Segist hlusta á gagnrýni vegna þriðja orkupakkans

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segist ekki sannfærð um að slagurinn um innleiðingu þriðja orkupakkans sé slagur sem eigi að taka.

Auglýsing

„Ég hlusta á það sem menn eru að segja,“ segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, um þá gagn­rýni sem ýmsir sam­flokks­menn hennar hafa sett fram á inn­leið­ingu hins svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins hér­lend­is.  Hún bendir hins vegar á að Ísland hafi aldrei ákveðið að aflétta ekki stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara til að inn­leiða til­skipun frá Evr­ópu­sam­band­inu. „Það er engin hræðslu­á­róður að segja að við vitum ekki hvert það leiðir okk­ur. Vegna þess að ég hef engan heyrt svara því[...]„Ég er ekki sann­færð um að þetta sé slagur sem við eigum að taka, um efni máls, það er þessa þriðja orku­pakka. Að við ætlum ekki að aflétta stjórn­skip­un­ar­legum fyr­ir­vara.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þór­dísar Kol­brúnar við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 sem frum­sýndur var á mið­viku­dag. Hægt er þátt­inn í heild í spil­ar­anum hér að ofan.

Heitt póli­tískt mál innan Sjálf­stæð­is­flokks

Þriðji orku­pakk­inn er orðin að heitu póli­tísku máli, sér­stak­lega innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hald­inn var fjöl­mennur fundur í Val­höll í lok ágúst á vegum hverfa­­fé­laga Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins í Smá­í­­­­búða-, Bú­­­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­­­­­ur. Sá fundur sendi frá sér ályktun þar sem skorað var „ein­­­­dregið á for­ystu Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins að hafna þriðja orku­­­pakka Evr­­­­ópu­­­­sam­­­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­­­ast á við ákvæði stjórn­­­­­­­ar­­­­skrár­inn­­­­ar, opn­ar Evr­­­­ópu­­­­sam­­­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­­­ar verð á raf­­­­orku og af­­­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­­­ar.“

Auglýsing
Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýndi for­ystu síns gamla flokks harð­lega í leið­ara skömmu síðar þar sem hann sagði Þor­dísi Kol­brúnu, vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafa látið rugla sig í rím­in­u.Hann sagði líka að: „Erfitt væri að ímynda sér að þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Ices­a­ve.“

Þór­dís Kol­brún segir að það verði að koma í ljós hvað þing­menn flokks­ins geri í mál­inu. „Ég segi bara að okkur liggur ekk­ert á að afgreiða þetta mál. Þessi umræða hún truflar mig ekk­ert. Mér finnst hún fín ef hún á end­anum leiðir til þess að við komumst lengra í að ræða það sem málið snýst um. Það eru auð­vitað skiptar skoð­anir innan allra stjórn­ar­flokk­anna um þetta mál.“

Að hennar mati er algjört lyk­il­at­riði að setja meira fjár­magn í að gæta hags­muna Íslands þegar kemur að inn­leið­ingum á til­skip­unum frá Evr­ópu­sam­band­inu á grund­velli EES-­samn­ings­ins. „Þetta er algjört lyk­il­at­riði og þetta er nákvæm­lega það sem utan­rík­is­ráð­herra hefur nú tekið ákvörðun um að gera. Og við erum að setja aukið fjár­magn í þessa hags­muna­gæslu úti sem skiptir öllu máli vegna þess að EES-­samn­ing­ur­inn er í mínum huga og margra ann­arra mik­il­væg­asti alþjóða­samn­ingur sem við höf­um.“

Tveir sér­fræð­ingar segja áhrifin nær engin

Í minn­is­­blaði sem lög­­­­­mað­­­ur­inn Ólafur Jóhannes Ein­­­ar­s­­­son, áður fram­­­kvæmda­­­stjóri hjá Eft­ir­lits­­­stofnun EFTA (ES­A), gerði fyrir Þór­­­dísi Kol­brúnu, og birt var opin­ber­­­lega 17. apr­íl, kom skýrt fram að þriðji orku­­­pakk­inn haggi í engu heim­ildum íslenskra stjórn­­­­­valda til að banna fram­­­sal á eign­­­ar­rétti að orku­auð­lindum og rétti Íslands til að ákveða með hvaða skil­yrðum orku­auð­lindir lands­ins eru nýtt­­­ar.

Í sept­em­ber vann svo lög­mað­ur­inn Birgir Tjörvi Pét­­ur­s­­son grein­ar­gerð þar sem fjallað var um hinn svo­­kall­aða þriðja orku­­pakka Evr­­ópu­­sam­­bands­ins og komst að því að hann kalli ekki á end­ur­skoðun EES.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent