#ferðaþjónusta#viðskipti

Ross Beaty: Kominn tími á að selja hlutinn í Bláa lóninu

Ráðgjafafyrirtækið Stöplar aðstoðar HS Orku við að selja 30 prósent hlut í HS Orku. Stjórnarformaður HS Orku segir rekstur Bláa lónsins utan við rekstur kjarnastarfsemi.

Ross Beaty, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Alt­erra orku­fyr­ir­tæk­is­ins sem skráð er á markað í Kana­da, segir að eftir mik­inn vöxt og árang­urs­mikla upp­bygg­ingu Bláa lóns­ins, þá sé það mat HS Orku að nú sé góður tíma­punktur til að selja hlut­inn í Bláa lón­inu.

Magma Energy, dótt­ur­fé­lag Alt­erra, á 66 pró­sent hlut í HS Orku, sem síðan á 30 pró­sent hlut í Bláa lón­inu. Í fyrra var 360 millj­óna króna arður greiddur til hlut­hafa HS Orku og kom hann allur úr rekstri Bláa lóns­ins. 

Traustur rekstur

Hagn­aður HS Orku í fyrra nam 2,7 millj­örðum króna og heild­ar­tekjur 7,1 millj­arði króna. Heild­ar­eignir félags­ins voru bók­færðar á tæp­lega 50 millj­arða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félags­ins sé í góðu horfi þessa dag­ana.

Auglýsing

Hlut­ur­inn í Bláa lón­inu er met­inn á 1,8 millj­arða króna í árs­reikn­ingi sem þýðir að félagið er metið á um sex millj­arða, sé mið tekið af því. 

Reikna má með að hlut­ur­inn geti verið mun meira virði en það, þar sem ein­ungis arð­greiðslan til hlut­hafa nam 1,4 millj­arði, vegna árs­ins 2015. Hagn­aður Bláa lóns­ins á því ári nam 2,2 millj­örðum króna eftir skatta. Á árinu 2014 voru heild­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 6,1 millj­arður en hagn­að­ur­inn var 1,8 millj­arðar króna, eftir skatta. Tæp­lega þriðja hver króna sem kom í kass­ann var því hreinn hagn­að­ur.

Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku.

Utan kjarna­starf­semi

Haft er eftir Beaty, á vef Alt­erra, að vegna þess að starf­semi Bláa lóns­ins sé utan kjarna­starf­semi Alt­erra og HS Orku, þá sé kom­inn tími til að selja hlut­inn. Ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Stöplar er með söl­una á hlutnum á sínu borði, fyrir hönd HS Orku, en eig­endur þess eru Jón Óttar Birg­is­son, Bene­dikt Gísla­son og Guð­jón Kjart­ans­son.

Stærstu hlut­haf­ar Bláa lóns­ins eru Hvatnig slhf., með 39,1% hlut, HS Orka með 30% hlut, Keila ehf. með 9,2% hlut og Hof­g­arðar ehf. með 4,9% hlut, en eig­andi þess er Helgi Magn­ús­son, fjár­festir og fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Hvatn­ing slhf. er í 50,55% eigu einka­hluta­­fé­lags­ins Kólfs og 49,45% eigu Horns II slhf.

Kólf­ur ehf. er í 75% eigu Gríms Sæ­­mund­­sen og 25% eigu Eðvards Júl­í­us­­son­­ar.

Eðvard er fyrr­ver­andi bæj­­­ar­­full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Grinda­vík og átti sæti í stjórn Hita­veitu Suð­­ur­­nesja, fyr­ir­renn­­ara HS Orku.

Horn II slhf. er fram­taks­­sjóður stofn­aður af Lands­bréf­­um.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Hrafn Jónsson
500.000 króna fíllinn í herberginu
25. maí 2017 kl. 10:00
May krefst skýringa frá Trump á leka leyniþjónustunnar
Myndir og gögn sem tengjast sprengjuárásinni í Manchester láku frá leyniþjónustuaðilum Bandaríkjanna.
25. maí 2017 kl. 9:00
Sigmundur Davíð segir fyrrverandi formenn hafa farið gegn sér
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við stöðu Framsóknarflokksins.
25. maí 2017 kl. 8:00
Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu
24. maí 2017 kl. 20:18
Bjarni Jónsson
Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina
24. maí 2017 kl. 17:00
Sigmundur Davíð boðar stofnun Framfarafélagsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hópur Framsóknarmanna og aðrir stofnuðu Framfarafélagið á fæðingardegi Jónasar frá Hriflu. Félagið á að vera vettvangur til að stuða að framförum á öllum sviðum samfélagsins.
24. maí 2017 kl. 16:56
Innrás Costco gott „spark í rassinn“ á íslenskri verslun
Costco mun ekki éta íslenskan verslunarmarkað með húð og hári, en líklegt er að íslensk verslunarfyrirtæki bregðist við innkomu þess með betri þjónustu og meiri fjölbreytni.
24. maí 2017 kl. 15:00
Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum
Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.
24. maí 2017 kl. 13:00
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar