Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.

þorsteinn már.jpg
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herji hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem segir að félagið hafi orðið þess áskynja að fyrr­ver­andi stjórn­andi félags­ins í Namib­íu, Jóhannes Stef­áns­son, hafi farið til fjöl­miðla og „lagt fram alvar­legar ásk­anir á hendur núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­endum Sam­herj­a“. „Við tökum þessu mjög alvar­lega og höfum ráðið alþjóð­legu lög­manns­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að fram­kvæma ítar­lega rann­sókn á starf­sem­inni í Afr­íku. Þar til nið­ur­stöður þeirrar rann­sóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um ein­stakar ásak­an­ir,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni, sem birt hefur verið á vef Sam­herja, að Sam­herji hafi vilja „setj­ast nið­ur“ með RÚV til að fara yfir upp­lýs­ing­ar, en því hafi verið hafn­að. 

Á Face­book síðu RÚV hefur verið birt stutt mynd­band, þar sem fram kemur að Kveik­ur, frétta­skýr­inga­þátt­ur, sé að fara fjalla um mál­efni íslensks stór­fyr­ir­tækis í þætt­inum á morg­un. 

Auglýsing

„Við höfum sér­stak­lega óskað eftir að fá að setj­ast niður með Rík­is­út­varp­inu og fara yfir upp­lýs­ingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyr­ir­hug­aða umfjöll­un. Þeirri beiðni hefur jafn­harðan verið hafnað og hefur Rík­is­út­varpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan mynda­vél­ar. Teljum við þær upp­lýs­ingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri til­lits­laust vegna hags­muna þeirra ein­stak­linga sem málið varð­ar.

„Öll starf­semi Sam­herja og tengdra félaga var undir ítar­legri rann­sókn árum saman án þess að nokkuð athuga­vert hafi fund­ist. Var allt okkar bók­hald, tölvu­póstar og öll önnur gögn skoðuð ítar­lega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afr­íku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og vill­andi ásök­unum frá fyrr­ver­andi starfs­manni sem enn á ný eru mat­reiddar af sömu aðilum og fjöl­miðlum og í Seðla­banka­mál­in­u,“ segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja.

Það sem við teljum rétt að koma á fram­færi á þessum tíma­punkti er að þegar við urðum þess áskynja í árs­byrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstr­inum í Namibíu sendum við fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mann hjá sér­stökum sak­sókn­ara til Namib­íu. Eftir nokk­urra mán­aða vinnu hans var nið­ur­staðan að segja umræddum starfs­manni upp störfum án tafar vegna óásætt­an­legrar fram­göngu hans og hegð­un­ar. Mik­ill tími hefur farið í að ná tökum á rekstr­inum en starfs­mað­ur­inn fyrr­ver­andi hefur sam­hliða, beint og ásamt sam­starfs­mönnum sín­um, kraf­ist hárra fjár­hæða frá Sam­herja.

Sam­herji hefur lagt sig fram um að vinna í sam­ræmi við lög og reglur sem gilda í þeim löndum sem félagið starfar í. Höfum við í því sam­hengi unnið náið með stjórn­völdum í Namib­íu, bæði með skatt­yf­ir­völdum og Seðla­banka Namib­íu. Má þar nefna að frá síð­ari hluta árs 2016 hefur öllum virð­is­auka­skatt­skyldum fyr­ir­tækjum í Namibíu verið skylt að fara í gegnum  ít­ar­lega skoðun hjá skatt­yf­ir­völdum á tveggja mán­aða fresti þar sem allir reikn­ingar eru yfir­farn­ir. Á það við um okkar félög eins og öll önnur fyr­ir­tæki í Namib­íu.

Frá því að við hófum starf­semi í Namibíu hefur legið fyrir að um tíma­bund­inn rekstur sé að ræða. Gerðir voru samn­ingar við ýmsa kvóta­hafa, allt frá samn­ingum til örfárra mán­aða til fimm ára en umræddir samn­ingar eru nú allir útrunn­ir. Þá hafa namibísk stjórn­völd unnið að breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu á und­an­förnum árum með það fyrir augum að draga úr notkun frysti­tog­ara og auka vægi land­vinnslu ásamt því að leggja aukna áherslu á að eign­ar­hald og stjórnun sé í höndum inn­lendra aðila. Í því skyni hefur eitt skip þegar verið selt og við­ræður staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Sam­herja í Namibíu til þar­lendra aðila,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent