Á betri stað en fyrir ári

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fjallar um árið sem var að líða.

Auglýsing

Hér á þessum stað voru fyrir ári viðr­aðar áhyggjur af því að kjara­samn­inga­lota árs­ins 2019 myndi enda með ósköpum af því að verka­lýðs­hreyf­ingin hefði með nýrri for­ystu tapað stofn­ana­minn­inu og gleymt því hversu vond þau vinnu­brögð voru þegar kraf­izt var inni­stæðu­lausra nafn­launa­hækk­ana, sem voru svo teknar af laun­þegum aftur í gegnum verð­bólgu og geng­is­fell­ing­ar. Nálgun að nor­rænu vinnu­mark­aðs­mód­eli

Þetta reynd­ust á end­anum ástæðu­lausar áhyggj­ur. Ekki kannski bein­línis af því að stofn­ana­minnið kæmi aft­ur, heldur af því að í miðri kjara­samn­inga­lotu reið áfall yfir efna­hags­lífið með falli WOW Air og færði fólki hratt heim blá­kaldan sann­inn um að ferða­þjón­ustan þyldi ekki verk­falls­að­gerðir og óróa. Nið­ur­stað­an, lífs­kjara­samn­ing­arnir svoköll­uðu, liggur mun nær línum hins nor­ræna vinnu­mark­aðs­mód­els, sem stefnt var með SALEK-­sam­komu­lag­inu heitnu, heldur en hinum gömlu koll­steypu­að­ferðum íslenzks vinnu­mark­aðar sem nýja verka­lýðs­for­ystan virt­ist um stund svo hrifin af. 

Auglýsing


Lífs­kjara­samn­ing­arnir ganga þannig út á hóf­legar launa­hækk­an­ir, þótt vissu­lega fái þeir lægst laun­uðu drjúga hækkun í pró­sentum talið. Í samn­ing­unum er líka  bein teng­ing á milli launa­hækk­ana og gengis atvinnu­lífs­ins – ef hag­vöxtur fer yfir til­tekin mörk, hækka laun meira en ella. Þannig er samið um sann­gjarna skipt­ingu ávinn­ings­ins af rekstri fyr­ir­tækj­anna á milli eig­enda þeirra og laun­þega. Á meðal mark­miða samn­ing­anna er verð­lags­stöð­ug­leiki og sam­tök atvinnu­rek­enda og laun­þega stóðu saman að því að hvetja fyr­ir­tæki ein­dregið til að halda verð­hækk­unum í skefjum eftir að samn­ingar náð­ust. Það hefur sömu­leiðis komið á dag­inn að lífs­kjara­samn­ing­arnir hafa stuðlað að því að Seðla­bank­inn geti lækkað vexti sína, þótt smærri fyr­ir­tæki og heim­ili séu kannski ekki farin að njóta þeirrar lækk­unar sem skyldi. Lend­ingin eftir upp­sveiflu síð­ustu ára virð­ist ætla að verða með mýkra móti, þótt vissu­lega séu víða erf­ið­leikar í atvinnu­líf­inu. Við erum að mörgu leyti á betri stað en fyrir ári.Það er ekki þar með sagt að íslenzka vinnu­mark­aðs­mód­elið sé fundið – en það grillir mögu­lega í ein­hverjar útlínur þess. Ein meg­in­á­stæða þess að SALEK dó drottni sínum er að hluti sam­taka opin­berra starfs­manna neit­aði að skrifa upp á það. Lang­dregnar við­ræður við sam­tök opin­berra starfs­manna, sem ekki hafa skilað árangri, benda til að á þeim bæjum sé fólk ekki reiðu­búið að horfast í augu við að launa­stefnan í land­inu verði að mót­ast á almenna mark­aðnum og taka mið af því sem útflutn­ings­grein­arnar geta skap­að. Í skiln­ingi á þeirri stað­reynd liggur þó lyk­ill­inn að lang­tíma­ár­angri við að móta skyn­sam­legt vinnu­mark­aðs­módel á Íslandi.Mál til að lækka verð­lag og bæta kjör

Félag atvinnu­rek­enda hefur á árinu bent á ýmis mál, þar sem sam­tök atvinnu­rek­enda og laun­þega gætu í sam­ein­ingu unnið með stjórn­völdum að breyt­ing­um, sem myndu lækka verð­lag í land­inu og bæta lífs­kjör. Þar má fyrst nefna lækkun launa­tengdra gjalda, en í skýrslu sem var unnin fyrir FA í vor kemur fram að þau hafa hækkað um 60% frá alda­mót­um. Há launa­tengd gjöld draga úr sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja, letja þau til að bæta við sig fólki og ýta undir útvistun verk­efna til útlanda og gervi­verk­töku. Það er borð­leggj­andi sam­eig­in­legt hags­muna­mál laun­þega og vinnu­veit­enda að ná tökum á þessum hækk­unum og vinda ofan af þeim. Í öðru lagi er gam­alt bar­áttu­mál FA, sem er lækkun tolla og skatta á neyzlu­vör­ur. Íslend­ingar búa við ein­hverja hæstu tolla á búvörur á byggðu bóli og hæstu áfeng­is­skatta í hinum vest­ræna heimi, svo dæmi sé nefnt. Í flestum öðrum ríkjum væri lækkun þess­ara álagna eitt af helztu bar­áttu­málum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.Sam­starf um nýtt kerfi fast­eigna­gjalda?

Í þriðja lagi er mál, þar sem FA og Alþýðu­sam­bandið hafa raunar náð ágætum sam­hljómi á árinu, en það er lækkun fast­eigna­gjalda. Sveit­ar­fé­lögin hafa mörg hver sýnt algjört ábyrgð­ar­leysi í því að þiggja millj­arða hækk­anir í sveit­ar­sjóð­ina vegna sjálf­krafa hækk­ana fast­eigna­mats, í stað þess að spyrna við fótum og lækka álagn­ing­ar­pró­sentu. Frá þessu eru heið­ar­legar und­an­tekn­ing­ar, en almennt falla sveit­ar­stjórn­ar­menn í þá freistni að taka í sveit­ar­sjóð­ina hækk­anir fast­eigna­gjalda fólks og fyr­ir­tækja sem eru vel umfram þau 2,5% sem sveit­ar­fé­lögin þótt­ust ætla að sætta sig við þegar verið var að ganga frá kjara­samn­ing­um. Hér er líka sam­vinnu­verk­efni fyrir sam­tök laun­þega og atvinnu­rek­enda og fleiri sem hags­muna eiga að gæta á nýju ári; að beita sér fyrir breyt­ingum á þessu kerfi, þar sem skattar eru reikn­aðir af afar sveiflu­kenndum skatt­stofni sem hefur ekk­ert með afkomu heim­ila eða fyr­ir­tækja að gera.Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit