Hið góða, hið slæma og hið ófrýnilega

Ásta Sigríður Fjeldsted, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands, fer yfir árið 2019.

Auglýsing

Þegar fram líða stundir verður for­vitni­legt að vita hvort árið 2019 verði í minnum haft sem ár ein­stakrar sum­ar­blíðu, óvissu í ferða­þjón­ustu eða e.t.v. ár lífs­kjara­samn­ings­ins? Í þá var lögð mikil vinna og allir aðilar sýndu ábyrgð og hug­kvæmni um lausn­ir.  Óvissa er þó um end­an­lega nið­ur­stöðu og horfa má á stöð­una út frá eins konar þrí­leik; hinu góða, hinu slæma og hinu ófrýni­lega. 

Hið góða

Í upp­hafi árs voru blikur á lofti þegar horft var til krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem voru í besta falli í litlu sam­ræmi við hinn efna­hags­lega raun­veru­leika. Margir spáðu hörðum vinnu­deilum og áskor­unin var að glopra ekki niður þeim góða árangri sem aðilar vinnu­mark­aðar höfðu náð á und­an­gengnum árum og ára­tug­um. Fall WOW air hristi ræki­lega upp í við­ræð­unum og var án efa stór þáttur í því að skyn­sam­leg lend­ing náð­ist. 

Nið­ur­staðan er að kaup­máttur launa, þ.e. hversu mikið fólk fær í raun og veru fyrir launin sín, virð­ist ætla að aukast í fyrsta sinn í nið­ur­sveiflu síðan árið 1991, þ.e. á mæli­kvarða vísi­tölu kaup­máttar launa fyrir fyrstu tíu mán­uði árs­ins. Ísland státar af einum hæstu launum í heimi og eru þau óvíða jafn­ari. Atvinnu­rek­endur hafa lagt mikið á sig til þess að geta mætt þessum launa­hækk­unum án þess að hækka vöru­verð. Spurn­ingin er þó hvenær þol­mörkum er náð. Á heilum ára­tug hefur launa­kostn­aður á fram­leidda ein­ingu hér á landi hækkað um 27% á raun­virði – slík þróun er ekki væn­leg fyrir þá sem standa í hagn­að­ar­drifnum rekstri.

Auglýsing

Enn sem komið er virð­ast þó for­sendur kjara­samn­inga ætla að halda og þar er lyk­il­at­riði að vextir hafa lækkað um 1,5 pró­sentu­stig á árinu.

Hið slæma

Engin er rós án þyrna. Þrátt fyrir að tek­ist hafi að auka kaup­mátt á árinu er engu að síður nið­ur­sveifla og atvinnu­leysi hefur verið að aukast. Á síð­ustu mán­uðum hefur skráð atvinnu­leysi farið stig­vax­andi; úr 2,5% í nóv­em­ber á síð­asta ári í 4,1% nú í nóv­em­ber. Nú er svo komið að í nóv­em­ber voru 7.617 ein­stak­lingar sem vilja og geta unnið en fá ekki störf. Það eru um 3.000 fleiri en á sama tíma í fyrra. Hag­ræð­ing­ar­að­gerðir fyr­ir­tækja á und­an­förnum mán­uð­um, sem birt­ast í þeim töl­um, hafa ekki farið fram hjá nein­um. Ósk­hyggja trompar ekki efna­hags­lög­mál­in, svo ef nið­ur­sveiflan dregst á lang­inn og kemur ekki fram í verð­bólgu, og þar með raun­launa­lækk­un, mun hún á end­anum koma fram í auknu atvinnu­leysi. 

Hið ófrýni­lega

Hinn vafa­sama tit­il; hið ófrýni­lega, hlýtur staða mála á opin­bera vinnu­mark­aðnum að þessu sinni. Þar virð­ist enn vera nokkuð í land og ljóst að t.a.m. BHM er ekki á því að fall­ast á krónu­tölu­hækk­anir líkt og lífs­kjara­samn­ing­ur­inn gengur út á. Á sama tíma er það stað­reynd að atvinnu­leysi meðal háskóla­fólks hefur auk­ist jafnt og þétt, en í októ­ber síð­ast­liðnum voru sam­tals 1.983 háskóla­mennt­aðir ein­stak­lingar skráðir án atvinnu miðað við 1.213 á sama tíma í fyrra, skv. tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar. For­senda þess að lífs­kjara­samn­ing­arnir haldi er að þeir nái til alls vinnu­mark­að­ar­ins. Ábyrgð sam­taka opin­berra starfs­manna er því mik­il. Opin­berir starfs­menn njóta meira starfs­ör­yggis en þeir sem starfa á einka­mark­aði. Á tímum nið­ur­sveiflu er starfs­ör­yggi dýr­mætt þeim sem þess njóta. Full ástæða er til að höfða til þeirrar ábyrgðar í þeirri stöðu sem nú er uppi.

Hvort árið 2019 verði ár lífs­kjara­samn­ings­ins eða ein­hvers ann­ars má eig­in­lega segja að sé í höndum hins opin­bera en ljóst er að fara þarf af varúð með þá jákvæðu en við­kæmu stöðu sem íslenskt sam­fé­lag er í. Höf­undur er verk­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit