Ómöguleg staða að pólitískt kjörinn ráðherra veiti sérstakar fjárheimildir til rannsókna

Það er ómögulegar aðstæður fyrir bæði ákæruvaldið og stjórnmálamenn að vera í að vera að bregðast við með sérstökum fjárheimildum þegar ráðast þarf í stórar rannsóknir. Peningarnir þurfa einfaldlega að vera til staðar.

Helgi Magnús Gunnarsson
Auglýsing

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir það vera lykilatriði að ákæruvaldið sé sjálfstætt. „Með sjálfstæði á ég við að það séu engin utanaðkomandi öfl, peningaöfl eða pólitísk sem hafi áhrif á afgreiðslur sakamála. Það er mjög mikilvægt. Stærsti þátturinn í sjálfstæði ákæruvaldsins er að það hafi peninga til að sinna þeim verkefnum sem ákæruvaldið á að sinna. Besta leiðin til að skerða sjálfstæði ákæruvaldsins og skerða getu þess til að rannsaka og saksækja mál er að passa upp á að það hafi ekki næga peninga. Það er ósköp einfalt.“ 

Þetta er meðal þess sem kom fram í ítarlegu viðtali Kjarnans við Helga Magnús sem birt var á annan í jólum. 

Gefið í og dregið úr

Hrunmálin, þ.e. sakamálin sem urðu vegna bankahrunsins, voru sótt af miklum krafti og mörg þeirra skiluðu þungum dómum yfir þeim sem sátu á sakamannabekk í þeim. Í  miðri á, þ.e. árið 2013, var hins vegar ráðist í mikinn niðurskurð á framlögum til embættis sérstaks saksóknara, sem gerði það meðal annars að verkum að embættið gat ekki klárað rannsókn á mörgum málum tengdum hruninu.

Nýlega, þegar Samherjamálið svokallaða kom upp á yfirborðið, varð svo harðvítug pólitísk umræða um hvers konar fjárheimildir embætti héraðssaksóknara, sem sinnir nú efnahagsbrotarannsóknum, þyrfti til að geta tekist á við það. Í minnisblaði sem Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sendi til dómsmálaráðuneytisins í nóvember kom fram að um hundrað mál biði rannsóknar hjá embættinu og að núverandi starfsmannafjöldi dygði ekki til að sinna öllum þeim rannsóknarverkefnum sem það þarf að takast á við að óbreyttu, hvað þá viðbótarmálum af stærra umfangi. Meiri fjármuni þyrfti til. 

Ómöguleg staða bæði fyrir ákæruvaldið og stjórnmálamenn

Helgi Magnús segir þetta einfaldlega ómögulega stöðu að vera í að pólitísk kjörinn ráðherra sé að veita sérstaklega fjárheimildir til rannsókna eða saksókna á tilteknum málum. „Í okkar smáa og fámenna kerfi koma reglulega upp stór mál sem setja alla verkefnastöðu á hliðina. Ef slík mál eiga að fá fullnægjandi framgang innan eðlilegs tíma þarf oft tímabundið að fjölga starfsmönnum og kosta meiru til einnig vegna annarra mála sem annars geta lent á bið. Til þess þarf að tryggja peninga og fjárveitingavaldið er hjá Alþingi en oftast með milligöngu ráðherra sem gera tillögur um fjárútlátin. Slíkar ákvarðanir um fjárútlát í einstökum málum eru óheppilegar. Í fyrsta lagi býður þetta upp á það að, ef við værum með þannig stjórnmálamenn að þeir vilji hafa áhrif á niðurstöðu stórra efnahagsbrotamála gegn fjársterkum aðilum sem gætu verið tengdir þeim á einhvern hátt, að þeir vilji nú kannski ekkert að þetta eða hitt málið fái framgang. Þetta býður líka heim þeirri hættu að stjórnmálamenn eru settir í þá aðstöðu að trúverðugleiki þeirra er alltaf undir.“

Auglýsing
Hann segir að hæfi geti virkað á ýmsa vegu. „Hæfi getur bæði virkað þannig að ef þú ert vanhæfur, vegna tengsla við einhvern aðila máls, þá getur þú misnotað aðstöðu þína þeim í hag sem er þér tengdur, en þú getur líka lent í því að til að sanna að þú sért ekki að misnota aðstæður þínar þá gengurðu lengra en tilefni er til og brýtur á þeim hinum sama. Hæfi snýst því ekki endilega um raunverulega misnotkun á stöðu einhverjum til góðs eða ills heldur að það sé hægt að treysta því að slíkt gerist ekki. Þetta er ómögulegar aðstæður fyrir bæði ákæruvaldið og stjórnmálamenn að vera í.“

Helgi Magnús segist hafa rætt þessi mál við ríkissaksóknara á hinum Norðurlöndunum á fundi þeirra fyrir nokkrum árum þar sem sjálfstæði ákæruvaldsins var til umfjöllunar og hvort framgangur einstakra stórra mála ráðist af sérstökum fjárheimildum sem veittar eru utan hins venjulega ramma fjárlaga. Í máli þeirra hafi komið fram að þar væri ætið svigrúm innan ákæruvaldsins til að færa til fé þegar það þarf á því að halda þegar einhver stórmál koma upp.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent