Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar

Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.

Sverrir.3.Sepia.jpeg
Auglýsing

Sverrir Guðjónsson kontratenór gefur út tvær vinyl-hljómplötur í samstarfi við leiðandi íslensk tónskáld, sem semja fyrir raddsvið Sverris, verk sem hann hefur frumflutt. 

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Rökkursöngvar/Twilight Songs er verkefni sem ég hef unnið að á undanförnum árum í samstarfi við leiðandi íslensk tónskáld, sem hafa samið tónlist fyrir mitt kontratenór-raddsvið. Verkið er gefið út á tveimur ‘vinyl’ hljómplötum sem mynda ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar. 

Auglýsing
Rökkursöngvar eru gefnir út í takmörkuðu, handstimpluðu upplagi, svonefndu ‘Collectors’ Item’. Fjöldi hljóðfæraleikara tóku þátt í hljóðritun Rökkursöngva, en auk þess hef ég átt náið samstarf við ljósmyndara verkefnisins, Jónu Þorvaldsdóttur og hönnuðinn, Kristján Frímann Kristjánsson. Niðurhal er innifalið til þess að sem flestir getið notið tónlistarinnar.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Mig langaði að vinna með ákveðið heildarþema, og ber hver hlið ákveðinn titil sem segir sína sögu: I Rökkur; II Nótt; III Maður lifandi; IV Bæn. Vögguvísan „Litfríð og ljóshærð” á vinsælli plötu þegar ég var tólf ára, skapar upphaf og endi þessa ferðalags.

Til þess að myndgera hið tónlistarlega ferðalag lagði ég upp í leit að ferjubáti, sem fannst við hafið, og myndar miðjuna í listrænni útfærslu Rökkursöngva. Þetta verkefni hefur verið í undirbúningi á undanförnum árum og er nú loks tilbúið til útgáfu, og er ég afar þakklátur öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk