Mest lesnu fréttir ársins 2019

Hvað eiga Þorsteinn Már Baldvinsson, minnislaus Gunnar Bragi Sveinsson, háskólamaður í Bandaríkjunum, uppljóstrari í Namibiu og hjólandi borgarstjóri sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu frétta ársins á Kjarnanum.

fréttirársins20192.jpg
Auglýsing

5. Þor­steinn Már með alla þræði í hendi sér

Engin hefð­bundin fram­­kvæmda­­stjórn var hjá Sam­herja heldur liggja allir þræð­irnir við stjórnun þess, um stór og smá mál, til for­­stjór­ans og stórs eig­anda, Þor­­steins Más Bald­vins­­son­­ar. 

Þetta var meðal þess sem fram kom í gögnum sem Wiki­leaks birti í tengslum við umfjöllun um Sam­herja í nóv­em­ber 2019.

Þar er meðal ann­ars að finna úttekt sem sér­­fræð­ingar á vegum KPMG í Hollandi unn­u á starf­­semi Sam­herja. Til­­­gangur skýrslu sér­­fræð­ing­ana frá Hollandi var að gefa yfir­­lit af starf­­semi Sam­herja, og ekki síst „flókið inn­­an­húss hag­­kerfi stór­­fyr­ir­tækis sem starfar víða um heim,“ eins og orð­rétt segir í bók­inn­i. 

Auglýsing
Það var mat sér­­fræð­ing­ana að í grund­vallar atriðum væri skipu­­rit félags­­ins ein­falt: Þor­­steinn Már ræð­­ur.

Lestu frétt­ina í heild sinni hér.

4. Gunnar Bragi: Fór í algjört minnis­leysi og týndi föt­unum mínum

„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á bar­inn og einum og hálfum sól­­­ar­hring eft­­ir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnis­­leysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upp­­tök­­urn­­ar, ég týndi föt­unum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjand­­anum gengur á þarna.“

Þetta sagði Gunnar Bragi Sveins­­son, þing­­maður og vara­­for­­maður Mið­­flokks­ins, í við­tali í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í jan­úar 2019. Hann sagð­ist hafa týnt frakk­­anum sínum og lyklunum þetta kvöld.

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

3.  Krist­ján Vil­helms­son kvart­aði yfir skrifum Jóns Steins­sonar við Col­umbia

„Í krafti stöðu minnar sem for­­maður stjórnar Útvegs­­manna­­fé­lags Norð­­ur­lands beini ég þeirri spurn­ingu til þín hvort slíkur póli­­tískur áróður sam­ræm­ist siða­­reglum Col­umbi­a-há­­skóla.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í bréfi sem Krist­ján Vil­helms­­son, stærsti eig­andi og útgerð­­ar­­stjóri Sam­herja, sendi til banda­ríska háskól­ans Col­umbia vegna skrifa Jóns Steins­­son­­ar, sem hag­fræð­ings sem starf­aði við skól­ann. 

Skrif Jóns höfðu verið um íslenskan sjá­v­­­ar­út­­­veg og aðrar fjár­­­fest­ingar eig­enda sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja, höfðu birst á íslenskum miðlum ein­vörð­ungu og hann not­aði ekki nafn Col­umbi­a-há­­skóla vegna þeirra. Bréfa­­send­ingin hafði engin áhrif á stöðu Jóns innan háskól­ans. 

Lestu frétt­ina í heild sinni hér.

2. Sam­herji brást við yfir­vof­andi umfjöllun

Dag­inn áður en að umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Sam­herja hófst sendi það frá sér yfir­­lýs­ingu, þar sem sagði að félagið hafi orðið þess áskynja að fyrr­ver­andi stjórn­­andi félags­­ins í Namib­­íu, Jóhannes Stef­áns­­son, hefði farið til fjöl­miðla og „lagt fram alvar­­legar ásk­anir á hendur núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­­endum Sam­herj­­a“. „Við tökum þessu mjög alvar­­lega og höfum ráðið alþjóð­­legu lög­­­manns­­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að fram­­kvæma ítar­­lega rann­­sókn á starf­­sem­inni í Afr­íku. Þar til nið­­ur­­stöður þeirrar rann­­sóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um ein­stakar ásak­an­ir,“ sagði í yfir­­lýs­ingu Sam­herja.

Auglýsing
Jafn­framt sagði í yfir­­lýs­ing­unni að Sam­herji hafi viljað „setj­­­ast nið­­ur“ með RÚV til að fara yfir upp­­lýs­ing­­ar, en því hafi verið hafn­að. 

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

1. Trúði ekki að hjólandi Dagur væri borg­ar­stjóri

Yfir­­­maður örygg­is­­mála við Höfða þrí­­­spurði starfs­­mann send­i­ráðs Banda­­ríkj­anna hvort að Dagur B. Egg­erts­­son væri virki­­lega borg­­ar­­stjór­inn í Reykja­vík þegar Dagur kom í Höfða í byrjun sept­em­ber til að vera við­staddur fund með Mike Pence, vara­­for­­seta Banda­­ríkj­anna.

Á­stæðan fyrir því að yfir­­­mað­­ur­inn trúði ekki að Dagur gæti verið borg­­ar­­stjóri var sú að Dagur var hjólandi. „Ég hef aldrei hitt borg­­ar­­stjóra á hjóli áður,“ sagði yfir­­­mað­­ur­inn á ensku við borg­­ar­­stjór­ann. 

Frétt af þessu atviki var mest lesna frétt Kjarn­ans á árinu 2019.

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk