Auglýsing

Stærsti eigna­mark­aður Íslands er fast­eigna­mark­að­ur­inn. Hann er jafn­framt sá mark­að­ur­inn þar sem almenn­ingur á mest und­ir. 

Á honum hvílir sparn­að­ar­upp­bygg­ing fólks að miklu leyti. Í gegnum eigið hús­næði og einnig í gegnum líf­eyr­is­kerf­ið. Stór hluti eigna líf­eyr­is­sjóða lands­manna er tengdur fast­eigna­mark­að­an­um. 

Sjóð­irnir eiga yfir 3.200 millj­arða í inn­lendum verð­bréfa­eign­um, sem meðal ann­ars eru í skuldum heim­il­anna í land­inu. Þá eiga sjóð­irnir einnig stóra eign­ar­hluti í fast­eigna­fé­lög­um, sem eiga bæði íbúðir og atvinnu­hús­næði. Heild­ar­eignir sjóð­ana nema nú rúm­lega 4.400 millj­örðum króna.

Auglýsing

Sam­kvæmt fast­eigna­mati árs­ins 2018 var virði fast­eigna um 7.300 millj­arðar króna. 

Und­ar­leg staða

Sú und­ar­lega staða er uppi á fast­eigna­mark­aðnum á Íslandi að gögn um stöð­una á mark­aðnum eru ekki nægi­lega góð. Þetta á einkum við um nýbygg­ing­ar. 

Þjóð­skrá hefur staðið sig vel í því að halda utan um við­skipti á mark­aðn­um, og þróun þeirra. Þar er byggt á frum­gögn­um, þing­lýs­ingum skjala. 

Það sem vantar er að varpa skýr­ara ljósi á hversu margar íbúðir er verið að byggja, á hvaða svæðum og hvernig teg­undir að íbúð­u­m. 

Þetta var gert að umtals­efni í Hag­sjá Lands­bank­ans í gær. „Hag­stofan hefur enn ekki birt upp­lýs­ingar um bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis á síð­asta ári. Upp­lýs­inga­streymi um bygg­ing­ar­starf­semi hefur ekki batnað mikið í núver­andi upp­sveiflu og enn renna menn jafnt blint í sjó­inn með bygg­ing­ar­magn, stað­setn­ingu og teg­undir hús­næðis í bygg­ing­u,“ segir í Hag­sjánni.

Í henni segir einnig að áreið­an­leg­astu gögnin sem finn­ast á mark­aðnum koma úr taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins. Það er komin reynsla á hana, en aðferð­ar­fræðin eru engu að síður frum­stæð miðað við það sem er hægt að gera með betri upp­lýs­inga­miðlun og agaðri upp­lýs­inga­gjöf frá hinu opin­bera.

Sveit­ar­fé­lög geta leyst þetta með ein­földum hætti. Þau búa yfir frum­gögn­unum um skipu­lag, bygg­ing­ar­leyfi og allt slíkt. 

Þau geta tekið þetta saman og birt, með sam­ræmdum hætti, t.d. alla föstu­daga klukkan 13:00. Nýjar upp­lýs­ingar sem ber­ast koma svo inn í hverri upp­færslu, viku­lega. 

Með þessu myndi fást yfir­sýn yfir þróun á fram­boð­inu, sem myndi renna betri stoðum undir ákvarð­anir víða í hag­kerf­inu. Þetta eru mik­il­vægar upp­lýs­ingar sem skipta miklu máli. Það er ekki nóg að hafa upp­lýs­ing­arn­ar, heldur þarf að miðla þeim skipu­lega og vel.

Ein lína í við­bót

Annað atriði sem mætti bæta úr snýr að speki­lek­anum - eða eft­ir­liti með honum - í hag­kerf­inu. Eins og bent hefur verið á áður, á þessum vett­vangi, þá er uppi sú und­ar­lega staða að það er ekki vitað hvernig þekk­ing er að flæða inn og út úr hag­kerf­in­u. 

Þetta er und­ar­legt ekki síst á tímum þar sem sam­fé­lagið er að breyt­ast mikið en um 75 pró­sent nýrra skatt­greið­enda á síð­ustu fimm árum hafa verið erlendir rík­is­borg­ar­ar.

Þetta er hægt að leysa með ein­földum hætt­i. 

Á eyðu­blaði hjá Þjóð­skrá er hægt að bæta við einni línu, eða einum reit, þar sem fólk sem er að flytja til lands­ins eða frá því, segir frá starfs­reynslu sinni og mennt­un. 

Þetta gefur færi á því að fylgj­ast með því í raun­tíma hvernig þekk­ing er að flæða inn og út úr land­in­u. 

Alveg eins og með gögnin um upp­bygg­ingu íbúða, þá bætir þetta und­ir­stöður ákvarð­ana, ekki síst hjá stjórn­mála­mönn­um.  

Birt­ing á þessum gögnum mætti til dæmis vera á föstu­dögum klukkan 13:00. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari