Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.

þorsteinn már.jpg
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herji hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem segir að félagið hafi orðið þess áskynja að fyrr­ver­andi stjórn­andi félags­ins í Namib­íu, Jóhannes Stef­áns­son, hafi farið til fjöl­miðla og „lagt fram alvar­legar ásk­anir á hendur núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­endum Sam­herj­a“. „Við tökum þessu mjög alvar­lega og höfum ráðið alþjóð­legu lög­manns­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að fram­kvæma ítar­lega rann­sókn á starf­sem­inni í Afr­íku. Þar til nið­ur­stöður þeirrar rann­sóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um ein­stakar ásak­an­ir,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni, sem birt hefur verið á vef Sam­herja, að Sam­herji hafi vilja „setj­ast nið­ur“ með RÚV til að fara yfir upp­lýs­ing­ar, en því hafi verið hafn­að. 

Á Face­book síðu RÚV hefur verið birt stutt mynd­band, þar sem fram kemur að Kveik­ur, frétta­skýr­inga­þátt­ur, sé að fara fjalla um mál­efni íslensks stór­fyr­ir­tækis í þætt­inum á morg­un. 

Auglýsing

„Við höfum sér­stak­lega óskað eftir að fá að setj­ast niður með Rík­is­út­varp­inu og fara yfir upp­lýs­ingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyr­ir­hug­aða umfjöll­un. Þeirri beiðni hefur jafn­harðan verið hafnað og hefur Rík­is­út­varpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan mynda­vél­ar. Teljum við þær upp­lýs­ingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri til­lits­laust vegna hags­muna þeirra ein­stak­linga sem málið varð­ar.

„Öll starf­semi Sam­herja og tengdra félaga var undir ítar­legri rann­sókn árum saman án þess að nokkuð athuga­vert hafi fund­ist. Var allt okkar bók­hald, tölvu­póstar og öll önnur gögn skoðuð ítar­lega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afr­íku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og vill­andi ásök­unum frá fyrr­ver­andi starfs­manni sem enn á ný eru mat­reiddar af sömu aðilum og fjöl­miðlum og í Seðla­banka­mál­in­u,“ segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja.

Það sem við teljum rétt að koma á fram­færi á þessum tíma­punkti er að þegar við urðum þess áskynja í árs­byrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstr­inum í Namibíu sendum við fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mann hjá sér­stökum sak­sókn­ara til Namib­íu. Eftir nokk­urra mán­aða vinnu hans var nið­ur­staðan að segja umræddum starfs­manni upp störfum án tafar vegna óásætt­an­legrar fram­göngu hans og hegð­un­ar. Mik­ill tími hefur farið í að ná tökum á rekstr­inum en starfs­mað­ur­inn fyrr­ver­andi hefur sam­hliða, beint og ásamt sam­starfs­mönnum sín­um, kraf­ist hárra fjár­hæða frá Sam­herja.

Sam­herji hefur lagt sig fram um að vinna í sam­ræmi við lög og reglur sem gilda í þeim löndum sem félagið starfar í. Höfum við í því sam­hengi unnið náið með stjórn­völdum í Namib­íu, bæði með skatt­yf­ir­völdum og Seðla­banka Namib­íu. Má þar nefna að frá síð­ari hluta árs 2016 hefur öllum virð­is­auka­skatt­skyldum fyr­ir­tækjum í Namibíu verið skylt að fara í gegnum  ít­ar­lega skoðun hjá skatt­yf­ir­völdum á tveggja mán­aða fresti þar sem allir reikn­ingar eru yfir­farn­ir. Á það við um okkar félög eins og öll önnur fyr­ir­tæki í Namib­íu.

Frá því að við hófum starf­semi í Namibíu hefur legið fyrir að um tíma­bund­inn rekstur sé að ræða. Gerðir voru samn­ingar við ýmsa kvóta­hafa, allt frá samn­ingum til örfárra mán­aða til fimm ára en umræddir samn­ingar eru nú allir útrunn­ir. Þá hafa namibísk stjórn­völd unnið að breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu á und­an­förnum árum með það fyrir augum að draga úr notkun frysti­tog­ara og auka vægi land­vinnslu ásamt því að leggja aukna áherslu á að eign­ar­hald og stjórnun sé í höndum inn­lendra aðila. Í því skyni hefur eitt skip þegar verið selt og við­ræður staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Sam­herja í Namibíu til þar­lendra aðila,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent