Hið góða, hið slæma og hið ófrýnilega

Ásta Sigríður Fjeldsted, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands, fer yfir árið 2019.

Auglýsing

Þegar fram líða stundir verður for­vitni­legt að vita hvort árið 2019 verði í minnum haft sem ár ein­stakrar sum­ar­blíðu, óvissu í ferða­þjón­ustu eða e.t.v. ár lífs­kjara­samn­ings­ins? Í þá var lögð mikil vinna og allir aðilar sýndu ábyrgð og hug­kvæmni um lausn­ir.  Óvissa er þó um end­an­lega nið­ur­stöðu og horfa má á stöð­una út frá eins konar þrí­leik; hinu góða, hinu slæma og hinu ófrýni­lega. 

Hið góða

Í upp­hafi árs voru blikur á lofti þegar horft var til krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem voru í besta falli í litlu sam­ræmi við hinn efna­hags­lega raun­veru­leika. Margir spáðu hörðum vinnu­deilum og áskor­unin var að glopra ekki niður þeim góða árangri sem aðilar vinnu­mark­aðar höfðu náð á und­an­gengnum árum og ára­tug­um. Fall WOW air hristi ræki­lega upp í við­ræð­unum og var án efa stór þáttur í því að skyn­sam­leg lend­ing náð­ist. 

Nið­ur­staðan er að kaup­máttur launa, þ.e. hversu mikið fólk fær í raun og veru fyrir launin sín, virð­ist ætla að aukast í fyrsta sinn í nið­ur­sveiflu síðan árið 1991, þ.e. á mæli­kvarða vísi­tölu kaup­máttar launa fyrir fyrstu tíu mán­uði árs­ins. Ísland státar af einum hæstu launum í heimi og eru þau óvíða jafn­ari. Atvinnu­rek­endur hafa lagt mikið á sig til þess að geta mætt þessum launa­hækk­unum án þess að hækka vöru­verð. Spurn­ingin er þó hvenær þol­mörkum er náð. Á heilum ára­tug hefur launa­kostn­aður á fram­leidda ein­ingu hér á landi hækkað um 27% á raun­virði – slík þróun er ekki væn­leg fyrir þá sem standa í hagn­að­ar­drifnum rekstri.

Auglýsing

Enn sem komið er virð­ast þó for­sendur kjara­samn­inga ætla að halda og þar er lyk­il­at­riði að vextir hafa lækkað um 1,5 pró­sentu­stig á árinu.

Hið slæma

Engin er rós án þyrna. Þrátt fyrir að tek­ist hafi að auka kaup­mátt á árinu er engu að síður nið­ur­sveifla og atvinnu­leysi hefur verið að aukast. Á síð­ustu mán­uðum hefur skráð atvinnu­leysi farið stig­vax­andi; úr 2,5% í nóv­em­ber á síð­asta ári í 4,1% nú í nóv­em­ber. Nú er svo komið að í nóv­em­ber voru 7.617 ein­stak­lingar sem vilja og geta unnið en fá ekki störf. Það eru um 3.000 fleiri en á sama tíma í fyrra. Hag­ræð­ing­ar­að­gerðir fyr­ir­tækja á und­an­förnum mán­uð­um, sem birt­ast í þeim töl­um, hafa ekki farið fram hjá nein­um. Ósk­hyggja trompar ekki efna­hags­lög­mál­in, svo ef nið­ur­sveiflan dregst á lang­inn og kemur ekki fram í verð­bólgu, og þar með raun­launa­lækk­un, mun hún á end­anum koma fram í auknu atvinnu­leysi. 

Hið ófrýni­lega

Hinn vafa­sama tit­il; hið ófrýni­lega, hlýtur staða mála á opin­bera vinnu­mark­aðnum að þessu sinni. Þar virð­ist enn vera nokkuð í land og ljóst að t.a.m. BHM er ekki á því að fall­ast á krónu­tölu­hækk­anir líkt og lífs­kjara­samn­ing­ur­inn gengur út á. Á sama tíma er það stað­reynd að atvinnu­leysi meðal háskóla­fólks hefur auk­ist jafnt og þétt, en í októ­ber síð­ast­liðnum voru sam­tals 1.983 háskóla­mennt­aðir ein­stak­lingar skráðir án atvinnu miðað við 1.213 á sama tíma í fyrra, skv. tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar. For­senda þess að lífs­kjara­samn­ing­arnir haldi er að þeir nái til alls vinnu­mark­að­ar­ins. Ábyrgð sam­taka opin­berra starfs­manna er því mik­il. Opin­berir starfs­menn njóta meira starfs­ör­yggis en þeir sem starfa á einka­mark­aði. Á tímum nið­ur­sveiflu er starfs­ör­yggi dýr­mætt þeim sem þess njóta. Full ástæða er til að höfða til þeirrar ábyrgðar í þeirri stöðu sem nú er uppi.

Hvort árið 2019 verði ár lífs­kjara­samn­ings­ins eða ein­hvers ann­ars má eig­in­lega segja að sé í höndum hins opin­bera en ljóst er að fara þarf af varúð með þá jákvæðu en við­kæmu stöðu sem íslenskt sam­fé­lag er í. Höf­undur er verk­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit