Gunnar Bragi: Fór í algjört minnisleysi og týndi fötunum mínum

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru gestir 21 á Hringbraut í kvöld. Þar ræða þeir Klaustursmálið og endurkomu sína á Alþingi.

GBS og BO.png
Auglýsing

„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, í viðtali við Lindu Blöndal í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem verður frumsýndur klukkan 21 um kvöldið alræmda sem hann eyddi á Klausturbar í nóvember. Hann segist hafa týnt frakkanum sínum og lyklunum þetta kvöld.

Ásamt Gunnari Braga er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gestur þáttarins þar sem þeir ræða Klaustursmálið og endurkoma sína á þing í dag. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvöldsins hér að neðan.


Gunnar Bragi segir að reiðin í röddinni á þeim manni sem hafi talað á upptökunum af Klausturbar sé honum áhyggjuefni. 

Þess vegna hafi hann verið að leita sér aðstoðar og þess vegna hafi hann ekki smakkað áfengi frá 20. nóvember. „Vegna þess að ég vil komast að því hvað þarna gerðist áður en einhver önnur skref eru tekin.“

Auglýsing
Bergþór segist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa og niðurstaða þess var að hann setti sig í ótímabundið áfengisleyfi þótt niðurstaða þeirra samtala hafi verið að hann sé ekki alkohólisti. „Ég taldi það bara ekki réttlætanlegt, og við erum búin að ræða það mikið inni á þingi undanfarna mánuði, að á meðan að 600 manns eru á biðlista hjá SÁÁ þá ætla ég ekki að fara í meðferð til að haka við einhver box.“

Í þættinum ræða þeir einnig ítarlega um af hverju þeir ákváðu að snúa aftur á þing, hvort þeir hafi einhvern tímann hugleitt af alvöru að stíga endanlega til hliðar og viðbrögð þeirra sem urðu fyrir orðum þeirra á Klausturbar þann 20. nóvember sem nú þurfa að vinna með þeim á Alþingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent