Fjöldahrossadauði og dýraverndarlög

Árni Stefán Árnason skrifar um nýlegan hrossadauða.

Auglýsing

Þessi grein fjallar um nýlegan hrossa­dauða á norð­ur­landi m.a. í ljósi dýra­vel­ferð­ar, ákvæða laga um vel­ferð dýra og hrossa, tengsl hrossa­dauð­ans við laga­boð, óvið­un­andi fyr­ir­byggj­andi aðgerðir eig­enda og stjórn­valda, umfjöllun fjöl­miðla o.fl.

1000 ára reynsla ekki næg?

Fyrstu hrossin komu til Íslands fljót­lega eftir land­nám. Fyrr á tímum urðu þau oft undir og létu lífið í bar­áttu sinni við veður og vegna fóð­ur­skorts.  Einnig í flutn­ingum til lands­ins með skipum vegna slæms aðbún­að­ar. Menn tóku það alvar­lega og reyndu, sem best þeir gátu, að bæta hag hrossa, sem þeir héldu til að fyr­ir­byggja að sú ógn, sem stæði af veðri og slæmum aðbún­aði yrði þeim að falli. Um þetta eru til rit­aðar heim­ild­ir. Þá var hrossið nauð­syn, í dag er það tóm­stunda­iðja margra, hágæða­hross eru ,,við­skipta­varn­ingur" hinna efna­meiri og þau eru til­rauna­dýr í blóð­mera­bú­skap.

Mörg hund­ruð ára reynsla Íslend­inga í hrossa­haldi hefur breytt aðbún­aði þeirra, yfir­leitt, til hins betra,  en virð­ist líka hafa staðið í stað sum staðar í afmörk­uðum til­vik­um, eins og nýlegur harm­leikur á norð­ur­landi er vitn­is­burður um.

Offjölgun hrossa hamlar vel­ferð þeirra

Fjöldi hrossa á Íslandi er allt of mik­ill. Það er við­ur­kennt, meira að segja af þeim, sem hafa lifi­brauð sitt af hrossa­bú­skap. Stjórn­völd setja samt engar tak­mark­anir á fjölda hrossa per ein­stak­ling. Það getur leitt til þess,  að sá sem heldur hross eða hefur þau í umsjón sinni hefur ekki lengur yfir­sýn yfir vel­ferð þeirra. Það er þó skýrt boðað í lögum að sú yfir­sýn skuli vera tryggð. - En sumum laga­boðum um vel­ferð hrossa og reyndar ann­ara dýra líka er hrein­lega ekki fylgt, hvorki af eft­ir­lits­að­il­anum Mat­væla­stofnun né eig­end­um. Þetta er því miður ekki bundið við hross, miklu fleira dýra­teg­und­ir. 

Ítrekað gáleysi ekki næg lexía

Fyrir nokkrum miss­erum féllu fjöl­mörg hross á Álfta­nesi. Þau hlupu undan veðri, féllu í vök og drukkn­uðu. Veð­ur­spá gaf til kynna að bregð­ast hefði  þurft við. Hross­unum hefði auð­veld­lega mátt koma í hús eða skjól en eig­andi þeirra hafði og hefur ennþá góða aðstöðu til þess skammt frá þeim stað þar sem þau voru í úti­vist yfir vet­ur­inn. Sá harm­leik­ur, vegna veð­urs, varð ekki víti til varn­að­ar, þvert á móti, hann end­ur­tók sig nú og yfir hund­rað hross hafa fund­ist lát­in, enn er leitað og fleiri munu lík­lega finnast, fall­in.  Veður var aftur fyr­ir­sjá­an­legt skv. spám, með margra daga fyr­ir­vara. Mestur varð hrossa­dauð­inn á svæði á norð­ur­landi þar sem rann­sóknir erlendra dýra­vernd­ar­sam­taka frá því sl. sumri sýna að blóð­mera­bú­skapur er stund­aður í mjög miklu mæli. Í blóð­mera­stóðum er haldin svaka­legur fjöldi hrossa, en sá búskapur er mjög umdeildur af ýmsum ástæð­um, sem ég mun fjalla um í næsta pistli.

And­stæðar fylk­ingar

Það sætir undrun að Íslend­ingar skuli skipt­ast í tvo hópa varð­andi þennan yfir­gengi­lega hrossa­dauða. Annar hóp­ur­inn heldur því fram,  fremur létt­vægt, að þetta hafi verið ófyr­ir­byggj­an­legt slys, hinn rök­styður þá skoðun sína að hrossa­dauð­inn hafi verið óþarfur þ.e. hægt hefði verið að fyr­ir­byggja hann. Ég til­heyri seinni hópnum og finnst eig­in­lega allt of auð­velt að rök­styðja það að teknu til­liti til rétt­ar­stöðu hrossa sam­kvæmt lögum og skyldur hrossa­eig­enda. 

Auglýsing
Lög um vel­ferð hrossa taka af öll tví­mæli hvaða aðbún­að­ur  skal vera fyrir hendi svo vel­ferð hrossa sé tryggð. Sé þeim fyr­ir­mælum ekki fylgt er borð­leggj­andi að slys getur orð­ið, slys t.d. af völdum veð­urs, sem veldur óboð­legum þján­ingum fyrir þau, af manna­völd­um. Það er alger­lega út takti við meg­in­regl­ur, til­gang og mark­mið dýra­vel­ferð­ar­laga.  Lög um vel­ferð dýra inni­bera nægi­lega skýran texta, sé honum fylgt til að fyr­ir­byggja slíkan dauða hrossa. Aug­ljóst er að hrossa­dauð­inn, verð­ur, sem betur fer, ekki rak­inn til ásetn­ings. Á hitt ber að líta og taka alvar­lega að margt bendir til þess að hann stafi af gáleysi. Það er afleitt t.d. m.t.t. refsi­á­kvæða laga um vel­ferð dýra. Þannig er ekki ólík­leg­t,  ef öguð opin­ber rann­sókn og máls­með­ferð færi af stað, að slysið fyrir norðan teld­ist refsi­vert af sumum eig­endum hjá dóm­stól­um, enda virð­ist sak­næm­is­skil­yrðið gáleysi upp­fyllt, sem og að brotin hafi verið nokkur refsi­á­kvæði dýra­vel­ferð­ar­laga.  

Ég er ekki að óska neinum refs­ingar heldur ein­ungis að benda á,  að lík­legt er, verði ekki brugð­ist við með þeim hætti, sem ætla mætti að rétt væri, að athugað verði hvað raun­veru­lega hafi orsakað þennan fjölda­hrossa­dauða,  fyrir utan veð­ur, þá höfum við lítið af þessum hörm­ungum lært og búast má fleiri fleiri kata­st­rófum af þessu kali­beri. Komu þarna t.d. mann­legir þættir eins og tóm­læti við sög­u?  Gerðu eig­endur nóg áður en hið fyr­ir­sjá­an­lega veður skall á eða hefðu þeir mátt leggja sig meira fram á meðan veður var enn gott. Réðu þeir við að sinna þeim fjölda hrossa, sem þeir halda/héldu að teknu til­liti til margra daga fyr­ir­sjá­an­leika veð­ur­s.  Hefði mað­ur­inn geta komið í veg fyrir þetta mikla fall hrossa ef hann hefði borið sig að eins og lög skylda hann til? Heim­ilar Mat­væla­stofnun allt of mik­inn fjölda hrossa per ein­stak­ling með þessum afleið­ing­um? Á vef MAST er ekki að finna neinar tilkynn­ing­ar, sem beint er til hrossa­eig­enda með áber­andi hætti á þessu svæði, um þá veð­urvá sem í væntum var. Ekki heldur á vef Bænda­sam­tak­anna né á vef Félags hrossa­bænda. Og auð­vitað alls ekki á vef Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands - Húsi Hall­gerð­ar.

Sam­lík­ingar við önnur lög

Lögum um vel­ferð dýra og reglu­gerð um vel­ferð hrossa hafði ekki verið fylgt gagn­vart hinum föllnu og eft­ir­lif­andi hrossum á norð­ur­landi  á þeim tíma, sem ofsa­veðrið á dög­unum skall á. Menn bera það þó fyrir sig að slíkt hafi verið gert. Það stenst ekki. Ef sú hefði verið raunin þá hefðu þessar hörm­ungar aldrei orðið að veru­leika. Vel er hægt að koma með gildar sam­lík­ingar úr öðrum lög­um. Til­gangur og mark­mið umferð­ar­laga er t.d. að að koma í veg fyrir tjón af völdum öku­tækja, vernda öku­menn og öku­tæki, gang­andi veg­far­endur og jafn­vel búfén­að. t.d. vegna veð­urs eða veð­ur­fars­að­stæðna.

Auglýsing
Það sama á við um reglur sem lúta að flug­ör­yggi. Flug­stjórar leggja ekki af stað með loft­far ef veð­ur­spá er lík­leg til að ógna öryggi flugs og far­þega. Flug­um­ferð­ar­stjórum er skylt að skapa aðstæð­ur,  sem tryggja aðskilnað loft­fara í blind­flugi svo árekstur verði ekki. - Við setjum lög og reglur til að tryggja öryggi sam­fé­lags­ins, nátt­úru o.m.fl. Ef minnsti grunur leikur á að eld­gos sé í væntum eru taf­ar­laust gerðar ráð­staf­anir vegna dýra og manna í hættu. Ef grunur leikur á um að snjó­flóð gætu fallið eru hús rýmd. Svona má lengi telja. Við gerum hins vegar fátt þegar að því að tryggja öryggi sumra dýra­teg­unda og ef eitt­hvað er gert er það gert allt of seint. Stofn­un­in, sem á að bera hit­ann og þungan af fyr­ir­byggj­andi aðgerð­um, ræður ekki við það. Það er komin tími til þess að æðra sett stjórn­völd átti sig á því.

Einnig voru björg­un­ar­að­gerðir ekki nógu vel skipu­lagðar en vel hefði verið hægt að fá miklu öfl­ugri mann­afla og tæki til slíks frá Evr­ópu hefðu menn lagt sig fram við slíkt. Veð­ur­spáin gaf fullt til­efni til slíks og fyr­ir­var­inn var næg­ur.

Fjöl­miðlaum­fjöllun

Ýmsa fleiri van­kanta  má týna til varð­andi þetta ömur­lega dýra­vernd­ar­mál. T.d. aðkomu fjöl­miðla, sem er stór­lega gagn­rýni verð og dýra­vernd hrossa ekki til fram­drátt­ar. Engar gagn­rýnar spurn­ingar komu frá fjöl­miðlum heldur var spurn­ingum ein­ungis beint til hags­muna­að­ila og svörin fyr­ir­sjá­an­leg fyrir þá,  sem til þekkja. Gagn­rýnendur voru aldrei kall­aðir til og á rök þeirra hlust­að. Það er óvönduð frétta­mennska í jafn alvar­legu máli. - Ekki skorti gagn­rýna fjöl­miðla­menn í Sam­herj­a­mál­inu. Á eitt­hvað annað við í dýra­vernd en í fjár­þvætt­is­glæpa­mál­um? Er það alvar­legra og mik­il­væg­ara umfjöll­un­ar­efni með her fjöl­miðla­manna í skot­stöðu þegar þegar meintir fjár­glæpir eiga sér stað á Íslandi en þegar dýr kvelj­ast til dauða af vegna meints kæru­leys­is?

Út fyrir land­stein­ana

Alvar­leiki máls­ins er svo mik­ill að málið hefur þegar hlotið umfjöllun erlendra fjöl­miðla þ.á.m. þýskra. Það er ágæt því Þýska­land er stór­mark­aður fyrir íslenska hrossa­rækt­end­ur. Máske og von­andi munu Þjóð­verjar bregð­ast við með þeim hætti að þeir íslensku hrossa­rækt­end­ur, sem það á við um, bæti hátta­lag sitt. 

Málið hefur verið kynnt þýskum dýra­vernd­ar­sam­tök­um, sem ætla að tryggja áfram­hald­andi umfjöllun um það í þar­lendum fjöl­miðlum enda þykir þeim þetta atvik í senn sorg­legt en lýsa á sama tíma furðu sinni yfir því hvernig að hrossum er búið við þessar aðstæður á Íslandi. Já það koma önnur við­brögð frá þeim heldur en okkar lamaða dýra­vernd­ar­sam­bandi, sem kóar, sem fyrr með hrossa­eig­end­um.

Loka­orð

Nú þegar ró hefur að nýju færst yfir þetta mál og nægar upp­lýs­ingar liggja fyrir þá er auð­veld­lega hægt að draga þá ályktun að stjórn- og kæru­leysi varð þess vald­andi að svo mörg hross féllu. Raunar stjórn og þekk­ing­ar­leysi fjöl­margra aðila að und­an­skildum björg­un­ar­sveitum - sem verður aldrei þakkað nóg, hvað svo sem þær þurfa að taka sér fyrir hend­ur.

Íslensk stjórn­völd, allt of margir hrossa­eig­endur og MAST eru hins vegar við­van­ing­ar, að margra mati, þegar takast þarf á við jafn alvar­lega dýra­vernd­ar­krísu, sem þessa. 

Að þessu sögðu hefði ég helst kosið að nota fyr­ir­sögn­ina - Fjölda­hrossa­dráp á Íslandi - að ég tel með réttu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar