Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur

Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".

Auglýsing
Kápa_Maddama_Frontur.jpg

Við Íslend­ingar erum fámenn þjóð og má kalla krafta­verk að okkur tak­ist að halda úti öllu því menn­ing­ar­starfi sem sjá má blómstra - mér liggur við að segja útum allt. Sem er þó ekki alveg satt, því það verður líka að segj­ast eins og er að lands­byggðin er fremur afskipt þegar kemur að deil­ingu menn­ing­ar­gæða. Þess vegna er það þeim mun stór­kost­legra þegar birt­ist vandað fræði­rit sem tekið er saman í skjóli Vatna­jök­uls og hver hefði trúað því? Það heitir „Madda­ma, kerl­ing, fröken, frú. Konur í íslenskum nútíma­bók­menntum" og hefur að geyma hvorki meira né minna en 31 grein um þær bók­menntir nútím­ans sem segja frá konum og kjörum þeirra, auk vand­aðs for­mála eftir Silju Aðal­steins­dótt­ur.

Það er Soffía Auður Birg­is­dóttir sem á heið­ur­inn af þessu afreki. Hún hefur um ára­bil verið verk­efna­stjóri við háskóla­setrið á Höfn í Horna­firði og útgáfa „Maddöm­unnar ..." er hluti af hennar rann­sókn­ar- og fræði­störfum þar. Þá er bókin gefin út í til­efni sex­tugs­af­mælis Soffíu Auðar og fer vel á því að taka saman gull­mol­ana á slíkum tíma­mótum og bjóða til les­veislu.

Les­andi bókar er yfir­leitt einn um sinn lest­ur. Lest­ur­inn kallar enda á ákveðna athygli og fer oft­ast best á því að les­and­inn sitji einn að sínu. Að öðrum kosti verður ein­beit­ingin kannski fyrir trufl­un. En les­and­inn getur yfir­leitt ekki deilt upp­lifun sinni með neinum og það getur líka verið mið­ur; stundum vill maður hafa ein­hvern sér við hlið til að spjalla og spek­úlera um það sem vekur hug­hrif og hug­renn­ing­ar. Þá er auð­vitað hægt að stofna les­hring með öðrum og deila sög­unni með því að hver lesi upp­hátt fyrir annan eða skipt­ast á skoð­unum um skáld­verk­in.

„Maddaman ..." er einmitt slíkur les­hringur ef svo má að orði kom­ast. Les­anda er boð­ið, ekki bara í sam­tal um skáld­verk af fjöl­breyttu tagi, heldur til sann­kall­aðrar veislu í nafni góðra bók­mennta og frjórrar umræðu.

Auglýsing
Og hvað er svo á borðum í veislu Soffíu Auð­ar? Hér kennir margra grasa eins og nærri má geta, enda hefur Soffía Auður ekki aðeins verið virk í fræða­sam­fé­lagi bók­mennta, hún er einnig ötull gagn­rýn­andi og hefur í þeirri iðju komið býsna víða við. Val höf­unda kemur tæp­lega á óvart: hér eru í fyr­ir­rúmi þeir sem sagt hafa frá konum og kjörum þeirra. Mér telst til að höf­und­arnir séu 24 og í þeim hópi má finna - svo fáeinir séu nefndir - Hall­dór Lax­ness, Svövu Jak­obs­dótt­ur, Hall­grím Helga­son, Álf­rúnu Gunn­laugs­dótt­ur, Krist­ínu Ómars­dótt­ur, Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur, Elísa­bet Kristín Jök­uls­dótt­ir, Stein­unni Sig­urð­ar­dótt­ur, Steinar Bragi, Auður Jóns­dóttir ... já, þetta er glæsi­legur hópur sem ber uppi nútíma­bók­menntir okkar og þótt auð­vitað megi ávallt hafa skoðun á því að ein­hvern vanti, verður ekki annað sagt um úrval Soffíu Auðar að það gefi giska góða mynd af íslenskum nútímabókmennt­um, þ.e. þeim sem segja frá kon­um.

Í vönd­uðum for­mála að bók­inni rekur Silja Aðal­steins­dóttir feril Soffíu Auðar sem bók­mennta­fræð­ings og full­yrðir að Soffía Auður sé „ein­stak­lega vand­að­ur, hug­mynda­ríkur og glöggur gagn­rýn­andi" og vísar til sjálfrar bók­ar­innar því til sönn­unar ásamt því að benda á dæmi til stuðn­ings.

Silja bendir á að ein­kenn­andi sé fyrir umfjöllun Soffíu Auðar þegar um ræðir skáld­konur sem maður kann­ast við varpar hún einatt nýju og jafn­vel óvæntu ljósi á hug­myndir manns um skáldið og verk þess líkt og sjá má þegar í fyrstu grein bók­ar­inn­ar, sem fjallar um Sölku Völku eftir Hall­dór Lax­ness. Algeng­ast hefur þótt í bók­mennta­fræð­unum að túlka þá sögu sem sam­fé­lags­lega og/eða pólítíska og Soffía Auður afneitar vissu­lega ekki því að þannig megi skilja sög­una um hana Sölku, en færir hins vegar sterk rök fyrir því að sögu Lax­ness megi einnig og jafn­vel fremur túlka sem þroska­sögu Sölku og að það sé sam­band hennar við nán­ast ómálga móð­ur­ina, Sig­ur­línu, og skiln­aður dóttur og móður sem mótar veg Sölku til full­orð­ins­ára. Þetta er athygl­is­verð túlkun og gerir óum­deil­an­lega Sölku að að höf­uð­per­sónu sög­unn­ar.

Fyrri fræði­menn, eins og t.d. Peter Hall­berg, einn fremsti okkar um Lax­ness og verk hans, og Árni Sig­ur­jóns­son, sem skrif­aði dokt­ors­rit­gerð sína um Lax­ness, hafa báðir lyft Arn­aldi fram sem aðal­per­sónu skáld­sög­unnar og þá er líka ljóst að aðal­lega er litið til hins póli­tíska sögu­sviðs; í sögu­lok heldur Arn­aldur áfram meðan Salka verður um kyrrt í þorp­inu. En Soffía Auður bendir á að í raun sendir Salka Arn­ald í burtu, hún hættir ekki á að verða upp á hann komin eins og hún sá móður sína verða háða ofstopa­mann­inum og fylli­bytt­unni Stein­þóri. Salka brýst undan því valda­leysi og sekt­ar­kennd sem er arfur hinnar mál­lausu móður og finnur sinn veg til sjálf­stæð­is; í þessu ljósi er Salka Valka saga Sölku.

Þegar kemur svo að þeim fjölda höf­unda sem Soffía Auður tekur fyrir og maður þekkir aðeins af afspurn er það nán­ast regla og ekki und­an­tekn­ing að fræði­leg gagn­rýni Soffíu Auðar vekur áhuga manns á höf­und­inum og verkum hans. Þannig er því til dæmis farið með Ágústínu Jóns­dótt­ur, sem er ljóð­skáld sem hefur lent utan rad­ars hjá und­ir­rit­uð­um. Um hana og þrjár fyrstu ljóða­bækur henn­ar, Að baki mán­ans (1994), Snjó­birtu (1995) og Sónötu (1995) fjallar Soffía Auður og dregur saman höf­und­ar­ein­kenni Ágústínu þannig að áhugi manns og löngun að lesa hlýtur að vakna:

„Stærstur hluti ljóð­anna er byggður á einka­legri reynslu af til­finn­ing­um  sem fæstir kjósa að deila með fjöld­an­um. List­ræn úrvinnsla slíkrar reynslu er vanda­söm; um leið og hún krefst mik­ils hug­rekkis og ein­lægni af höf­undi verður hún að geta vísað út fyrir sig og öðl­ast almenna skírskotun þannig að les­endur geti sam­samað sig yrk­is­efn­inu. Það er útfrá þessu atriði sem gleggst kemur í ljós hversu gott skáld Ágústína Jóns­dóttir er. Í öllum bók­unum sýnir hún frá­bær tök á ljóð­máli, frum­leika og sjálf­stæði í mynd­máls­sköp­un, um leið og skáld­skapur hennar hefur ótví­rætt almenna skírskot­un."

Bók­menntarýni af þessu tagi stað­festir orð Silju Aðal­steins­dóttur í for­mál­anum þar sem hún talar um vand­aða og hug­mynda­ríka gagn­rýni og það er alveg ljóst að Ágústína Jóns­dóttir mun fá a.m.k. einn nýjan les­anda á næst­unni.Soffía Auður Birgisdóttir.

Að lokum má taka sem dæmi grein Soff­íar Auðar um Vil­borgu Dav­íðs­dóttur og þrí­leik hennar um Auði djúpúðgu, Auður (útg. 2009), Víg­roði (útg. 2012) og Blóðug jörð (2017), en sú bók er til­efni þeirrar greinar sem fjallar um Vil­borgu. Soffía Auður setur skáld­skap Vil­borgar í einkar fróð­legt sögu­legt sam­hengi og einnig í sam­hengi við sam­tím­ann, enda hafa vin­sældir hinnar sögu­legu skáld­sögu farið vax­andi; þá er ekki síður fróð­legt að drepið er laus­lega á hið femíska sam­hengi sögu­legra nútíma­bók­mennta og loks er farið orðum um stíl og efn­is­tök og laus­legur sam­an­burður gerður á tveimur skáldsystrum, þeim Vil­borgu og Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dóttur - ekki til að setja aðra ofar á stall en hina, heldur til að fræða les­and­ann og sýna að margs konar brögðum má beita þegar unnið er með þjóð­menn­ing­una og sagna­arf­inn.

Allt vekur þetta ómældan áhuga les­and­ans á að lesa þær bækur sem um er fjall­að. Um leið og Soffía Auður leiðir les­anda sinn inn í heim þeirra sagna og þeirra höf­unda sem hún tekur fyrir vekur hún áhuga, bæði á því hvernig hún tekur á mál­um, sinni aðferða­fræði og nið­ur­stöð­um, en mun fremur vekur hún áhuga á þeim höf­undum og verkum þeirra sem hún fer um nær­færnum og ákveðnum fræða­hönd­um. Soffíu Auði tekst það sem er og á að vera aðal­hlut­verk bók­mennta­fræð­ings­ins: að leiða les­and­ann líkt og góður leið­sögu­maður inn í undra­heim bók­mennt­anna og sleppir svo hendi og seg­ir: Njóttu!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk