Höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá bandarískum sjóði í hlut í Bláa lóninu

HS Orka mun ekki selja 30 prósent hlut sinn í Bláa lóninu. Lífeyrissjóðir í eigendahópnum lögðust gegn því. Hæsta tilboðið sem barst var upp á rúma 11 milljarða króna.

Bláa lónið
Auglýsing

HS Orka mun ekki selja 30 prósent hlut sinn í Bláa lóninu. Fulltrúar íslenskra lífeyrissjóði, sem eiga 33,4 prósent hlut í orkufyrirtækinu í gegnum félagið Jarðvarma, beittu í síðustu viku neitunarvaldi sínu og höfnuðu fyrirliggjandi tilboði frá sjóði í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, í hlutinn. Tilboðið var upp á rúma 11 milljarða króna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Miðað við tilboðið er heildarmarkaðsvirði Bláa lónsins um 37 milljarðar króna.

Auglýstur til sölu í maí

HS Orka sendi frá sér tilkynningu um miðjan maí síðastliðinn þar sem fram kom að það ætlaði að kanna mögu­lega sölu á hlut sínum í Bláa lón­inu, í heild eða að hluta. Stöplar Advisory sáu um að ræða við hugs­an­lega fjár­festa og stýra ferl­inu fyrir hönd HS Orku, en í til­kynn­ing­unni kom fram að þessi ákvörðun væri tekin í kjöl­farið á sýndum áhuga á hlutnum í Bláa lón­in­u.

Auglýsing

HS Orka hefur verið hlut­hafi í Bláa Lón­inu frá upp­hafi og hefur stolt stutt við vöxt þess. Bláa Lónið er nú með umfangs­mik­inn rekst­ur, dafnar og er enn í veru­legum vexti. Þrátt fyrir að um ein­staka eign sé að ræða og þá fellur starf­semi Bláa Lóns­ins ekki að kjarna­starf­semi HS Orku sem er fram­leiðsla og sala end­ur­nýj­an­legrar orku. Því ákváðum við að hefja þetta ferli,“ var haft eftir Ásgeiri Mar­geirs­syni, for­stjóra HS Orku, í frétta­til­kynn­ing­unn­i.

Meirihlutaeigendur ósáttir með að tilboði væri hafnað

Magma Energy, dótt­ur­fé­lag Alterra, á 66,6 pró­sent hlut í HS Orku, sem síðan á 30 pró­sent hlut í Bláa lón­inu. Ross Beaty, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Alterra orku­fyr­ir­tæk­is­ins sem skráð er á markað í Kana­da, sagði á heimasíðu þess í maí síðastliðnum að eftir mik­inn vöxt og árang­urs­mikla upp­bygg­ingu Bláa lóns­ins, þá sé það mat HS Orku að nú væri góður tíma­punktur til að selja hlut­inn í Bláa lón­inu.

Ross Beaty, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Alterra.Í Fréttablaðinu er greint frá því að mikillar óánægju gæti hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna, sem eiga minnihluta í HS Orku, um að hafna tilboði Blackstone. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Lífeyrissjóðirnir gátu komið í veg fyrir söluna þar sem að í hluthafasamkomulagi HS Orku er tiltekið að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma.

Hagn­aður HS Orku í fyrra nam 2,7 millj­örðum króna og heild­ar­tekjur 7,1 millj­arði króna. Heild­ar­eignir félags­ins voru bók­færðar á tæp­lega 50 millj­arða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félags­ins sé í góðu horfi þessa dag­ana.

Hlut­ur­inn í Bláa lón­inu var met­inn á 1,8 millj­arða króna í árs­reikn­ingi sem þýðir að félagið var metið á um sex millj­arða króna samkvæmt þeim mælikvarða. Ljóst er, miðað við tilboð Blackstone, að virði Bláa lónsins er verulega vanmetið í bókum HS Orku.

Ein­ungis arð­greiðslan til hlut­hafa Bláa lónsins nam 1,4 millj­arði, vegna árs­ins 2015. Hagn­aður Bláa lóns­ins á því ári nam 2,2 millj­örðum króna eftir skatta. Á árinu 2014 voru heild­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 6,1 millj­arður en hagn­að­ur­inn var 1,8 millj­arðar króna, eftir skatta. Tæp­lega þriðja hver króna sem kom í kass­ann var því hreinn hagn­að­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent