Mynd: Birgir Þór Harðarson

Árið 2019: Allir ríkisstjórnarflokkar fengu fé frá sjávarútvegnum í fyrra

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu allir hámarksstyrki frá ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Um helmingur styrkjanna fyrirtækja úr þeim geira til ríkisstjórnarflokka fór til Sjálfstæðisflokksins.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír fengu alls um ell­efu millj­ónir króna í styrki frá lög­að­ilum í sjáv­ar­út­vegi á árinu 2018. Um er að ræða útgerð­ar­fyr­ir­tæki, fisk­vinnsl­ur, fyr­ir­tæki sem starfa í fisk­eldi og eign­ar­halds­fé­lög í eigu stórra eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tækja. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í útdráttum úr árs­reikn­ingum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna sem birtir voru á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar í nóvember.

Mest fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn frá slíkum fyr­ir­tækj­um, eða tæp­lega 5,3 millj­ónir króna. Það þýðir að helm­ingur þess fjár­magns sem greiddur var frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja fór til Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Af þeim 20 lög­að­ilum sem gáfu flokknum lög­bund­inn hámarks­styrk, 400 þús­und krón­ur, komu níu úr sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um. Fram­lög þeirra fyr­ir­tækja til Sjálf­stæð­is­flokks­ins námu 24 pró­sent af öllum fram­lögum lög­að­ila, sem voru alls rúm­lega 22,3 millj­ónir króna. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk næst mest stjórn­ar­flokk­anna frá sjáv­ar­út­veg­in­um, eða rúm­lega 3,8 millj­ónir króna. Af þeim sjö lög­að­ilum sem gáfu flokknum 400 þús­und krónur voru sex úr sjáv­ar­út­vegi. Alls námu fram­lög lög­að­ila til Fram­sóknar 9,5 millj­ónum króna í fyrra og því voru styrkir úr sjáv­ar­út­vegi, eða 40 pró­sent allra styrkja frá lög­að­il­um.

Vinstri græn fengu alls tæp­lega 1,9 millj­ónir króna frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og fjórir af þeim fimm lög­að­ilum sem gáfu flokknum 400 þús­und króna fram­lag komu úr þeim geira. Alls voru fram­lög lög­að­ila til Vinstri grænna rúm­lega 3,3 millj­ónir króna og af þeirri upp­hæð kom tæp­lega 56 pró­sent frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­veg­i. 

Stærstu sjáv­ar­úr­vegs­fyr­ir­tæki gáfu flestum

Af stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins gaf Sam­herji öllum flokk­unum þremur í fyrra. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn fengu 400 þús­und krónur frá sjáv­ar­út­vegs­ris­anum og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 200 þús­und.

Sam­herji ehf., á 7,1 pró­­sent alls úthlut­aðs kvóta á Íslandi. Síld­­ar­vinnslan heldur svo á 5,3 pró­­sent allra afla­heim­ilda, en hún er í 44,6 pró­­sent eigu Sam­herja auk þess sem Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni. Síld­ar­vinnslan gaf bæði Fram­sókn og Vinstri grænum 400 þús­und krónur í fyrra. 

Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið Berg­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. Það félag gaf Sjálf­stæð­is­flokknum 400 þús­und krón­ur. 

Samherji hefur verið í miklu brimróti undanfarnar vikur eftir umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mútu­greiðsl­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­þús­undum gagna og upp­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns Sam­herja í Namib­íu. Þegar er búið að hand­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­íu, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­ónir namibískra doll­­­­ara, jafn­­­­virði 860 millj­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shanghala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður namibísku rík­­­­is­út­­­­­­­gerð­­­­ar­innar Fishcor nýver­ið, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­sonur Esau, Ricardo Gustavo, sam­­­­starfs­­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, ákærð­­­ir.

Mál Sam­herja er til rann­sóknar í Namib­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­mála­rann­sókn.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ákvað skömmu fyrir jól á grund­velli stjórn­sýslu­laga að víkja sæti við með­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­sýslu­kærum tengdum Sam­herja hf. Kristján var fyrir mörgum árum stjórnarformaður Samherja og hann og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja og einn aðaleigandi fyrirtækisins, eru aldarvinir.

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sem á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið FISK-­Seafood sem heldur á 5,34 pró­sent heild­ar­kvót­ans, gaf Fram­sókn­ar­flokknum 200 þús­und krónur en hinum tveimur rík­is­stjórn­ar­flokk­unum 400 þús­und krónur á árinu 2018. FISK á 32,9 pró­­sent í Vinnslu­­stöð­inni í Vest­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­sent heild­­ar­afla­hlut­­deild. Vinnslu­stöðin gaf Sjálf­stæð­is­flokknum 400 þús­und krónur í fyrra. 

Ísfé­lag Vest­manna­eyja gaf bæði Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki 400 þús­und krón­ur.

Fram­sókn fékk líka hámarks­fram­lag frá Skinney Þinga­nes, Eskju, Arn­ar­laxi, Ramma og Löx­um-­fisk­eld­i. 

Vinstri græn fengu 400 þús­und krónur frá HB Granda, sem í dag heitir Brim, auk þess sem Brim, sem í dag heitir Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, gaf þeim 200 þús­und krón­ur.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk líka 400 þús­und krónur frá HB Granda, Þor­birni, Hval, Gjögur og eign­ar­halds­fé­lag­inu Hlér ehf., sem er í eigu eins eig­anda Nesskipa.

Fá aðal­lega fjár­muni frá rík­inu

Meg­in­þorri fjár­magns sem fer í rekstur stjórn­mála­flokka kemur hins vegar nú úr rík­is­sjóði. Árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­­­mála­­flokk­anna sem eiga full­­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­­is­­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­­sent, að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþingi. Fram­lög úr rík­­­is­­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Einu flokk­­­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­­kosn­­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­­lega 2,8 millj­­­­örðum króna úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­­semi sinn­i. 

Tekjur Vinstri grænna voru alls 146,7 millj­­ónir króna í fyrra. Að upp­­i­­­­stöðu komu þær tekjur úr rík­­­is­­­sjóði, eða 124,5 millj­­­ónir króna. Það þýðir að 85 pró­­­sent af tekjum flokks­ins komu úr sam­eig­in­­­legum sjóð­­­um. 

Vinstri græn fengu 16,9 pró­­­sent í síð­­­­­ustu kosn­­­ingum og ell­efu þing­­menn kjörna. 

Rekstur Vinstri grænna kost­aði alls 112 millj­­­ónir króna í fyrra og því skil­aði rekst­­­ur­inn tölu­verðum hagn­aði eða alls 33,6 millj­­ónum króna. Flokk­­­ur­inn skuld­aði 7,4 millj­­­ónir króna í lok síð­­­asta árs og lækk­­­uðu skuldir hans milli ára úr 37,5 millj­­­ónum króna. 

Tekjur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins voru alls 367,6 millj­­ónir króna í fyrra en alls komu 180,7 millj­­ónir úr rík­­is­­sjóði. Það þýðir að tæpur helm­ingur af tekjum flokks­ins komu úr sam­eig­in­­­legum sjóð­­­um. Tekjur flokks­ins juk­ust um 48,2 pró­­sent frá árinu 2017 en þá voru þær 248,1 milljón króna.

Rekstur flokks­ins kost­aði alls 373,7 millj­­­ónir króna í fyrra. Flokk­­­ur­inn skuld­aði 430,9 millj­­­ónir króna í lok síð­­­asta árs og hækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 421,8 millj­­­ónum króna.

Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn tap­aði rúm­­lega tveimur millj­­ónum króna í fyrra, sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi, en rík­­is­fram­lög voru bróð­­ur­­partur tekna flokks­ins. Tæp­­lega 80 millj­­ónir komu til flokks­ins úr rík­­is­­sjóði, í sam­an­­burði við 44 millj­­ónir árið 2017. Heild­­ar­­tekjur flokks­ins námu 121 milljón í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar