Tilnefningarnefndir: Ekki til að skapa virðulega ásýnd um fyrirfram gefna niðurstöðu

Páll Harðarson telur að félög á markaði læri hvert af öðru en mikilvægast af öllu sé þó að leita eftir endurgjöf hluthafa, smárra sem stórra, hvort þeir séu ánægðir með árangurinn. Þetta ætti jafnframt að gera fyrir opnum tjöldum.

Auglýsing

Mark­tækar breyt­ingar hafa orðið á sviði stjórn­ar­hátta hér á landi und­an­farin 2 ár, sem að nokkru má rekja til afnáms fjár­magns­hafta í mars 2017. Þessi þróun er aðal­lega undir erlendum áhrifum sem sjá má í snar­auknum vin­sældum til­nefn­inga­nefnda und­an­farið ár og einnig í auk­inni áherslu fyr­ir­tækja og fjár­festa á sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Í Leið­bein­ingum um stjórn­ar­hætti hefur mögu­leik­inn á til­nefn­ing­ar­nefnd lengi verið til stað­ar. Hún hefði ráð­gef­andi hlut­verk við til­nefn­ingar á stjórn­ar­mönn­um, stuðl­aði að því að hlut­hafar hefðu for­sendur fyrir upp­lýstri ákvörð­un­ar­töku og tryggði að stjórn hefði í heild sinni yfir að ráða við­eig­andi hæfni, reynslu og þekk­ingu. Sýn varð fyrst skráðra fyr­ir­tækja til að setja á stofn til­nefn­ing­ar­nefnd á árinu 2014 og Skelj­ungur fylgdi í kjöl­farið árið 2016. Í upp­hafi árs 2018 voru þetta einu félögin með til­nefn­ing­ar­nefnd, en þá allt í einu fór skriða af stað. Af 19 fyr­ir­tækjum sem núna eru skráð á aðal­markað Nas­daq Iceland hafa 15 félög sett á stofn til­nefn­ing­ar­nefnd eða eru með það í und­ir­bún­ingi og tvö félög eru með það til skoð­un­ar.

Lík­lega má rekja þessu skriðu til aðkomu erlendra fjár­festa að hluta­bréfa­mark­aðn­um, einkum frá Banda­ríkj­unum og Bret­landi, sem sáu hér fjár­fest­ing­ar­tæki­færi í kjöl­far afnáms hafta í mars 2017. Sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Eaton Vance, varð fyrst til að óska eftir breyt­ingum á við­teknum venjum við til­nefn­ingar í stjórnir í þeim fjórum fyr­ir­tækjum sem sjóðir þess voru hlut­hafar í. Var það gert með vísun í að til­nefn­ing­ar­nefndir væru meðal mik­il­væg­ustu stoða góðra stjórn­ar­hátta, þar sem leitað væri eftir auknu gagn­sæi um stjórn­ar­kjör og upp­lýstri ákvörð­un­ar­töku hlut­hafa. Þannig má leiða líkur að því að þeir hafi upp­lifað að mögu­leikar utan­að­kom­andi fjár­festa, þ.e. utan tengsla­nets íslenskra áhrifa­fjár­festa, til að hafa aðkomu að eða áhrif á stjórn þeirra fyr­ir­tækja sem þeir fjár­festu í væri tak­mörkuð og að fyr­ir­komu­lag við til­nefn­ingar í stjórnir væri ómark­vis­st, tæki ekki nægj­an­legt tillit til þarfa fyr­ir­tækj­anna og að reynsla, þekk­ing og hæfni innan stjórna væri á stundum eins­leit eða óvið­eig­andi af þessum sök­um. Til­nefn­ing­ar­nefndir geta sniðið van­kanta af ferl­inu og stuðlað að auknu gagn­sæi og jafn­ræði meðal fjár­festa. Þetta frum­kvæði Eaton Vance hefur að lík­indum einnig virkað sem hvatn­ing til þeirra inn­lendu hlut­hafa sem hugsað hafa á svip­uðum nót­um. Það hefur jafn­framt gefið stjórnum og hlut­höfum skráðra fyr­ir­tækja til kynna að stofn­setn­ing til­nefn­ing­ar­nefnda lað­aði fremur að alþjóð­lega fjár­festa og væri þar með virð­is­auk­andi fyrir hlut­hafa.

Auglýsing

Án alls vafa er hægt að útfæra störf til­nefn­ing­ar­nefnda þannig að gagn­sæi við stjórn­ar­skipan auk­ist veru­lega, hlut­hafar verði upp­lýst­ari við ákvarð­anir sínar og stjórnir skráðra fyr­ir­tækja verði betur skip­aðar en ella. Stærstur hluti fyr­ir­tækja á aðal­mark­aði stendur nú fyrir til­raun í þessa veru. Ekki er hægt að reikna með því að útfærslan verði hnökra­laus í fyrstu og reyndar ekki hægt að ganga að því sem vísu að til­raunin tak­ist. Næstu ár munu skera úr um það.

Rök­stuðn­ingur til­nefn­ing­ar­nefndar fyrir til­nefn­ingu ætti að vera svo ljós að hlut­hafi gæti fyr­ir­hafn­ar­lítið skilið for­sendur henn­ar, mögu­lega mátað aðra kandi­data inn í stjórn og haft sann­fær­ingu fyrir vali nefnd­ar­inn­ar. Sumar nefndir hafa not­ast við árang­urs­mat stjórnar og sam­töl við stjórn­ar­menn og hlut­hafa til að bera kennsl á hæfni, reynslu eða þekk­ingu sem skortir eða æski­legt er að bæta í. Þá verður valið ljós­ara en ella. Einnig má geta sér­stak­lega til hvaða eig­in­leika til­nefndra ein­stak­linga er litið í sam­hengi við skil­greinda þörf félags­ins, sem er æski­leg­ast. Eðli­lega líta til­nefn­ing­ar­nefndir einnig til ann­arra sjón­ar­miða.

Félögin læra hvert af öðru í þessum efn­um, en mik­il­væg­ast af öllu er þó að leita eftir end­ur­gjöf hlut­hafa, smárra sem stórra, hvort þeir séu ánægðir með árang­ur­inn. Hvað var vel gert og hvað má bæta? Eru erlendu hlut­haf­arnir jafn ánægðir og þeir inn­lendu? Þetta ætti að gera fyrir opnum tjöldum þannig að til­nefn­ing­ar­nefnd­irnar birtu opin­ber­lega meg­in­nið­ur­stöður slíkrar könn­un­ar. Þetta myndi stuðla að hratt vax­andi þekk­ingu allra félaga á mark­aði um hvað fellur fjár­festum í geð sem eru sam­eig­in­legir hags­munir allra skráðra fyr­ir­tækja. Það gæti líka slegið á efa­semd­araddir sem heyrst hafa um að til­nefn­ing­ar­nefndir séu ein­fald­lega til þess að skapa virðu­lega ásýnd um fyr­ir­fram gefna nið­ur­stöðu. Nefnd­irnar geta unnið sér aukið traust meðal hlut­hafa og fjár­festa almennt með því að til­lögur hlut­hafa til úrbóta og rök­studd við­brögð nefnd­anna við þeim séu fyrir opnum tjöld­um. Það traust skiptir ein­stök fyr­ir­tæki og hluta­bréfa­mark­að­inn allan máli.

Höf­undur er for­stjóri Nas­daq Iceland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar