Mynd: Bára Huld Beck

Hvernig líður þér, elsku vinur? Bara prýðilega, takk, ég er með ykkur öll í vasanum

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál, Kristján Þór Júlíusson, Samherja, RÚV og Miðflokkinn. Hann veltir því fyrir sér hvort við séum smám saman að missa sjónar á réttu og röngu á meðan púkarnir á fjósbitanum fitni.

Við lifum und­ar­lega tíma, að lík­indum háska­lega, þar sem sið­ferð­is­leg grunn­gildi eru komin á flot. Við lifum tíma sið­rofs, Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna stað­festir það nán­ast í hvert sinn sem hann opnar munn­inn. Hér á Íslandi hefur sið­rofið hvað skýr­ast sýnt sig í Klaust­urs­mál­inu svo­kall­aða – og auð­vitað Sam­herj­a­mál­inu.

Það fyrsta sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra gerði eftir að hafa séð frétta­skýr­inga­þátt­inn Kveik um slá­andi lög­brot og sið­lausa fram­komu Sam­herja í Namib­íu, var að hringja í vin sinn og for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, Þor­stein Má Bald­vins­son, og spyrja, fullur umhyggju, hvernig honum liði.

Fáir frétta­skýr­inga­þættir hafa haft við­líka áhrif hér á Íslandi. Þjóðin sat eftir í losti og hefði þurft áfalla­hjálp. Langstærsta fyr­ir­tækið í íslenskum sjáv­ar­út­veg hefur árum saman arð­rænt fátæka þjóð, stundað mútur í stórum stíl, komið gríð­ar­legum upp­hæðum undan í skatta­skjól, og í ofaná­lag not­fært sér þann góð­vilja og það fal­lega orð sem Íslend­ingar höfðu getið af sér með því að hjálpa til við að byggja upp sjáv­ar­út­veg Namib­íu. Þátt­ur­inn afhjúpaði furðu ein­dreg­inn brota­vilja, mis­kunn­ar­leysi og að því virð­ist algert sið­leysi. Í stað þess að biðj­ast afsök­unar hafa Sam­herj­a­menn und­an­farið reynt að sverta upp­ljósrar­ann og gera fjöl­miðla­menn­ina tor­tryggi­lega. „Ég stóð alltaf í þeirri trú“ skrifar Björgólfur Jóhanns­son, settur for­stjóri Sam­herja, „að frétta­menn hefðu sann­leiks­leit að leið­ar­ljósi í sínum störf­um. Það var kannski mis­skiln­ingur hjá mér.“

Nokkrum dögum eftir þátt­inn gagn­rýnir fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, Rík­is­út­varpið og segir það fljóta um á vind­sæng með sól­gler­augu. RÚV flettir ofan af stærsta spill­ing­ar­máli Íslands­sög­unn­ar, sýnir fram á for­dæma­laust sið­leysi í við­skipt­um; Krist­ján Þór sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hringir í Þor­stein Má, höfuð og keis­ara Sam­herja, spyr áhyggju­fullur hvernig honum líði; Bjarni Bene­dikts­son gefur sterk­lega í skyn með mynd­lík­ingu sinni að RÚV, og þar á meðal Kveik­ur, sé ekki mark­tækt.

Það er eitt­hvað und­ar­legt að hérna, sagði Sven Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, í nýlegu við­tali.

Eru for­dómar eftir allt saman bara eðli­legar skoð­an­ir?

Í nóv­em­ber fyrir rúmu ári síðan náð­ust á upp­töku sam­ræður þing­manna, sem allir eru í Mið­flokknum í dag, þar sem þeir á rudda­feng­inn hátt hrakyrtu, smáðu og hædd­ust að nafn­kunnu fólki. Subb­ar, hugs­aði maður þegar upp­tök­urnar urðu opin­ber­ar. Rudd­ar, ómerki­legir subb­ar. Hryggi­legt að slíkir ein­stak­lingar hafi verið kosnir á þing. En nú hljóta þeir að vera búnir að vera, þeir rísa ekki upp sem þing­menn eftir þetta. Hér eftir eru þeir æru­laus­ir, það getur varla nokkur mann­eskja horft framan í þá, hvað þá kosið á þing.

Hér fyrrum, bara fyrir fáeinum árum, hefðu þessir þing­menn farið niður á hnén og beðist afsök­un­ar. Beðið þær mann­eskjur sem þeir höfðu hrakyrt og smánað afsök­un­ar, og þjóð­ina sem þeir eiga að þjóna. Þeir hefðu ekki endi­lega gert það af fúsum og frjálsum vilja –  en umhverf­ið, sam­fé­lag­ið, og allt sem umlykur þá, hefði kraf­ist þess. Og um skamman tíma virt­ust tveir þeirra, Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra, ætla að fara þá leið, einkum Gunnar sem kom nið­ur­lút­ur, beygður fram í Kast­ljósi og gekkst þar við því að æra hans væri sködd­uð. Við sáum mann sem vissi að hann hefði brotið ófyr­ir­gef­an­lega af sér. Að hann hefði komið fram sem ruddi. Maður sá iðrun hans og hugs­aði, honum er þá við­bjarg­andi.

En á ein­hverjum tíma­punkti átt­uðu þing­menn­irnir af Klaust­urs­barnum sig á því að tím­arnir væru breytt­ir. Kannski lærðu þeir það af Don­ald Trump að virð­ing fyrir öðrum er óþörf, og að það sé ekk­ert að því að tala rudda­lega og af aug­ljósri fyr­ir­litn­ingu um aðrar mann­eskj­ur.

Í öllu falli sneru þing­menn­irnir ekki auð­mjúkir til baka, heldur bólgnir af sjálfs­ör­yggi. Báð­ust ekki afsök­unar heldur réð­ust að upp­ljóstr­ar­an­um, reyndu að sverta hann, og sök­uðu fjöl­miðla um ann­ar­legar hvat­ir. Á ein­hverjum tíma­punkti höfðu þeir áttað sig á því að á tímum sið­rofs eru fyrstu fórn­ar­lömbin sann­girni, hátt­vísi, sann­leik­ur. Á tímum sið­rofs er óskamm­feilni og alger skortur á iðrun styrk­ur. Þing­menn Mið­flokks­ins átt­uðu sig á því að við lifum því miður tíma þar sem for­dómar eru taldir eðli­legar skoð­an­ir, sið­leysi bara sjón­ar­horn eða þá mjög teygj­an­legt hug­tak. Enda var flokknum ekki refsað fyrir þetta mál, fylgi hans jókst þvert á móti.

Við erum smám saman að missa sjónar á réttu og röngu. Og púk­arnir á fjós­bit­anum fitna.

Ég bara segi svona. Við strák­arnir

Það er eitt­hvað und­ar­legt að hérna. Vand­aður frétta­skýr­inga­þáttur RÚV flettir ofan af sið­lausri fram­göngu Sam­herja í Namib­íu, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir að Rík­is­út­varpið fljóti um á vind­sæng með sól­gler­augu – fyrstu við­brögð sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við þætt­inum voru að hringja í vin sinn og for­stjóra Sam­herja og spyrja hvernig honum liði. Maður hefði haldið að slík við­brögð ráða­manna tíðk­uð­ust ein­vörð­ungu í löndum þar sem hags­munir og stjórn­mál renna saman í svo þétt faðm­lag, að ráða­menn þjóð­ar­innar taki umhugs­un­ar­laust hags­muni stór­fyr­ir­tækja fram­yfir þjóð­ar­hag. Þar sem dreng­skapur þeirra og tryggð liggur hjá pen­inga­afl­inu, ekki kjós­endum sín­um, þjóð sinni.

Var sím­talið þá kannski svona? 

Hvernig líður þér, elsku vin?

Bara prýði­lega, við erum búnir að arð­ræna Namib­íu­menn í mörg ár, höfum grætt fárán­lega mik­ið, syndum í pen­ing­um, við mút­uð­um, við komumst hjá því að borga skatt af gróð­an­um, skildum ekki gat með krónu eftir í sam­fé­lag­inu. Hugs­aðu þér, Krist­ján, við komum þarna inn þegar Íslend­ingar eru nýbúnir að byggja upp sjáv­ar­út­veg­inn, við njótum því trausts og nýttum okkur það til hins ítrasta. Við stálum ekki bara öllu steini létt­ara heldur fluttum vinnsl­una út á sjó eftir að búið var byggja upp verk­þekk­ingu í landi og þjálfa til þess þús­und manns. Við rændum þús­und fjöl­skyldum við­ur­væri sínu. Við skildum allt eftir í rúst. Þetta var svona rbb dæmi.

Ríða, búið bless?

Ég bara segi svona. Við strák­arn­ir.

Æ, hvernig líður þér, elsku vin­ur?

Bara prýði­lega, ég hef þig í vas­an­um.

Þess­vegna hef ég áhyggj­ur, þess­vegna hringi ég, því hvað ef bux­urnar verða settar í þvott?

Til móts við fram­tíð­ina með augun í bak­sýn­is­spegl­in­um en ekki á veg­inum framund­an?

Ég get ekki tekið undir þá gagn­rýni, sagði Þor­steinn Páls­son í Silfri Egils þar sem Krist­ján hafði verið gagn­rýndur fyrir sím­tal­ið. „Mér finnst það bara vera eðli­legur dreng­skapur og íslenskt og það á ekki að gera það póli­tískt tor­tryggi­legt, en mér finnst að hann hefði líka átt að hringja í þjóð­ina og spyrja hvernig henni líð­ur.“

Ég held að Þor­steinn Páls­son sé mætur mað­ur, rétt­sýnn. Einn þeirra sem til­heyrðu gamla Íslandi en ofbauð svo spill­ing­in, ófag­mennskan og græðgin sem hrunið afhjúpaði að hann gerð­ist tals­maður nýrra tíma. En það virð­ist samt ennþá það mikið af gamla Íslandi í hon­um, að hann kemur hvorki auga á það hversu óboð­leg og skökk við­brögð Krist­jáns Þórs voru, né hversu óboð­legt það er að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sé vinur for­stjóra langstærsta fyr­ir­tæk­is­ins í sjáv­ar­út­vegi, og hafi starfað hjá þeim í árarað­ir. Orð Þor­steins opin­ber­uðu óvart stóra bresti í sam­fé­lagi okk­ar: „Mér fannst það vera eðli­legur dreng­skapur og íslenskt.“

Að vegna vin­skapar beri ráð­herra að sýna Þor­steini Má tryggð, jafn­vel þótt að hann beri að lík­indum höf­uð­á­byrgð á glæp­sam­legri og sið­lausri fram­komu í máli sem fellur undir ráðu­neyti Krist­jáns.

Það er eitt­hvað und­ar­legt að hérna, sagði Svein Har­ald.

Und­ar­legt? Já og nei. Þetta er nefni­lega … íslenskt; Þor­steinn Páls­son hnaut óvart um hvað væri að með því að gefa í skyn að sím­tal Krist­jáns hafði bara verið fal­legur íslenskur dreng­skap­ur. Svona gerum við hér á Ísland­i. 

Eftir að hafa varið sím­tal Krist­jáns, tal­aði Þor­steinn um hvað ráð­herr­ann ætti að gera. Tók skýrt fram að fram­ferði Sam­herja væri ófyr­ir­gef­an­legt og benti á ýmsar leið­ir, allar góðar og ábyrg­ar, hvað ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­ins ætti og bæri að gera til að byggja upp traust á fag­inu, og koma í veg fyrir að Sam­herji skað­aði orð­spor ann­arra íslenskra fyr­ir­tækja með græðgi sinni og sið­leysi.

Jafn­vel góður og gegn maður á borð við Þor­stein Páls­son gat í alvöru listað upp hvað Krist­ján Þór ætti að gera sem sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra til að kom­ast til botns í mál­inu og byggja upp traust; og að láta rann­saka Sam­herja. Láta rann­saka vin sinn. Í alvöru? Maður trúir því varla að Þor­steinn Páls­son hafi ekki áttað sig á rökvill­unni, séð það sem æpti á okk­ur: að Krist­ján Þór væri sem fyrrum stjórn­ar­maður Sam­herja og vinur Þor­steins Más, og minnir á þau tengsl sín með fyrstu við­brögðum sínum við upp­ljóstr­unum Kveiks, full­kom­lega van­hæfur sem ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála. Og hafi verið frá fyrstu stundu.

„Jafn­vel í Rúss­landi þyrfti Krist­ján Þór að stíga til hlið­ar,“ er haft eftir Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóra Rúss­lands­deildar Tran­sparency International.

Jafn­vel í Rúss­landi Pútíns.

Þrátt fyrir að van­hæfni Krist­jáns æpi á okkur tók það rík­is­stjórn­ina rúmar fimm vikur að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að Krist­ján þyrfti að „víkja úr sæti við með­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­sýslu­kærum tengdum Sam­herja hf.“

En er áfram tal­inn full­kom­lega hæfur sem ráð­herra yfir mála­flokki þar sem hann getur ekki snúið sér við án þess að rekast á eitt­hvað sem teng­ist Sam­herja. Fyr­ir­tæki sem hefur í gegnum árin farið hik­laust á svig við lögin og sölsað undir sig stærri sneið en þeir mega hafa sam­kvæmt lög­um.

Auð­vitað er ég hæf­ur, svar­aði Krist­ján Þór með góð­lát­legu brosi, þegar hæfi hans sem ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála var á sínum tíma dregin í efa. Brosti hann vegna þess að hann vissi að van­hæfni hans skipti engu máli. Að skipan hans væri svo … íslensk?

Mynd: Wikileaks

Og við getum þá kallað brosið stork­un­ar­glott gamla Íslands, þar sem hags­munir verða ævin­lega teknir fram­yfir fag­mennsku, og hags­muna­öflin beygja og sveigja lýð­ræðið eins og þeim sýnist? 

Sú hugs­un, og við­horf gamla Íslands, hefur verið nokkuð aug­ljós hjá Sjálf­stæð­is– og Fram­sókn­ar­flokknum sem hafa löngum staðið vörð um óbreytt ástand. En nú virð­ist Sam­herj­a­málið sýna að sama hugs­unin ríki hjá Vinstri græn­um. Þrátt fyrir Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Að þeir taki líka vald og hags­muni fram­yfir fag­mennsku og lýð­ræði. Sam­kvæmt því eru rík­is­stjórna­flokk­arnir þrír á veg­ferð með íslensku þjóð­ina inn í fram­tíð­ina með augun í bak­sýn­is­spegl­inum en ekki á veg­inum framund­an.

Voru Sam­herj­a­menn tál­dregnir af vondu fólki?

Það er eitt­hvað und­ar­legt að hérna.

Krist­ján Þór situr áfram, Gunnar Bragi, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Mið­flokks­ins, skrifar bréf þar sem hann gagn­rýnir RÚV og aðra fjöl­miðla fyrir að hugsa ekki um börn Sam­herj­a­manna í frétta­flutn­ingi sín­um, nefnir ekki einu orði börn þeirra þús­unda Namib­íu­manna sem höfðu verið svikin og rænd af sömu mönn­um. Hann skrifar bréf sem stuðn­ings­maður Sam­herja, reynir að gera ofbeld­is­mann­inn að fórn­ar­lamb­inu, tekur sér stöðu með óbil­gjörnum og spilltum hags­mun­um. Þar vill hann standa, þar á hann heima. Og vænt­an­lega flokkur hans líka sem sam­þykkti bréfið með þögn sinni.

Eins og þing­menn Mið­flokks­ins í Klaust­urs­mál­inu ráð­ast Sam­herj­a­menn ann­ars­vegar á upp­ljóstr­ar­ann, reyna sverta hann með öllum hugs­an­legum aðferð­um, og hins­vegar með því að ýja sterk­lega að því að fjöl­miðla­fólkið sem hafa unnið fréttir um mál­ið, hafi ann­ar­lega hags­muni að baki og því valið þá tölvu­pósta Sam­herja „sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja.“

Vörn Sam­herja virð­ist vera sú að þeyta upp nógu miklu ryki, þvæla mál­ið, gera stað­reyndir tor­tryggi­leg­ar, gera fjöl­miðla­mönnum upp ann­ar­legar hvatir – og hún fær stuðn­ing frá jafn ólíkum stjórn­mála­mönnum og Gunn­ari Braga og Bjarna Bene­dikts­syni. Bjarni sem vissu­lega sagði fram­göngu Sam­herja ólíð­andi, reynd­ust upp­lýs­ingar rétt­ar, en bætti hins­vegar við: „En það sem er slá­andi, og það sem maður hefur lengi vit­að, að það er spill­ing í þessum lönd­um. Rót vand­ans í þessu til­tekna máli er veikt stjórn­kerfi og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virð­ist vera und­ir­rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“

Svona talar einn valda­mesti stjórn­mála­maður lands­ins, for­maður stærsta flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra. Bjarni virð­ist sjá heim­inn í gegnum und­ar­leg sól­gler­augu, og gefur í skyn að sökin liggi í raun ekki hjá Sam­herja, heldur Namib­íu­mönn­um. Fjár­mála­ráð­herra vill kannski fá okkur til að álykta að veikt og spillt stjórn­kerfi þeirra hafi dregið sak­lausa Sam­herj­a­menn á tálar?

„Ég stóð alltaf í þeirri trú að frétta­menn hefðu sann­leiks­leit að leið­ar­ljósi í sínum störf­um. Það er kannski mis­skiln­ingur hjá mér,“ skrifar Björgólfur Jóhanns­son. Björgólfur er gam­all sam­herji Þor­steins, sat lengi í stjórn Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar sem Sam­herji á drjúgan hluta í. Og í fyrra var hann til­nefndur af Sam­tökum atvinnu­lífs­ins sem stjórn­ar­for­maður og stjórn­ar­maður Íslands­stofu. Íslands­stofa er „sam­starfs­vett­vangur stjórn­valda og atvinnu­lífs … veitir fyr­ir­tækjum fag­lega aðstoð við mark­aðs­sókn erlendis …“ eins og segir á vef henn­ar. Hún hefur það hlut­verk að sinna mark­aðs– og kynn­ing­ar­málum fyrir Ísland á erlendri grund, „sem bein­ist að því að efla orð­spor og ímynd Íslands erlend­is.“

Hvað eigum við að lesa úr því að maður sem hefur valist til að vera and­lit íslenskra við­skipta út á við, taki sér frí frá þeim störfum til að vinna fyrir Sam­herja, ekki til að bæta veru­lega skaddað orð­spor þeirra, biðja namibísku og íslensku þjóð­ina afsök­un­ar, heldur til að leggja sig allan fram við að rétt­læta óboð­legt, sið­laust, gráð­ugt og glæp­sam­legt fram­ferði fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu? Hvernig komumst við hjá því að álykta að Björgólfur hjá Sam­herja og Björgólfur á Íslands­stofu vinni á sams­konar hátt? Er kannski sið­ferð­is­leg skylda okkar að senda hrað­skeyti til heims­ins: Ekki treysta neinu sem kemur frá Íslands­stofu, þeir eru með Sam­herj­a­vírusinn?

Eða erum við kannski, þegar allt kemur til alls, fyrst og fremst glúrin í að flytja út spill­ingu?

Fjand­inn, kannski endar þetta ekki vel, kannski erum við bara von­laus

Það er eitt­hvað und­ar­legt að hérna, sagði Svein Har­ald Øygard, í við­tali við Egil Helga­son sem hafði rétt áður rætt við Svein um gráa list­ann sem íslenska ríkið lenti á, og bætt við að það hafi auð­vitað verið líka verið áfall að við skyldum vera svona áber­andi í Panama­skjöl­un­um; það hefði átt að vekja okk­ur, en gerði það ekki.

„Það er með ólík­ind­um,“ svar­aði Svein. „Það kom mér líka á óvart þegar ég var hérna. Fjár­mála­gjörn­inga sem tíðk­uð­ust hérna hafði ég aldrei séð áður. Ég hef unnið við þetta í 30 ár. Ég hafði hvergi séð annað eins fyr­ir­komu­lega og ég sá á Íslandi. Hvernig fólk talar um skatta­skjól, Ég hafði aldrei heyrt annað eins … Það er eitt­hvað und­ar­legt að hérna og þetta er góður tími til að grípa til aðgerða.“

Panama­skjöl­in, grái list­inn, Sam­herji, Krist­ján Þór, árás fjár­mála­ráð­herra á RÚV í kjöl­far frétta­þátt­ar­ins um Sam­herja. Hvernig líður þér, elsku vin­ur? Bara prýði­lega, takk, ég er með ykkur öll í vas­an­um, öll á einni lykla­kippu, stjórn­mála­menn, Íslands­stofu, byggð­irn­ar, ég nefni aðal­lyk­il­inn Ófyr­ir­leitni, og trúðu mér, hann gengur að öllu, líka þér.

„Þetta er góður tími til aðgerða.“

Svein Harald Øygard
Mynd: Forlagið

Sagði Svein Har­ald í Silfri Egils; viku síðar er Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, ein gest­anna í þætt­inum þar sem Egill undr­ast víð­tækt erlent fyr­ir­tækja­net íslenskra útgerð­ar­fyr­ir­tækja, aflandseign­ir, mikla fjár­muni sem fyr­ir­tækin koma undan í stað þess að láta renna til íslensks sam­fé­lags. Heiðrún Lind var skjót til svars, sagði þetta firru hjá Agli, og bætti við: „Hvaða fyr­ir­tæki er það? Nefndu mér dæmi um þau fyr­ir­tæki!“

Eg­ill hafði engin nöfn hand­bær og áhorf­endur sátu uppi með þá til­finn­ingu að hann hefði farið með fleip­ur. Enda er Heiðrún Lind afar skel­egg, örugg, rök­föst. Maður hugs­aði, hún er með allt á hreinu.

Eða ekki.

Því dag­inn eftir birt­ist í fjöl­miðlum ógn­ar­langur listi sem stað­festi af ískyggi­legum þunga orð Egils. Aflandseignir íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Tortóla og í Panama. Vissi hin skel­egga Heiðrún Lind ekki bet­ur, eða laug hún ein­fald­lega að Agli og að þjóð­inni í beinni útsend­ingu?

„Förum ekki í umræður um kerf­is­breyt­ing­ar,“ sagði Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölf­usi, og í mörg ár bæj­ar­stjóri fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Vest­manna­eyj­um, í sama þætti. Að hans mati geri Sam­herj­a­málið enga kröfu um umræðu um kerf­is­breyt­ing­ar: „Það eru sós­í­alistar í Namibíu sem þiggja mút­ur,“ sagði hann, og virt­ist fara í skó for­manns síns með því gefa í skyn að sökin liggi ekki síð­ur, eða jafn­vel frekar, hjá þeim sem þiggja mút­ur, en þeim sem greiða þær. Menn fara stundum langar bæj­ar­leiðir til að rétt­læta sið­leysi.

„Hvaða fyr­ir­tæki eru það? Nefndu mér nöfn um þau fyr­ir­tæki.“

„Förum ekki í umræður um kerf­is­breyt­ing­ar“.

„Jafn­vel í Rúss­landi þyrfti Krist­ján Þór að stíga til hlið­ar.“

„Ég hafði hvergi séð annað eins fyr­ir­komu­lega og ég sá á Íslandi. Hvernig fólk talar um skatta­skjól, Ég hafði aldrei heyrt annað eins.“

Það er eitt­hvað und­ar­legt að hérna, og hefur lengi ver­ið.

Afar flókin og lævís­leg eig­enda­tengsl á íslenskum bönkum fyrir hrun vakti furðu sér­fræð­inga um allan heim, og ól á tor­tryggni í garð íslensks efna­hags­lífs.

Sam­herj­a­mál­ið, langur listi yfir aflandseignir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, full­komin van­hæfni sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra – allt þetta hlýtur að vekja upp óþægi­legar spurn­ingar um íslenskan sjáv­ar­út­veg. Og við eigum rétt, við eigum heimt­ingu á raun­veru­legum svör­um. Ekki útúr­snún­ingi. Ekki katt­ar­þvott eins og rík­is­stjórnin sýnir í máli Krist­jáns Þórs. Við eigum heimt­ingu á alvöru rann­sókn.

Eða finnst okkur kannski bara í fínu lagi að fólk sem hefur auðg­ast stór­lega á sam­eign þjóð­ar­innar komi pen­ingum undan í skatta­skjól? Að risa­fyr­ir­tæki á borð við Sam­herja, sem ræður yfir lífi byggð­ar­laga, fari hik­laust á svig við lög? 

Mið­flokks­menns drógu þann lær­dóm af Klaust­urs­mál­inu að það skiptir engu máli hvað maður ger­ir, maður kemst upp með hvaða óhrein­indi sem er. Það liggur í sið­rofi tím­ans. Don­ald Trump, valda­mesti leið­togi heims, stað­festir það dag­lega. For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins gefur í skyn að Sam­herj­a­mönum hafi verið vor­kunn að stíga inn í sam­fé­lag þar sem mútur tíðkast, reynir jafn­framt að draga úr trú­verð­ug­leika RÚV, og þá um leið frétta­skýr­ingar þess á Sam­herj­a­mál­inu. Og stjórn­ar­for­maður Íslands­stofu, and­lit Íslands út á við í við­skipt­um, sest í for­stjóra­stól Sam­herja, reynir að rétt­læta sið­leysi þess og að sverta alla þá fjöl­miðla sem gagn­rýna fyr­ir­tæk­ið. Það er eitt­hvað að hérna, það er eitt­hvað mikið að. Okkur mistókst að hreinsa til eftir hrun­ið, misstum af því tæki­færi. Íhalds­samir flokkar sitja nú við völd, og sjá til þess að ekki verði hreyft við stjórn­ar­skránni, að ekki verði gerðar neinar grund­vall­ar­breyt­ing­ar. Útgerða­menn fá að hafa sín skatta­skjól í friði. Og nú kemur sið­rof tím­ans ofan í allt sam­an. Þetta endar ekki vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit