Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.

þorsteinn már.jpg
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herji hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem segir að félagið hafi orðið þess áskynja að fyrr­ver­andi stjórn­andi félags­ins í Namib­íu, Jóhannes Stef­áns­son, hafi farið til fjöl­miðla og „lagt fram alvar­legar ásk­anir á hendur núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­endum Sam­herj­a“. „Við tökum þessu mjög alvar­lega og höfum ráðið alþjóð­legu lög­manns­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að fram­kvæma ítar­lega rann­sókn á starf­sem­inni í Afr­íku. Þar til nið­ur­stöður þeirrar rann­sóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um ein­stakar ásak­an­ir,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni, sem birt hefur verið á vef Sam­herja, að Sam­herji hafi vilja „setj­ast nið­ur“ með RÚV til að fara yfir upp­lýs­ing­ar, en því hafi verið hafn­að. 

Á Face­book síðu RÚV hefur verið birt stutt mynd­band, þar sem fram kemur að Kveik­ur, frétta­skýr­inga­þátt­ur, sé að fara fjalla um mál­efni íslensks stór­fyr­ir­tækis í þætt­inum á morg­un. 

Auglýsing

„Við höfum sér­stak­lega óskað eftir að fá að setj­ast niður með Rík­is­út­varp­inu og fara yfir upp­lýs­ingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyr­ir­hug­aða umfjöll­un. Þeirri beiðni hefur jafn­harðan verið hafnað og hefur Rík­is­út­varpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan mynda­vél­ar. Teljum við þær upp­lýs­ingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri til­lits­laust vegna hags­muna þeirra ein­stak­linga sem málið varð­ar.

„Öll starf­semi Sam­herja og tengdra félaga var undir ítar­legri rann­sókn árum saman án þess að nokkuð athuga­vert hafi fund­ist. Var allt okkar bók­hald, tölvu­póstar og öll önnur gögn skoðuð ítar­lega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afr­íku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og vill­andi ásök­unum frá fyrr­ver­andi starfs­manni sem enn á ný eru mat­reiddar af sömu aðilum og fjöl­miðlum og í Seðla­banka­mál­in­u,“ segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja.

Það sem við teljum rétt að koma á fram­færi á þessum tíma­punkti er að þegar við urðum þess áskynja í árs­byrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstr­inum í Namibíu sendum við fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mann hjá sér­stökum sak­sókn­ara til Namib­íu. Eftir nokk­urra mán­aða vinnu hans var nið­ur­staðan að segja umræddum starfs­manni upp störfum án tafar vegna óásætt­an­legrar fram­göngu hans og hegð­un­ar. Mik­ill tími hefur farið í að ná tökum á rekstr­inum en starfs­mað­ur­inn fyrr­ver­andi hefur sam­hliða, beint og ásamt sam­starfs­mönnum sín­um, kraf­ist hárra fjár­hæða frá Sam­herja.

Sam­herji hefur lagt sig fram um að vinna í sam­ræmi við lög og reglur sem gilda í þeim löndum sem félagið starfar í. Höfum við í því sam­hengi unnið náið með stjórn­völdum í Namib­íu, bæði með skatt­yf­ir­völdum og Seðla­banka Namib­íu. Má þar nefna að frá síð­ari hluta árs 2016 hefur öllum virð­is­auka­skatt­skyldum fyr­ir­tækjum í Namibíu verið skylt að fara í gegnum  ít­ar­lega skoðun hjá skatt­yf­ir­völdum á tveggja mán­aða fresti þar sem allir reikn­ingar eru yfir­farn­ir. Á það við um okkar félög eins og öll önnur fyr­ir­tæki í Namib­íu.

Frá því að við hófum starf­semi í Namibíu hefur legið fyrir að um tíma­bund­inn rekstur sé að ræða. Gerðir voru samn­ingar við ýmsa kvóta­hafa, allt frá samn­ingum til örfárra mán­aða til fimm ára en umræddir samn­ingar eru nú allir útrunn­ir. Þá hafa namibísk stjórn­völd unnið að breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu á und­an­förnum árum með það fyrir augum að draga úr notkun frysti­tog­ara og auka vægi land­vinnslu ásamt því að leggja aukna áherslu á að eign­ar­hald og stjórnun sé í höndum inn­lendra aðila. Í því skyni hefur eitt skip þegar verið selt og við­ræður staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Sam­herja í Namibíu til þar­lendra aðila,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent