Ross Beaty: Kominn tími á að selja hlutinn í Bláa lóninu

Ráðgjafafyrirtækið Stöplar aðstoðar HS Orku við að selja 30 prósent hlut í HS Orku. Stjórnarformaður HS Orku segir rekstur Bláa lónsins utan við rekstur kjarnastarfsemi.

blaa-loni_15270025102_o.jpg
Auglýsing

Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra orkufyrirtækisins sem skráð er á markað í Kanada, segir að eftir mikinn vöxt og árangursmikla uppbyggingu Bláa lónsins, þá sé það mat HS Orku að nú sé góður tímapunktur til að selja hlutinn í Bláa lóninu.

Magma Energy, dótturfélag Alterra, á 66 prósent hlut í HS Orku, sem síðan á 30 prósent hlut í Bláa lóninu. Í fyrra var 360 milljóna króna arður greiddur til hluthafa HS Orku og kom hann allur úr rekstri Bláa lónsins. 

Traustur rekstur

Hagnaður HS Orku í fyrra nam 2,7 milljörðum króna og heildartekjur 7,1 milljarði króna. Heildareignir félagsins voru bókfærðar á tæplega 50 milljarða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félagsins sé í góðu horfi þessa dagana.

Auglýsing

Hluturinn í Bláa lóninu er metinn á 1,8 milljarða króna í ársreikningi sem þýðir að félagið er metið á um sex milljarða, sé mið tekið af því. 

Reikna má með að hluturinn geti verið mun meira virði en það, þar sem einungis arðgreiðslan til hluthafa nam 1,4 milljarði, vegna ársins 2015. Hagnaður Bláa lónsins á því ári nam 2,2 milljörðum króna eftir skatta. Á árinu 2014 voru heildartekjur fyrirtækisins 6,1 milljarður en hagnaðurinn var 1,8 milljarðar króna, eftir skatta. Tæplega þriðja hver króna sem kom í kassann var því hreinn hagnaður.

Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku.

Utan kjarnastarfsemi

Haft er eftir Beaty, á vef Alterra, að vegna þess að starfsemi Bláa lónsins sé utan kjarnastarfsemi Alterra og HS Orku, þá sé kominn tími til að selja hlutinn. Ráðgjafafyrirtækið Stöplar er með söluna á hlutnum á sínu borði, fyrir hönd HS Orku, en eigendur þess eru Jón Óttar Birgisson, Benedikt Gíslason og Guðjón Kjartansson.

Stærstu hlut­haf­ar Bláa lóns­ins eru Hvatnig slhf., með 39,1% hlut, HS Orka með 30% hlut, Keila ehf. með 9,2% hlut og Hofg­arðar ehf. með 4,9% hlut, en eigandi þess er Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins.

Hvatn­ing slhf. er í 50,55% eigu einka­hluta­fé­lags­ins Kólfs og 49,45% eigu Horns II slhf.

Kólf­ur ehf. er í 75% eigu Gríms Sæ­mund­sen og 25% eigu Eðvards Júl­í­us­son­ar.

Eðvard er fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Grinda­vík og átti sæti í stjórn Hita­veitu Suð­ur­nesja, fyr­ir­renn­ara HS Orku.

Horn II slhf. er fram­taks­sjóður stofn­aður af Lands­bréf­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar