Mest lesnu aðsendu greinar og skoðanagreinar ársins 2019

Hvað eiga stjórnendur Kaupþings, maður sem hvarf í Keflavík fyrir mörgum áratugum síðan, hagfræðin í uppvaskinu og dramatísk réttarhöld vegna uppsagnar leikara sameiginlegt? Þau voru viðfangsefni mest lesnu pistla eða aðsendra greina á Kjarnanum í ár.

aðsendu.jpg
Auglýsing

5. Maðurinn sem hvarf í Keflavík

„Þann 20. nóv­em­ber 1974 hóf lög­reglan í Kefla­vík rann­sókn á því af hverju maður að nafni Geir­finnur Ein­ars­son hafði horfið spor­laust frá deg­inum áður. Stjórn­andi rann­sókn­ar­innar var Val­týr Sig­urðs­son full­trúi bæj­ar­fó­get­ans í Kefla­vík, en hann fór með stjórn lög­reglu í umboði fógeta. Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Haukur Guð­munds­son var settur í verk­efn­ið, en ábyrgð­ar­maður þess var yfir­maður hans, Val­týr Sig­urðs­son.

Rann­sókn manns­hvarfs­ins var með slíkum endemum að vinnu­brögð við hana ná ekki einusinni að falla undir fúsk.“

Svona hófst aðsend grein eftir Soffíu Sigurðardóttur um mál sem endaði sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Lesið greinina í heild sinni.

4. Sá sem eldar á líka að vaska upp

„Óskrifuð regla er á mörgum heim­ilum að það sé ekki sami ein­stak­ling­ur­inn sem eldar og vaskar upp eftir mat­inn. Ef pabbi eldar þá vaskar mamma eða börnin upp.

Auglýsing
Þetta kerfi er svo gam­alt og hefðin svo gróin að það er nán­ast ómögu­legt að hugsa sér ann­ars­konar kerfi. Hefðin er svo vel rótuð að við látum okkur ekki einu sinni detta það í hug að skora á hvort hefðin sé af hinu góða, eða hvort megi bæta hana.

Þegar hefðin er skoðuð nán­ar, og í gegnum gler­augu hag­fræð­inn­ar, er nokkuð ljóst að hún er mis­heppn­uð.“

Svona hófst pistill eftir Eikonomics sem birtist í maí og vakti mikla athygli.

Lesið pistilinn í heild sinni.

3. Opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar

„Kæri Ármann. 

Þú mis­not­aðir traust okkar þar sem þú gegndir mik­il­vægu hlut­verki í svik­unum sem áttu sér stað í Kaup­þingi. Þú barst sér­stak­lega ábyrgð á inn­lána­söfnun Kaup­þing „Edge” (net­reikn­ing­ar), sem að lokum fram­lengdu líf­tíma svikanna og leiddu til auk­ins sam­fé­lags­legs skaða sem hleypur á millj­örðum evra.

Svik Kaup­þings námu 83 millj­örðum Banda­ríkja­doll­ara og gjald­þrot bank­ans varð það fimmta stærsta í sög­unni, stærra en Madoff-svika­myllan sem nam 64 millj­örðum Banda­ríkja­doll­ara. Sam­an­tekið mynd­uðu íslensku bank­arnir þrír þriðja stærsta gjald­þrot sög­unn­ar, en ein­göngu fall Lehman Brothers og Washington Mutual var stærra.“

Kevin Stanford og Karen Millen, sem voru á meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings fyrir hrun, skrifuðu opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar.

Lesið opna bréfið í heild sinni.

2. Harmleikur í héraðsdómi

„Í litlu her­bergi, númer 401, á fjórðu hæði í hér­aðs­dómi áttu sér stað rétt­ar­höld, fimmtu­dag­inn 26. sept­em­ber, þar sem helstu per­sónur og leik­endur voru Kristín Eysteins­dóttir Borg­ar­leik­hús­stjóri og Atli Rafn Sig­urð­ar­son leik­ari, ásamt lög­mönnum sín­um. Sig­urður Örn Hilm­ars­son var lög­maður Krist­ínar og Einar Þór Sverr­is­son var lög­maður Atla. Þröngt her­bergið var svo þétt setið að nán­ast mátti þukla á til­finn­inga­þrungnu and­rúms­loft­inu.
Þarna var verið að rétta yfir Krist­ínu Eysteins­dóttur og Leik­fé­lagi Reykja­víkur en rétt er að taka fram að hún er vin­kona mín og fyrrum sam­starfs­fé­lagi síðan ég var hús­skáld í Borg­ar­leik­hús­inu fyrir nokkrum árum.“
Auður Jónsdóttir rithöfundur var viðstödd aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Kristínu Eysteinsdóttur. Í pistli sem hún birti í lok september velti hún upp nokkrum spurningum.

Lesið pistilinn í heild sinni.

1. Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar

„Hreiðar og Magn­ús.

Karen Millen og ég höfum verið talin „vinir Kaup­þings“, en þar sem við vorum notuð í svika­myllu sem þið bjugguð til, og tíu árum síðar hefur Kaup­þing stefnt okkur á nýjan leik vegna svika ykk­ar, þá viljum við koma eft­ir­far­andi á fram­færi.“

Svona hófst opið bréf sem Kevin Stanford og Karen Millen, sem voru á meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings fyrir hrun, skrifuðu til tveggja af helstu stjórnendum bankans á þeim tíma.

Lesið opna bréfið í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk