Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.

þorsteinn már.jpg
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herji hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem segir að félagið hafi orðið þess áskynja að fyrr­ver­andi stjórn­andi félags­ins í Namib­íu, Jóhannes Stef­áns­son, hafi farið til fjöl­miðla og „lagt fram alvar­legar ásk­anir á hendur núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­endum Sam­herj­a“. „Við tökum þessu mjög alvar­lega og höfum ráðið alþjóð­legu lög­manns­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að fram­kvæma ítar­lega rann­sókn á starf­sem­inni í Afr­íku. Þar til nið­ur­stöður þeirrar rann­sóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um ein­stakar ásak­an­ir,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni, sem birt hefur verið á vef Sam­herja, að Sam­herji hafi vilja „setj­ast nið­ur“ með RÚV til að fara yfir upp­lýs­ing­ar, en því hafi verið hafn­að. 

Á Face­book síðu RÚV hefur verið birt stutt mynd­band, þar sem fram kemur að Kveik­ur, frétta­skýr­inga­þátt­ur, sé að fara fjalla um mál­efni íslensks stór­fyr­ir­tækis í þætt­inum á morg­un. 

Auglýsing

„Við höfum sér­stak­lega óskað eftir að fá að setj­ast niður með Rík­is­út­varp­inu og fara yfir upp­lýs­ingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyr­ir­hug­aða umfjöll­un. Þeirri beiðni hefur jafn­harðan verið hafnað og hefur Rík­is­út­varpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan mynda­vél­ar. Teljum við þær upp­lýs­ingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri til­lits­laust vegna hags­muna þeirra ein­stak­linga sem málið varð­ar.

„Öll starf­semi Sam­herja og tengdra félaga var undir ítar­legri rann­sókn árum saman án þess að nokkuð athuga­vert hafi fund­ist. Var allt okkar bók­hald, tölvu­póstar og öll önnur gögn skoðuð ítar­lega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afr­íku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og vill­andi ásök­unum frá fyrr­ver­andi starfs­manni sem enn á ný eru mat­reiddar af sömu aðilum og fjöl­miðlum og í Seðla­banka­mál­in­u,“ segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja.

Það sem við teljum rétt að koma á fram­færi á þessum tíma­punkti er að þegar við urðum þess áskynja í árs­byrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstr­inum í Namibíu sendum við fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mann hjá sér­stökum sak­sókn­ara til Namib­íu. Eftir nokk­urra mán­aða vinnu hans var nið­ur­staðan að segja umræddum starfs­manni upp störfum án tafar vegna óásætt­an­legrar fram­göngu hans og hegð­un­ar. Mik­ill tími hefur farið í að ná tökum á rekstr­inum en starfs­mað­ur­inn fyrr­ver­andi hefur sam­hliða, beint og ásamt sam­starfs­mönnum sín­um, kraf­ist hárra fjár­hæða frá Sam­herja.

Sam­herji hefur lagt sig fram um að vinna í sam­ræmi við lög og reglur sem gilda í þeim löndum sem félagið starfar í. Höfum við í því sam­hengi unnið náið með stjórn­völdum í Namib­íu, bæði með skatt­yf­ir­völdum og Seðla­banka Namib­íu. Má þar nefna að frá síð­ari hluta árs 2016 hefur öllum virð­is­auka­skatt­skyldum fyr­ir­tækjum í Namibíu verið skylt að fara í gegnum  ít­ar­lega skoðun hjá skatt­yf­ir­völdum á tveggja mán­aða fresti þar sem allir reikn­ingar eru yfir­farn­ir. Á það við um okkar félög eins og öll önnur fyr­ir­tæki í Namib­íu.

Frá því að við hófum starf­semi í Namibíu hefur legið fyrir að um tíma­bund­inn rekstur sé að ræða. Gerðir voru samn­ingar við ýmsa kvóta­hafa, allt frá samn­ingum til örfárra mán­aða til fimm ára en umræddir samn­ingar eru nú allir útrunn­ir. Þá hafa namibísk stjórn­völd unnið að breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu á und­an­förnum árum með það fyrir augum að draga úr notkun frysti­tog­ara og auka vægi land­vinnslu ásamt því að leggja aukna áherslu á að eign­ar­hald og stjórnun sé í höndum inn­lendra aðila. Í því skyni hefur eitt skip þegar verið selt og við­ræður staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Sam­herja í Namibíu til þar­lendra aðila,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent