Auglýsing

Stærsti eigna­mark­aður Íslands er fast­eigna­mark­að­ur­inn. Hann er jafn­framt sá mark­að­ur­inn þar sem almenn­ingur á mest und­ir. 

Á honum hvílir sparn­að­ar­upp­bygg­ing fólks að miklu leyti. Í gegnum eigið hús­næði og einnig í gegnum líf­eyr­is­kerf­ið. Stór hluti eigna líf­eyr­is­sjóða lands­manna er tengdur fast­eigna­mark­að­an­um. 

Sjóð­irnir eiga yfir 3.200 millj­arða í inn­lendum verð­bréfa­eign­um, sem meðal ann­ars eru í skuldum heim­il­anna í land­inu. Þá eiga sjóð­irnir einnig stóra eign­ar­hluti í fast­eigna­fé­lög­um, sem eiga bæði íbúðir og atvinnu­hús­næði. Heild­ar­eignir sjóð­ana nema nú rúm­lega 4.400 millj­örðum króna.

Auglýsing

Sam­kvæmt fast­eigna­mati árs­ins 2018 var virði fast­eigna um 7.300 millj­arðar króna. 

Und­ar­leg staða

Sú und­ar­lega staða er uppi á fast­eigna­mark­aðnum á Íslandi að gögn um stöð­una á mark­aðnum eru ekki nægi­lega góð. Þetta á einkum við um nýbygg­ing­ar. 

Þjóð­skrá hefur staðið sig vel í því að halda utan um við­skipti á mark­aðn­um, og þróun þeirra. Þar er byggt á frum­gögn­um, þing­lýs­ingum skjala. 

Það sem vantar er að varpa skýr­ara ljósi á hversu margar íbúðir er verið að byggja, á hvaða svæðum og hvernig teg­undir að íbúð­u­m. 

Þetta var gert að umtals­efni í Hag­sjá Lands­bank­ans í gær. „Hag­stofan hefur enn ekki birt upp­lýs­ingar um bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis á síð­asta ári. Upp­lýs­inga­streymi um bygg­ing­ar­starf­semi hefur ekki batnað mikið í núver­andi upp­sveiflu og enn renna menn jafnt blint í sjó­inn með bygg­ing­ar­magn, stað­setn­ingu og teg­undir hús­næðis í bygg­ing­u,“ segir í Hag­sjánni.

Í henni segir einnig að áreið­an­leg­astu gögnin sem finn­ast á mark­aðnum koma úr taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins. Það er komin reynsla á hana, en aðferð­ar­fræðin eru engu að síður frum­stæð miðað við það sem er hægt að gera með betri upp­lýs­inga­miðlun og agaðri upp­lýs­inga­gjöf frá hinu opin­bera.

Sveit­ar­fé­lög geta leyst þetta með ein­földum hætti. Þau búa yfir frum­gögn­unum um skipu­lag, bygg­ing­ar­leyfi og allt slíkt. 

Þau geta tekið þetta saman og birt, með sam­ræmdum hætti, t.d. alla föstu­daga klukkan 13:00. Nýjar upp­lýs­ingar sem ber­ast koma svo inn í hverri upp­færslu, viku­lega. 

Með þessu myndi fást yfir­sýn yfir þróun á fram­boð­inu, sem myndi renna betri stoðum undir ákvarð­anir víða í hag­kerf­inu. Þetta eru mik­il­vægar upp­lýs­ingar sem skipta miklu máli. Það er ekki nóg að hafa upp­lýs­ing­arn­ar, heldur þarf að miðla þeim skipu­lega og vel.

Ein lína í við­bót

Annað atriði sem mætti bæta úr snýr að speki­lek­anum - eða eft­ir­liti með honum - í hag­kerf­inu. Eins og bent hefur verið á áður, á þessum vett­vangi, þá er uppi sú und­ar­lega staða að það er ekki vitað hvernig þekk­ing er að flæða inn og út úr hag­kerf­in­u. 

Þetta er und­ar­legt ekki síst á tímum þar sem sam­fé­lagið er að breyt­ast mikið en um 75 pró­sent nýrra skatt­greið­enda á síð­ustu fimm árum hafa verið erlendir rík­is­borg­ar­ar.

Þetta er hægt að leysa með ein­földum hætt­i. 

Á eyðu­blaði hjá Þjóð­skrá er hægt að bæta við einni línu, eða einum reit, þar sem fólk sem er að flytja til lands­ins eða frá því, segir frá starfs­reynslu sinni og mennt­un. 

Þetta gefur færi á því að fylgj­ast með því í raun­tíma hvernig þekk­ing er að flæða inn og út úr land­in­u. 

Alveg eins og með gögnin um upp­bygg­ingu íbúða, þá bætir þetta und­ir­stöður ákvarð­ana, ekki síst hjá stjórn­mála­mönn­um.  

Birt­ing á þessum gögnum mætti til dæmis vera á föstu­dögum klukkan 13:00. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari