Segir þriðja orkupakkann ekki vera erfitt mál innan Vinstri grænna

Forsætisráðherra telur að andstaðan við þriðja orkupakkann snúist mögulega meira um veru Íslands í EES og hvort að vilji sé til þess að leggja sæstreng til landsins eða ekki.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Kannski snýst þessi spurn­ing meira um veru okkar í EES og kannski snýst hún líka um það hvort við viljum leggja sæstreng eða ekki og hver er þá afstaða okkar almennt til orku­fram­leiðslu á Ísland­i.“

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni þar sem þau ræddu þriðja orku­pakk­ann og þær miklu deilur sem sprottið hafa upp um hann.

Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an:Þing­störf síð­ustu viku sner­ust að stórum hluta um umræður um þriðja orku­pakk­ann, en sex flokkar á Alþingi styðja inn­leið­ingu hans á meðan að tveir, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, eru á móti. Auk þess hafa sam­tökin „Orkan okk­ar“ láti mjög til sín taka í umræðum um málið en þau eru á móti inn­leið­ingu hans. Á meðal stofn­enda þeirra félaga­sam­taka eru menn sem hafa leikið lyk­il­hlut­verk innan Vinstri grænna í gegnum tíð­ina á borð við Ögmund Jón­as­son, Jón Bjarna­son og Hjör­leif Gutt­orms­son.

Auglýsing
Aðspurð um hvort málið sé erfitt innan hennar flokks sagð­ist Katrín ekki telja það vera svo. „Þetta er ekk­ert erfitt mál að mínu viti, en það breytir því ekki að þessi afstaða þarf ekk­ert að koma á óvart hjá mínum góðu félög­um; Ögmundi, Jóni og Hjör­leifi, vegna þess að Vinstri græn voru auð­vitað á móti inn­leið­ingu fyrst og ann­ars orku­pakk­ans sem fól í sér þess upp­skipt­ingu á raf­orku­mark­aði og mark­aðsvæð­ingu okr­unnar á Íslands.“

Katrín sagð­ist spyrja sig hvort að þriðji pakk­inn feli í sér frek­ari mark­aðsvæð­ingu orku­fyr­ir­tækja en orðið sé. Hennar svar sé nei. Fram­sal vald­heim­ilda komi fyrst og síð­ast til vegna hans ef Ísland teng­ist meg­in­landi Evr­ópu í gegnum sæstreng. Búið sé að ganga þannig frá mál­inu að hálfu rík­is­stjórn­ar­innar að ákvörðun um að leggja slíkan streng verði aldrei tekin án aðkomu Alþing­is. Ekk­ert í þriðja orku­pakk­anum sé heldur þannig að Lands­virkjun verði seld og að aðrir en íslensk stjórn­völd geti tekið ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs til lands­ins.

Katrín sagð­ist þó hafa fullan skiln­ing á því að fólki sé annt um orku­auð­lind­ina á Íslandi. „Við vitum það alveg að þar hefur oft verið hart tek­ist á.“ Það sé ein mesta gæfa Íslend­inga að eiga um 40 pró­sent af land­inu í þjóð­lendum og sam­fé­lags­leg orku­fyr­ir­tæki eins og Lands­virkj­un, Rarik og Orkubú Vest­fjarða. „Það er eitt­hvað sem mínir kollegar í útlöndum segja að sé stór­kost­leg gæfa okk­ar.“

Hún telur að EES-­sam­starfið hafi verið Íslend­ingum hag­fellt og mik­il­vægt. Það sé hins vegar mik­il­vægt að gæta hags­muna okkar gegn EES. „Allt eru þetta full­valda þjóðir sem eru að taka þátt í EES-­sam­starfi. En auð­vitað erum við með alþjóð­legu sam­starfi að fram­selja ein­hvers­konar vald­heim­ild­ir. Við erum ekki með skýr ákvæði um það í stjórn­ar­skrá svo dæmi sé tek­ið, sem ég hef lengi talað fyr­ir.“

Öll umræðan minni hana á það hversu mik­il­vægt það sé að ná saman um ákvæði um eign­ar­hald á auð­lindum og skýrt afmörkuð fram­sals­á­kvæði í stjórn­ar­skrá.Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent