Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2019

Hvað eiga óhofleg fatakaup, eignarhaldið á Fréttatímanum, Casanova, knattspyrnufélagið Valur og Arion banki sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.

skýringar.jpg
Auglýsing

5. Fréttatíminn: Tekjulaus miðill sem er unnin í sjálfboðavinnu huldumanna

Í byrjun árs 2018 keypti maður lén og Facebook-síðu úr þrotabúi Fréttatímans og endurskráði miðilinn hjá fjölmiðlanefnd. Síðan þá hafa birst á miðlinum fjöldinn allur af fréttum sem enginn er skrifaður fyrir. 
Ábyrgðarmaður miðilsins, sæbjúgnaútflytjandi, segir að hann hafi engar tekjur, sé unninn í sjálfboðavinnu og sé í raun „bara í gamni“. Hann vill ekki upplýsa um hverjir skrifi á vef Fréttatímans.

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.


4. Það er eitthvað að gerast í Arion banka

Miklar breytingar hafa orðið hjá stærsta bankanum sem er einkaeigu á skömmum tíma. Innlendir einkafjárfestar, með sögu sem teygir sig aftur fyrir bankahrun, eru orðnir stórir eigendur í Arion banka. 

Auglýsing
Á skömmum tíma í vor hætti framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækis bankans, skipt var um stjórnarformann og bankastjórinn sagði upp. Mestu hræringar í íslensku fjármálakerfi frá hruni voru að eiga sér stað.

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni.


3. Casanova handtekinn

,,Hann var bara svo sjar­mer­andi og umhyggju­sam­ur“ sagði dönsk kona um unga Ísra­el­ann sem sagð­ist vera vopna- og dem­anta­sali, fyrr­ver­andi orr­ustuflug­mað­ur, og millj­arða­mær­ing­ur. Hvorki hún, né aðrar konur sem ungi mað­ur­inn heill­aði, grun­aði hann um græsku í upp­hafi en svo kom önnur hlið í ljós.

Mað­ur­inn sem um ræðir heitir Shimon Yehuda Hayut. Hann er 29 ára gam­all og ólst upp í bænum Bnei Brak, skammt frá Tel Aviv. Í bæn­um, sem er ein helsta mið­stöð strang­trú­aðra gyð­inga, ríkir mikil fátækt.

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni. 

2. Sagan af því hvernig Valur varð ríkasta íþróttafélag á Íslandi

Knattspyrnufélagið Valur er ríkasta íþróttafélag á Íslandi. Sú staða gerir Val kleift að bjóða upp á aðstöðu, aðstæður og launagreiðslur sem önnur íþróttafélög geta illa eða ekki keppt við. Niðurstaðan er sú að Valur er í fremstu röð á öllum vígstöðum helstu hópíþrótta á Íslandi hjá báðum kynjum og hirðir hvern titilinn á fætur öðrum.

Sagan á bakvið hinn mikla uppgang Vals er stór og mikil. Hún teygir sig aftur fyrir síðustu aldarmót og felur í sér margar hraðahindranir og allskyns átök, bæði innanbúðar meðal Valsmanna og við aðra sem vildu standa í vegi fyrir vegferðinni af ýmsum ástæðum. Öll þessi saga var rakin í Kjarnanum í maí.

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni.


1. Óhófleg fatakaup Íslendinga draga dilk á eftir sér

Vitundarvakning hefur orðið um umhverfismál hér á landi á undanförnum árum. Í nýlegri umhverfiskönnun Gallups sögðust tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa breytt hegðun sinni til þess lágmarka áhrif á umhverfi og loftslagsbreytingar. Í neyslusamfélagi nútímans er hægt að breyta mörgu í þeirri von að draga úr umhverfisfótsporinu. Fólk hefur meðal annars verið hvatt til að breyta ferðavenjum sínum, flokka meira, breyta mataræði og kaupa minna.

Fatasóun Íslendinga hefur hins vegar aukist verulega á síðustu árum. Árið 2016 henti hver íbúi að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið, það er nærri því tvöfalt meira magn en fjórum árum áður. Meirihluti þess úrgangs fer í urðun en auk þess voru yfir 3000 tonn send frá Íslandi til annarra landa í endurvinnslu árið 2018. Umhverfisráðuneytið stefnir á að draga úr fatasóun á hvern íbúa um fimm kíló en umhverfisspor hverrar flíkur er gífurlegt, allt frá framleiðslu til förgunar.“

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk