Höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá bandarískum sjóði í hlut í Bláa lóninu

HS Orka mun ekki selja 30 prósent hlut sinn í Bláa lóninu. Lífeyrissjóðir í eigendahópnum lögðust gegn því. Hæsta tilboðið sem barst var upp á rúma 11 milljarða króna.

Bláa lónið
Auglýsing

HS Orka mun ekki selja 30 prósent hlut sinn í Bláa lóninu. Fulltrúar íslenskra lífeyrissjóði, sem eiga 33,4 prósent hlut í orkufyrirtækinu í gegnum félagið Jarðvarma, beittu í síðustu viku neitunarvaldi sínu og höfnuðu fyrirliggjandi tilboði frá sjóði í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, í hlutinn. Tilboðið var upp á rúma 11 milljarða króna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Miðað við tilboðið er heildarmarkaðsvirði Bláa lónsins um 37 milljarðar króna.

Auglýstur til sölu í maí

HS Orka sendi frá sér tilkynningu um miðjan maí síðastliðinn þar sem fram kom að það ætlaði að kanna mögu­lega sölu á hlut sínum í Bláa lón­inu, í heild eða að hluta. Stöplar Advisory sáu um að ræða við hugs­an­lega fjár­festa og stýra ferl­inu fyrir hönd HS Orku, en í til­kynn­ing­unni kom fram að þessi ákvörðun væri tekin í kjöl­farið á sýndum áhuga á hlutnum í Bláa lón­in­u.

Auglýsing

HS Orka hefur verið hlut­hafi í Bláa Lón­inu frá upp­hafi og hefur stolt stutt við vöxt þess. Bláa Lónið er nú með umfangs­mik­inn rekst­ur, dafnar og er enn í veru­legum vexti. Þrátt fyrir að um ein­staka eign sé að ræða og þá fellur starf­semi Bláa Lóns­ins ekki að kjarna­starf­semi HS Orku sem er fram­leiðsla og sala end­ur­nýj­an­legrar orku. Því ákváðum við að hefja þetta ferli,“ var haft eftir Ásgeiri Mar­geirs­syni, for­stjóra HS Orku, í frétta­til­kynn­ing­unn­i.

Meirihlutaeigendur ósáttir með að tilboði væri hafnað

Magma Energy, dótt­ur­fé­lag Alterra, á 66,6 pró­sent hlut í HS Orku, sem síðan á 30 pró­sent hlut í Bláa lón­inu. Ross Beaty, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Alterra orku­fyr­ir­tæk­is­ins sem skráð er á markað í Kana­da, sagði á heimasíðu þess í maí síðastliðnum að eftir mik­inn vöxt og árang­urs­mikla upp­bygg­ingu Bláa lóns­ins, þá sé það mat HS Orku að nú væri góður tíma­punktur til að selja hlut­inn í Bláa lón­inu.

Ross Beaty, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Alterra.Í Fréttablaðinu er greint frá því að mikillar óánægju gæti hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna, sem eiga minnihluta í HS Orku, um að hafna tilboði Blackstone. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Lífeyrissjóðirnir gátu komið í veg fyrir söluna þar sem að í hluthafasamkomulagi HS Orku er tiltekið að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma.

Hagn­aður HS Orku í fyrra nam 2,7 millj­örðum króna og heild­ar­tekjur 7,1 millj­arði króna. Heild­ar­eignir félags­ins voru bók­færðar á tæp­lega 50 millj­arða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félags­ins sé í góðu horfi þessa dag­ana.

Hlut­ur­inn í Bláa lón­inu var met­inn á 1,8 millj­arða króna í árs­reikn­ingi sem þýðir að félagið var metið á um sex millj­arða króna samkvæmt þeim mælikvarða. Ljóst er, miðað við tilboð Blackstone, að virði Bláa lónsins er verulega vanmetið í bókum HS Orku.

Ein­ungis arð­greiðslan til hlut­hafa Bláa lónsins nam 1,4 millj­arði, vegna árs­ins 2015. Hagn­aður Bláa lóns­ins á því ári nam 2,2 millj­örðum króna eftir skatta. Á árinu 2014 voru heild­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 6,1 millj­arður en hagn­að­ur­inn var 1,8 millj­arðar króna, eftir skatta. Tæp­lega þriðja hver króna sem kom í kass­ann var því hreinn hagn­að­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent