Auglýsing

Nýverið birt­ist leið­ari á þessum vett­vangi þar sem farið var yfir póli­tík­ina sem drífur áfram umræðu um hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka. Hann er hægt að lesa hér.

Á þeim örfáu dögum sem liðnir eru frá því að hann var birtur þá hefur umræðan um þetta mál orðið enn ofsa­fengn­ari og marg­falt þvæld­ari. Stað­reyndir virð­ast ekki skipta neinu máli og orð­ræðan er rekin áfram af ein­skærri til­finn­ingu. Ráð­herrar eru ásak­aðir um að vera í stóru sam­særi til að hagn­ast á mál­inu með ýmsum hætti án nokk­urra sann­ana. Þeir stjórn­mála­menn, þvert á flokka, sem kynnt hafa sér málið og kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það sé upp­blásið og mein­laust með öllu, jafn­vel til umtals­verðs gagns, eru kall­aðir land­ráða­menn eða gefið að sök að svíkja kjós­endur sína.

Hér verður rakið mál­efna­lega og út frá ófrá­víkj­an­legum stað­reyndum hvað felst í þessu máli, hvernig upp­hróp­an­irnar ríma við raun­veru­leik­ann og hvernig heil­brigt sam­fé­lag sem ber virð­ingu fyrir sann­leika myndi takast á við nauð­syn­lega og þarfa umræðu um orku­mál.

Þriðji orku­pakk­inn

Í pakk­anum felst meðal ann­ars að aðgreina skal flutn­ings­kerfi frá öðrum rekstri á orku­mark­aði. Það þýðir á manna­máli að orku­fyr­ir­tækin mega ekki lengur eiga Lands­net, það fyr­ir­tæki sem ann­ast flutn­ing raf­orku og stjórnun raf­orku­kerfa á Íslandi.

Ísland fékk reyndar und­an­þágu frá þessu ákvæði pakk­ans og landið ræður sjálft hvernig eign­ar­haldi Lands­net á að vera. Í febr­úar var til­kynnt um að við­ræður standi yfir á milli rík­is­ins og Lands­virkj­unar um kaup á Lands­neti. Gangi þau áform eftir fer eign­ar­haldið frá fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu rík­is­ins til rík­is­ins. Gangi þau ekki eftir verður það áfram í höndum rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing
Í pakk­anum felst líka að inn­leidd eru ákvæðu um sjálf­stæði raf­orku­eft­ir­lits. Innan Evr­ópu­sam­bands­ins verður það vald hjá eft­ir­lits­stofn­un­inni ACER. Fyrir Ísland munu þær afmörk­uðu heim­ildir sem ACER fær á orku­mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins hins vegar vera hjá Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ES­A), þar sem fjöl­margar aðrar eft­ir­lits­heim­ildir eru nú þeg­ar. Engar vald­heim­ildir yfir íslenskum orku­málum eru fram­seldar til ACER og stofn­unin hefur engu hlut­verki að gegna hér­lendis á meðan að ekki er lagður sæstrengur hingað til lands.

Þá felst í þriðja orku­pakk­anum aukin neyt­enda­vernd. Þ.e. ákvæði hans fela í sér auk­inn rétt neyt­enda til að fá upp­lýs­ingar og aukin rétt til að skipta um orku­sala. Þriðji orku­pakk­inn kemur einnig inn á mik­il­vægi þess að koma í veg fyrir orku­skort og inni­heldur heim­ildir til að grípa til ráð­staf­ana til að tryggja öruggt fram­boð á raf­orku fyrir almenn­ing.

Eru ein­hverjir kost­ir?

Ástæðan fyrir því að Ísland tekur upp þriðja orku­pakk­ann er þátt­taka okkar í EES-­sam­starf­inu, mik­il­væg­asta efna­hags­lega sam­starfi sem við eigum í. Kjarni þess er myndun innri mark­aðar Evr­ópu með vörur og þjón­ustu og því þarf að sam­ræma reglur milli aðild­ar­ríkja.

Auk þess eiga ýmis íslensk fyr­ir­tæki sem fram­leiða og selja elds­neyti eða fram­leiða vör­ur, meðal ann­ars raf­tæki fyrir iðn­að, mikið undir því að geta selt þau á mark­aði í Evr­ópu á grund­velli laga um orku­merk­ingar og vist­hönnun vöru. Það geta þau ekki gert nema að á Íslandi sé sam­ræmi í lögum við þann markað sem verið er að selja á. Eða þau geta auð­vitað bara flutt höf­uð­stöðvar sínar ann­að.

Góðar og gildar ástæður þess að inn­leiða þriðja orku­pakk­ann eru því meðal ann­ars áfram­hald­andi þátt­taka okkar í EES-­sam­starf­inu – mik­il­væg­asta við­skipta­sam­starfi Íslands­sög­unnar – , aukin neyt­enda­vernd, aukið raf­orku­ör­yggi fyrir almenn­ing og til að tryggja tæki­færi gjald­eyr­is­skap­andi tækni- og iðn­að­ar­fyr­ir­tækja á Íslandi til að selja vörur sínar á innri mark­aði Evr­ópu.

Engin einka­væðir orku­fyr­ir­tæki nema Íslend­ingar

Í umræð­unni er víða látið sem að í þessum þriðja orku­pakka felist ein­hvers konar fram­sal á ákvörðun um að íslensk orku­fyr­ir­tæki verði einka­vædd yfir til Evr­ópu­sam­bands­ins.

Það er bein­línis fjar­stæðu­kennt.

Þrátt fyrir að Ísland hafi inn­leitt bæði fyrsta og annan orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins, og þar með mark­aðsvætt íslenskan raf­orku­mark­að, þá er ein­ungis eitt orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á Íslandi í eigu einka­að­ila. Það fyr­ir­tæki heitir HS Orka. Og það voru ekki erlendir „lands­regl­ar­ar“ eða and­lits­lausir emb­ætt­is­menn frá Brus­sel sem einka­væddu það, heldur íslenskir stjórn­mála­menn.

Í byrjun árs 2007 var Hita­veita Suð­ur­nesja, sem síðar var skipt upp í fram­leiðslu­fyr­ir­tækið HS Orku og dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið HS Veit­ur, að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga á suð­vest­ur­horni lands­ins.

Í mars 2007 ákvað íslenska ríkið að aug­lýsa 15,2 pró­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu til sölu. Það var póli­tísk ákvörðun þeirra sem fóru með stjórn lands­ins á þeim tíma, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Öðrum orku­fyr­ir­tækjum á Íslandi, sem voru líka í opin­berri eigu, var meinað að bjóða í hann.

Auglýsing
Þetta var í takti við stemmn­ing­una í þjóð­fé­lag­inu á þessum tíma. Búið var að koma rík­is­bönkum og rík­is­síma í hendur loft­kast­ala­smiða sem tíma­bundið voru taldir snill­ingar en voru síðar opin­beraðir sem lodd­ar­ar, og í ein­hverjum til­fellum glæpa­menn. Nýstofn­sett orku­út­rás­ar­fyr­ir­tæki í eigu slíkra bauð lang­hæst í hlut­inn og í kjöl­farið hófst mik­ill sirkus sem í fólst til­raun til sam­ein­ingar við nýstofn­aðan orku­út­rás­ar­arm Orku­veitu Reykja­víkur sem leiddi meðal ann­ars til þess að meiri­hluti í borg­ar­stjórn Reykja­víkur sprakk. Hægt er að lesa þessa sögu alla hér.

Í byrjun árs 2008 höfðu níu af þeim tíu sveit­ar­fé­lögum sem áttu í Hita­veitu Suð­ur­nesja ári áður selt sig út úr fyr­ir­tæk­inu eða áttu undir eitt pró­sent eign­ar­hlut. Þessi blokk hafði átt 84,8 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu í byrjun árs 2007. Eina sveit­ar­fé­lagið sem enn átti umtals­verðan hlut var Reykja­nes­bær með 34,74 pró­sent hlut. Sá eign­ar­hlutur var síðan seldur til einka­að­ila sum­arið 2009. Ákvörðun um það var tekin af þáver­andi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­nes­bæ, og engum öðr­um.

Nær öll orku­fyr­ir­tæki í opin­berri eigu

Önnur orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á Íslandi eru, þrátt fyrir inn­leið­ingu fyrri orku­pakka sem heim­ila erlent eign­ar­hald á orku­fyr­ir­tækj­um, annað hvort í eigu rík­is­ins eða sveit­ar­fé­laga. Þ.e. í opin­berri eigu. Og ákvörð­un­ar­vald um einka­væð­ingu þeirra áfram sem áður enn algjör­lega í höndum þjóð­kjör­inna íslenskra stjórn­mála­manna.

Það virð­ist ekki vera neinn póli­tískur salur fyrir því að selja þessi orku­fyr­ir­tæki til einka­að­ila. Síð­ast þegar ein­hver umræða átti sér stað um slíkt var 2014 þegar Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, viðr­aði hug­myndir um að selja tíu til tutt­ugu pró­sent hlut í Lands­virkjun til íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Sú hug­mynd fékk nær engar und­ir­tektir hjá öðrum stjórn­mála­flokk­um, ekki einu sinni sam­starfs­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn á þeim tíma. Hún hefur heldur ekki fengið neinar sér­stakar und­ir­tektir hjá þjóð­inni. Sam­kvæmt könnun MMR frá árinu 2015 voru 86,8 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu and­vígir því að selja Lands­virkjun og stuðn­ingur við slíkt hefur farið minnk­andi.

Og HS Orka virð­ist hægt og rólega að vera að fær­ast aftur í nokk­urs konar almenna eigu. Fjórtán líf­eyr­is­sjóðir og breskur fjár­fest­ing­ar­sjóður sem þeir hafa valið að vinna með eru að eign­ast allt hlutafé í fyr­ir­tæk­inu. Lík­leg­ast þykir að eign­ar­haldið verði til helm­inga. En áhrif Jarð­varma, félags líf­eyr­is­sjóð­anna, eru enn meiri en eign­ar­haldið segir til um. Hlut­hafa­sam­komu­lag tryggir þeim neit­un­ar­vald gagn­vart öllum stórum ákvörð­unum sem teknar eru í HS Orku. Því neit­un­ar­valdi hafa þeir beitt áður, t.d. þegar Black­sto­ne, einn stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður í heimi, ætl­aði að kaupa 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu.

Ofan á allt þetta þá eru gild­andi lög í land­inu, og hafa verið frá árinu 2008, sem banna sölu auð­linda sem eru í opin­berri eigu og áskilin veitu­starf­semi skuli ávallt vera að meiri hluta í eigu opin­berra aðila.

Alþingi ákveður sæstreng

Þá komum við að hug­mynd­inni um sæstreng milli Íslands og Bret­lands. Umræða um lagn­ingu slíks hefur stop­ult átt sér stað annað veifið í meira en 60 ár, án þess að hann hafi orðið að veru­leika.

Eftir banka­hrun­ið, þegar Ísland var vægt til orða tekið efna­hags­lega við­kvæmt, fór aftur í gang umræða um lagn­ingu strengs. Hún náði mestum hæðum á árunum 2013 til 2016 þegar bresk og íslensk stjórn­völd unnu saman að því að kanna hversu vit­ræn slík lagn­ing væri. Það sam­kurl náði lík­lega hámarki þegar David Camer­on, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kom hingað til fundar við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Þeir ákváðu að skipa vinnu­hóp til að kanna mál­ið.

Í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu vegna þessa fund­ar, sem fór fram í októ­ber 2015, sagði meðal ann­ars að eðli­legt væri að eiga „við­ræður við Breta um þau efna­hags­legu og félags­legu áhrif sem lagn­ing sæstrengs á milli land­anna gæti haft í för með sér.“ Heim­sókn Cameron til að ræða orku­mál fékk aukið vægi í ljósi þess að hann var fyrsti breski for­sæt­is­ráð­herr­ann til að heim­sækja Ísland og funda með íslenska kollega sínum frá árinu 1964.

Auglýsing
Á þessu tíma­bili stofn­uðu breskir fjár­festar líka  félag sem leit­aði að frek­­ari fjár­­­mögnun fyrir verk­efn­ið. Á því tíma­bili lét hið opin­bera á Íslandi gera þrjár skýrsl­­ur; tvær að beiðni atvinn­u­­vega-og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins og ein að beiðni Lands­­nets. Nið­­ur­­staða þeirra allra var sú að bygg­ing sæstrengs­ins yrði lík­­­lega hag­­kvæm og arð­­söm, að því gefnu að íslensk yfir­­völd bæru ekki alla hætt­una af fjár­­­fest­ing­unni og að Bretar myndu halda áfram að nið­­ur­greiða end­­ur­nýj­an­­lega orku líkt og þeir gera nú.

Frá árinu 2016 hefur nær ekk­ert heyrst af þessu máli. Þær rík­is­stjórnir sem setið hafa síðan að sú síð­asta sem skoð­aði málið hrökkl­að­ist frá vegna Panama­skjal­ana hafa ekk­ert sinnt sæstrengs­mál­um. Lands­virkjun og Lands­net sóttu um að Ice-L­ink sæstrengs­verk­efnið færi inn á svo­kall­aða PCI-lista, með sam­þykki stjórn­valda í upp­hafi árs 2015. Núver­andi stjórn­ar­flokkar drógu þá umsókn til baka í mars síð­ast­liðnum til að und­ir­strika þá afstöðu sína að hér sé eng­inn sæstrengur í píp­unum og að slíkur verði aldrei lagður nema að frum­kvæði, og með sam­þykki, Alþing­is.  

Kannski hefur áhug­inn á verk­efn­inu líka dvínað vegna þess að kostn­aður við sæstreng myndi lík­ast til vera á bil­inu 800 til 1.100 millj­arða króna án þess að til­lit yrði tekið til kostn­aðar vegna þeirra virkj­ana­fram­kvæmda sem ráð­ast þyrfti í til að gera sæstreng­inn raun­hæf­an. Eða kannski hafa Bretar bara haft annað að hugsa um vegna Brex­it, sem felur auð­vitað í sér að sæstrengur til Bret­lands myndi ekki tengja Ísland við sam­eig­in­lega evr­ópska orku­mark­að­inn, enda Bretar að reyna að yfir­gefa hann.

Einn þeirra bresku fjár­festa sem unnið hefur að því að safna fé til að leggja hingað sæstreng, Edmund Tru­ell, reyndi að kaupa hlut í HS Orku í lok árs í fyrra. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans gekk honum þó ekki að safna saman fé til að fylgja til­boð­inu eft­ir. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir stigu þess í stað inn í og ekk­ert varð að kaupum Tru­ell. Þetta bendir til þess að fjár­festar séu nú ekki að bíða í röðum til að taka þátt í risa­fjár­fest­ingu í íslenskum orku­geira til að liðka fyrir lagn­ingu sæstrengs.

Á móti sem hagn­ast

Og við skulum bara vera með það á hreinu að þeir hag­að­ilar sem eru helst á móti lagn­ingu sæstrengs til Íslands eru stórnot­end­urnir sem kaupa um og yfir 80 pró­sent af allri raf­orku­fram­leiðslu hér­lend­is. Þar af kaupa álver yfir 70 pró­sent henn­ar. Þessir aðilar hafa hag af því að raf­orku­verð til þeirra hald­ist lágt og á meðan að Ísland er ekki tengt öðrum við aðra mark­aði með streng þá eru tak­mark­anir á því hversu margir geta keypt ork­una sem við fram­leiðum innan okkar lok­aða kerf­is. Hluti þess­ara stórnot­enda hafa sýnt það að þeir eru til­búnir til að ganga ansi langt til að hald verð­inu til sín lágu.

Í lok árs 2015, á meðan að við­ræður milli Norð­ur­áls og Lands­virkj­unar stóðu yfir um verð á orku til álvers­ins á Grund­ar­tanga, greiddi Norð­urál meðal ann­ars íslenskum mark­aðs­ráð­gjafa fyrir að setja á fót vett­vang á borð við „Auð­lind­­irnar okk­­ar“ á Face­book, og vef­­mið­il­inn Vegg­ur­inn.is og halda þar úti áróðri fyrir sig. Hann skrif­aði auk þess, og skrifar enn, pistla á vef mbl.is. Í skrifum mark­aðs­ráð­gjafans og ann­­arra á þessum síðum var talað fyrir lægra orku­verði til stór­iðju, lengri orku­­sölu­­samn­ingum og gegn lagn­ingu sæstrengs til­ Bret­lands. Mark­aðs­ráð­gjaf­inn hefur einnig vakið athygli fyrir störf sín fyrir ákveðna stjórn­mála­menn. Hægt er að lesa um þau hér.

Hann er líka einn stofn­enda vett­vangs­ins „Orkan okk­ar“ sem berst nú hat­ram­lega gegn inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans, og kemur meðal ann­ars fram í kynn­ing­ar­efni hans.

Full­veld­is­af­sal

Ísland er full­valda ríki. Sem full­valda ríki tók það ákvörðun um að gera EES-­samn­ing­inn sem felur í sér að Ísland skuld­bindur sig til að taka þátt í aðlögun þess innri mark­aðar sem þar þrífst. Í stað­inn fær Ísland ótrú­lega margt. Hér er hægt að lesa um það.

Það valda­fram­sal sem felst í því að við fram­seljum ákveðnar og afmark­aðar vald­heim­ildir til ESA sem fær með þeim úrskurð­ar­vald um úrlausn deilu­mála og hvað varðar ýmis tækni­leg mál­efni. Þannig hefur málum alltaf verið háttað frá því að EES-­samn­ing­ur­inn tók gildi 1994.

Varð­andi þriðja orku­pakk­ann þá er það þannig að vald­fram­salið hefur enga þýð­ingu fyrr en Ísland teng­ist innri raf­orku­mark­aði Evr­ópu með sæstreng. Sem er ekki til stað­ar.

Eng­inn lög­fræði­legur vafi er auk þess á því að þriðji orku­pakk­inn svo­kall­aði er í sam­ræmi við gild­andi stjórn­ar­skrá Íslands og fyr­ir­varar í pakk­anum valdi því að vald­heim­ildir ACER muni ekk­ert hafa um að segja hvort að sæstrengur verði lagður hingað til lands.

Það er líka merki­legt að margir þeirra sem eru and­snún­astir því að gera breyt­ingar á íslensku stjórn­ar­skránni eru hávær­ustu hræðslu­berar gegn þriðja orku­pakk­an­um.

Auglýsing
Í þeirri nýju stjórn­ar­skrá sem gerð voru drög að, og sam­þykkt var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu haustið 2012 með tveimur þriðju greiddra atkvæða, var meðal ann­ars að finna ákvæði um að nátt­úru­auð­lindir sem séu ekki í einka­eigu, séu sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Væri slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrá gæti eng­inn annar fengið auð­lind­irnar eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Það væri heldur ekki hægt að selja þær eða veð­setja og við nýt­ingu þeirra þyrfti að hafa sjálf­bærni og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Í þeirri stjórn­ar­skrá var líka ákvæði sem myndi tryggja að ef Alþingi sam­þykkir full­gild­ingu samn­ings, eins og t.d. EES-­samn­ings­ins, þá skuli ákvörð­unin borin undir þjóð­ar­at­kvæði. Auk þess var þar ákvæði sem í fólst að tíu pró­sent kjós­enda gæti kraf­ist þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla færi fram um lög sem Alþingi hefur sam­þykkt.

Allt eru þetta ákvæði sem væru mjög til gagns í þeirri gjör­sam­lega glóru­lausu umræðu sem á sér stað um þriðja orku­pakk­ann um þessar mund­ir. En það ætlar að ganga treg­lega fyrir okkur að upp­færa gild­andi stjórn­ar­skrá, sem er óra­fjarri því að þjóna til­gangi sínum sem grund­vall­ar­reglur fyrir sam­fé­lag dags­ins í dag.

Mál­efna­leg umræða þarf að byggja á stað­reyndum

Við eigum að takast á um orku­mál. Hvort að reka eigi opin­ber orku­fyr­ir­tæki út frá því arð­sem­is­sjón­ar­miðum sem skili rík­is­sjóði arði eða hvort það eigi að líta til „sam­fé­lags­legrar nýt­ing­ar“ og selja til dæmis orku til áburð­ar­verk­smiðju eða álvers í Skaga­firði á lágu verði til að tryggja að störf verði til í völdum kjör­dæm­um.

Við eigum að takast á um hvort og hversu mikið eigi að virkja. Hvort sala til stórnot­enda eigi að nið­ur­greiða raf­orku til heim­ila og fyr­ir­tækja eða hvort afrakst­ur­inn eigi að renna til rík­is­sjóðs og þaðan til sam­fé­lags­legra verk­efna. Hvort við eigum að leggja sæstreng, sé það yfir höfuð mögu­legt, eða hvort við eigum að selja þorra þess sem við fram­leiðum áfram langt undir eðli­legu mark­aðs­verði til álvera, kís­il­málm­verk­smiðja og gagn­vera sem eru aðal­lega notuð af þeim sem grafa eftir raf­mynt­um. Hvort að opin­berir aðilar eigi að eiga öll orku­fyr­ir­tækin eða ekki.

Við erum í kjör stöðu til þess í dag. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í síð­ustu viku að það væri mesta gæfa Íslend­inga að við ættum um 40 pró­sent af land­inu í þjóð­lendum og að við ættum sam­fé­lags­leg orku­fyr­ir­tæki. Þar nefndi hún Lands­virkj­un, RARIK og Orkubú Vest­fjarða. Til við­bótar má auð­vitað nefna Orku­veitu Reykja­víkur og Lands­net. Eða þá stað­reynd að HS Orka er að stórum hluta á leið í almenna eigu félags íslenskra líf­eyr­is­sjóða og að HS Veitur eru í meiri­hluta­eigu Reykja­nes­bæj­ar, Hafn­ar­fjarðar og Suð­ur­nesja­bæjar sem eiga sam­tals 65,62 pró­sent í því fyr­ir­tæki.

Þetta er staða sem kollegar Katrínar í útlöndum segja við hana að sé stór­kost­leg gæfa okkar Íslend­inga. „Ég skil alveg að fólk hafi áhyggjur af þess­ari stöðu. Það er hins vegar ekk­ert í þessum þriðja orku­pakka sem ég tel að breyti því,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Og það er rétt hjá henni. Tök­umst á mál­efna­lega út frá ofan­greindum for­sendum og fyr­ir­liggj­andi stað­reynd­um, en fest­umst ekki bull­um­ræðu um þriðja orku­pakk­ann sem rekin er áfram af inni­halds­lausum hræðslu­á­róðri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari