Jákvæðara viðhorf til gangs efnahagsmála

Stjórnendur í atvinnulífinu eru bjartsýnni nú á stöðu mála í hagkerfinu, en þeir voru fyrir ári. Aðstæður eru þó krefjandi víða og lítið um nýráðningar.

Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum vetr­ar­könn­unar Gallup sem fram­kvæmd var í des­em­ber meðal 400 ­stærstu fyr­ir­tækja lands­ins voru við­horf fyr­ir­tækja til núver­andi efna­hags­að­stæðna betri en bæði í haust­könn­un­inni og vetr­ar­könn­un­inni fyrir ári. 

Þetta kemur fram í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands, frá fundi hennar fyrr í mán­uð­in­um, 9. og 10. des­em­ber, en hún var birt í dag. 

Nefndin ákvað að fara eftir til­lögu Ásgeirs Jóns­son­ar, seðla­banka­stjóra, um að halda vöxtum óbreyttum í 3 pró­sent­um, en þegar ákvörð­unin var tekið mæld­ist verð­bólga 2,7 pró­sent. Hún lækk­aði hins vegar í 2 pró­sent, við síð­ustu mæl­ingu henn­ar. Verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Auglýsing

Sam­kvæmt fyrr­nefndri könnun Gallup eru stjórn­endur fyr­ir­tækja nú jákvæðri en þeir voru á sama tíma í fyrra.

„Stjórn­endur eru þó tölu­vert jákvæð­ari um horf­urnar á næstu sex mán­uðum en bæði sl. haust og vet­ur­inn 2018. Tæp 55% stjórn­enda töld­u nú­ver­andi aðstæður hvorki góðar né slæmar og um 31% taldi þær góð­ar. Horft til næstu sex ­mán­aða töldu tæp 28% að aðstæður í efna­hags­líf­inu batni og um 46% að þær verði hvorki betri né verri. Rúm­lega fimmt­ungur fyr­ir­tækja taldi að aðstæður verði verri eftir sex mán­uði eða nokkru færri en í haust. Stjórn­endur eru þó lít­ils háttar svart­sýnni um þróun inn­lendr­ar eft­ir­spurnar en í haust­könn­un­inni, einkum stjórn­endur í bygg­inga­starf­semi og sam­göng­um, ­flutn­ingum og ferða­þjón­ustu. Vænt­ingar um erlenda eft­ir­spurn bötn­uðu lít­il­lega frá því í haust, einkum meðal stjórn­enda í fjár­mála­þjón­ustu og versl­un,“ segir í fund­ar­gerð­inn­i. 

Í pen­inga­stefnu­nefnd­inni, sem sat des­em­ber fund nefnd­ar­inn­ar, voru auk seðla­banka­stjóra, Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri, Gylfi Zoega pró­fess­or, Katrín Ólafs­dóttir lekt­or, og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son aðal­hag­fræð­ing­ur. Þór­ar­inn gengur nú úr nefnd­inni, þar sem nýr vara­seðla­banka­stjóri á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika, Gunnar Jak­obs­son, mun taka sæti í nefnd­inni, lögum sam­kvæmt. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent