Ross Beaty: Kominn tími á að selja hlutinn í Bláa lóninu

Ráðgjafafyrirtækið Stöplar aðstoðar HS Orku við að selja 30 prósent hlut í HS Orku. Stjórnarformaður HS Orku segir rekstur Bláa lónsins utan við rekstur kjarnastarfsemi.

blaa-loni_15270025102_o.jpg
Auglýsing

Ross Beaty, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Alt­erra orku­fyr­ir­tæk­is­ins sem skráð er á markað í Kana­da, segir að eftir mik­inn vöxt og árang­urs­mikla upp­bygg­ingu Bláa lóns­ins, þá sé það mat HS Orku að nú sé góður tíma­punktur til að selja hlut­inn í Bláa lón­inu.

Magma Energy, dótt­ur­fé­lag Alt­erra, á 66 pró­sent hlut í HS Orku, sem síðan á 30 pró­sent hlut í Bláa lón­inu. Í fyrra var 360 millj­óna króna arður greiddur til hlut­hafa HS Orku og kom hann allur úr rekstri Bláa lóns­ins. 

Traustur rekstur

Hagn­aður HS Orku í fyrra nam 2,7 millj­örðum króna og heild­ar­tekjur 7,1 millj­arði króna. Heild­ar­eignir félags­ins voru bók­færðar á tæp­lega 50 millj­arða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félags­ins sé í góðu horfi þessa dag­ana.

Auglýsing

Hlut­ur­inn í Bláa lón­inu er met­inn á 1,8 millj­arða króna í árs­reikn­ingi sem þýðir að félagið er metið á um sex millj­arða, sé mið tekið af því. 

Reikna má með að hlut­ur­inn geti verið mun meira virði en það, þar sem ein­ungis arð­greiðslan til hlut­hafa nam 1,4 millj­arði, vegna árs­ins 2015. Hagn­aður Bláa lóns­ins á því ári nam 2,2 millj­örðum króna eftir skatta. Á árinu 2014 voru heild­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 6,1 millj­arður en hagn­að­ur­inn var 1,8 millj­arðar króna, eftir skatta. Tæp­lega þriðja hver króna sem kom í kass­ann var því hreinn hagn­að­ur.

Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku.

Utan kjarna­starf­semi

Haft er eftir Beaty, á vef Alt­erra, að vegna þess að starf­semi Bláa lóns­ins sé utan kjarna­starf­semi Alt­erra og HS Orku, þá sé kom­inn tími til að selja hlut­inn. Ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Stöplar er með söl­una á hlutnum á sínu borði, fyrir hönd HS Orku, en eig­endur þess eru Jón Óttar Birg­is­son, Bene­dikt Gísla­son og Guð­jón Kjart­ans­son.

Stærstu hlut­haf­ar Bláa lóns­ins eru Hvatnig slhf., með 39,1% hlut, HS Orka með 30% hlut, Keila ehf. með 9,2% hlut og Hof­g­arðar ehf. með 4,9% hlut, en eig­andi þess er Helgi Magn­ús­son, fjár­festir og fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Hvatn­ing slhf. er í 50,55% eigu einka­hluta­­fé­lags­ins Kólfs og 49,45% eigu Horns II slhf.

Kólf­ur ehf. er í 75% eigu Gríms Sæ­­mund­­sen og 25% eigu Eðvards Júl­í­us­­son­­ar.

Eðvard er fyrr­ver­andi bæj­­­ar­­full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Grinda­vík og átti sæti í stjórn Hita­veitu Suð­­ur­­nesja, fyr­ir­renn­­ara HS Orku.

Horn II slhf. er fram­taks­­sjóður stofn­aður af Lands­bréf­­um.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar