Tilnefningarnefndir: Ekki til að skapa virðulega ásýnd um fyrirfram gefna niðurstöðu

Páll Harðarson telur að félög á markaði læri hvert af öðru en mikilvægast af öllu sé þó að leita eftir endurgjöf hluthafa, smárra sem stórra, hvort þeir séu ánægðir með árangurinn. Þetta ætti jafnframt að gera fyrir opnum tjöldum.

Auglýsing

Mark­tækar breyt­ingar hafa orðið á sviði stjórn­ar­hátta hér á landi und­an­farin 2 ár, sem að nokkru má rekja til afnáms fjár­magns­hafta í mars 2017. Þessi þróun er aðal­lega undir erlendum áhrifum sem sjá má í snar­auknum vin­sældum til­nefn­inga­nefnda und­an­farið ár og einnig í auk­inni áherslu fyr­ir­tækja og fjár­festa á sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Í Leið­bein­ingum um stjórn­ar­hætti hefur mögu­leik­inn á til­nefn­ing­ar­nefnd lengi verið til stað­ar. Hún hefði ráð­gef­andi hlut­verk við til­nefn­ingar á stjórn­ar­mönn­um, stuðl­aði að því að hlut­hafar hefðu for­sendur fyrir upp­lýstri ákvörð­un­ar­töku og tryggði að stjórn hefði í heild sinni yfir að ráða við­eig­andi hæfni, reynslu og þekk­ingu. Sýn varð fyrst skráðra fyr­ir­tækja til að setja á stofn til­nefn­ing­ar­nefnd á árinu 2014 og Skelj­ungur fylgdi í kjöl­farið árið 2016. Í upp­hafi árs 2018 voru þetta einu félögin með til­nefn­ing­ar­nefnd, en þá allt í einu fór skriða af stað. Af 19 fyr­ir­tækjum sem núna eru skráð á aðal­markað Nas­daq Iceland hafa 15 félög sett á stofn til­nefn­ing­ar­nefnd eða eru með það í und­ir­bún­ingi og tvö félög eru með það til skoð­un­ar.

Lík­lega má rekja þessu skriðu til aðkomu erlendra fjár­festa að hluta­bréfa­mark­aðn­um, einkum frá Banda­ríkj­unum og Bret­landi, sem sáu hér fjár­fest­ing­ar­tæki­færi í kjöl­far afnáms hafta í mars 2017. Sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Eaton Vance, varð fyrst til að óska eftir breyt­ingum á við­teknum venjum við til­nefn­ingar í stjórnir í þeim fjórum fyr­ir­tækjum sem sjóðir þess voru hlut­hafar í. Var það gert með vísun í að til­nefn­ing­ar­nefndir væru meðal mik­il­væg­ustu stoða góðra stjórn­ar­hátta, þar sem leitað væri eftir auknu gagn­sæi um stjórn­ar­kjör og upp­lýstri ákvörð­un­ar­töku hlut­hafa. Þannig má leiða líkur að því að þeir hafi upp­lifað að mögu­leikar utan­að­kom­andi fjár­festa, þ.e. utan tengsla­nets íslenskra áhrifa­fjár­festa, til að hafa aðkomu að eða áhrif á stjórn þeirra fyr­ir­tækja sem þeir fjár­festu í væri tak­mörkuð og að fyr­ir­komu­lag við til­nefn­ingar í stjórnir væri ómark­vis­st, tæki ekki nægj­an­legt tillit til þarfa fyr­ir­tækj­anna og að reynsla, þekk­ing og hæfni innan stjórna væri á stundum eins­leit eða óvið­eig­andi af þessum sök­um. Til­nefn­ing­ar­nefndir geta sniðið van­kanta af ferl­inu og stuðlað að auknu gagn­sæi og jafn­ræði meðal fjár­festa. Þetta frum­kvæði Eaton Vance hefur að lík­indum einnig virkað sem hvatn­ing til þeirra inn­lendu hlut­hafa sem hugsað hafa á svip­uðum nót­um. Það hefur jafn­framt gefið stjórnum og hlut­höfum skráðra fyr­ir­tækja til kynna að stofn­setn­ing til­nefn­ing­ar­nefnda lað­aði fremur að alþjóð­lega fjár­festa og væri þar með virð­is­auk­andi fyrir hlut­hafa.

Auglýsing

Án alls vafa er hægt að útfæra störf til­nefn­ing­ar­nefnda þannig að gagn­sæi við stjórn­ar­skipan auk­ist veru­lega, hlut­hafar verði upp­lýst­ari við ákvarð­anir sínar og stjórnir skráðra fyr­ir­tækja verði betur skip­aðar en ella. Stærstur hluti fyr­ir­tækja á aðal­mark­aði stendur nú fyrir til­raun í þessa veru. Ekki er hægt að reikna með því að útfærslan verði hnökra­laus í fyrstu og reyndar ekki hægt að ganga að því sem vísu að til­raunin tak­ist. Næstu ár munu skera úr um það.

Rök­stuðn­ingur til­nefn­ing­ar­nefndar fyrir til­nefn­ingu ætti að vera svo ljós að hlut­hafi gæti fyr­ir­hafn­ar­lítið skilið for­sendur henn­ar, mögu­lega mátað aðra kandi­data inn í stjórn og haft sann­fær­ingu fyrir vali nefnd­ar­inn­ar. Sumar nefndir hafa not­ast við árang­urs­mat stjórnar og sam­töl við stjórn­ar­menn og hlut­hafa til að bera kennsl á hæfni, reynslu eða þekk­ingu sem skortir eða æski­legt er að bæta í. Þá verður valið ljós­ara en ella. Einnig má geta sér­stak­lega til hvaða eig­in­leika til­nefndra ein­stak­linga er litið í sam­hengi við skil­greinda þörf félags­ins, sem er æski­leg­ast. Eðli­lega líta til­nefn­ing­ar­nefndir einnig til ann­arra sjón­ar­miða.

Félögin læra hvert af öðru í þessum efn­um, en mik­il­væg­ast af öllu er þó að leita eftir end­ur­gjöf hlut­hafa, smárra sem stórra, hvort þeir séu ánægðir með árang­ur­inn. Hvað var vel gert og hvað má bæta? Eru erlendu hlut­haf­arnir jafn ánægðir og þeir inn­lendu? Þetta ætti að gera fyrir opnum tjöldum þannig að til­nefn­ing­ar­nefnd­irnar birtu opin­ber­lega meg­in­nið­ur­stöður slíkrar könn­un­ar. Þetta myndi stuðla að hratt vax­andi þekk­ingu allra félaga á mark­aði um hvað fellur fjár­festum í geð sem eru sam­eig­in­legir hags­munir allra skráðra fyr­ir­tækja. Það gæti líka slegið á efa­semd­araddir sem heyrst hafa um að til­nefn­ing­ar­nefndir séu ein­fald­lega til þess að skapa virðu­lega ásýnd um fyr­ir­fram gefna nið­ur­stöðu. Nefnd­irnar geta unnið sér aukið traust meðal hlut­hafa og fjár­festa almennt með því að til­lögur hlut­hafa til úrbóta og rök­studd við­brögð nefnd­anna við þeim séu fyrir opnum tjöld­um. Það traust skiptir ein­stök fyr­ir­tæki og hluta­bréfa­mark­að­inn allan máli.

Höf­undur er for­stjóri Nas­daq Iceland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar