Mest lesnu leiðarar ársins 2019

Hvað eiga þriðji orkupakkinn, Ólafur Ólafsson, Miðflokkurinn, skipulögð glæpastarfsemi og ofurstétt útgerðarmanna sem er að eignast Ísland sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins á Kjarnanum.

leiðarar.jpg
Auglýsing

5. Tölum um þriðja orkupakkann

„Við eigum að takast á um orku­mál. Hvort að reka eigi opin­ber orku­fyr­ir­tæki út frá því arð­sem­is­sjón­ar­miðum sem skili rík­is­sjóði arði eða hvort það eigi að líta til „sam­fé­lags­legrar nýt­ing­ar“ og selja til dæmis orku til áburð­ar­verk­smiðju eða álvers í Skaga­firði á lágu verði til að tryggja að störf verði til í völdum kjör­dæm­um.

Við eigum að takast á um hvort og hversu mikið eigi að virkja. Hvort sala til stórnot­enda eigi að nið­ur­greiða raf­orku til heim­ila og fyr­ir­tækja eða hvort afrakst­ur­inn eigi að renna til rík­is­sjóðs og þaðan til sam­fé­lags­legra verk­efna. Hvort við eigum að leggja sæstreng, sé það yfir höfuð mögu­legt, eða hvort við eigum að selja þorra þess sem við fram­leiðum áfram langt undir eðli­legu mark­aðs­verði til álvera, kís­il­málm­verk­smiðja og gagn­vera sem eru aðal­lega notuð af þeim sem grafa eftir raf­mynt­um. Hvort að opin­berir aðilar eigi að eiga öll orku­fyr­ir­tækin eða ekki.[...]Tök­umst á mál­efna­lega út frá ofan­greindum for­sendum og fyr­ir­liggj­andi stað­reynd­um, en fest­umst ekki bull­um­ræðu um þriðja orku­pakk­ann sem rekin er áfram af inni­halds­lausum hræðslu­á­róðri.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

4. Að opinbera Ólaf Ólafsson er ekki mannréttindabrot

„Það blasir við öllu skyn­sömu fólki að kæran er enn einn ang­inn í afar illa ígrund­uðum og herfi­lega fram­kvæmdum spuna Ólafs Ólafs­son­ar, almanna­tengla og lög­manna hans og síend­ur­teknum til­raunum þeirra til að grafa undan trú­verð­ug­leika dóm­stóla og ríkja sem dæma menn eins og hann í fang­elsi. Það sem hins vegar liggur fyrir er að þessir menn, sem telja aðrar reglur en hinar hefð­bundnu gilda um sig, eru ekk­ert hættir að sparka í stoð­irn­ar. 

[...]

Auglýsing
Sam­an­dregið liggur nefni­lega fyrir að Ólafur Ólafs­son er ekki sak­laus mað­ur. Hann er dæmdur glæpa­maður sem olli miklum sam­fé­lags­legum skaða með atferli sínu og ákvörð­un­um. Réttur hans til að halda blekk­ingum sínum leyndum getur ekki verið sterk­ari en réttur almenn­ings, sem sat uppi með afleið­ingar þeirra, til að vita um þær. Og það að svipta hul­unni af Ólafi með lög­lega skip­aðri rann­sókn­ar­nefnd getur ekki talist refs­ing gagn­vart hon­um. “

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

3. Fórnarlambið Miðflokkurinn öskrar pólitískt samsæri 

„Sig­mundur Davíð hefur líka lært mjög vel að nýta sér hræðslu­á­róður til að auka fylgi og að við­ur­kenna aldrei mis­tök heldur öskra sam­særi ann­arra gegn sér, yfir­burða­mann­in­um, þegar hann þó aug­ljós­lega gerir slík. Hann, og fram­lína Mið­flokks­ins.

Sig­mundi Davíð er ber­sýni­lega alveg sama hvort hann segi satt og leggur lítið upp úr því að und­ir­byggja það sem hann segir með vísun í stað­reynd­ir, á sama tíma og hann seg­ist iðka „rót­tæka skyn­sem­is­hyggju“.

Leiðin upp úr hol­unni verður auð­vitað erf­ið­ari með hverju skipt­inu sem Sig­mundur Dav­íð, og fylgitungl hans, detta ofan í hana. Afleið­ing þess er að póli­tíkin verður á sama tíma ljót­ari og for­hert­ari.

Þeir hafa engu að tapa. Nema auð­vitað trú­verð­ug­leika íslenskra stjórn­mála og Alþing­is.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

2. Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi 

„Ísland er í dag einna þekkt­ast í útlöndum fyrir spill­ingu. Það er ein­fald­lega stað­reynd. Fyrir að hafa leyft banka­manna­stóði að fyrst blása upp og svo tæma banka­kerfi að innan með blekk­ingum og lög­brotum með gríð­ar­legum afleið­ingum fyrir almenn­ing í land­inu. Fyrir að vera heims­meist­arar í aflands­fé­laga­eign í skatta­skjólum – sem er ein­vörð­ungu til þess að fela pen­inga frá rétt­mætum eig­endum þeirra – miðað við höfða­tölu líkt og opin­berað var í Panama­skjöl­un­um. Við erum þekkt fyrir að vera eina ríkið á EES-­svæð­inu sem er á gráum lista vegna ónógra pen­inga­þvætt­is­varna.

Og nú erum við þekkt fyrir að múta ráð­herrum í Namibíu til að tryggja mjög ríkum frændum frá Akur­eyri tæki­færi til að verða enn rík­ari á kostnað sam­fé­lags­legrar upp­bygg­ingar í land­inu.“

Lesið leiðarann í heild sinni hér.

1. Ofurstéttin sem er að eignast Ísland

„Snemma árs 2017 fóru útgerðir meðal ann­ars fram á að ríkið tæki þátt í að greiða laun sjó­manna, með því að gefa eftir skatt af fæð­is­pen­ingum og dag­pen­ingum vegna ferða- og dval­ar­kostn­að­ar. 

Nú ætla þær síðan í mál við ríkið og setja fram, hver fyrir sig, millj­arða króna kröfur fyrir að hafa ekki fengið strax gef­ins meira af mak­ríl­kvót­an­um. Hópur fyr­ir­tækja sem flest eru undir fullum yfir­ráðum örfárra ein­stak­linga sem eru að taka yfir íslenskt sam­fé­lag með húð og hári.

Ætla kjörnir full­trúar þjóð­ar­inn­ar, sem eiga að vinna með hags­muni hennar að leið­ar­ljósi, bara að láta þetta ger­ast? Að leyfa freku köll­unum að sópa til sín því sem þeir vilja? Að verða rík­ari og valda­meiri en öll til­efni standa til á meðan á því stend­ur?“

Mest lesni leiðari ársins á Kjarnanum fjallar um eigendur útvegsfyrirtækja.

Lesið leiðarann í heild sinni hér.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk