Auglýsing

Nýverið birt­ist leið­ari á þessum vett­vangi þar sem farið var yfir póli­tík­ina sem drífur áfram umræðu um hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka. Hann er hægt að lesa hér.

Á þeim örfáu dögum sem liðnir eru frá því að hann var birtur þá hefur umræðan um þetta mál orðið enn ofsa­fengn­ari og marg­falt þvæld­ari. Stað­reyndir virð­ast ekki skipta neinu máli og orð­ræðan er rekin áfram af ein­skærri til­finn­ingu. Ráð­herrar eru ásak­aðir um að vera í stóru sam­særi til að hagn­ast á mál­inu með ýmsum hætti án nokk­urra sann­ana. Þeir stjórn­mála­menn, þvert á flokka, sem kynnt hafa sér málið og kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það sé upp­blásið og mein­laust með öllu, jafn­vel til umtals­verðs gagns, eru kall­aðir land­ráða­menn eða gefið að sök að svíkja kjós­endur sína.

Hér verður rakið mál­efna­lega og út frá ófrá­víkj­an­legum stað­reyndum hvað felst í þessu máli, hvernig upp­hróp­an­irnar ríma við raun­veru­leik­ann og hvernig heil­brigt sam­fé­lag sem ber virð­ingu fyrir sann­leika myndi takast á við nauð­syn­lega og þarfa umræðu um orku­mál.

Þriðji orku­pakk­inn

Í pakk­anum felst meðal ann­ars að aðgreina skal flutn­ings­kerfi frá öðrum rekstri á orku­mark­aði. Það þýðir á manna­máli að orku­fyr­ir­tækin mega ekki lengur eiga Lands­net, það fyr­ir­tæki sem ann­ast flutn­ing raf­orku og stjórnun raf­orku­kerfa á Íslandi.

Ísland fékk reyndar und­an­þágu frá þessu ákvæði pakk­ans og landið ræður sjálft hvernig eign­ar­haldi Lands­net á að vera. Í febr­úar var til­kynnt um að við­ræður standi yfir á milli rík­is­ins og Lands­virkj­unar um kaup á Lands­neti. Gangi þau áform eftir fer eign­ar­haldið frá fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu rík­is­ins til rík­is­ins. Gangi þau ekki eftir verður það áfram í höndum rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing
Í pakk­anum felst líka að inn­leidd eru ákvæðu um sjálf­stæði raf­orku­eft­ir­lits. Innan Evr­ópu­sam­bands­ins verður það vald hjá eft­ir­lits­stofn­un­inni ACER. Fyrir Ísland munu þær afmörk­uðu heim­ildir sem ACER fær á orku­mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins hins vegar vera hjá Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ES­A), þar sem fjöl­margar aðrar eft­ir­lits­heim­ildir eru nú þeg­ar. Engar vald­heim­ildir yfir íslenskum orku­málum eru fram­seldar til ACER og stofn­unin hefur engu hlut­verki að gegna hér­lendis á meðan að ekki er lagður sæstrengur hingað til lands.

Þá felst í þriðja orku­pakk­anum aukin neyt­enda­vernd. Þ.e. ákvæði hans fela í sér auk­inn rétt neyt­enda til að fá upp­lýs­ingar og aukin rétt til að skipta um orku­sala. Þriðji orku­pakk­inn kemur einnig inn á mik­il­vægi þess að koma í veg fyrir orku­skort og inni­heldur heim­ildir til að grípa til ráð­staf­ana til að tryggja öruggt fram­boð á raf­orku fyrir almenn­ing.

Eru ein­hverjir kost­ir?

Ástæðan fyrir því að Ísland tekur upp þriðja orku­pakk­ann er þátt­taka okkar í EES-­sam­starf­inu, mik­il­væg­asta efna­hags­lega sam­starfi sem við eigum í. Kjarni þess er myndun innri mark­aðar Evr­ópu með vörur og þjón­ustu og því þarf að sam­ræma reglur milli aðild­ar­ríkja.

Auk þess eiga ýmis íslensk fyr­ir­tæki sem fram­leiða og selja elds­neyti eða fram­leiða vör­ur, meðal ann­ars raf­tæki fyrir iðn­að, mikið undir því að geta selt þau á mark­aði í Evr­ópu á grund­velli laga um orku­merk­ingar og vist­hönnun vöru. Það geta þau ekki gert nema að á Íslandi sé sam­ræmi í lögum við þann markað sem verið er að selja á. Eða þau geta auð­vitað bara flutt höf­uð­stöðvar sínar ann­að.

Góðar og gildar ástæður þess að inn­leiða þriðja orku­pakk­ann eru því meðal ann­ars áfram­hald­andi þátt­taka okkar í EES-­sam­starf­inu – mik­il­væg­asta við­skipta­sam­starfi Íslands­sög­unnar – , aukin neyt­enda­vernd, aukið raf­orku­ör­yggi fyrir almenn­ing og til að tryggja tæki­færi gjald­eyr­is­skap­andi tækni- og iðn­að­ar­fyr­ir­tækja á Íslandi til að selja vörur sínar á innri mark­aði Evr­ópu.

Engin einka­væðir orku­fyr­ir­tæki nema Íslend­ingar

Í umræð­unni er víða látið sem að í þessum þriðja orku­pakka felist ein­hvers konar fram­sal á ákvörðun um að íslensk orku­fyr­ir­tæki verði einka­vædd yfir til Evr­ópu­sam­bands­ins.

Það er bein­línis fjar­stæðu­kennt.

Þrátt fyrir að Ísland hafi inn­leitt bæði fyrsta og annan orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins, og þar með mark­aðsvætt íslenskan raf­orku­mark­að, þá er ein­ungis eitt orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á Íslandi í eigu einka­að­ila. Það fyr­ir­tæki heitir HS Orka. Og það voru ekki erlendir „lands­regl­ar­ar“ eða and­lits­lausir emb­ætt­is­menn frá Brus­sel sem einka­væddu það, heldur íslenskir stjórn­mála­menn.

Í byrjun árs 2007 var Hita­veita Suð­ur­nesja, sem síðar var skipt upp í fram­leiðslu­fyr­ir­tækið HS Orku og dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið HS Veit­ur, að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga á suð­vest­ur­horni lands­ins.

Í mars 2007 ákvað íslenska ríkið að aug­lýsa 15,2 pró­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu til sölu. Það var póli­tísk ákvörðun þeirra sem fóru með stjórn lands­ins á þeim tíma, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Öðrum orku­fyr­ir­tækjum á Íslandi, sem voru líka í opin­berri eigu, var meinað að bjóða í hann.

Auglýsing
Þetta var í takti við stemmn­ing­una í þjóð­fé­lag­inu á þessum tíma. Búið var að koma rík­is­bönkum og rík­is­síma í hendur loft­kast­ala­smiða sem tíma­bundið voru taldir snill­ingar en voru síðar opin­beraðir sem lodd­ar­ar, og í ein­hverjum til­fellum glæpa­menn. Nýstofn­sett orku­út­rás­ar­fyr­ir­tæki í eigu slíkra bauð lang­hæst í hlut­inn og í kjöl­farið hófst mik­ill sirkus sem í fólst til­raun til sam­ein­ingar við nýstofn­aðan orku­út­rás­ar­arm Orku­veitu Reykja­víkur sem leiddi meðal ann­ars til þess að meiri­hluti í borg­ar­stjórn Reykja­víkur sprakk. Hægt er að lesa þessa sögu alla hér.

Í byrjun árs 2008 höfðu níu af þeim tíu sveit­ar­fé­lögum sem áttu í Hita­veitu Suð­ur­nesja ári áður selt sig út úr fyr­ir­tæk­inu eða áttu undir eitt pró­sent eign­ar­hlut. Þessi blokk hafði átt 84,8 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu í byrjun árs 2007. Eina sveit­ar­fé­lagið sem enn átti umtals­verðan hlut var Reykja­nes­bær með 34,74 pró­sent hlut. Sá eign­ar­hlutur var síðan seldur til einka­að­ila sum­arið 2009. Ákvörðun um það var tekin af þáver­andi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­nes­bæ, og engum öðr­um.

Nær öll orku­fyr­ir­tæki í opin­berri eigu

Önnur orku­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á Íslandi eru, þrátt fyrir inn­leið­ingu fyrri orku­pakka sem heim­ila erlent eign­ar­hald á orku­fyr­ir­tækj­um, annað hvort í eigu rík­is­ins eða sveit­ar­fé­laga. Þ.e. í opin­berri eigu. Og ákvörð­un­ar­vald um einka­væð­ingu þeirra áfram sem áður enn algjör­lega í höndum þjóð­kjör­inna íslenskra stjórn­mála­manna.

Það virð­ist ekki vera neinn póli­tískur salur fyrir því að selja þessi orku­fyr­ir­tæki til einka­að­ila. Síð­ast þegar ein­hver umræða átti sér stað um slíkt var 2014 þegar Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, viðr­aði hug­myndir um að selja tíu til tutt­ugu pró­sent hlut í Lands­virkjun til íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Sú hug­mynd fékk nær engar und­ir­tektir hjá öðrum stjórn­mála­flokk­um, ekki einu sinni sam­starfs­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn á þeim tíma. Hún hefur heldur ekki fengið neinar sér­stakar und­ir­tektir hjá þjóð­inni. Sam­kvæmt könnun MMR frá árinu 2015 voru 86,8 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu and­vígir því að selja Lands­virkjun og stuðn­ingur við slíkt hefur farið minnk­andi.

Og HS Orka virð­ist hægt og rólega að vera að fær­ast aftur í nokk­urs konar almenna eigu. Fjórtán líf­eyr­is­sjóðir og breskur fjár­fest­ing­ar­sjóður sem þeir hafa valið að vinna með eru að eign­ast allt hlutafé í fyr­ir­tæk­inu. Lík­leg­ast þykir að eign­ar­haldið verði til helm­inga. En áhrif Jarð­varma, félags líf­eyr­is­sjóð­anna, eru enn meiri en eign­ar­haldið segir til um. Hlut­hafa­sam­komu­lag tryggir þeim neit­un­ar­vald gagn­vart öllum stórum ákvörð­unum sem teknar eru í HS Orku. Því neit­un­ar­valdi hafa þeir beitt áður, t.d. þegar Black­sto­ne, einn stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður í heimi, ætl­aði að kaupa 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu.

Ofan á allt þetta þá eru gild­andi lög í land­inu, og hafa verið frá árinu 2008, sem banna sölu auð­linda sem eru í opin­berri eigu og áskilin veitu­starf­semi skuli ávallt vera að meiri hluta í eigu opin­berra aðila.

Alþingi ákveður sæstreng

Þá komum við að hug­mynd­inni um sæstreng milli Íslands og Bret­lands. Umræða um lagn­ingu slíks hefur stop­ult átt sér stað annað veifið í meira en 60 ár, án þess að hann hafi orðið að veru­leika.

Eftir banka­hrun­ið, þegar Ísland var vægt til orða tekið efna­hags­lega við­kvæmt, fór aftur í gang umræða um lagn­ingu strengs. Hún náði mestum hæðum á árunum 2013 til 2016 þegar bresk og íslensk stjórn­völd unnu saman að því að kanna hversu vit­ræn slík lagn­ing væri. Það sam­kurl náði lík­lega hámarki þegar David Camer­on, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kom hingað til fundar við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Þeir ákváðu að skipa vinnu­hóp til að kanna mál­ið.

Í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu vegna þessa fund­ar, sem fór fram í októ­ber 2015, sagði meðal ann­ars að eðli­legt væri að eiga „við­ræður við Breta um þau efna­hags­legu og félags­legu áhrif sem lagn­ing sæstrengs á milli land­anna gæti haft í för með sér.“ Heim­sókn Cameron til að ræða orku­mál fékk aukið vægi í ljósi þess að hann var fyrsti breski for­sæt­is­ráð­herr­ann til að heim­sækja Ísland og funda með íslenska kollega sínum frá árinu 1964.

Auglýsing
Á þessu tíma­bili stofn­uðu breskir fjár­festar líka  félag sem leit­aði að frek­­ari fjár­­­mögnun fyrir verk­efn­ið. Á því tíma­bili lét hið opin­bera á Íslandi gera þrjár skýrsl­­ur; tvær að beiðni atvinn­u­­vega-og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins og ein að beiðni Lands­­nets. Nið­­ur­­staða þeirra allra var sú að bygg­ing sæstrengs­ins yrði lík­­­lega hag­­kvæm og arð­­söm, að því gefnu að íslensk yfir­­völd bæru ekki alla hætt­una af fjár­­­fest­ing­unni og að Bretar myndu halda áfram að nið­­ur­greiða end­­ur­nýj­an­­lega orku líkt og þeir gera nú.

Frá árinu 2016 hefur nær ekk­ert heyrst af þessu máli. Þær rík­is­stjórnir sem setið hafa síðan að sú síð­asta sem skoð­aði málið hrökkl­að­ist frá vegna Panama­skjal­ana hafa ekk­ert sinnt sæstrengs­mál­um. Lands­virkjun og Lands­net sóttu um að Ice-L­ink sæstrengs­verk­efnið færi inn á svo­kall­aða PCI-lista, með sam­þykki stjórn­valda í upp­hafi árs 2015. Núver­andi stjórn­ar­flokkar drógu þá umsókn til baka í mars síð­ast­liðnum til að und­ir­strika þá afstöðu sína að hér sé eng­inn sæstrengur í píp­unum og að slíkur verði aldrei lagður nema að frum­kvæði, og með sam­þykki, Alþing­is.  

Kannski hefur áhug­inn á verk­efn­inu líka dvínað vegna þess að kostn­aður við sæstreng myndi lík­ast til vera á bil­inu 800 til 1.100 millj­arða króna án þess að til­lit yrði tekið til kostn­aðar vegna þeirra virkj­ana­fram­kvæmda sem ráð­ast þyrfti í til að gera sæstreng­inn raun­hæf­an. Eða kannski hafa Bretar bara haft annað að hugsa um vegna Brex­it, sem felur auð­vitað í sér að sæstrengur til Bret­lands myndi ekki tengja Ísland við sam­eig­in­lega evr­ópska orku­mark­að­inn, enda Bretar að reyna að yfir­gefa hann.

Einn þeirra bresku fjár­festa sem unnið hefur að því að safna fé til að leggja hingað sæstreng, Edmund Tru­ell, reyndi að kaupa hlut í HS Orku í lok árs í fyrra. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans gekk honum þó ekki að safna saman fé til að fylgja til­boð­inu eft­ir. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir stigu þess í stað inn í og ekk­ert varð að kaupum Tru­ell. Þetta bendir til þess að fjár­festar séu nú ekki að bíða í röðum til að taka þátt í risa­fjár­fest­ingu í íslenskum orku­geira til að liðka fyrir lagn­ingu sæstrengs.

Á móti sem hagn­ast

Og við skulum bara vera með það á hreinu að þeir hag­að­ilar sem eru helst á móti lagn­ingu sæstrengs til Íslands eru stórnot­end­urnir sem kaupa um og yfir 80 pró­sent af allri raf­orku­fram­leiðslu hér­lend­is. Þar af kaupa álver yfir 70 pró­sent henn­ar. Þessir aðilar hafa hag af því að raf­orku­verð til þeirra hald­ist lágt og á meðan að Ísland er ekki tengt öðrum við aðra mark­aði með streng þá eru tak­mark­anir á því hversu margir geta keypt ork­una sem við fram­leiðum innan okkar lok­aða kerf­is. Hluti þess­ara stórnot­enda hafa sýnt það að þeir eru til­búnir til að ganga ansi langt til að hald verð­inu til sín lágu.

Í lok árs 2015, á meðan að við­ræður milli Norð­ur­áls og Lands­virkj­unar stóðu yfir um verð á orku til álvers­ins á Grund­ar­tanga, greiddi Norð­urál meðal ann­ars íslenskum mark­aðs­ráð­gjafa fyrir að setja á fót vett­vang á borð við „Auð­lind­­irnar okk­­ar“ á Face­book, og vef­­mið­il­inn Vegg­ur­inn.is og halda þar úti áróðri fyrir sig. Hann skrif­aði auk þess, og skrifar enn, pistla á vef mbl.is. Í skrifum mark­aðs­ráð­gjafans og ann­­arra á þessum síðum var talað fyrir lægra orku­verði til stór­iðju, lengri orku­­sölu­­samn­ingum og gegn lagn­ingu sæstrengs til­ Bret­lands. Mark­aðs­ráð­gjaf­inn hefur einnig vakið athygli fyrir störf sín fyrir ákveðna stjórn­mála­menn. Hægt er að lesa um þau hér.

Hann er líka einn stofn­enda vett­vangs­ins „Orkan okk­ar“ sem berst nú hat­ram­lega gegn inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans, og kemur meðal ann­ars fram í kynn­ing­ar­efni hans.

Full­veld­is­af­sal

Ísland er full­valda ríki. Sem full­valda ríki tók það ákvörðun um að gera EES-­samn­ing­inn sem felur í sér að Ísland skuld­bindur sig til að taka þátt í aðlögun þess innri mark­aðar sem þar þrífst. Í stað­inn fær Ísland ótrú­lega margt. Hér er hægt að lesa um það.

Það valda­fram­sal sem felst í því að við fram­seljum ákveðnar og afmark­aðar vald­heim­ildir til ESA sem fær með þeim úrskurð­ar­vald um úrlausn deilu­mála og hvað varðar ýmis tækni­leg mál­efni. Þannig hefur málum alltaf verið háttað frá því að EES-­samn­ing­ur­inn tók gildi 1994.

Varð­andi þriðja orku­pakk­ann þá er það þannig að vald­fram­salið hefur enga þýð­ingu fyrr en Ísland teng­ist innri raf­orku­mark­aði Evr­ópu með sæstreng. Sem er ekki til stað­ar.

Eng­inn lög­fræði­legur vafi er auk þess á því að þriðji orku­pakk­inn svo­kall­aði er í sam­ræmi við gild­andi stjórn­ar­skrá Íslands og fyr­ir­varar í pakk­anum valdi því að vald­heim­ildir ACER muni ekk­ert hafa um að segja hvort að sæstrengur verði lagður hingað til lands.

Það er líka merki­legt að margir þeirra sem eru and­snún­astir því að gera breyt­ingar á íslensku stjórn­ar­skránni eru hávær­ustu hræðslu­berar gegn þriðja orku­pakk­an­um.

Auglýsing
Í þeirri nýju stjórn­ar­skrá sem gerð voru drög að, og sam­þykkt var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu haustið 2012 með tveimur þriðju greiddra atkvæða, var meðal ann­ars að finna ákvæði um að nátt­úru­auð­lindir sem séu ekki í einka­eigu, séu sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Væri slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrá gæti eng­inn annar fengið auð­lind­irnar eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Það væri heldur ekki hægt að selja þær eða veð­setja og við nýt­ingu þeirra þyrfti að hafa sjálf­bærni og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Í þeirri stjórn­ar­skrá var líka ákvæði sem myndi tryggja að ef Alþingi sam­þykkir full­gild­ingu samn­ings, eins og t.d. EES-­samn­ings­ins, þá skuli ákvörð­unin borin undir þjóð­ar­at­kvæði. Auk þess var þar ákvæði sem í fólst að tíu pró­sent kjós­enda gæti kraf­ist þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla færi fram um lög sem Alþingi hefur sam­þykkt.

Allt eru þetta ákvæði sem væru mjög til gagns í þeirri gjör­sam­lega glóru­lausu umræðu sem á sér stað um þriðja orku­pakk­ann um þessar mund­ir. En það ætlar að ganga treg­lega fyrir okkur að upp­færa gild­andi stjórn­ar­skrá, sem er óra­fjarri því að þjóna til­gangi sínum sem grund­vall­ar­reglur fyrir sam­fé­lag dags­ins í dag.

Mál­efna­leg umræða þarf að byggja á stað­reyndum

Við eigum að takast á um orku­mál. Hvort að reka eigi opin­ber orku­fyr­ir­tæki út frá því arð­sem­is­sjón­ar­miðum sem skili rík­is­sjóði arði eða hvort það eigi að líta til „sam­fé­lags­legrar nýt­ing­ar“ og selja til dæmis orku til áburð­ar­verk­smiðju eða álvers í Skaga­firði á lágu verði til að tryggja að störf verði til í völdum kjör­dæm­um.

Við eigum að takast á um hvort og hversu mikið eigi að virkja. Hvort sala til stórnot­enda eigi að nið­ur­greiða raf­orku til heim­ila og fyr­ir­tækja eða hvort afrakst­ur­inn eigi að renna til rík­is­sjóðs og þaðan til sam­fé­lags­legra verk­efna. Hvort við eigum að leggja sæstreng, sé það yfir höfuð mögu­legt, eða hvort við eigum að selja þorra þess sem við fram­leiðum áfram langt undir eðli­legu mark­aðs­verði til álvera, kís­il­málm­verk­smiðja og gagn­vera sem eru aðal­lega notuð af þeim sem grafa eftir raf­mynt­um. Hvort að opin­berir aðilar eigi að eiga öll orku­fyr­ir­tækin eða ekki.

Við erum í kjör stöðu til þess í dag. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í síð­ustu viku að það væri mesta gæfa Íslend­inga að við ættum um 40 pró­sent af land­inu í þjóð­lendum og að við ættum sam­fé­lags­leg orku­fyr­ir­tæki. Þar nefndi hún Lands­virkj­un, RARIK og Orkubú Vest­fjarða. Til við­bótar má auð­vitað nefna Orku­veitu Reykja­víkur og Lands­net. Eða þá stað­reynd að HS Orka er að stórum hluta á leið í almenna eigu félags íslenskra líf­eyr­is­sjóða og að HS Veitur eru í meiri­hluta­eigu Reykja­nes­bæj­ar, Hafn­ar­fjarðar og Suð­ur­nesja­bæjar sem eiga sam­tals 65,62 pró­sent í því fyr­ir­tæki.

Þetta er staða sem kollegar Katrínar í útlöndum segja við hana að sé stór­kost­leg gæfa okkar Íslend­inga. „Ég skil alveg að fólk hafi áhyggjur af þess­ari stöðu. Það er hins vegar ekk­ert í þessum þriðja orku­pakka sem ég tel að breyti því,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Og það er rétt hjá henni. Tök­umst á mál­efna­lega út frá ofan­greindum for­sendum og fyr­ir­liggj­andi stað­reynd­um, en fest­umst ekki bull­um­ræðu um þriðja orku­pakk­ann sem rekin er áfram af inni­halds­lausum hræðslu­á­róðri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari