Segist hlusta á gagnrýni vegna þriðja orkupakkans

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segist ekki sannfærð um að slagurinn um innleiðingu þriðja orkupakkans sé slagur sem eigi að taka.

Auglýsing

„Ég hlusta á það sem menn eru að segja,“ segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, um þá gagn­rýni sem ýmsir sam­flokks­menn hennar hafa sett fram á inn­leið­ingu hins svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins hér­lend­is.  Hún bendir hins vegar á að Ísland hafi aldrei ákveðið að aflétta ekki stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara til að inn­leiða til­skipun frá Evr­ópu­sam­band­inu. „Það er engin hræðslu­á­róður að segja að við vitum ekki hvert það leiðir okk­ur. Vegna þess að ég hef engan heyrt svara því[...]„Ég er ekki sann­færð um að þetta sé slagur sem við eigum að taka, um efni máls, það er þessa þriðja orku­pakka. Að við ætlum ekki að aflétta stjórn­skip­un­ar­legum fyr­ir­vara.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þór­dísar Kol­brúnar við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 sem frum­sýndur var á mið­viku­dag. Hægt er þátt­inn í heild í spil­ar­anum hér að ofan.

Heitt póli­tískt mál innan Sjálf­stæð­is­flokks

Þriðji orku­pakk­inn er orðin að heitu póli­tísku máli, sér­stak­lega innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hald­inn var fjöl­mennur fundur í Val­höll í lok ágúst á vegum hverfa­­fé­laga Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins í Smá­í­­­­búða-, Bú­­­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­­­­­ur. Sá fundur sendi frá sér ályktun þar sem skorað var „ein­­­­dregið á for­ystu Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins að hafna þriðja orku­­­pakka Evr­­­­ópu­­­­sam­­­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­­­ast á við ákvæði stjórn­­­­­­­ar­­­­skrár­inn­­­­ar, opn­ar Evr­­­­ópu­­­­sam­­­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­­­ar verð á raf­­­­orku og af­­­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­­­ar.“

Auglýsing
Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýndi for­ystu síns gamla flokks harð­lega í leið­ara skömmu síðar þar sem hann sagði Þor­dísi Kol­brúnu, vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafa látið rugla sig í rím­in­u.Hann sagði líka að: „Erfitt væri að ímynda sér að þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Ices­a­ve.“

Þór­dís Kol­brún segir að það verði að koma í ljós hvað þing­menn flokks­ins geri í mál­inu. „Ég segi bara að okkur liggur ekk­ert á að afgreiða þetta mál. Þessi umræða hún truflar mig ekk­ert. Mér finnst hún fín ef hún á end­anum leiðir til þess að við komumst lengra í að ræða það sem málið snýst um. Það eru auð­vitað skiptar skoð­anir innan allra stjórn­ar­flokk­anna um þetta mál.“

Að hennar mati er algjört lyk­il­at­riði að setja meira fjár­magn í að gæta hags­muna Íslands þegar kemur að inn­leið­ingum á til­skip­unum frá Evr­ópu­sam­band­inu á grund­velli EES-­samn­ings­ins. „Þetta er algjört lyk­il­at­riði og þetta er nákvæm­lega það sem utan­rík­is­ráð­herra hefur nú tekið ákvörðun um að gera. Og við erum að setja aukið fjár­magn í þessa hags­muna­gæslu úti sem skiptir öllu máli vegna þess að EES-­samn­ing­ur­inn er í mínum huga og margra ann­arra mik­il­væg­asti alþjóða­samn­ingur sem við höf­um.“

Tveir sér­fræð­ingar segja áhrifin nær engin

Í minn­is­­blaði sem lög­­­­­mað­­­ur­inn Ólafur Jóhannes Ein­­­ar­s­­­son, áður fram­­­kvæmda­­­stjóri hjá Eft­ir­lits­­­stofnun EFTA (ES­A), gerði fyrir Þór­­­dísi Kol­brúnu, og birt var opin­ber­­­lega 17. apr­íl, kom skýrt fram að þriðji orku­­­pakk­inn haggi í engu heim­ildum íslenskra stjórn­­­­­valda til að banna fram­­­sal á eign­­­ar­rétti að orku­auð­lindum og rétti Íslands til að ákveða með hvaða skil­yrðum orku­auð­lindir lands­ins eru nýtt­­­ar.

Í sept­em­ber vann svo lög­mað­ur­inn Birgir Tjörvi Pét­­ur­s­­son grein­ar­gerð þar sem fjallað var um hinn svo­­kall­aða þriðja orku­­pakka Evr­­ópu­­sam­­bands­ins og komst að því að hann kalli ekki á end­ur­skoðun EES.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent