Inga Sæland: „Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa“

Flokkur fólksins mælist með 8,4 prósent fylgi og næði fimm mönnum á þing ef kosið yrði í dag. Formaður hans er sátt með að vera kölluð popúlisti.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist sátt við að vera kölluð popúlisti. „Ég hef ákveðið að taka jákvæða pólinn í hæðina og segja, ja popúlisti er bara svona einhver svakalega vinsæll. En ég veit náttúrulega hvað hugtakið er útbreitt fyrir. Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokkinn. Af okkur stafar ógn vegna þess að við erum boðberi breytinga. Við erum einlæg og heiðarleg og við vinnum af hugsjón og við ætlum að halda því áfram og við erum bara sátt við að vera popúlistar. Ég ætla að segja að það þýði bara það að vera vinsæll í dag.“ Þetta kom fram í samtali hennar við fréttastofu RÚV.

Marine Le Pen er fyrrverandi formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar (f. Front National) og var forsetaframbjóðandi hennar fyrr á þessu ári. Þar náði hún í aðra umferð en tapaði fyrir Emmanuel Macron. Í kosn­inga­bar­átt­unni lagði Le Pen áherslu á að vilja tak­marka fjölda inn­flytj­enda sem Frakk­land tæki á móti og sagð­ist ætla að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Frakk­lands í Evr­ópu­sam­band­inu.

Árangur Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna var sá besti sem frambjóðandi flokks hennar hafði nokkru sinni náð – hún fékk um ellefu milljónir atkvæða – en olli samt sem áður vonbrigðum. Fylgi Marine Le Pen var mest í „ryð­belti“ Norð­ur­-Frakk­lands og hjá íhalds­söm­um og öldruð­um íbúum í suð­aust­ur­hluta lands­ins.

Inga vakti nýverið athygli fyrir grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið í júní, í kjölfar þess að sérsveit lögreglunnar hafði verið vopnuð á nokkrum viðburðum sem haldnir voru í Reykjavík. Í greininni sagði hún að Íslendingar þyrftu að viðurkenna þá ógn sem fylgjendur öfga-íslams bera með sér. Að forðast þá umræðu væri hrein og klár og afneitun. „Sérsveit lögreglunnar undir alvæpni sýnir sig á almannafæri og það án þess að hættustig sé aukið opinberlega. Hvað vita þeir sem við vitum ekki? Hvers vegna vill enginn taka umræðuna um ástandið í Evrópu og þá staðreynd að Ísland tilheyrir henni, þótt enginn hafi verið sprengdur eða myrtur hér í hryðjuverkaárás enn sem komið er? „Það er kominn tími til að taka umræðuna og löngu kominn tími til að taka á árásum þeirra samlanda okkar sem vilja og munu kalla okkur öllum illum nöfnum. Þeirra sömu og vilja breiða út faðminn og bjarga öllum heiminum.“ Mikilvægt væri að fella sig ekki á bak við „rétttrúnaðarkenningar“ og treysta því að hryðjuverkaógnin komi ekki til Íslands. 

Auglýsing
Inga segir þó við RÚV að Le Pen sé ekki fyrirmynd sín í stjórnmálum þrátt fyrir að hún hafi sagt sig vera Marine Le Pen týpu .Hún þekki hana ekki neitt og henni gæti ekki verið meira sama um Le Pen. „Ég bara óska þeim alls hins besta sko.“

Ný könnun Gallup sýnir að flokkur hennar myndi fá 8,4 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fimm þingmenn. Flokkurinn fékk 3,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Næst verður kosið árið 2020 nema að boðað verði til kosninga fyrir þann tíma.

Inga segir við RÚV að hún finni fyrir ákalli um breytingar og að flokksmenn hennar séu ekki sáttir við þá stöðu sem sé uppi í samfélaginu í dag. Einungis takmarkaður þjóðfélagshópur fái að njóta þeirra gæða sem felist í boðaðri velmegun. Þriðjungur þjóðarinnar sé við og undir fátækramörkum og margar fjölskyldur séu enn í vanda, sérstaklega húsnæðisvanda, eftir hrunið 2008. Þá hafi tíu þúsund heimili verið tekið af fjölskyldum. Inga kallar eftir samstilltu átaki stjórnvalda, borgaryfirvalda og lífeyrissjóða við byggingu íbúða og segir að flokkur hennar vilji „bara gjörsamlega metta markaðinn.“

Um miðjan júlí stóð Flokkur fólksins fyrir fundi sem fór fram undir heitinu „Sumarþing fólksins“ í Háskólabíói. Húsfyllir var á fundinum en ræðumenn voru Inga Sæland, Ellert B. Schram formaður Félags eldri borgara, Ragnar Þór Ingólfsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fundurinn var hugsaður sem hvatningarfundur í ljósi þess að þingmenn væru í löngu sumarfríi þrátt fyrir þunga undiröldu og ósk um réttlæti í samfélaginu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent