Áhrifavaldarnir – vegna þeirra er ég hér

Sólveig María Árnadóttir segir að ef ekki hefði verið fyrir alla þá mögnuðu og metnaðarfullu kennara sem kenndu henni þá hefði hún aldrei skráð sig í kennarafræði.

Auglýsing

„Mamma fer alveg að koma, mamma fer alveg að verða búin í vinn­unni, vittu til,“ sögðu leik­skóla­kenn­ar­arnir hug­hreystandi við litlu grát­andi stúlk­una á leik­skól­anum Smábæ í Hrís­ey. Hún var í eðli sínu þrjósk og ekki til­búin að trúa hverju sem er (hvorki þá né í dag) en Erna og Fríða með sinni ein­stöku hlýju og umhyggju gáfu stúlkunni það hald og traust sem slíkar sálir þurfa.

Litla stúlkan flutti frá eyj­unni sinni og Sig­rún Ásmunds umsjón­ar­kenn­ari tók á móti henni í 2. bekk í Síðu­skóla og allt í einu var stúlkan farin að leika skóla­leiki í frí­tíma. Mar­grét Bald­vins var sátta­semj­ar­inn þegar kom að stríðs­á­standi sem ríkti á heim­ili stúlkunnar þegar stærð­fræðin gekk ekki upp. Helga Lyng­dal og Tobba stóðu sig eins og hetjur á mið­stigi þegar þurfti að takast á við erf­iðan hug­ar­heim litlu stúlkunnar og vin­kvenn­anna sem töldu heim­inn vera að hrynja þegar þær fengu ekki að vera allar í sama bekkn­um. Fríða frænka, heim­il­is­fræði­kenn­ari fyr­ir­gaf bruss­unni alltaf og kenndi henni dýr­mæt hand­tök í eld­hús­inu og þol­in­mæði Gulla smíða­kenn­ara var aðdá­un­ar­verð. Á ung­linga­stigi beið litlu stúlkunnar nýr heim­ur. 

Sigga og Siggu beið ærið verk­efni þegar þau tóku á móti 8. bekk og vá, hvað það voru skemmti­leg ár sem tóku við. Metn­að­ar­full og umhyggju­söm, héldu þau fast utan um hóp­inn. Bibbi kveikti áhuga litlu stúlkunnar á alþjóða­sam­skiptum og sam­starfi og gaf henni dýr­mæta reynslu þegar hún fékk að fara til Rómar í náms­ferð í 9. bekk. Danska sem átti víst að vera leið­in­legt fag, var skemmti­leg með Krist­ínu List og Sonju. Björk hvatti litlu stúlk­una áfram í ensk­unni og Hrefna Frí­mann leiddi hana í gegn um stærð­fræð­ina sem var oft ansi erf­ið. Siggi var ákveð­inn og metn­að­ar­fullur og gerði nátt­úru­fræði allt í einu skemmti­lega. Með Siggu Jóh var svo allt skemmti­legt og ger­legt, enda metn­að­ar­full og með óbilandi trú á litlu stúlkunni. Það sama á við um Sig­rúnu Sig sem kvaddi litlu stúlk­una með fal­legum orðum þegar hún hélt út í líf­ið, þessi orð hafa fylgt henni síð­an.

Auglýsing

Litla stúlkan fylgdi hefðum föð­ur­fjöl­skyld­unnar og fór í Mennta­skól­ann á Akur­eyri. Þar kveiktu Linda og Bjarni Guð­munds nýjan áhuga stúlkunnar á sál­fræði og þegar Linda leið­beindi henni í loka­verk­efni, breytt­ist allt. Hildur Hauks gerði ensk­una ein­staka, Logi Ásbjörns kveikti áhug­ann á kynja­fræði og ef það hefði ekki verið fyrir Einar Sig­tryggs hefði litla stúlkan aldrei náð stærð­fræð­inni. Með Ein­ari Brynj­ólfs fóru stjórn­mál að vera áhuga­mál og með Bjössa Viff varð saga skemmti­leg. Jónasi Helga tók svo að gera það sem hafði alltaf verið svo leið­in­legt og erfitt, áhuga­vert og hvetj­andi. Áhugi og metn­aður Eyrúnar Huldar í íslensku gerði það að verkum að litla stúlkan hefur lagt mikla áherslu á íslensku­kennslu í námi sínu.

Litla stúlkan er ég, meist­ara­nemi í mennt­un­ar­fræðum við kenn­ara­deild Háskól­ans á Akur­eyri. Ég er ekki eins­dæmi. Lang­flestir muna eftir sínum áhrifa­völdum og þar eru kenn­arar ofar­lega á lista. Þessi listi hér að ofan er þó alls ekki tæm­andi og á hann vantar nokkur nöfn. En hann sýnir þó hvers vegna ég valdi kenn­ara­fræði. Ef það hefði ekki verið fyrir alla þessa mögn­uðu og metn­að­ar­fullu kenn­ara, hefði ég aldrei skráð mig í kenn­ara­fræði. Þessir ein­stak­lingar eiga það allt sam­eig­in­legt að hafa haft mikil áhrif á mitt líf. Með ólíkum hætti hafa þeir allir haft áhrif á það hvar ég er í dag og hvernig ég horfi á líf­ið. Ef þú vilt raun­veru­lega hafa áhrif á sam­fé­lag­ið, er kenn­ara­starf­ið, rétta starfið fyrir þig. Komdu að kenna.

Höf­undur er for­maður Stúd­enta­fé­lags Háskól­ans á Akur­eyri og meist­ara­nemi í mennt­un­ar­fræðum við kenn­ara­deild HA.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar