lausar áhyggj­ur. Ekki kannski bein­línis af því að stofn­ana­minnið kæmi aft­ur, heldur af því að í miðri kjara­samn­inga­lotu reið áfall yfir efna­hags­lífið með falli WOW Air og færði fólki hratt heim blá­kaldan sann­inn um að ferða­þjón­ustan þyldi ekki verk­falls­að­gerðir og óróa. Nið­ur­stað­an, lífs­kjara­samn­ing­arnir svoköll­uðu, liggur mun nær línum hins nor­ræna vinnu­mark­aðs­mód­els, sem stefnt var með SALEK-­sam­komu­lag­inu heitnu, heldur en hinum gömlu koll­steypu­að­ferðum íslenzks vinnu­mark­aðar sem nýja verka­lýðs­for­ystan virt­ist um stund svo hrifin af. 

Auglýsing


Lífs­kjara­samn­ing­arnir ganga þannig út á hóf­legar launa­hækk­an­ir, þótt vissu­lega fái þeir lægst laun­uðu drjúga hækkun í pró­sentum talið. Í samn­ing­unum er líka  bein teng­ing á milli launa­hækk­ana og gengis atvinnu­lífs­ins – ef hag­vöxtur fer yfir til­tekin mörk, hækka laun meira en ella. Þannig er samið um sann­gjarna skipt­ingu ávinn­ings­ins af rekstri fyr­ir­tækj­anna á milli eig­enda þeirra og laun­þega. Á meðal mark­miða samn­ing­anna er verð­lags­stöð­ug­leiki og sam­tök atvinnu­rek­enda og laun­þega stóðu saman að því að hvetja fyr­ir­tæki ein­dregið til að halda verð­hækk­unum í skefjum eftir að samn­ingar náð­ust. Það hefur sömu­leiðis komið á dag­inn að lífs­kjara­samn­ing­arnir hafa stuðlað að því að Seðla­bank­inn geti lækkað vexti sína, þótt smærri fyr­ir­tæki og heim­ili séu kannski ekki farin að njóta þeirrar lækk­unar sem skyldi. Lend­ingin eftir upp­sveiflu síð­ustu ára virð­ist ætla að verða með mýkra móti, þótt vissu­lega séu víða erf­ið­leikar í atvinnu­líf­inu. Við erum að mörgu leyti á betri stað en fyrir ári.Það er ekki þar með sagt að íslenzka vinnu­mark­aðs­mód­elið sé fundið – en það grillir mögu­lega í ein­hverjar útlínur þess. Ein meg­in­á­stæða þess að SALEK dó drottni sínum er að hluti sam­taka opin­berra starfs­manna neit­aði að skrifa upp á það. Lang­dregnar við­ræður við sam­tök opin­berra starfs­manna, sem ekki hafa skilað árangri, benda til að á þeim bæjum sé fólk ekki reiðu­búið að horfast í augu við að launa­stefnan í land­inu verði að mót­ast á almenna mark­aðnum og taka mið af því sem útflutn­ings­grein­arnar geta skap­að. Í skiln­ingi á þeirri stað­reynd liggur þó lyk­ill­inn að lang­tíma­ár­angri við að móta skyn­sam­legt vinnu­mark­aðs­módel á Íslandi.Mál til að lækka verð­lag og bæta kjör

Félag atvinnu­rek­enda hefur á árinu bent á ýmis mál, þar sem sam­tök atvinnu­rek­enda og laun­þega gætu í sam­ein­ingu unnið með stjórn­völdum að breyt­ing­um, sem myndu lækka verð­lag í land­inu og bæta lífs­kjör. Þar má fyrst nefna lækkun launa­tengdra gjalda, en í skýrslu sem var unnin fyrir FA í vor kemur fram að þau hafa hækkað um 60% frá alda­mót­um. Há launa­tengd gjöld draga úr sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja, letja þau til að bæta við sig fólki og ýta undir útvistun verk­efna til útlanda og gervi­verk­töku. Það er borð­leggj­andi sam­eig­in­legt hags­muna­mál laun­þega og vinnu­veit­enda að ná tökum á þessum hækk­unum og vinda ofan af þeim. Í öðru lagi er gam­alt bar­áttu­mál FA, sem er lækkun tolla og skatta á neyzlu­vör­ur. Íslend­ingar búa við ein­hverja hæstu tolla á búvörur á byggðu bóli og hæstu áfeng­is­skatta í hinum vest­ræna heimi, svo dæmi sé nefnt. Í flestum öðrum ríkjum væri lækkun þess­ara álagna eitt af helztu bar­áttu­málum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.Sam­starf um nýtt kerfi fast­eigna­gjalda?

Í þriðja lagi er mál, þar sem FA og Alþýðu­sam­bandið hafa raunar náð ágætum sam­hljómi á árinu, en það er lækkun fast­eigna­gjalda. Sveit­ar­fé­lögin hafa mörg hver sýnt algjört ábyrgð­ar­leysi í því að þiggja millj­arða hækk­anir í sveit­ar­sjóð­ina vegna sjálf­krafa hækk­ana fast­eigna­mats, í stað þess að spyrna við fótum og lækka álagn­ing­ar­pró­sentu. Frá þessu eru heið­ar­legar und­an­tekn­ing­ar, en almennt falla sveit­ar­stjórn­ar­menn í þá freistni að taka í sveit­ar­sjóð­ina hækk­anir fast­eigna­gjalda fólks og fyr­ir­tækja sem eru vel umfram þau 2,5% sem sveit­ar­fé­lögin þótt­ust ætla að sætta sig við þegar verið var að ganga frá kjara­samn­ing­um. Hér er líka sam­vinnu­verk­efni fyrir sam­tök laun­þega og atvinnu­rek­enda og fleiri sem hags­muna eiga að gæta á nýju ári; að beita sér fyrir breyt­ingum á þessu kerfi, þar sem skattar eru reikn­aðir af afar sveiflu­kenndum skatt­stofni sem hefur ekk­ert með afkomu heim­ila eða fyr­ir­tækja að gera.Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit