Segir þriðja orkupakkann ekki vera erfitt mál innan Vinstri grænna

Forsætisráðherra telur að andstaðan við þriðja orkupakkann snúist mögulega meira um veru Íslands í EES og hvort að vilji sé til þess að leggja sæstreng til landsins eða ekki.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Kannski snýst þessi spurn­ing meira um veru okkar í EES og kannski snýst hún líka um það hvort við viljum leggja sæstreng eða ekki og hver er þá afstaða okkar almennt til orku­fram­leiðslu á Ísland­i.“

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni þar sem þau ræddu þriðja orku­pakk­ann og þær miklu deilur sem sprottið hafa upp um hann.

Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an:Þing­störf síð­ustu viku sner­ust að stórum hluta um umræður um þriðja orku­pakk­ann, en sex flokkar á Alþingi styðja inn­leið­ingu hans á meðan að tveir, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, eru á móti. Auk þess hafa sam­tökin „Orkan okk­ar“ láti mjög til sín taka í umræðum um málið en þau eru á móti inn­leið­ingu hans. Á meðal stofn­enda þeirra félaga­sam­taka eru menn sem hafa leikið lyk­il­hlut­verk innan Vinstri grænna í gegnum tíð­ina á borð við Ögmund Jón­as­son, Jón Bjarna­son og Hjör­leif Gutt­orms­son.

Auglýsing
Aðspurð um hvort málið sé erfitt innan hennar flokks sagð­ist Katrín ekki telja það vera svo. „Þetta er ekk­ert erfitt mál að mínu viti, en það breytir því ekki að þessi afstaða þarf ekk­ert að koma á óvart hjá mínum góðu félög­um; Ögmundi, Jóni og Hjör­leifi, vegna þess að Vinstri græn voru auð­vitað á móti inn­leið­ingu fyrst og ann­ars orku­pakk­ans sem fól í sér þess upp­skipt­ingu á raf­orku­mark­aði og mark­aðsvæð­ingu okr­unnar á Íslands.“

Katrín sagð­ist spyrja sig hvort að þriðji pakk­inn feli í sér frek­ari mark­aðsvæð­ingu orku­fyr­ir­tækja en orðið sé. Hennar svar sé nei. Fram­sal vald­heim­ilda komi fyrst og síð­ast til vegna hans ef Ísland teng­ist meg­in­landi Evr­ópu í gegnum sæstreng. Búið sé að ganga þannig frá mál­inu að hálfu rík­is­stjórn­ar­innar að ákvörðun um að leggja slíkan streng verði aldrei tekin án aðkomu Alþing­is. Ekk­ert í þriðja orku­pakk­anum sé heldur þannig að Lands­virkjun verði seld og að aðrir en íslensk stjórn­völd geti tekið ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs til lands­ins.

Katrín sagð­ist þó hafa fullan skiln­ing á því að fólki sé annt um orku­auð­lind­ina á Íslandi. „Við vitum það alveg að þar hefur oft verið hart tek­ist á.“ Það sé ein mesta gæfa Íslend­inga að eiga um 40 pró­sent af land­inu í þjóð­lendum og sam­fé­lags­leg orku­fyr­ir­tæki eins og Lands­virkj­un, Rarik og Orkubú Vest­fjarða. „Það er eitt­hvað sem mínir kollegar í útlöndum segja að sé stór­kost­leg gæfa okk­ar.“

Hún telur að EES-­sam­starfið hafi verið Íslend­ingum hag­fellt og mik­il­vægt. Það sé hins vegar mik­il­vægt að gæta hags­muna okkar gegn EES. „Allt eru þetta full­valda þjóðir sem eru að taka þátt í EES-­sam­starfi. En auð­vitað erum við með alþjóð­legu sam­starfi að fram­selja ein­hvers­konar vald­heim­ild­ir. Við erum ekki með skýr ákvæði um það í stjórn­ar­skrá svo dæmi sé tek­ið, sem ég hef lengi talað fyr­ir.“

Öll umræðan minni hana á það hversu mik­il­vægt það sé að ná saman um ákvæði um eign­ar­hald á auð­lindum og skýrt afmörkuð fram­sals­á­kvæði í stjórn­ar­skrá.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent