Ross Beaty: Kominn tími á að selja hlutinn í Bláa lóninu

Ráðgjafafyrirtækið Stöplar aðstoðar HS Orku við að selja 30 prósent hlut í HS Orku. Stjórnarformaður HS Orku segir rekstur Bláa lónsins utan við rekstur kjarnastarfsemi.

blaa-loni_15270025102_o.jpg
Auglýsing

Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra orkufyrirtækisins sem skráð er á markað í Kanada, segir að eftir mikinn vöxt og árangursmikla uppbyggingu Bláa lónsins, þá sé það mat HS Orku að nú sé góður tímapunktur til að selja hlutinn í Bláa lóninu.

Magma Energy, dótturfélag Alterra, á 66 prósent hlut í HS Orku, sem síðan á 30 prósent hlut í Bláa lóninu. Í fyrra var 360 milljóna króna arður greiddur til hluthafa HS Orku og kom hann allur úr rekstri Bláa lónsins. 

Traustur rekstur

Hagnaður HS Orku í fyrra nam 2,7 milljörðum króna og heildartekjur 7,1 milljarði króna. Heildareignir félagsins voru bókfærðar á tæplega 50 milljarða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félagsins sé í góðu horfi þessa dagana.

Auglýsing

Hluturinn í Bláa lóninu er metinn á 1,8 milljarða króna í ársreikningi sem þýðir að félagið er metið á um sex milljarða, sé mið tekið af því. 

Reikna má með að hluturinn geti verið mun meira virði en það, þar sem einungis arðgreiðslan til hluthafa nam 1,4 milljarði, vegna ársins 2015. Hagnaður Bláa lónsins á því ári nam 2,2 milljörðum króna eftir skatta. Á árinu 2014 voru heildartekjur fyrirtækisins 6,1 milljarður en hagnaðurinn var 1,8 milljarðar króna, eftir skatta. Tæplega þriðja hver króna sem kom í kassann var því hreinn hagnaður.

Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku.

Utan kjarnastarfsemi

Haft er eftir Beaty, á vef Alterra, að vegna þess að starfsemi Bláa lónsins sé utan kjarnastarfsemi Alterra og HS Orku, þá sé kominn tími til að selja hlutinn. Ráðgjafafyrirtækið Stöplar er með söluna á hlutnum á sínu borði, fyrir hönd HS Orku, en eigendur þess eru Jón Óttar Birgisson, Benedikt Gíslason og Guðjón Kjartansson.

Stærstu hlut­haf­ar Bláa lóns­ins eru Hvatnig slhf., með 39,1% hlut, HS Orka með 30% hlut, Keila ehf. með 9,2% hlut og Hofg­arðar ehf. með 4,9% hlut, en eigandi þess er Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins.

Hvatn­ing slhf. er í 50,55% eigu einka­hluta­fé­lags­ins Kólfs og 49,45% eigu Horns II slhf.

Kólf­ur ehf. er í 75% eigu Gríms Sæ­mund­sen og 25% eigu Eðvards Júl­í­us­son­ar.

Eðvard er fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Grinda­vík og átti sæti í stjórn Hita­veitu Suð­ur­nesja, fyr­ir­renn­ara HS Orku.

Horn II slhf. er fram­taks­sjóður stofn­aður af Lands­bréf­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar